þriðjudagur, desember 30, 2003

...framhald síðan síðast...

Á jóldag buðum við svo Dönu, Sverri og Jónda að koma til okkar í smá kaffiboð, með íslensku nammi, heitu kakói, ömmu Siggu-rúllutertu og búðarkeyptum smákökum. Það var mjög fínt en því miður voru ekki allir svo heppnir að fá að kútveltast allsberir um sófann minn! Stundum langar mig bara að verða lítil aftur, þá má allt...!! Um kvöldið var svo snætt hangikjöt með tilheyrandi jóalsalati og gotteríi mmm mmm mmm mmm. Ætli við höfum svo ekki annað hvort legið yfir Futurama eða playstation um kvöldið! ;)

Á annan í jólum var sofið út og haft það gott. Ég eldaði svo þetta snilldar nautakjöt með bernessósu og gúmmelaði. Maturinn var reyndar frekar seint eða um klukkan 21 því ég sofnaði aðeins í sófanum og Gummi var ekkert að vekja mig enda leiðinlegt að þurfa að hætta að leika sér í Gran Turismo til að borða uppáhaldsmatinn sinn! ;)

Dagana milli jóla og nýars höfum við svo snúið sólarhringnum fram og til baka, horf á bíómyndir og þætti, spilað tölvuleiki og lesið, sem sagt gert allt sem tilheyrir því að vera í fríi. Fórum reyndar aðeins á útsölur þó við værum ekki svo gráðug að fara strax á annan í jólum. Keyptum gallabuxur handa Gumma á 50% afslætti og peysu handa mér sem var ekki á neinum afslætti *roðn*. Ég kenni Gumma algjörlega um þau kaup því ég var búin að ákveða að kaupa hana ef hún yrði á útsölu. Þegar hún var ekki á ústsölu hætti ég alveg að hugsa um hana en þá byrjaði Gummi "ætlarðu ekki að kaupa peysuna?? Eigum við ekki að kíkja á hana osfrv". Fyrst hann var í svona gjafmildu skapi gat ég nú ekki sagt nei enda kostaði hún nú engin ósköp eða rétt tæplega 200 sek. Það var líka gaman að fara og versla fyrir annara manna peninga því við fengum peninga til að kaupa boli á frænku hans Gumma því hún var svo ánægð með þann sem hún fékk í jólagjöf frá okkur Auðvitað sakaði það ekki að þeir voru sjúklega ódýrir og við náðum að kaupa fjóra flotta boli á ca. 2500 kr. Hún hlýtur að verða ánægð *krossa putta* því ég hef óaðfinnanlegan smekk *roðn*. Ég ætlaði svo að kaupa mér gallabuxur á útsölu en fann engar sem pössuðu almennilega, voru alltaf annað hvort of litlar eða stórar, of þröngar við kálfanna (er víst í tísku en fer mér illa), of útvíðar, of lágar í mittið eða of háar...það er erfitt að finna hinar fullkomnu gallabuxur svo það verður bara að bíða þangað til seinna. Útsölurnar eru nú ekki alveg búnar strax! :D

Svo er bara áramótapartý/djamm á morgun. Ekki leiðinlegt það, fullt af góðum mat og konfekti og kampavíni og allskonar ósóma mmm mmm mmm mmm...
...jól, jól, jól, það eru jól! Jólin hjá okkur eru búin að vera alveg yndisleg, mikið slappað af, lesið, horft á sjónvarpið og dvd og spilað tölvuleiki. Við aftur á móti átum ekkert þessi jól því við ákváðum að gefa andvirði matarsins til fátækra Svía...æ viss...maður hefði kannski frekar átt að gera það. Reyndar höfum við borðað góðan mat og fengið okkur íslenskt gotterí en samt höfum við ekki legið í matnum eins og svín sem betur fer. Borðað vel en ekki alltof mikið! :) Ég er þessi snilldarkokkur þó ég segji sjálf frá og eldaði þessa fínu jólaasarsúpu ala mamma uppbakaða og alle grejer. Gummi sagði að þetta hefði verið besta asparsúpa sem hann hefður á æfi sinni smakkað og það er ekki lítið hrós þegar það er haft í huga að hann hefur matarást á tengdamömmu sinni. Svo var snædd jólaskinka með íslensu ívafi og fullt af góðu meðlæti haft með. Mmmmm mmmm mmmm mmmmmm. Svo var vaskað upp og gert fínt og lagað kaffi, konfekt sett í skál og allt var voða rómó og skemmtilegt. Þá fórum við að fikra okkur nær pakkafjallinu ógurlega. Reyndar var þetta lítið fjall, svo lítið að danir hefðu ekki einu sinni tekið það í mál að kalla það fjall, var kannski frekar hóll eða smá hæð eða... Jæja það skiptir ekki máli því pakkarnir voru allir yndislegir og innihéldu skemmtilega hluti. Núna verð ég bara eins og barnalandssíða af bestu gerð og tel allar gjafirnar upp:

Ég gaf Gumma Futurma seríu 3 og hann gaf mér geðveikt flott úr með rauðri þykkri ól.
Tengdó gáfu okkur sætan lampa og pönnukökupönnu og í pakkanum var myndaalbúm sem var ekki jólagjöf en notað til stuðnings! :) Í því eru fullt af myndum af Gumma á hinum ýmsu skeiðum og slatti af myndum af Daníel syni Gumma! :)
Frá foreldrum mínum fékk ég teppi sem er sundurklippt eins og mamma kallar það því það er ætlað til að hafa yfir axlirnar. Þetta teppi hef ég verið með á mér nánast stanslaust síðan ég opnaði gjöfina!!:) Náttföt fékk ég líka og ætla ég mér ekki að fara nánar út í útlitið á þeim eða miðann sem fylgdi með *roðn* en þau eru mjög flott! Foreldrar mínir fóru yfir um í að kaupa gjafir handa börnunum sínum í Svíþjóð því ég fékk líka vettlinga, trefil og húfu í setti, bókina Svo fögur bein (sem er mjög skemmtileg) og þriðja jólasveininn í safnið mitt! :)
Gummi fékk svo peysu, trefill og vettlinga og bókina Heimur spendýranna frá þessum snaróðu foreldrum mínum.
Frá ömmu Siggu fengum við eldhúshandklæði með útsaumuðum stöfunum mínum og tvær lítlar styttur.
Frá Mólgu fékk ég geðveikt flotta tösku.

Þá eru upptaldar gjafirnar sem eru komnar en við eigum von á pakka sem skilaði sér ekki fyrir jólin og vitum við að í honum er gotterí og sennilega einhver gjöf líka. Fórum á stúfana á eftir ef tilkynningin kemur ekki með póstinum til að grafast fyrir um hvar pakkagreyið er niðurkominn!

Foreldrar mínir vorur svo viss um að við værum svo ótrúelga fljót að rífa upp pakkana að þau hringdu þegar við vorum ekki búin að opna nema helminginn, uss þessir foreldrar alltaf svo fljótfærir! ;) Þannig að það var ekkert talað við þau þarna heldur hringdi ég seinna í þau og auðvitað hringdi Gummi svo heim til sín. Á meðan annað talaði í símann mátti hitt leika sér í playstation eða horfa á sjónvarpið sem hefði verið bannað annars. Svo var haldið í jólakaffi til Gunna Búa og Tönju og svo þegar heim var komið horfðum við á Futurma og kúrðum okkur í sófanum með smá nammigott!!

Sem sagt alveg yndislegt aðfangadagskvöld og við ætlum að henda inn nokkrum myndum af jólunum okkar við tækifæri, við lofum núna og stöndum við það, þetta gengur ekki lengur!!!
Skrifa um hina daga seinna, þetta er orðið óheyrilega langt, þangað til seinna, adjö...

þriðjudagur, desember 23, 2003

...þá meiga jólin koma mín vegna! Við erum búin að öllu nema að sjóða hangikjötið en potturinn er á leiðinni til okkar og svo er ég að klára að þvo! :) Það er svo jólalegt hjá okkur, erum með stórt jólatré og fullt af dúkum og dótaríi. Við erum amk mjög ánægð með þetta og sitjum bara í sófanum og störum út í loftið og stinjum aftur og aftur "en hvað það er fínt hjá okkur!!". Það á reyndar ennþá eftir að koma einn pakki til okkar frá Lindu systur Gumma. Gummi skrapp upp í Ica Nära Norrmalm til að athuga hvort að pakkinn sé þar en þetta er frekar snúið því við höfum ekki númerið á honum. Trúi samt ekki örðu en að blessaður pakkinn sé kominn til Skövde því hann var sendur 11. des!! Reyndar erum við bara búin að lenda í veseni með pakkana okkar í ár, höfum þurft að spurjast eftir þeim því aldrei koma kvittanir um að við eigum að sækja þó að við sáum á netinu að þeir séu löngu komnir í bæinn. Samt fyndið að segja frá því að pakkinn frá foreldrum Gumma þyngdist um hálft kíló á ferðalaginu frá Íslandi til Svíþjóðar og búumst við við því að flugvélamaturinn hafi bara verið svona rosalega góður og vel útilátinn að jólagjafirnar hafi bara alls ekki viljað fara frá borði!! Hann var amk 4 daga (miðað við skráinguna á netinu) á milli landanna svo hann hlýtur að hafa flogið nokkrar ferðir!!!

Mólga mín er pakkinn þinn frá mér kominn til þín í DK?? Vona að hann hafi náð á réttum tíma, Svíarnir eru reyndar ekkert voðalega lengi að losa sig við pakkana úr landi, hafa bara gaman af því að halda þeim í vöruskemmum áður en þeir afhenda þá réttum eigendum.

Annars óska ég öllum Skövdebúum, vinum og ættingjum gleðilegra jóla! :*
Þið sem fenguð ekki jólakort frá okkur verðið bara að afsaka okkur, við skrifuðum á öll skrilljón kortin sem við keyptum en það var ekki nóg og það var ekki hægt að kaupa meira *roðn*! ;)

laugardagur, desember 20, 2003

...búin með öll prófin og búin að fá út úr þeim öllum. Fékk 8 í öllum þremur fögunum og er alveg sátt við það! :) Ælta að fara að keppa við Gumma í Gran Turismo, á sko eftir að tapa en er samt ekkert svo léleg, hann er bara betri. Um að gera að nota þessa fínu og flottu playstation 2 tölvu sem við keyptum. Reyndar erum við búin að nota hana svo mikið síðustu þrjá daga að hún er örugglega búin að borga sig upp! ;) Hehehehe ekkert gert nema að keppa í kappaskstri og horfa á dvd hérna og við sem eigum eftir að þrífa fyrir jólin... þetta reddast...

fimmtudagur, desember 18, 2003

...því hann á afmæli í dag, tralla la, til hamingju með 25 árin Ari minn!

Pakkarnir frá Sey komu í gær og ekki hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt. Við fengum hangikjöt í jólapappír, rúllutertur ala amma Sigga, harðfisk, konfekt og nammi, krossgátublöðin sem ég gleymdi í haust og svo auðvitað JÓLAPAKKA og það heila 5, alveg 2 og hálfur á mann! :) Þá eigum við bara eftir að fá þrjár sendingar fyrir jól með fleiri pökkum og nammigotti! :)

Fleiri góðar fréttir, er búin að fá einkunnirnar fyrir prófin tvö sem ég er búin að taka og fékk 8 bæði í félagsfræði og sögu og er mjög sátt við það. Auðvitað hefði verið betra að fá 9 en hey þetta eru fyrstu prófin mín í laaangan tíma og svo var ég auðvitað líka búin að vera sárlasin. 8 er alveg fínasta einkunn og ég er bara stolt af mér, hef þetta greinilega ennþá í mér! :) Svo á ég bara eftir að taka sálfræði prófið og geri það vonandi á morgun og fæ auðvitað góða einkunn úr því líka, hef amk fengið góðar einkunnir fyrir verkefnin mín!! :)

Ekki má heldur gleyma að við vorum að kaupa okkur playstation 2 og leik. Keyptum auðvitað silfraða og erum þokkalega sátt og ánægð með hana, eða ekkert þokkalega heldur bara mjög ánægð! :) Kvíði fyrir ða þurfa að lesa glósur í kvöld á meðan Gummi brunar um í Gran turismo 3 leiknum. Ætlum að kaupa annan leik og frystikistu á morgun, kaupa, kaupa, kaupa!!!

Ekkert nema gleðifréttir og broskallar í dag...

miðvikudagur, desember 17, 2003

...þá er ég búin með tvö af þremur prófum. Var í söguprófinu áðan og gekk alveg ágætlega, ég amk náði örugglega. :) Bara sálfræðin eftir en hún er nú svo skemmtileg og áhugaverð. Þroskasálfræðin er æði og ég hlakka til að taka meiri sálfræði eftir jól, verst að ég er búin með afbrygðilegu sálfræðina!

Svo eru það pakkarnir sem við erum að fá senda frá íslandi. Ég skil nú ekki alveg hvaða leið þeir fara því þeir eru svo lengi á leiðinni. Mamma og pabbi sendu okkur pakka á þriðjudaginn í síðustu viku, hann fór samdægurs til Reykjavíkur og daginn eftir fór hann af stað hingað en er ekki skráður í malmö fyrr en fjórum dögum seinna. Þau borguðu samt fyrir a-póst en ekki b-póst. Svo voru þeir tvo daga í Jönköping og eru komnir til bæjarins núna en ekki til okkar! :@ Er alveg ferlega pirruð sérstaklega þar sem mér var sagt að þeir yrði keyrt til okkar í dag og ég meira að segja hringdi í útkeyrslufyrirtækið til að láta þá vita að mitt nafn er ekki á dyralistanum og lét þá fá íbúðarnúmerið og kóðann inn í húsið. Síðan bíðum við bara og bíðum og engir pakkar koma. Ætlum að labba upp í Ica-nära á eftir því við fréttum af geðfúlu póstkerlingunni sem ég hringdi í að þeir gætu hugsanlega, kannski, ef til vill verið þar!!!
...er svo þreytt, fékk bara 4 tíma svefn í nótt og það er alltof lítið fyrir köttinn mig sem vill sofa allan daginn. En söguprófið getur ekki beðið mikið lengur. Verð að klára að lesa um 60 bls og fara yfir glósur fyrir prófið á eftir. Kann reyndar alveg helling en ekki allt. Samt alveg týpískt að það komi bara eitthvað á prófinu sem ég man ekki. Var að skoða gamalt próf og það var ferlega erfitt, amk ritgerðarspurningarnar svo núna er bara að krossa puttana og vona það besta. Hlakka til klukkan 16 í dag því þá er bara eitt próf eftir! :D Djö...... vesen að hafa verið svona lasin, átti að vera búin í þessu prófaveseni föstudaginn 12. des sem breyttist snarlega í mánudaginn 15. des þegar ég hætti ekkert að vera lasi í maganum og núna er dagsetningin orðin 19. des. Þetta getur ekki versanð er það nokkuð??? Á líka eftir allan jólaundirbúning eins og að þrífa og versla í matinn og skreyta. Ég sem ætlaði að vera svo tímanlega í þessu öllu en svo voru draumar mínir gerðir að engu á svipstundu *snörl og snít*.

Jæja aftur á haus ofan í Íslands- og mannkynssögu NB 1...

fimmtudagur, desember 11, 2003

...eitt próf búið og tvö eftir. Var í félagsfræði prófi áðan og það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Ég er amk alveg viss um að hafa náð!! :) Úff bömmerinn sem ég kemst á ef ég hef svo fallið, sérstaklega eftir að hafa birt vissu mína hérna! Var mest stressuð fyrir þessu prófi en eftir að því var lokið jókst bara stressið fyrir söguprófið á morgun. Hef ekki haft mikinn tíma til að læra fyrir það því ég var alltaf eitthvað að þykjast vera að læra fyrir félagsfræði. En það gengur örugglega vel ef ég hætti bara þessu hangsi og fer að lesa glósur. Ok er farin að lesa, ég lofa eða hmmmm...

miðvikudagur, desember 10, 2003

...vá hvað ég hlakka til að fara að sofa. Er alveg að deyja úr þreytu því ég svaf svo illa síðustu nótt. Á bara eftir að fara í sturtu, búa um rúmið, klára að þvo, pakka inn jólagjöfum, skrifa á kort og lesa yfir glósurnar í félagsfræði áður en ég fer að sofa!!! :S Býst nú ekki við að ná að gera þetta allt því ég er alveg að detta út núna en ég ætla amk í sturtu og búa um rúmið! :)

Ætla að fara að gera eitthvað...

þriðjudagur, desember 09, 2003

...læri, læri, læri. Ég er með læri, meira að segja tvö. Ég þyrfti að komast í læri hjá lærðum manni og borða læri með kartöflum og brúnni sósu... Já svona verður maður þegar maður ef búinn að læra helling, tja helling og ekki helling, amk alveg fullt! Smá pása og svo jólagjafa innpakkningar svo hægt verði að senda alla þessa gimsteina sem við keyptum handa okkar nánustu vinum og ættingjum. Vona að herlegheitin verði bara mætt undir tréð hjá ykkur fyrir jól og ef ekki þá fáiði bara að opna pakka á milli jóla og nýárs, ekki er það nú leiðinlegt!! HA?!?!?!?!

mánudagur, desember 08, 2003

...fékk póstkort í dag frá Kúbu sem var sent þann 14. nóvember. Þeir eru greinilega ekki jafn mikið að stressa sig á póstinum þarna og hérna og samt er frekar lítið stress á póstinum hérna í Svíþjóð. Mamma og pabbi sendu okkur pakka í sumar sem var tvær vikur á leiðinni til Skövde frá Seyðisfirði. Samkvæmt netinu var hann kominn til Reykjavíkur sama dag og mamma sendi hann og hingað út daginn eftir. Svo var hann bara eitthvað að dúlla sér hérna í Svíþjóð á hinum ýmsu pósthúsum!!

Er farin upp í sófa og undir sæng með sögubókina mína, maður verður víst að reynaa ð lesa eitthvað. Á að fara í próf á morgun en ætla að taka sjúkrapróf á mánudaginn í staðinn. Ástæðan er sú að ég er búin að vera með svo illt í maganum að ég hef varla getað hreyft mig í fjóra daga. Var þokkalega einmitt meðan afmælið hjá Finni var en ekki mikið lengur er það og ef ég hreyfðio mig snöggt þá meiddi ég mig alveg rosalega. Þegar svona er ástatt fyrir manna er best að liggja í sófanum með sæng, halda um magann (en ekki fast því það er svo ofboðselga vont) og láta vorkenna sér alveg rosalega! ;) Ég var á tímabili farin að halda að ég væri að fara að eiga, væri ein af þessum konum sem afneita því að þær eru óléttar og svo búmm bara komin með hríðir og barnið dettur í klóið...

laugardagur, desember 06, 2003

...er að fara að koma mér í bólið en smá blogg fyrst. Gummi steinsefur á sófanum, hann er örugglega að hefna sín því áðan þegar ég spruði hvort hann vildi ekki færa sig í rúmið sagði hann "á eftir" alveg eins og ég geri alltaf og svo enda ég með að sofa ísófanum alla nóttina. En hann má það ekki því ég er svo frek!! Hehehehe

Fórum í bæin í dag og ætluðum að vera rosalega dugleg að kaupa jólagjafir. Fórum fyrst að fá okkur holla og næringaríka máltíð á McDonalds því Gumma langaði svo í. Ég fékk reyndar ókeypis Makka máltíð í gær þannig að ég var ekker tað deyja úr löngun en ég gat samt alls ekki látið manninn sitja einan að borða! Svo var haldið af stað í búðirnar, ein jólagjöf keypt og nærbuxur á prinsinn. Við vorum sem sagt varla byrjuð þegar við rákumst á Dönu og Sverri sem plötuðu okkur á kaffihús með sér. Þar var Madda einmitt stödd og sátum við heillengi og spjölluðum saman. Svo var fairð að styttast all ískyggilega í lokunartíma þannig að við Gummi þrömmuðum aftur af stað og fundum eina jólagjöf. Svo var bara Willy´s og þar rákumst við á Hönnu og Óla og auðvitað þurfti að blaðra helling þar. Svo var keyptur alveg hellingur af guðdómlegu nammigotti og snakki en gleymdist að kaupa jólamandarínurnar sem eiga ekki að duga fram að jólum eða sumar eins og ég frétti að hefði gerst einhverstaðar um síðustu jól!! :S Svo röltum við í hægðum okkar heim á leið, og já við löbbuðum aftur á bak því annars hefði þetta verið frekar snúið verk! ;)

Eftir góða hvíld heima (og þrifnað) ;) var svo haldið í annan í verslunarferð og röltum við þá í Maxi, þar keyptum við heilar þrjár jólagjafir og eina afmælisgjöf og sokkabuxur en ekkert nammi!! Já urðuð þið ekki hissa??? En ég lofa það var í alvörunni ekkert nammi bara jólagjafir og sokkabuxur! :D Vorum svo heppin að rekast á Sverri í búðinni, já hann er allstaðar eða úúú kannski er hann að elta okkur?!?!?! Við fengum amk far heim sem var ágætt því Sverrir pantaði rigningu með hamborgurunum sínum og við vorum ekki sátt!

fimmtudagur, desember 04, 2003

...þá er ég vöknuð og það fyrir ca tveimur og hálfum tíma síðan. Soafnaði í sófanum um miðnætti og svaf þar til átta í morgun. Var líka í þessum þægilegu náttfötum sem samanstanda af svörtu þæginlegu buxunum mínum, þykkum sokkum, brjóstahaldara og bol!! Mér er líka vel heitt núna og er sturta ofarlega á dagskrá yfir það sem þarf að gera áður en ég ætla að umgangast eitthvað annað fólk en Gumma. Villi er reyndar ekki talinn með í þessa upptalningu því það er honum að kenna, eða þakka, að ég vaknaði svona snemma og er því búinn að hitta mig í nýmóðins náttfötunum mínum! :)

Annars ætla ég að gerast barnapía í ca tvo tíma í dag og hugsa aðeins um hann Jónda litla. Eins gott að hann veðri þægur því annars neita ég að hjálpa foreldrum hans þegar þau fara í próf í janúar! ;) Annars er hann nú algjört englabarn þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur en smá samt því ég hef ekki passað barn á þessum aldri síðan í janúar 2000, reyndar hef ég ekki passað barn síðan í janúar 2000!! :S Jæja lærdómurinn kallar og það hátt...

miðvikudagur, desember 03, 2003

...já já mín bara vöknuð eða kannski ekki farin að sofa??? Hvort ætli það sé nú?? Sit hérna og sötra soði vatn því það er víst svo gott við hinum ýmsu kvillum að drekka kaffi, te eða soðið vatn. Nennti ekki að laga kaffi og á bara vont te þannig að vatnið varð fyrir valinu. Bragðaðist ekki eins illa og ég bjóst við, reyndar er þetta það ágætt að ég er búin að drekka tvær könnur af soðnu vatni!

Henti aðventuljósinu út í glugga áðan. Við þrömmuðum þungum skrefum yfir til Möddu og Drengs áðan til að fá lykilinn að geymslunni þeirra. Stutta stoppið varð að þremur klukkustundum og tókst mér að betla, eða var mér boðið, eina smáköku, smá harðfiskbita og eina mandarínu meðan á dvölinni stóð. Við vorum eitthvað svo hrikalega sólgnar í mat eftir að hafa horft á þátt um of-of-of-of-offitu (ekki viss um að þetta sé nógu mörg -of- til að lýsa þessu) sjúklingum. Þarna voru líka menn sem elskuðu ekkert heitar en konur sem voru mjög vel yfir hættu mörkum hjartaáfalls vegna ofurfitu (aha held að þetta sé bara rétta orðið) og átti einn um 12 slíkar kærustur sem voru allar sáttar við að fá að eiga smá hlut í honum. Ekki má gleyma manninum sem sem elskaði fitu svo mikið að hann tók myndir af konunni sinni í hinum ýmsu stellingum og svo alltaf alveg eins myndir efit því sem hún fitnaði meira, þau gerðu líka myndbönd sem seldust mjög vel! Að lokum var konan orðin 375 kg og þá var gert myndbandið sem sýndi hennar síðasta fótarferðatíma. Hann elskaði að þvo henni og strjúka margrasentímetra þykka leðurhúðina sem var komin á lærin á henni og rassinn og hann kallaði þetta fílahúð! :S Þessi kona fór að lokum í magaminnkunaraðgerðina sökum heilsubrests (hmmmm hvern hefði grunað það) og var orðin einungis 200 kg þegar þátturinn kláraðist. Maðurinn hennar var ekki lengur eins kynferðislega dregin að henni og átti erfitt með að aðlaga sig því að hún gæti með naumindum staulast um húsið. Hann var meira að segja að byggja hús með extra stórum dyrum og mörgum stöðum til að hvíla sig á leiðinni um húsið svona ef henni skildi detta í hug að leyfa honum að fita sig aftur. Hún var glöð yfir að hafa gert þetta fyrir hann en var ekki alveg viss um að hún mundi leggja það á sig að verða yfir 370 kg aftur!!!!! :S

Já eins og þið sjáið þá snart þessi þáttur mig mjög mikið því mér fannst þetta vera svo mikil misnotkunn, bæði andleg og líkamleg! Maðurinn gerði allt til að hafa konuna sína feita því þá þurfti hún á honum að halda. Það var talað um annað svona dæmi í þættinum en ég nenni ekki að skrifa um það en jesús minn ég er alveg bit, veit varla hvað mér á að finnast um þetta mál!

þriðjudagur, desember 02, 2003

...það var djammað og djúsað um helgina og ekkert smá fjör. Reyndar var ég bara ein á ferðinni því Gummi ákvað að vera alveg fárveikur. Ég held að ástæðan fyrir þessum skyndilegu veikindum hafi verið sú að planað var að þvælast um bæinn og kaupa jólagjafir. Búðarráp er ekki sterkasta hlið Gumma og varð hann bara veikur við tilhugsunina eða fékk hann kannski bara eðlilega flensu??? Það var byrjað á að rífa sig upp úr sófanum til að fara á djammið klukkan hálf 22 sem er mjög seint að sænskum djammtíma. Ég rústaði fataherberginu í leitinni að hinu fullkomna dressi og fann það svo að lokum (tók örugglega 30 mín að taka til þarna inni í dag!!). Svo var haldið niður til Ara þar sem allt var á fullu og allir fullir. Binna dró mig svo með sér inn til þeirra Villa og fór að blanda Móhító (hvernig er þetta skrifað?) og bauð mér reyndar líka. Reynar var þetta bara 4/5 Móhító því það vantaði mintulaufin en góður var drykkurinn engu að síður. Eftir þetta var auðvitað haldið yfir til Ara aftur og drukkið og talað og drukkið og drukkið. Hafði varla tíma til að tala ég drakk svo mikið! ;) Svo var haldið á Kåren þar sem ég reyndi og reyndi við Óla en ekkert gekk, hann vildi bara Hönnu sína sem var ekki einu sinni á staðnum, þvílík svívirða, að neita mér og ég sem borgaði inn fyrir hann!!!! Ég er svo reið!! ;) Eftir Kåren var svo auðvitað hinn sívinsæli skyndibirastaður McDonalds. Afhverju ætli hann sé svona vinsæll?? Kannksi vegna þess að allir aðrir skyndibitastaðir í Svíþjóð eru tyrkjasjoppur, sem selja reyndar fínt kebab en stundum eru hamborgar það eina sem blívar. Eftir að ég hafði hesthúsað í mig einum kjúklingaborgara, fanta, 2 millistærðum af frösnkum (Elli hjálapði mér aðeins) og Mcflurry var hægt að drífa sig í eftirpartý til Binnu og Villa þar sem ég dvaldi í góðu eftirlæti til rúmlega hálf níu um morguninn. Ahhhh þetta var skemmtilegt djamm, ætli það að Gummi var ekki með eigi einhvern þátt í því?!?!?! ;) Hehehehehehehe ég elska þig Gummi veikindapoki (ath á að standa poki ekki púki!).

föstudagur, nóvember 28, 2003

...það er svona að vera alltaf á síðustu stundu með allt. Dana hringdi áðan og spruði hvort ég vildi ekki koma með sér í bæinn og ég get það ekki því ég þarf að púla yfir leiðinda ritgerð!!! Læt mér þetta að kenningu verða og lofa sjálfri mér, eins og oft áður, að vera aldrei á síðustu stundu með svona stór verkefni. En Dana var svo góð að lofa að þurfa í bæinn aftur eftir helgi og þá get ég farið með! :D Reyndar eru jólagjafakaupa á planinu hjá okkur Gumma fyrir helgina ásamt því að þrífa og setja upp aðventuljós! :) Erum búin að ákveða eða komin með hugmyndir að flestum jólagjöfunum þannig að það er bara að fara út og veifa kortinu og hafa svo kósý jólakvöld með piparkökur, jólapappír og jólakort. Ég veit reyndar ekkert hvað ég á að gefa Gumma og er svolítið tínd í þeim hugsunum en hann er aldrei þessu vant komin með hugmynd að gjöf handa mér. Ég er ekkert voðalega forvitin hvað það er en þykist vera það, það er svo gaman! ;) Hlakka samt til að vita hvað það er því ég hef ekki græna glóru um hvað þetta gæti verið. Eitt er víst, ég fer ekki að bora lítil göt á alla pakkana til að svala fróðleiksfýsninni (er það ekki það sama og að vera forvitin??) ;). Ég á stóra frænku sem gerir/gerði svoleiðis, hún veit hver hún er!! ;)

sunnudagur, nóvember 23, 2003

...fór í ræktina í dag eftir 2-3 vikna hlé sem orsakaðist af 1) hræðilegri bakteríusýkingu í húðinni sem varð til þess að ég hafði ekki áhuga á að sýna mig meira úti við en brýnasta nauðsyn krafðist og 2) fékk flensu og var bara að stíga upp úr henni. Madda dró mig semsagt með sér í sprell eins og hún orðaði það svo listilega vel og það var ekkert smá gott að svitna og hnykkla vöðvanna sem voru orðnir alltof vanir því að liggja í sófanum. Reyndar var eini vöðvinn sem fékk einhverja æfingu á meðan á öllu þessu stóð þumalputtavöðvinn sem ég þegar ég skipti um stöð á fjarstýringunni. Ég er samt ekki af þumalputtakynslóðinni, nota vísinfingur við að benda og hringja dyrabjöllum þannig að þetta er allt hið dularfylsta mál!

Foreldrar mínir eru loksins komin úr utanlandsreisunni sinni. Þau hafa aldrei hringt jafn mikið í mig eins og eftir að þau lentu í Edinborg. Annað hvort söknuðu þau mín svona mikið eða þá að þau höfðu hrikalegt samviskubit yfir að hafa valið Bretlandseyjar fram yfir Svíþjóð eða Danmörku. Þá hefði ég getð hoppað upp í lest og truflað þau allan tímann, hmmm það er kannski ástæðan fyrir að þau völdu Skotland!! :S

Jæja verð að fara að leggjast á meltuna, var að borða taco og þar sem ég var mjög listarlaus meðan á flensunni stóð þá er eiginlega hægt að segja að þetta hafi verð fyrsta almennilega máltíðin mín síðan á mánudaginn og mmm mmm mmm hvað hún var góð!!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

...flensan alveg að verða liðin hjá, ætla samt að halda mér innan dyra í dag og kannski á morgun líka því ég er ennþá með svo mikinn svima að ég þori ekki að vera fótgangandi á almannafæri. Átti að skila söguritgerðinni minni í dag en talaði við kennarann í gær og fékk frest, bað um smá frest en fékk alveg til 28. nóv og verð bara að segja að ég er sátt við það. Byrja aftur að ritgerðast á morgun eða eitthvað, amk veðrur ekkert gert í dag því ég ætla bara að hvíla mig og ath hvort þessi hnakkahausverkur fari ekki. Var að fá út úr ritgerðunum sem ég skilaði í félagsfræði og sálfræði og fékk mjög góðar einkunnir. Ætla ekki að upplýsa þær hér til að aðrir fái ekki minnimáttarkenndir en ég get sagt að ég sjálf, Gummi og foreldrar mínir (og auðvitað allir aðrir) geta verið stoltir yfir einkununum sem ég hef veirð að fá fyrir verkefnin mín í þessu fjarnámi. Svo er bara að vona að prófin gangi vel, langar svo að fá gott úr þeim líka, finn alveg að fjarnám á miklu betur við mig heldur en venjulegt nám og svo verður maður líka svo agaður...ehemmm það er eitthvað fast í hálsinum á mér...ehemmmmmm... ;)

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

...ég er svo glöð að ég gæti grátið. Reyndar var ég alveg með tárin í augunum þegar ég var að lesa fréttina um frystihúsmálin á Seyðisfirði á mbl fyrri pabba, kallinn hringdi nefnilega í mig frá Edinborg. Adolf er hetjan og Gullberg ehf að gera góða hluti og ég geri ráð fyrir að allir heima séu glaðir og ánægðir og að mikið verði djammað um helgina! :) Kvöldið versnaði svo ekki þegar ég las þessa frétt á Seyðisfjarðarvefnum um að ferjan fari að sigla til okkar allt árið um kring. Það er ekki leiðinlegt og vonandi að manni takist einhverntímann að sjá innvolsið í þessari fínu og flottu nýju ferju. Kannski maður verði bara heima næsta sumar fyrst allt er á réttri leið, er amk með reysnlu í frystihússtörfum! :) Greinilegt að allt er aftur á uppleið í firðunum fagra eftir svolítinn tíma í óöryggi og kvíða.

TIL HAMINGJU SEYÐISFJÖRÐUR!!!!

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

...vaknaði upp við hræðilega drauma um morð og eltingaleiki, herinn og að nota kvenkyns nýliða sem æfingaskotmörk og ég veit bara ekki hvað og hvað. Þessir draumar höfðu allir fræðilega útskýringu: ég er komin með flensu og vona heitt og innilega að það sé ekki inflúensa þó ég búist fastlega við því. Held það sé rétt sem mamma segir: "þú mátt ekki frétta af flensu þá ertu komin með hana!" Er svo illt í augunum og tönnunum að ég er hætt í bili, bara að skrifa einn e-mail og svo undir sæng aftur.

TIL HAMNGJU MEÐ DAGINN INGA HREFNA MÍN - BARA ORÐIN 22JA ÁRA KERLINGIN!!

mánudagur, nóvember 17, 2003

...Gumma fannst hann vera alveg rosalega mjór í morgunn. Hann var að finna sér föt inni í fataherbeginu/geymslunni og kom fram með buxur af mér sem ég get rétt svo troðið mér í með því að hoppa og skoppa, leggjast á bakið, ýta mjöðmunum upp og mása og blása...bíddu var þetta atriði í klámmynd sem ég sá...!!! :S

Alltaf nóg að gera á þessum bæ og aðalega sökum vankunnáttu minnar á að gera hlutina ekki á síðustu stundu. Er búin að vera að hugsa um að skrifa þessa ritgerð síðan í byrjun október því þá hafði ég svo lítið að gera en það var samt alltaf svo langt í skiladaginn að ég ákvað að lama þessar frægu gráu með því að horfa á '80 sjónvarpsþætti sem eru sýndir aftur og aftur á fimmunni!! Núna er allt á síðustu stundu og ég ekki einu sinni búin að finna um hvað ég ætla að skrifa þessa heimildaritgerð í sögu. Hef engar heimildir og ekki neitt en er búin að hafa samband við eina manninn í Skövde sem ég vissi að gæti hugsanlega hjálpað mér, engan annan er Ryd-búann Sverri sögumann. Hann ætlar að vera svo elskulegur að rýna inn í bókaskápinn sinn og athuga hvaða skruddur hann er með þar.

...þetta reddast allt, það reddast alltaf allt... jæja verð að fara að klára félagsfræðiritgerðina sem á að skila í dag og svo langar mér svo í ræktina og að þurrka af og að skúra og...en skítastuðullinn hefur verið hækkaður ennþá meira, amk fram á föstudag!

föstudagur, nóvember 14, 2003

...ég bara vöknuð o gþað frekar seint miðað við síðustu daga. Klukkan orðin 10 og ég sem hef verið að fara á fætur á milli klukkan 5:30 og 8 alla vikuna. Get nú ekki sagt að það sé eitthvað venjulegt fyrir mig, venjulegt hjá mér er svona um hádegi eða ehemm já sko... En það er voðalega gott að vakna snemma amk þessa dagana, aðra daga er alveg yndislegt að sofa lengi, lengi og vaka fram að barnaefnistímanum og bursta tennurnar yfir teiknimyndum. Ok ég er veik á geði en hverjum er ekki sama??

Skilaði ritgerðinni um klukkan hálf eitt í nótt. Get ekki sagt að ég sé neitt rosalega stolt yfir henni en ef ég miða við hvað mér fannst um hin verkefnin sem ég er búin að gera í barnasálfræði og hvað ég fékk svo í einkunn fæ ég örugglega 11 fyrir þessa ritgerð! :) Það var sérstaklega eott verkefnið sem mér fannst ganga svo herfilega illa að gera og þegar við fengum matið og einkunina úr því svitnaði ég og leið illa og ætlaði ekki að þora að kíkja. Nei nei nei fékk ég ekki bara hæstu einkunn eða 10!! *Mont mont* Þess vegna e rum að gera að vera nógu svartsýnn útaf þessari ritgerð um tilfinningatengsl og þá fæ ég örugglega góða og mannsæmandi einkunn. :)

Best að klára morgunmatinn og laga hárið, ég á nefnilega stefnumót klukkan 11...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

...er að reyna að gera ritgerð og það gengur vægast sagt mjög illa. Skil ekki afhverju en ég kemst bara ekki í rétta gírinn! Þarf að skila ritgerðinni fyrir klukkan eitt í nótt og ég geri það, hversu léleg og illa gerð sem hún verður. Ég verð bara að reyna að einbeita mér og byrja að pikka og þá reddast þetta örugglega og ég skrifa góða ritgerð eins og ég geri venjulega. Skil ekki afhverju þetta er svona erfitt núna. Er búin að reyna að gera hana í marga daga en ekkert gengur, ég stari bara á tölvusjáinn og ekkert kemst í word-skjalið!! Ég hata þegar ég er svona andlaus!!!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

...þá er eldhúsið búið að fá fyrirfram jólagjöf. Fórum í Rusta í dag og keyptum "morgunverðarsett" sem samanstendur af brauðrist, hraðsuðukönnu og kaffikönnu. Herlegheitin kostuðu miklar 299 sek og þess vegna er tekið við frjálsum framlögum til þess að hægt sé að kaupa brauð í ristina og kaffi og poka í kaffikönnuna. Við eigum vatn!! ;)
...ég bara vöknuð og það fyrir langa löngu. Steig úr rekkju rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun til að tæma skólpfötu lífsins og gat svo alls ekki sofnað aftur! Þannig að sólarhringurinn snýr rétt í dag en það verður gaman að vita hversu lengi það verður. Þeir sem vilja veðja um það verða að hafa samband við veðbanka Gumma!

Húðin að verða komin í lag eftir þessa bakteríusýkingu. Ég er hætt að líta út eins og einhver genabreytt geimvera úr Star Trek þannig að ég get alveg veirð sátt. Held bara áfram að gleypa pillur og drepa allar bakteríur í líkamanum, hverjum er ekki sama hvort þær eru góðar eða vondar??? Svo er líka baktería eitthvað svo vont orð, þessar svokölluðu góðu bakteríur ættu að stofna bandalag og rífa sig í burtu frá þessum vondu, kjósa um nýtt nafn og teikna fána. Þá fyrst er einhver von á að við hættum að drepa þær um leið og við losum okkur við þær illu með því að kaupa okkur leigumorðingja að nafni sýklalyf!

laugardagur, nóvember 08, 2003

...fórum á Matrix Revolutions á miðvikudaginn. Ari var svo heitur fyrir myndinni að hann pantaði miða um leið og hann gat þannig að við fórum á frumsýningardaginn. Samt fengum við ekkert dótarí eða drasl, *snörl snörl* ég hef aldrei fengið svona ókeypis drasl þegar ég fer í bíó! Eftir myndina, sem var mjög skemmtileg og spennandi; var haldið í partý til Stebba og Sirrýar. Þar var margt um manninn og við heyrðum blaðrið í liðinu þegar við komum að húsinu, ætluðum samt ekki að trúa því fyrst að það væru svona mikil læti í feimnum íslendingunum!!! Gummi stoppaði nú frekar stutt en ég var örlítið lengur eða til rúmlega 5! Sirrý tilkynnti Gumma það áður en hann fór að hún ætlaði að fylla mig. Svo dældi hún í mig rauðvíni, Irish Coffee, gini og tónik og bjór. Ég varð nú samt ekkert full bara svona vel kennd! ;) Ég er samt mjög fegin að syngja yfirleitt aldrei á almannafæri, amk ekkert að ráði og aldrei hátt því einhverjir voru að kvarta yfir hárri tónlist með Sálinni hans Jóns míns og miklum söng með. Ég er svo fegin að geta sagt það í fullri alvöru að ég hafi ekki verið að syngja með! :)

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

...var að koma frá lækni, ekki hægt að segja að það sé eitthvað óvenjulegt á þessum bæ! Er aftur komin með einhverja helvítis bakteríusýkingu í húðina, ó hvað ég er glöð og ánægð yfir því!! Þarf að taka einhver þarmadrepandi sýklalyf í 19 daga og sjá svo til. Er með ógeð af sýklalyfjum, hata þau. Konan í apótekinu sasgði nú samt margt skemmtilegt eins og td að það ætti ekki að taka töflurnar inn liggjandi!! Ætli það hafi verið mjög algengt að fólk væri að lögsækja lyfjafyrirtæki vegna þess að það var næsum kafnað við að taka inn risastórartöflur í liggjandi stellingu??? Heimska fólk, getið bara sjálfum ykkur um kennt, hafa örugglega allt verið bandaríkjamenn "uuhhh það stóð ekki í leiðbeiningunum að það væri slæmt að taka þetta lyf inn liggjandi". Stúbitt píböl!!!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

...heilsuræktarátakið er alveg að gera sig. Það gengur mjög vel í ræktinni og ég er farin að sjá mjög mikinn árangur á appelsínuhúð og krumpum. Verður gaman að sjá hvort að ég kemst örlítið betur í buxurnar eftir eþssar 10 vikur. Býst nú ekki við að þær passi á mig þá en þær komast kannski aðeins lengra upp og jafnvel yfir bossann líka! ;) Hehehe segji svona, þær komast nú nokkurnveginn upp og yfir bossann en ekki alveg nógu vel. Fór á vikt í ræktinni um daginn og Íslandskílóin ógurlegu eru alveg að verða farin. Þegar þau verða farin er kannski kominn tími á að ná af sér eitthvað af kílóunum sem komu hlaupandi á mig um leið og ég flutti til Svíþjóðar og orsökuðust af of góðum og alltof rjómalöguðum mömmu- og tengdamömmumat, eftirréttum, óhóflegu nammi og ísáti og kökuboðum!!! Það héldu allir að við mundum svelta í Svíþjóð en fituforðanum sem var troðið á okkur áður en við stigum upp í flugvélina heldur okkur ennþá gangandi!!

laugardagur, nóvember 01, 2003

...ekkert nema afmæli þessa dagana. Uppáhaldstengdapabbi minn í öllum heiminum á afmæli í dag og er bara orðinn hálf 100 ára! Lítur samt ekki út fyrir að vera árinu eldri en hálf 98 ára! ;) Hehehehehe.

Til hamingju með daginn Hilmar! :*

Ps. hvað á ég marga tengdapabba??? Hehehehehe

miðvikudagur, október 29, 2003

...hún mamma mín á afmæli í dag!!! TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU MAMMA MÍN!! :* Vonandi áttu góðan og skemmtilegan dag. Dagurinn verður bara betri eftir að ég hef hringt í þig, hihihihihi! Ég elska þig, koss, koss, koss, koss, koss, koss og STÓRT knús!!!!

mánudagur, október 27, 2003

...beit það í mig að ég ætti að mæta til docsa klukkan 10 í morgun. Reif mig á fætur eftir svefnlitla nótt sökum lestrar kerlingablaða og áts á þurru frosties. Þegar ég mætti galvösk á svæðið var ég spurð um nafn og ég sagði satt og rétt frá þar og sagðist eiga að mæta klukkan 10. Konan skoðaði eitthvað í tölvunni, skrollaði síðan niður og fann nafnið mitt. Síðan kom tilkynningin, ég átti ekki að mæta fyrr en klukkan 15!!! Þannig að ég brosti, tók pokann minn og lallaði upp í FeelGood og tók góða æfingu.

Skil bara ekki afhverju ég var svona viss umað ég ætti að mæta klukkan 10, ég var svo viss að ég kíkti ekki einu sinni á miðann sem ég fékk í póstinum frá þeim!! Hefði getað sofið út ef heilinn hefði ekki verið að stríða mér. Amk eitt gott við þetta, núna veit ég að það er eitthvað lífsmark með þessum heilaræfli sem mé rvar úthlutaður! Hey, annað gott, æfing dagsins búin. Þá er bara eftir að læra í félagsfræði! :(

sunnudagur, október 26, 2003

...þá er kominn vetrartími hérna í Sverige þannig að það munar bara klukkustund á okkur og Íslandi. Gummi "mennska vekjaraklukkan" vakti mig um klukkan 14:20 og svo dreif ég mig að stilla klukkuna mína á 13:20. Þæginlegt að fá svona auka svefntíma! ;)

laugardagur, október 25, 2003

...dótið frá Ikea komið og búið að setja það saman. Dagurinn í gær fór að mestu í að þurrka af geisladiskum og bókum og raða upp í nýju Billy bókahillurnar okkar. Stofuborðið og Billy hillurnar koma mjög vel út og núna lítur íbúðin út eins og heimili en ekki ruslageymsla! Ég verð hissa í hvert skipti sem ég lít í kringum mig yfir hve mikið pláss er hérna núna, líður næstum eins og við séum flutt því allt er svo breytt! :) Núna vantar bara púða og lampa, kannski loftljós og léttar gardínur og þá verður alveg rosalega kósý hjá okkur um jólin. Jólin, jólin, jólin, ég er farin að hlakka svo til að halda jólin. Búin að plana að skreyta snemma svo við fáum að njóta skreytinganna sem lengst! Hlakka mest til að setja upp aðventuljósið því það er alltaf svo mikið við það, eitthvað svo hátíðarlegt. Svo er bara að finna stað fyrir stóra jólatréið, langar svo að koma því einhverstaðar fyrir. Spurning að hafa það bara fram á gangi því það verða örugglega engir aðrir í húsinu en við eða fá íbúðina hans Ara lánaða undir það!! :P Hehehehe er hætt þessum pælingum og farin að bursta tennurnar, þær eru loðnar eftir hlaup átið mikla sem átti sér stað í sófanum góða, við fína, nýja stofuborðið og yfir imbanum þar sem ég glápti á þátt um American Top model þar sem ég veit hver vinnur!! Oj ömurlegt laugardagskvöld en það næsta verður vonandi betra með miklu djammi því þá eru allir búnir í prófunum! :D

miðvikudagur, október 22, 2003

...dugnaðurinn heldur áfram á þessu heimili. Ég vakanði alveg eldsnemma í morgun og er svo bara búin að vera að dunda mér. Eftir hádegi ætla ég svo að læra helling og fara svo í ræktina. Myndarskapurinn er líka mikill og hefur húsmóðirin ákveðið að fara að hafa heitan mat í hádeginu og snarl á kvöldin og er í þessum skrifuðu orðum að sjóða hrísgrjón því í dag mun grjónagrautur bíða á borðum eftir elskunni þegar hann kemur heim úr skólanum. Ekki amarlegt það, ha???

þriðjudagur, október 21, 2003

...komst að því í nótt að ég er ennþá alsannur íslendingur. Var að bursta tennurnar alltof seint eins og venjulega og varð litið út um gluggann og það snjóaði. Ég bara hrökk í kút eins og ég hefði alls ekki átt von á þessu í endaðan október.

Skrölti á fætur klukkan hálf 10 í morgun, aldeilis dugleg, en hef samt ekki gert handtak síðan þá. Eða hvað??? Ætla nú ekki að vera að gera lítið úr stórverkum morgunsins, ég er búin að klæða mig og fá mér morgunmat og bursta tennurnar, skoða netið og nýja Ikea aukabæklinginn og elda pasta í hádegismat og hjálpa Gumma að vaska upp. Vona bara að næstkomandi morgnar verði á svipaðri línu!

Dótið sem við pöntuðum úr Ikea kemur á fimmtudag eða föstudag og ég er farin að hlakka mjög mikið til. Skipulagið í íbúðinni okkar er eins og stendur...tja...EKKERT!!! Dóti, drasli og bókum staflað upp við veggi og allt í rusli og ryki. Oj oj oj oj oj oj ég þoli þetta ekki lengur en þegar búið verður að þurrka af öllum bókunum og dótaríinu getur vel verið að tuskan fái að fljóta yfir aðra hluti líka eins og td sjónvarpið sem lítur út fyrir að vera bólstrað það er svo rykugt!!

Jæja farin að lesa, annað hvort skólabækur eða óþarfi (Seiður sléttunnar, á bara 150 bls eftir), sjáum til hvort verður ofan á. Hmmmm hvort haldið þið? ;)

mánudagur, október 20, 2003

...Íslandskílóin ægilegu fljúga af mér og halda vonandi suður á bóginn. Má þar þakka ræktinni og prógramminu ógurlega sem hún Pernilla gerði handa mér og svo örlítið betra mataræði fyrir utan þrefaldan nammi- og skyndibitadag um helgina (föst-lau-sunn). En hey, maður má ekki hætta að lifa!!! Sé fram á að komast næstum því í gömlu buxurnar fyrir jól og þá verður haldið ægilegt game þar sem ég skipti um buxur oftar en nærbuxur.

Er í alvörunni enginn sem veit neitt um þessi tannlæknamál sem ég var að spurja um hérna að neðan? Hmmmm greinilegt að íslenskir félagar mínir hérna annað hvort sleppa slíkum heimsóknum eða nota sumarfríið á Íslandi í svona heimsóknir sem er ekki gott mál þar sem það er margt skemmtilegra hægt að gera en að heimsækja tannsa kallinn. Ætliég verði ekki bara að hringja í hana frænku mína sem er aðstoðarkona tannlæknis hérna í Svíþjóð. Hefði auðvitað verið auðveldast að gera það strax en það sakaði ekki að athuga visku ykkar um þessi mál.

Er farin út að labba til að liðka á mér bakið.

fimmtudagur, október 16, 2003

...er að læra, gengur ágætlega, er að verða búin. Verð að vera dugleg svo ég haldi áfram að fá góðar einkunnir því ég ÆTLA að standa mig. Núna ætla ég að klára þenna djöf****** helv**** andsk***** menntaskóla.

Annars auglýsi ég eftir tannlækni handa okkur skötuhjúunum. Það gengur ekki að hafa engan fastan tannlækni svona ef maður fengi nú tannpínu eða einhver önnur munnsærindi.

Hérna kemur spurnigalisti frá mér, allir sem vita eitthvað um málið EIGA að svara í commentum, gestabók, hroingja í mig eða koma í heimsókn og fræða mig um málið.

1. Hvar er best að fara til tannlæknis?
2. Er mikill munur á verði að fara hjá commununni eða á privatstofu? (Búin að heyra að það sé jafndýrt???)
3. Hvað kostar skoðun ca. mikið?
4. Er langur biðtími?

Hmmm, man ekki eftir meiru í bili. Endilega svariði mér ef þið vitið eitthvað!!

Farin að læra og tala við Mólgu! :)

þriðjudagur, október 14, 2003

...jæja komin heim úr ræktinni. Þetta ógurlega átak er að gera góða hluti, er amk búin að léttast um hálft kíló og það er ágætt til að peppa mann upp. Ætla aftur á morgunn eða fimmtudaginn og þá er lyftinga dagur! :)

Annars svo sem ekkert að frétta, var rosalega dugleg að gera sálfræðiverkefni í gær. Las og las og pældi og spekúleraði. Var svo eitthvað að skoða inni á webCT og komst þá að því að ég átti ekki að skila barnasálfræðiverkefninu í gær heldur næsta fimmtudag og að það var félagsfræðiverkefnið sem ég átti að vera að gera!!! Ég varð mjög svekt en gat samt ekki annað en hlegið um leið og tár reiði yfir eigin heimsku láku niður kinnarnar, og eins og alltaf þegar ég verð mjög svekt eða leið það verð ég mjög syfjuð þannig að ég dró mig frá tölvunni og labbaði upp í búð að kaupa mjólk og fleira. Kom svo heim aftur ennþá syfjaðri en áður en hékk yfir verkefninu í hátt í klukkutíma áður en Gummi kallaði á mig í egg í brauði með osti og aromati og eftir góða máltíð þá laggði ég mig í 2 tíma áður en ég klambraði saman einhverri vitleysu til að skila inn, vona að kennarinn taki ekki eftir fáfræði minni um félagslegt taumhald og eitthvað álíka crap!

föstudagur, október 10, 2003

...já mig grunaði þetta en var ekki alveg svona viss í minni sök. Auglýsingar gera gagn!!! Var að þvo í kvöld en var alveg búin að steingleyma því og væri örugglega ekki ennþá búin að ná í þvottinn minn úr þurrkaranum ef það hefði ekki verið sýnd þvottavélaauglýsing!! Ok langar oft í Twix þegar þa er verið að auglýsa það en þetta var bara brillíjant. Meira svona hjá sjónvarpsstöðvunum!! Hvernig væri að td á klukkutíma fresti kæmu auglýsingar til að minna mann á að slökkva á eldavélinni og taka straujárnið úr sambandi eða að slökkva á kertunum sem löga eftirlitslaus í næsta herbergi?? Það væri alveg frábært og mundi minnka tjón á heimilum til muna og það yrði minna að gera hjá slökkviliðum bæja og borga.

fimmtudagur, október 09, 2003

...þá er verið að fara að taka á því. Klukkan nákvæmlega 14 að staðartíma mun ég hitti hana Katiu éinkaþjálfara og hún mun gera handa mér súpergott prógramm til að losna við Íslandsslabbið af bumbunni. Svo sem ekkert af miklu að taka í þessum málum en smá samt og fyndna er að Íslandsslabbið byrjaði að leka af mér strax og ég var komin til Sverige, skrítið ekki satt?!?!?! Köllum prógrammið bara í kjólinn fyrir jólin, er það ekki annars svo svakalega vinsælt í Séð og heyrt? Úbbs en ég passa í alla kjólana mína og þá eru góð ráð dýr. Á ég að kaupa mér of lítinn kjól og stefna á að passa í hann eða á ég að breyta nafninu á átakinu??? Hmmmm erfitt val en ég held ég velji að breyta nafninu í burt með slabbið eða enga björgunarhringi nema uppblásna!!! Já það er af mörgu að taka.

Núna ætla ég að klára bananann minn og laga hárið með köldu vatni.

miðvikudagur, október 08, 2003

...ég skal segja ykkur það!!! Eruði að lesa??? Á nákvæmlega þessum degi (tja auðvitað ekki þessum en 7.október 2000) var rjómanum af Seyðfirðingum boðið í matarboð að Skipholti 26, penthouseíbúðinni ógurlegu. Þar var borðað og drukkið og skemmt sér alveg konunglega og ákveðið margoft að fara ekki á Nelly's sem þá var ennþá eðalskemmtistaður. Þegar við vorum komin í bæinn og alla leið niður að Gauknum þá var svo mikil biðröð þar að við nenntum ekki að bíða þar og snérumst í ótalhringi í kringum sjálf okkur til að ákveða hvert skildi halda. Strákarnir ákváðu að gerast lögbrjótar og míga í húsasundi meðan við Gyða stóðum vörð og fengum okkur aðeins í nefið til að rifja upp gamla tíma. Svo stundum við þungan og örkuðum á Nelly's. Þar var djammað og drukkið ennþá meira, dansað helling og hözzlað pínu svona þegar fór að líða að lokun. Ég fór til stóra frænda sem var með fatahengisnúmerið okkar og náði í jakkann minn og skilaði honum svo aftur númerinu og arkaði af stað út í nóttina með tveimur bláókunnugum herramönnum. Ég frétti síðar meir að frændi hefði ekkert skilið í framferði mínu og haft miklar áhyggjur af litlu frænku aleinni með einhverjum stráklingum. Þá var ferðinni heitið í leigubílaröðina en á leiðinni hittum við þá "merkilegu" konu Ingibjörgu Sólrúnu og kallaði ég á eftir henni "Sólrún". Ég vill ekki trúa þessu en það eru víst tvö vitni að þessu (ég vill halda því fram að ég hafi kallað Ingibjörg!). Svo var ferðinni heitið í Breiðholtið til Öldu Diljá þar sem hún lofaði partýi. Það var eitt slappasta partý sem ég hef lent í þar sem hún lá hálfsofandi upp í sófa enda var ferðinni haldið annað fljótlega eftir að ég hafði bolaskipti sökum óþægindana sem hafast af því að vera í bol með engu baki. Þá lá leiðinn aftur til baka eða svo til, öðrum herramanninum var hent út úr taxanum og sagt að hann gæti labbað heim þaðan en hinn herramaðurinn og ég fórum heim til mín í einkapartý. Einmitt þegar við komum inn hringdi eðalpeningasíminn í Skipholti 45 og voru það tveir af mínum bestu karlkynsvinum að forvitnast um hagi mína, höfðu áhyggjur því ég svaraði ekki í gsm-ann (heyrði ekki í honum eða batteríislaus eða eitthvað). Þeir voru alveg þrumulostnir á framferði mínu og mundu ekkert eftir því að hafa séð þennan dreng á Nelly's. Þá fengu þeir að heyra í honum og herramaðurinn sagði "þið hljótið að muna eftir mér, ég er þessi með útstæðu eyrun".

Daginn eftir fékk herramaðurinn að hringja í föður sinn til að láta sækja sig því hann tók aldrei símann með sér á djammið. Ég sagði hvað ég héti og ég væri í símaskránni undir Seyðisfjörður. Hann sagði sitt nafn og hvar hann byggi og ég gæti leitað að því í símaskránni. Á mánudeginum var ég að reyna að finna númerið hjá herranum en fann það hvergi, nafnið passaði ekki við heimilisfangið. Sá eini með þessu nafni var ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu og það bara passaði ekki eða það hélt ég. En ég dó ekki ráðalaus, hann hafði jú hringt í föður sinn úr símanum mínum þannig að ég vissi númerið hans. Ég settist í hvíta skítuga sófann og byrjaði að skrifa sms sem hljómaði eitthvað á þessa leið "Hæ pabbi herrans, viltu biðja hann um að hafa samband við mig ef hann vill. Kv. Sirrý". Svo sat ég heillengi og visssi ekki hvort ég ætti að senda þetta sms, vildi ég í raun hitta þennan strák aftur??? Svo ýtti ég á takkann og skilaboði sendist og ég svitnaði og fékk örari hjartslátt, var ég að gera rétt???

Ég fékk símhringingu seinna um daginn frá herranum, hann var glaður yfir skilaboðunum sem faðir hans hafði áframsent til hans. Hann var búinn að finna Sigríði Jónsdóttur á Seyðisfirði en það var eitt vandamál þær voru tvær (hin er amma mín og ef hann hefði skoða vel hefði hann séð að annað númerið var gsm en hitt heimilis). Hann var að vinna til klukkan 21 um kvöldið og spurði hvort hann mætti koma eftir það ég sagði já.

Herramaðurinn er semsagt Gummi en hinn strákurinn er alls enginn herramaður heldur aumingji sem er ekki vert að nefna á nafn. Þið vitið svo framhaldið amk í grófum dráttum. ;)

Elsku Gummi minn til hamingju með að það eru orðin 3 ár síðan ég dró þig heim með mér, ég sé ekki eftir því, amk ekki ennþá ;) og vonandi ekki þú heldur enda erfitt að finna eins góðan kvenkost og mig ehemm!!

Ég elska þig! :*

föstudagur, september 26, 2003

...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...reyndar 8 pör ef ég á að vera nákvæm!! Fann alla flottu gömlu hælaskóna hennar mömmu og fann 8 geðveik pör með misháum hælum, alveg frá frekar lágum upp í þvílíku pinnahælana hehehehe. Ég var búin að spurja hanan hvort hún ætti ekki einhverja flotta skó handa mér og hún svaraði "nei ég á ekkert sem er við þitt hæfi!" Svo bara fann ég hrúguna í fataskápnum og byrjaði að máta og máta og máta og þá varð mamma alveg standandi hissa og sagðist ekki hafa ímyndað sér að ég væri að leyta af svona skóm og að þeir væru komnir í tísku aftur!

Ferðasaga síðar, var bara aðeins að láta vita af mér. Núna ætla ég að fara að læra þýðir víst ekekrt að vera að slóra með það, skiladagur á morgunn og þvílíka fjörið!!

föstudagur, september 05, 2003

...þá er ég búin að vera á Íslandi síðan 19. ágúst og það er alveg ágætt. Ég tók amk góða veðrið með mér frá Svíþjóð því það hefur verið yfir 20°hiti á Seyðisfirði síðan ég kom, ekki leiðinlegt það! :) Ég á örugglega eftir að þyngjast um 15 kg á meðan ég er hérna því það eru ekkert nema stórsteikur og kaffiboð með tilheyrandi en ég kvarta ekki, verð bara dugleg í ræktinni þegar ég kem aftur heim! Reyndar er ég á leiðinni til Reykjavíkur eftir 3 klukkutíma og ætla að vera þar í viku, fara í afmlið hennar Móheiðar Helgu, sýna mig og sjá aðra, aðallega sýna mig! ;) Kem svo aftur í foreldrahús og hef það gott í ca viku í viðbót áður en ég fer aftur í borgina á loka djamm áður en ég flýg aftur heim. Úff það er bara pökkuð dagskrá framundan! :)

Þið sem eruð stödd á Íslandi og hafið áhuga á að hitta mig getið haft samband við mig í gamla gsm númerið mitt 863-0424 því ég er búin að hertaka símann hans pabba, ó hvað það er gott að vera eftirlætisbarn!!! :D Ég tíndi nefnilega flestum númerunum hjá vinum mínum þegar símanum mínum var stolið í október og þar sem ég sendi næstum aldrei sms þá hef ég ekkert endurnýjað þau *roðn*!!

Jæja verð að fara að klára að pakka og svo ætla ég að kíkja til Lillu frænku. Hver veit nema Gunnar frændi leyfi litlu frænku að kíkja á netið á meðan ég er í Reykjavíkinni, hann er nú einu sinni með ADSL (amk held ég það!), *note to self: muna að láta mömmu og pabba fá sér sítengingu!* því það er alveg ömurlegt að ruglast um netið á venjulegri módemtenginu, sjitt hvað allt gengur hægt!!! :S Jæja farin núna, ég lofa!! ;)

sunnudagur, ágúst 17, 2003

...jæja þá er að koma að því. Við Gummi ætlum að stíga tánum niður á klakann næsta þriðjudag og heiðra ykkur með nærveru okkar í þónokkuð marga daga, ég reyndar í aðeins fleiri en hann! :) Ég er nú bara farin að hlakka til að sjá nefin á öllum þó ég vildi óska að kringumstæður væru skemmtilegri en svona er lífið sagði Hallbera allsbera og hló og snýtti sér! Við þurfum reyndar að leggja af stað í morgun klukkan 18:15 og veðrum komin á Kastrup klukkan 22:45. Þá tekur við löng bið því vélin fer ekki í loftið fyrr en 13:10!!!! :S Jæja þetta verður bara gaman, veðrum með spil, krossgátublöð og kerlingablöð handa kerlingunni - hvort er það??? Ætli GameBoy Advance tölvan mín fái ekki að fljóta með líka ásamt bókunum sem ég ætla að skila til mömmu! :)

Jæja er farin að halda Kristínu félagsskap yfir eldamennskunni, skvísan ætlar að skella sér á eitt lasagna með öllu tilheyrandi! Svo er ég 100% viss um að ég blogga eitthvað amk eftir að ég kem í fjörðinn fagra, Seyðisfjörð ef það lék einhver vafi á því!! ;)

föstudagur, ágúst 15, 2003

...þá er Gummi litli lagður af stað í vinnuna, síðasti vinnudagurinn í dag á elliheimilu og ég held að hann sé ekkert sorgmæddur! Annars er auðvitað ekkert frí framundan hjá honum því honum var boðin handledara staða við háskólan sem hann að sjálfsögðu þáði með þökkum, ég er mjög stolt af honum og mamma mín hefur áframhaldandi ástæðu til að tala vel um tengdasoninn í mín eyru! :) Held svtundum að hún elski hann meira en mig, sitt eina afkvæmi, en auðvitað getur það ekki verið, ómöguelgt að það sé hægt Svo sem ágætt, ég sem hélt alltaf að ég ætti ekki eftir að geta náð mér í strák sem hana líkaði við, auðvitað sagði hún aldrei neitt en ég þekkji mömmu mína! :)

Íbúðin er jafn tóm og hún var þegar við fluttum í hana því Samskip klúðruðu þessu, dótið fór ekki í gáminn sem þeir lofuðu að það færi í og ég var ekki ánægð og hringdi og skammaði en var ekki dónaleg eða æst því þá fær maður slæma þjónustu. Hefði svo sem alveg getað verið á háa c-inu því stelpan sem ég talaði við var varla talandi fyrir gelgjulátum og mjög dónaleg og leiðinleg í þokkabót, ég sprakk næstum því en náði að halda í sjálfsvirðinguna, sem betur fer!!

Núna er óðum að styttast í að Móheiður og kærastinn hennar komi í heimsókn og verð ég bara að segja að ég hlakka mjög mikið til. Þau eru þau fyrstu sem leggja land undir fót og koma bara til að hitta okkur. Auvitað var frábært að hitta alla hina sem komu en þau áttu bara leið framhjá, Móheiður kemur sérstaklega til að vera með mér og neitaði að gista í Stokkhólmi til að geta verið með mér enda engin furða þar sem við tvær erum skemmtilega teymi, alla veganna í okkar huga!

Takk fyrir kveðjuna Ragga mín, alltaf gaman að heyra frá þér og ég er alltaf á leiðinni að senda e-mail en svona erum við frænkurnar sem erum búsettar hérna í konugsríkinu, gleymnar og lengi að framkvæma! :) Annars leið okkur mjög vel í herberginu sem við vorum í áður og ég vona að okkur eigi eftir að líka eins vel hérna megin við götuna. Hlakka mjög til að fá ástina mína frá íslandi, þe. sófann okkar því þá get ég hætt að vera letingi sem liggur mikið í rúminu og farið að lifa lífunu í sófanum! :) Aðalkostirnir við nýju íbúðina eru eins og áður hefur veirð sagt, sér eldhús,(smá) pláss fyrir sófann og enginn korridor með sænskum subbum! :)

laugardagur, ágúst 09, 2003

...vorum að koma heim eftir 6 klukkutíma á ströndinni! Aahhh hvað það var gott að flatmaga á teppinu með krossgátu og láta sólina baka sig og hlaupa svo út í vatnið og kæla sig og synda aðeins og láta svo sólina þurrka sig! Þetta er lífið!!! Við fórum sem sagt með Kristínu, Grétari og Hauki að Simsjön klukkan 11 í morgun, tókum með okkur einnota grill og pylsur og að sjálfssögðu sólarvörn, þýðir ekkert annað! :) Núna er svo ferðinni heitið á einhvern veitingastað til að fá eitthvað gott og sæmilega óhollt í magann til að vinna upp á móti allri orkunni sem við eyddum í að hita upp líkamann þegar við vorum að bussla, veit ekki alveg hvert ferðinni er heitið en það verður pottþétt eitthvað svakalega gott og djúsí! :) Jæja verð að fara Grétar er búinn að klæða sig!

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

aahhh veðrið í dag er yndislegt og spáð svona eitthvað fram í tímann, ég er að krosslegja puttana í vona um að góða veðrið haldist út september! ;) Það er plönuð strandferð á laugardaginn, fara snemma af stað og hanga við Simsjön eða við annað vatna allan daginn, er sko farin að hlakka alveg hel**** mikið til!

Fengum loksins pakkann frá mömmu og pabba ídag og þvílíkur og annar eins pakki, við erum alveg í skýjunum! :) TAKK TAKK TAKK æðilsega fyrir okkur!!! :* Í kvöld ætlum við svo að halda lilla lördag og fá okkur íslenskt nammi, kíkja á imbakassann og skoða krossgátublöðin!

Hey var svo fyndið, þegar við vorum að labba heim úr ræktinni í dag tókum við eftir því að það var froða í gosbrunninum, tókum smá sveig og kíktum á þetta. Örugglega verið sett sápa eða þvottaefni útí hann svo að núna er hann voðalega hreinn og fínn! :)

Madda við erum alveg til í að fara með ykkur í Ikea og fá okkur pyslu og ikeakjötbollur :D Þurfiði að kaupa mikið og stórt og gætuði hugsað ykkur að fara frekar fljótlega eftir að þið komið eða fer það eftir bar hvernær þið fáið íbúðina? Endilega láttu mig vita svo ég geti ákveð hvort ég ætla að panta hillur eða bíða aðeins! :) Var nefnilega að pæla í að panta hillurnar og fara svo og kaupa smá draslið seinna en er ekki alveg ákveðin! :) Úff er sönn kona skrifa helling en segji ekki neitt en sem sagt já er til í bíl með ykkur! :)

mánudagur, ágúst 04, 2003

...þá er mín bara vöknuð, reyndar fyrir svolitlu síðan. Ætlaði að vakna klukkan 6:30 með Gumma en þar sem maður hvíslist alls ekki jafn vel 2 í einbreiðu rúmi þá ákvað ég að kúra mig til 9 sem varð svo hálf 11 eða var það hálf 12??? Akkúrat núna get ég bara alls ekki munað það! :S Annars er það hels í fréttum að dótið okkar fór ekki af stað frá Akranesi síðustu viku en á að leggja í hann næsta miðvikudag held ég, amk vona ég það. Svo er abara að krossleggja putta og vona að dótið skríði inn um dyrnar á undan Móheiði svo hún þurfi ekki að sofa á gólfinu stelpan! Annars er ég ekkert stressuð yfir þessu amk ekki ennþá, nenni því bara ekki, er bara viss um að þetta reddast allt, það reddast alltaf allt! :D

Svo fer að koma að því að ég setjist á skólabekk aftur, tja eða ekki beint skólabekk ætli ég tilli mér ekki bara inn á bókasafnið með hálærðu krökkunum eða hangi bara hérna heima við stofuborðið... sko, þegar við verðum búin að eignast þannig munað!!

sunnudagur, ágúst 03, 2003

...já, eins og ég sagði ykkur á föstudaginn þá erum við flutt! :) Allt í drasli hérna og voðalega næs, tölvan á eldhúsborðinu, bækurnar í stafla upp við vegginn og risa stór kassi á miðju stofugólfinu sem sagt allt voðalega heimilislegt, tja eða geymslulegt! :S Vitum ekki alveg hvort að dótið okkar fór af stað síðastliðinn fimmtudag eða ekki en það hlýtur að koma í ljós fljótlega! :) Í kvöld eða á morgun ætla ég svo að koma baðherberginu og elhúsinu í stand og kíkja svo í Jysk (rúmfatalagerinn) og athuga hvað grindur í fataherbergið kosta og svo í Elgiganten (Elko) og athuga með frystikistu. Kom reyndar öllu fyrir í pínu litla frystihólfinu hérna nema brauðinu en þða er bara vegna þess að við höfum verið að passa okkur að kaupa ekkert sem þarf að vera í frosti!:) Svo er Ikea ferð á planinu en ekki fyrr en dótið er komið frá Íslandi, þá þarf að kaupa hyllur og ljós og alls konar drasl sem við annað hvort eigum ekki til á Íslandi eða þá að það er svo hræðilega gamallt og ljótt (fermingargjafir og álíka) að við viljum ekki borga fyrir að fá það, frekar kaupa nýtt! :D

En ég ætlaði líka að segja ykkur frá því að við Krisín, Rúna og Grétar drifum okkur að Simsjön á fimmtudaginn og lágum þar og sóluðum okkur og busluðum í vatninu, keyptum ís og höfðum það bara æðislegt! :) Svo fórum við saman út að borða á Kryddunni og þá fékk Gummi litli að fljóta með en hann komst ekki á ströndina því hann þurfti að vera að vinna og svo þurfti einhver að vera heima til að ná í lyklana að íbúðinni svo það féll í hans verkahring meðan ég var að slæpast!! Ég væri alveg til í að fara þangað fljótlega aftur með krökkunum og hafa þá Gumma með líka, fara í mini-golf, göngutúr, baða pínu og sóla mig og grilla svo!! Aahhh það er planið að reyna að koma því í framkvæmd á næstunni, er meira að segja búin að kaupa sólarvörn núna svo ég er við öllu búin!!

Heyrði aðeins í Móheiði Helgu í gær, hún hringdi til að biðja mi gum að gera sér greiða. Auðvitað var það alveg sjálfsagt og bjóst ég við að eiga að skella mér í bæinn að leita að einhverju fyrir hana og það hefði bara veirð gaman! En nei nei þá spurði kerlinginn hvort hún fengi ekki gistingu ef hún kæmi til okkar í heimsók og auðvitað var svarið já! Hún er ekki ennþá búin að panta farið þannig að þetta er ekki alveg komið á hreint en planið er að fljúga til Stokkhólms miðvikudaginn 20. ágúst og vera hjá okkur þanngað til á sunnudagskvöldið 24. ágúst. Núna vona ég bara að þetta verði að veruleika og að landinn sé ekki fullur af Stokkhólmsþrá og búinn að panta öll góðu förin áður en hún Móheiður kemst í símann!! Annars verður hún að mæta með bikíní svo við getum farið að svamla í einhverjum af öllum þessum vötunum hérna og nælt okkur í smá lit, þýðir ekkert annað en að fá að upplifa smá sænskt sumar! :)

Ps. Milljón þakkir fyrir hjálpina með flutninginn Grétar, við hefum aldrei getað þetta án þín og Maxi-körfunnar! ;)

fimmtudagur, júlí 31, 2003

...jæja þá erum við flutt! :) Loksins, loksins laus við sóðana og mömmu börnin á korridornum! :) Er að fara að sofa eftir 30 klst vöku, er alveg dauðþreytt! Meira um sólbaðsferðina að Simsjön og fluttningana á morgun eða um helgina! Góða nótt! :* Ps. mamma þú getur alveg hringt ef þú vilt því síminn flyst á morgun! :)

fimmtudagur, júlí 24, 2003

...þá er annar í klippingu liðinn! :) Fór í klippingu á þriðjudaginn og var svona allt í lagi ánægð þegar ég fór þaðan út en þegar heim var komið og ég fór að skoða þá var ég alls ekki ánægð lengur og varð hreint út sagt alveg miður mín. Ég fór aftur á klippistofuna og sagði þeim frá þessu, skammaðist mín nú hálf partinn fyrir að vera svona erfið en ég borgaði alveg formúgu fyrir þetta og keypti hárvörur líka! Ég átti svo að koma í gær og láta laga hárið, ég vaknaði alveg á síðustu stundu og var að fara út um dyrnar þegar Heiður (einn eigandi stofunnar) hringdi og spurði hvort ég gæti frekar komið í dag. Ég var mjög ánægð með það og deif mig beina leið aftur undir sængurverið og kúrði mig það sem eftir lifði dags! :) Var nefnilega með svo illt í maganum nóttina áður að ég gat ekki sofið! :( Jæja er amk komið heim eftir klippinguna og er ánægð núna, Heiður virðist vera skemmtileg kona og næst ætla ég að reyna að fá tíma hjá henni strax, á þriðjudaginn var nefnielga einhver sænsk skvísa að klippa mig! Verð nú að viðurkenna að mér fannst frekar vandræðalegt að koma í dag og láta laga það sem skvísan gerði, hún heislaði voðalega vinalega og ég á móti en ég var fegin að hún var með annan kúnna alveg hinu megin í stofunni! :) Ætla svo að drífa mig í ræktina eftir smá stund, hef ekki farið í 2 daga því ég gat ekki hugsað mér að vera meira úti en ég þurfti með hina klippinguna!!

sunnudagur, júlí 20, 2003

...sofnaði í nótt án þess að bursta tennurnar, þvo mér í framan eða að hátta mig!! Var sem betur fer búin að klæða mig úr brjóstahaldaranum og buxunum og lá undir teppi og var að lesa og hafa það næs þegar svefninn sótti svona rosalega að mér! Það er ekkert eins óþæginlegt og að sofa í brjóstahaldara, allt í lagi að leggja sig í honum en ekki sofa í marga klukkutíma í honum, hann verður allur snúinn og þessi stóru júgur sem ég hef flæða upp úr honum! :) Það var heldur ekki þæginlegt að vakna í dag kófsveitt með loðnar tennur og svo ætlaði ég aldrei að byrja að sjá skýrt aftur, ætli það hafi ekki verið sviti í augunum á mé reins og annars staðar!! Annars er ferðinni heitið í ræktina á eftir, hún opnar ekki fyrr en klukkan 16 og þá mætum við galvösk til leiks. Ætla samt að fara í sturtu áður en ég fer að hamast, get bara ekki hugsað mér að fara út úr húsi svona sveitt og illa lyktandi eins og ég er núna þó ég sé að fara að svitna ennþá meira rétt strax!! Úff bara hvað mér er heitt, köld sturta bíður, svo ræktin og kjúlli og svo kannski bíó að sjá Bruce Allmighty. Það er hellings dagskrá framundan og það þýðir ekkert að slóra lengur!

föstudagur, júlí 18, 2003

...jæja þá érum við búin að kaupa sandala og sundskýlu á Gumma, ég ætlaði líka að kaupa mér bikíní en fann ekkert sem ég féll fyrir. Það voru auðvitað nokkur flott en þá var ekki til í minni stærð eða það var bara til annar hlutinn! :( Fann flotta haldara og ætlaði bara að kaupa svarta brók en þá voru bara til svartar brækur í nr 40 og 42 og það er nokkrum númerum of stórt á mig og svart var eini liturinn sem passaði vel við haldarana sem mér fundust flottir! :( Jæja þá er bara smá pása frá bikíníkaupum og svo reyni ég aftur eftir helgi, þá hlýtur eitthvað flott að vera til ég verða bara að vera bjartsýn! :) Það var aftur heitt og klístrað veður í dag, það var svo heitt að ég klæddi mig ekki fyrr en klukkan hálf 5 í dag, var bara ekki að meika að vera í meiri fötum en nærbuxum og nærbol. Rosafín að taka til á nærfötunum, tók einmitt eftir því að stelpan sem býr í íbúpinni sem við flytjum í glápti hérna yfir þegar ég var að þurka af gluggakistunnu, iss hún hefur örugglega bara aldrei séð svona flotta brók áður, Hagkaup rúlar! :) Á leiðinni heim úr bænum áðan byrjaði að draga fyrir sólina og svo þegar við vorum komin að Kanslihuset (sykurmolanum) heyrðist svona skrúfa frá krana hljóð og við vissum að það kæmi demba. Stuttu síðar stóðum við rennandi blaut í þeirri mestu rigningu sem ég hef séð, var meira að segja meiri en rigning sem var þegar við löbbuðum heim frá Södra Ryd síðasta föstudagskvöld og þá vorum við svo blaut að meira að segja nærbuxurnar voru holdvotar!! Sem betur fer var þetta bara skýfall og rigninginn var að mestu hætt þegar við vorum komin að húsinu sem bókabúðin og kaffistofan eru í, það rigndi í innan við 5 mínútur en samt var flóð úr þakrennunum!! En þetta var mjög hressandi og skemmtilegt og við hlógum mikið! :)

fimmtudagur, júlí 17, 2003

...pirrr hvað það var kalt á leiðinni heim úr ræktinni, það voru ekki nema 20° og ég var á stuttbuxum, bol og sandölum!!! :S Það voru þvílíku þrumurnar og eldingarnar hérna rétt hjá í dag. Þetta byrjaði þegar við vorum á leiðinni í Willy's og á meðan við vorum í ræktinni var allt að verða vitlaust úti, ljósin blikkuðu og rúðurnar skulfu en sem betur fer var það mesta gengið yfir þegar við löbbuðum heim. Ótrúlega skrítin þessi þrumuveður, áður en þau byrja er loftið allt öðruvísi og maður verður allur sveitt klístraður, svo varð geðveikt dimmt úti þó klukkan væri ekki orðin 16 og skýin voru ekkert voðalega dökk svo krass búmm bang og allt byrjaði að skjálfa og titra og þvílíku lætin!!

Annars er ferðinni heitið í Maxi að kaupa sveppahakk og blettahreinsi, ömurlegt þegar allt er ekki til þegar maður fer að versla!! Á morgun ætla ég nefnilega í þykjustuleikinn Sirrý þrifasjúka og þá er nauðsynlegt að eiga blettahreinsi fyrir hvítubuxurnar mínar!! :)

miðvikudagur, júlí 16, 2003

...vá hvað ég er að fíla góða veðrið. Það var ekki leiðinlegt að skella sér í sund í gær og sleikja sólina, ég fékk meira að segja lit! :) Ekkert að því, núna þarf ég bara að kaupa mér nýtt bikíní því mitt er svona íþrótta og alltof stórt fyrir sólböð þó það sé fínt til að synda í! :) Það er semsagt markmiðið að skella sér í sundfataleiðangur á föstudaginn, ég fæ bikíní og Gumma vantar sundskýlu eða buxur eða hvað þetta heitir nú til dags. Í dag er ekkert sérstakt planað annað en að skella sér í ræktina eins og vanalega. Gummi var eitthvað að gæla við það að leggja sig í smá stund eftir vinnu í dag en hann verður örugglega ekki þreyttur lengur eftir vinnu enda er mjög gott badminton veður og ekkert skemmtilegra en að leika sér í sólinni! :)

mánudagur, júlí 14, 2003

...aaahhhh hvað það er yndislegt veður, sólin skín eins og hún fái borgað fyrir það og hitinn er mikill. Klukkan átta í kvöld var 32°c hiti niðri í bæ og létt gola, alveg himneskt! :) Á morgun erum við að hugsa um að skella okkur í sund og sleikja sólina áður en við förum í ræktina. Hver veit nema við högum okkur eins og túristar á tjaldstæðum og drögum fram badmintonspaðana okkar og leikum okkur hérna úti í garði líka. Ég er ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði, miklu skemmtilegra að vera að gera eitthvað og verða svolítið útitekinn í leiðinni! :) Svo er ég farin að hlakka voðalega mikið til að flytja þó svo ég sjái fram á að fyrstu dagarnir í nýju íbúðinni verði frekar húsgagnalitlir en það reddast, það reddast allt, maður getur ekki verið annað ern bjartsýnn þegar sólin leikur við sálina á manni! :)

miðvikudagur, júlí 09, 2003

...ég er nörd!! Sit hérna í eldgömlum í þróttabuxum og formúlubol, ógreidd og örugglega andfúl! Er búin að hanga í tölvunni mestan part dags, var að prófa nýja tölvuleikinn minn Rayman 3 og hann er mjög skemmtilegur. En þar sem þetta er fyrsti þrívíddar tölvuleikurinn sem ég legg mig fram við að spila getiði reynt að gera ykkur í hugarlund hvernig gengur! Já mikið rétt það gengur ekkert alltof vel en þetta kemur. Ég er sem sagt búin að sitja hérna við tölvuna og blóta og arga og pirrast endalaust mikið yfir því hvað allt snýst í mikla hringi og allt í einu veit ég bara varla hvar kallinn minn er staddur!! :( En þetta er allt að koma og ég ætla að klára þennan leik þó það verði mitt síðasta verk!!! Ætli ég hvíli mig samt ekki á 3víddinni það sem eftir er kvölds og annað hvort spila tölvuleiki í 2vídd á GameBoy Advance tölvuna mína eða æfi mig í sænskunni með að lesa Ríki ljóssins. Þar sem ég er mikill aðdáandi Margit Sandemo sem skrifaði meðal annars Ísfólkið fræga hef ég ákveðið að byrja að safna Ísfólkinu, Galdrameistaranum og Ríki Ljóssins á sænsku og ef ég finn fleira eftir hana þá kíkji ég líka á það. Ekkert jafn gaman og að eiga fullt af mis góðum og mis gáfulegum bókum sem hægt er að lesa aftur og aftur, því eitt er víst að skemmtanagildið er 100% amk fyrir mig! :) Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi einhver áhugamál og held því oft fram að ég sé áhugalausasta manneskja sem fyrir finnst á þessari jörð en það er greinilega ekki rétt ég á fullt af áhugamálum, þurfti bara að finna þau og ekkert að því og svo er ekki verra að þessar bækur eru mjög ódýrar (50 sek stk), amk finnst mér það! :)

þriðjudagur, júlí 08, 2003

...humm hverju á ég að ljúga í ykkur í dag??? Toni bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans voru hérna um helgina, það var rosalega gaman og mikil tilbreyting. Þau voru á tjaldstæði uppi á Billingen með fellihýsið sitt og þar sá ég mesta magn af flugum á einum stað sem ég hef á ævi minn séð enda vorum við öll útbitin eftir mýflugurnar og svo fengum við nokkur moskítóbit. Ég sem var svo ánægð að hafa aldrei verið bitin af moskítóflugum varð að bíta í það súra epli að vera friðlaus af kláða og með amk. 10 rauð og þrútin bit á fótleggjunum! :( Eigum við ekki að vera jákvæð og segja að þetta hafi verið góð lífsreynsla sem var langt í frá að vera skemmtileg!! Skelltum okkur líka í sund og þar prófaði ég að synda smá og komst að því að ég kann ennþá að synda en samt svona alveg á mörkunum. Nældi mér samt í smá lit meðan á svamlinu stóð og hélt áfram að brúnka meðan við spiluðum krokket og badminton. Kom sjálfri mér á óvart með að vera bara skítsæmileg í badminton, ég sem gat aldrei hitt fokkuna hérna í denn þegar við vinkonurnar vorum að spila í garðinum heima. Batnadi badmintonspilurum er best að lifa! :)

...ekkert af þessu er lygi...

föstudagur, júlí 04, 2003

...jæja vaknaði snemma í dag og gaf Sögu (kanínunni þeirra Heiðu og Jóhanns) að éta, fórum svo í ræktina og núna er ég að borða mjög ógirnilegt en ágætlega gott haframjöl og allbran með mjólk -mmmm- gott gott gott! :Þ Þegar átið er yfirstaðið þá liggur leiðinn í bæinn því við þufum að heimsækja bankann og pósthúsið og barnafatabúðir. Það á nefnilega að kíkja á sængurgjöf handa nýjasta íslendingnum í Skövde, ætlum að reyna að skoða gripinn um helgina, þe ef það henntar foreldrum hans! :)

fimmtudagur, júlí 03, 2003

...það rignir mönnum ó já það rignir mönnum jejejeje!!! Eða ekki frekar klakatorfum og kýrhausum eða einhverju enn verra!! :( Ok vera bjartsýn þetta er gott fyrir gróðurinn en það er líka gott fyrir mig að hafa sól og mér er annt um mig!!! Ætla að fara að versla um klukkan 9 með gamla fólkinu í Willy's, vonandi verður ekki löng röð af konum að spurja mig hvar síldin er eða hvaða tannkrem sé best! Ég hlýt að vera með svona gott karma eða hvað þetta nú heitir því ég er alltaf að lenda í því að gamalt fólk sé að spurja mig að einhverju, td hvernig eigi að elda einhverjar frosnar súpur!! :S Ég elda ekki frosnar súpur heldur pakkasúpur og þess vegna veit ég ekki svona hluti. Ætti kannski að eyða þessum klukkutíma þanngað til klukkan verður 9 í að ath hvort það séu upplýsingar um þetta á netinu. Hmmm en hvar skildu þær vera?? Feelinggreat.com eða....?!?!

miðvikudagur, júlí 02, 2003

...hmmm er ekki alveg nógu dugleg í skrifunum þessa dagana, ástæðan gæti verið fjarvera og svefnleysi og loks maraþon svefn! Við Gummi skelltum okkur sem sagt til Gautaborgar á mánudaginn og það var mjög gaman. Ætluðum að hitta Gyðu og Hrefnu þar en þær eru svo mikir sauðir að þær voru ekki búnar að panta miða og þessvegna var aldrei þessu vant allar lestir fullar, semmilega vegna þess að Hróarkeldu var að ljúka þarna! :(

Við Gummi vorum sem sagt búin að kaupa miðana þegar við fréttum að þær kæmust kannski ekki og næstum komin til Gautaborgar þegar við vissum að þær kæmumst ekki. En við gerðum góðan dag úr þessu þó ég verði að viðurkenna að það hefði verið ágætt að hafa sofið eitthvað nóttina á undan en við skemmtum okkur mjög vel en vorum alveg búin á því þegar við fórum heim. Við löbbuðum um alla Gautaborg, tja eða svona næstum og þvílíkt og annað eins af tröppum sem við lögðum leið okkar um. Ég er tröpputeljari og við löbbuðum um samtals svona 1000 tröppur sem var góð rassaæfing! :) Það voru bara 196 tröppur upp að Skansen sem er hermynjasafn núna en var áður fangelsi. Þar vorum við eitthvað að blaðra eins og okkar er von og vísa þegar allt í einu heyrðist "eruði íslendingar" eins og það væri ekki augljóst því við töluðum jú okkar ástkæra og ylhýra tungumál!! Mér tókst að svara "greinilega" (veit ekki alveg hvaðan það kom) og þá varð greyið strákurinn bara skírtinn á svipinn og svo var ekkert meira sagt! Ætlaði ekki að vera dónaleg þetta datt bara út úr mér! Svo væri svo týpískt að hann kæmi í skólann hérna í haust hehehe. Við eyddum mjög litlu í þessari ferð enda var þetta engin verslunarferð, keypti mér eyrnalokka og svo drasl í Body Shop sem mig vantaði og svo auðvitað helling að éta eins og er von og vísa í svona ferð! :)

Í lestinni á leiðinni heim sat svo á móti okkur maður sem var að borða Daimtopp og vá há ég hef aldei heyrt fullorðinn óheilabilaðann mann smjatta og kjammsa jafn mikið á neinu og svo bruddi hann svo hátt, hef bara aldrei heyrt annað eins og ath þetta var ekki gamall maður bara svona venjulegur fjölskyldumaður á milli fertugs og fimmtugs. Sem betur fer var þetta ekki stór ís og við Gummi gátum sofið alla leiðina heim eða hér um bil. Gummi svaf eins og steinn en ég var alltaf að vakna til að ath hvað við værum og í eitt skiptið brá mér mjög mikið og vissi ekker thvar við vorum en þá vorum við í Falköping sem er 20 mín frá Skövde! :)


Þrátt fyrir mikla þreytu var auðvitað alls ekki hægt að fara að sofa strax og við komum heim heldur var kíkt á imbann og sötraður bjór til að ná sér niður eftir 28 klst vöku! :) Svo átti auðvitað að vakna á sómasamlegum tíma í gær en það tókst ekki betur en svo að við sváfum alla nóttina og allan daginn og auðvitað er ég þar að leiðandi búin að vaka í alla nótt! En það er bara gaman því ég hitti Helgu á msn-inu og það þurfti að tala um margt og mikið við hana! :)

laugardagur, júní 28, 2003

...oj núna er ég pirruð, hef ekki komist inn á þetta blogg í marga daga því þeir sem ráða þessu voru að færa það yfir á stærri vél eða eitthvað álíka og það tók þá miklu lengri tíma en þeir lofuðu, bölvaðir!! Svo var ég búin að skrifa alveg gommu hérna og þá bara hvarf það og ég sit uppi með sárt ennið og auma finurgóma! :( Hvað er það líka með allar þessar breytingar, bæði blogger og femin að breyta öllu og maður þarf að fara að skoða þetta allt upp á nýtt og þetta er eilífðar vesen!! Er ekki hrifin af þessum eilífðar breytingum alltaf!!! Ég er bara reið og pirruð!! :@ ....og farin að sofa!!

mánudagur, júní 23, 2003

...hellingur búinn að gerast síðan síðast. Fórum til Tidaholm á föstudaginn að heimsækja frændfólk Gumma sem var það í heimsókn hjá Bjössa og Lilju. Lilja og Sigga náðu í okkur rétt eftir hádegið og lögðum við af stað til Tidaholm nánast ósofin því Gummi var að koma af næturvakt og ég var að koma af netinu! Í Tidaholm var étið og drukkið og hlegið og sofið og étið meira. Það var mjög gott og gaman að hitta Magga og Siggu og stelpurnar og komast aðeins út úr bænum en þða var líka mjög gott að koma heim aftur því heima er best eða borta bra men hemma bäst eins og svíarnir segja! Við keyptum líka helling af bjór fyrir helgina en höfum ekki drukkið einn einasta, bjugumst nefnilega við því að Maggi og Sigga mundu koma í heimsókn til okkar en svo var það ekki hægt. Það er varla hægt að koma hinum óþarfanum fyrir í kælinum því hann er alveg troðfullur af bjór en það er bara ágætt! ;) Gyða og Hrefna koma ef til vill í 1-2 daga heimsókn til okkar í næstu viku og þá er ekki slæmt að eiga bjór, þær eru nú svo miklir þambarar! Vonandi sjá þær sér fært að kíkja til okkar, það er nú svo stutt frá Köben til Skövde (er að reyna að hafa sálræn áhrif á þær svo þær kunni ekki við annað en að koma!!)!! ;)

föstudagur, júní 20, 2003

...17.júní liðinn og það kom bara örstutt rigning á okkur einmitt þegar við vorum að fara að hjóla til Södra Ryd, sem betur fer hætti rigningin við að koma og ég gat hjólað á loftlausa hjólinu mínu alla leið þangað án þess að verða hundvot! :) Þarna voru einhverjir íslendingar, þekkti nú fæsta þeirra og þekki þá ekkert meira eftir þetta samsæti, ég fékk amk góðar pylsur með kartöflusalati. Ég átti pyslurnar en salatið var í boði Íslendigafélagsins ekki leiðinlegt það því þá gat ég sparað mitt! ;) Um helgina er Midsommar (Jónsmessa) en það er víst rauður dagur hérna, allt lokað á morgun,föstudag, því þá er Midsommarafton og á laugardaginn er Midsommardagen og þá er líka allt lokað. Fórum þessvegna að versla í dag og það var bara brjálæði alls staðar, voru örugglega rúmlega 10 manns að vinna í systeminu bara við að fylla á hillurnar og svo einhver hellingur á kössum, samt var ekki til Carlsberg svartur í 1/2 lítra dósum svo við keyptum bara alveg hrúgu af bjór í gleri í staðin enda er hann nú betri! :) Svíar drekka víst mikið á Midsommar enda virkar þetta eins og míní-verslunarmannahelgi! Þeir borða líka fullt af síld og kartöflusalati og jarðarberjatertum. Svo dansa þeir í kringum einhverja stöng og þar held ég sé komin ástæðan fyrir drykkjunni, engin maður með fullu viti fer að dansa í kringum einhverja stöng allsgáður!!!

Svo er okkur boðið í matarboð á amk einum stað á morgun ef ekki tveimur. Alveg hræðilega erfitt að vera svona vinsæll en þetta hefst, bara meiri skipulagning! ;)

Er að hugsa um að vaka þangað til Gummi kemur heim af næturvaktinni, svona amk. næstum því. Ætti að ráða við það því hún Helga mín er á næturvakt og ég er að "hjálpa" henni. Það er svo leiðinlegt að vera vakandi þegar Gummi sefur, ég er svo óvön því, reyni að vera góð en langar alltaf að vekja hann en vill það samt ekki. Skil ekki hvernig hann hefur meikað þetta í öll þessi ár, hann er greinilega mjög þolinmóður maður sem þarf ekki að sofa næstum því eins mikið út og ég!

þriðjudagur, júní 17, 2003

...hæ hó og jibbí jei og jibbí jei það er kominn 17. júní!! :) Gleðilegan þjóðhátíðardag allir íslendingar! Var einmitt að koma úr bænum, þurfti að kaupa pylsur og svoleiðis drasl fyrir íslendingafögnupinn í kvöld. Keypti líka nokkra öllara því við erum sannir íslendingar og getum ekki látið áfengið vera ef eitthvað er um að vera! ;) Annars er veðrið bara fínt, reyndar engin sól en samt heitt og það voru síst þrumur uppi í Södra Ryd áðan svo það er bara von á góðu! :) Ætla að muna eftir því að taka tölvuna og sjónvarpið úr sambandi áður en við förum bara svona til öryggis. Visa-kortið þolir nefnilega ekki fleiri rafmagnstækja kaup í bili, alla veganna ekki á þessu ári, ég er ekki með það háa heimild á kortinu sem betur fer því pabbi er löngu hættu (ef hann byrjaði einhvertímann á því) að borga reikningana fyrir mig! Þegar ég hugsa út í málið hefur hann aðeins borgað einn reikning fyrir mig og það var gsm-reikningurinn sem ég fékk eftir að ég kom veik heim frá Finnlandi og ekkert nema gott um það að segja, maður þarf nú einu sinni að læra að þessir bleðlar vaxa ekki á trjánum! ;)

sunnudagur, júní 15, 2003

...verð bara að viðurkenna að mér hefur oft verið hugsað til Íslands í dag. Ástæðan??? Sífeldar veðurbreytingar!! Já í dag er búið að vera sól, rigning og rok, aftur sól og aftur rigning og síðast en ekki síst þrumur og eldingar og þvílík og önnur eins læti!! Ég alveg hoppaði upp úr rúminu þegar einhver hrikalegasta druna sem sögur fara af argaði og gargaði hérna fyrir utan gluggann og ég verð að viðurkenna að mér stóð ekki alveg á sama þó svona veður séu líka spennandi, bara ekki spennadi þegar manni líður eins og að eldinguna hafi slegið niður í húsið hjá manni!

Í gær fórum við í Willy's og keyptum helling af snakki og gosi og fengum svo Heiðu, Jóhann, Finn og Rúnu í heimsókn. Við spiluðum Party & Co. og Gettu betur. Það var rosalega gaman og mikið hlegið og vitleysast! :) Svo skyggði það ekki á gleðina að hún Helga mín hringdi aðeins í mig, hún var í partýi og varð bara aðeins að heyra í mér hljóðið eftir að hafa verið minnt óþyrmilega vel á það að ég væri stödd í Svíþjóð þegar hún sá að það var sænskur þáttur í sjónvarpinu. Ég er að reyna að fá hana til að kíkja í heimsókn til okkar í ágúst og virðist það plan bara ganga ágætlega hjá mér! ;) Þið skötuhjúin eruð amk alveg hjartanlega velkomin ef þið hafið tök á því að koma! :) Reyndar eru næstum því allir velkomnir til okkar en bara ekki allir í einu, amk ekki ef allir ætla að fá gistingu! :)

laugardagur, júní 14, 2003

...sjálf svefnpurkan er bara vöknuð og það fyrir tæpum 4 klst síðan! Ég veit bara ekki hvað er að gerast hérna hjá mér, ætli öll þessi vítamín sem ég er búin að vera að taka í mörg ár séu loksins farin að virka?!?! Alltaf þegar fólk heyrir hvað ég get sofið mikið þá er alltaf það fyrsta sem það segir "þig vantar örugglega vítamín!" Engum dettur í hug að ég þurfi einfaldlega mikinn svefn, ég svaf mikið sem barn og unglingur og ég sef mikið sem fullorðin kona!! Mér finnst samt alltaf jafn skrítið að hugsa um sjálfa mig sem fullorðna konu, vill frekar vera ung stúlka eða ung kona. Það vantar eitt orð í viðbót, td þegar unglingsárunum var loksins lokið þá varð ég ung kona og svo varð ég ??? og svo verð ég fullorðin! :) Hvað finnst ykkur gott orð fyrir einhvern sem er ekki elngur ung kona eða maður??? bara svona smá hugleiðing á annars ókristilegum tíma amk miðað við að það er laugardagur!

föstudagur, júní 13, 2003

...fyrsta vaktin gekk bara vel en verða að viðurkenna að ég kvíði fyrir að vera ein á næturvakt. Ok, verð nú ekki alveg ein því það er alltaf einhver bara hinumegin við hurðina á hinni deildinni en samt!! Þetta reddast samt ég veit það! :) Ég kom heim klukkan að verða 8 í morgunn og var ekkert smá hress, var svo heppin að Gummi vaknaði svo við spjölluðum í smá stund. Ég ætlaði aldrei að sofna, var sennilega bara orðin yfirspennt af þreytu því ég sjálfur nátthrafinn ákvað að eiga mjög erfitt með að vaka þessa nótt. Sofnaði klukkan að verða 9 í morgun og reif mig á fætur klukkan 16 eins og ég var búin að ákveða! :) Fer svo ekki aftur á vakt fyrrr en á mánudaginn og þá á dagvakt þannig að það er nægur tími til að jafna sig! :)

fimmtudagur, júní 12, 2003

...þá er alveg að koma að því, ég er að fara að byrja að vinna. Klukkan 21:15 að staðartíma þá tek ég fyrstu næturvaktina mína og ég verð bara að segja að ég hlakka svolítið til! :) Er reyndar frekar syfjuð akkúrat núna því aldrei þessu vant þá gat ég ekki sofið lengi í dag!! Ég sem ætlaði að leyfa mér að sofa eins lengi og ég gæti svo ég yrði ekki alveg ónýt í nótt, auðvitað svaf ég eins lengi og e´g gat en bara ekki alveg nógu lengi að mínu mati! Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna áðan en gat það ekki heldur, það eru greinilega tímamót í lífi mínu, svefninn farinn að minka og ég farin að eldast og hætt að geta sofið eins og kötturinn!

Annars er ég hætt á þessum hræðilegu lyfjum sem ég var á um daginn og er því ekki lengur sólarlaus! :) Ekkert leiðinlegt við það nema að þessi bakteríusýking er ekki alveg farin! :( Þessar kerlingar vildu nefnilega að núna mundi ég ekki vera á neinum lyfjum og ath hvort þetta komi aftur sem er undarlegt þar sem þetta er ekki einu sinni farið *hrumpf*.

Mmmm kjúklingapylsur í brauði með kartöflusalati í matinn handa mér í kvöld, sama handa Gumma nema ekki kartöflusalat heldur salsasósa. Svo er bara að setja nesti og bók í töskuna og drífa sig af stað en fyrst er þa Sex and the City! :)

mánudagur, júní 09, 2003

...jæja helgin á enda og ekkert að því, hlakka nefnilega svo til að fara til hjúkkunnar á morgun! :)

Á föstudaginn og laugardaginn gerðum við nú ekki mikið annað en að sofa, borða nammi og horfa á sjónvarpið. Ætli við höfum samt ekki fengið okkur eitthvað aðeins að borða einhverntímann á þessum tíma! Á sunnudaginn þegar ég var nýlega sofnuð hringdu Dana og Sverrir og spurðu hvort við vildum ekki koma með upp að einhverju vatni nálægt Tibro. Ég fór ekki með vegna þess að ég má ekki ennþá vera í sólinni en Gummi dreif sig og ég hélt áfram að sofa! :) Um kvöldið var okkur svo boðið í grill til Dönu og Sverris og vá í hvað það var góður matur!! Fengum grillað svín, smjörsteikta sveppi, kartöflugratín og bernessósu. Í eftir rétt var svo ís, fersk jarðaber, niðursoðnar perur og 2 tegundir af íssósu, þetta var algjört himnaríki allt saman, langt síðan ég hef borðað svona góðan mat! :) Takk, takk, takk fyrir okkur! :)

sunnudagur, júní 08, 2003

...aldeilis stuð í dag!! Gerði nokkuð sem ég legg ekki í vana minn að gera þrátt fyrir að ég sé íslendingur, eyddi peningum sem ég á ekki til! Tölvuskjárinn okkar ákvað sem sagt að yfirgefa þetta jarðlíf milli 13 og 14 í dag og þar sem við erum tölvunördar af stærstu og bestu gerð (hljómar eins og við séum geðveikt feit en erum það í alvörunni ekki!) fórum við upp í OnOff og keyptum annan. Held að gamli 19" Sampo skjárinn hafi móðgast við okkur því við (ég) erum nýbúin að ræða um það hvað það væri gott að eiga flatan skjá því hinn tók svo mikið pláss og svo tuðaði ég einhvern helling um þetta en ég var samt ekkert á leiðinni út í búð að kaupa nýjan, hafði hugsað mér að endurnýja eftir svona 2 ár en svona er þetta víst bara. Samt undarlegt hvað allt rafmagns dót er orðið mikið drasl, meina núna ef þú kaupir þér td brauðrist eða kaffivél þá ertu heppinn ef þetta dugir í 5 ár!! Við Gummi fengum gefins brauðrist og hraðsuðuketil þegar við fluttum á Kaplaskjólsvegin, þetta er svo gamalt dótarí að það er eldra en ég og eina ástæðan fyrir að mamma og pabbi keyptu nýtt var sú að þau þoldu ekki að horfa á þetta lengur!!

.

föstudagur, júní 06, 2003

...þá er ég búin að setja inn Shout Out system hérna á síðuna svo endilega veriði dugleg að kommenta á það sem ég skrifa! :)

Ekkert að frétta nema þetta venjulega, sólin skín, ég má ekki fara út, sef mest á daginn, er vakandi á nóttunni og hjálpa Helgu hamingjusömu á næturvakt! :) Hún hringdi í mig í dag og það var frábært ða heyra aðeins röddina í henni eftir allt spjallið undanfarnar nætur. Hún vinnur á næturvöktum á Farfuglaheimilinu í Laugardal og einhver túristi gaf henni svona fyrirframgreitt símakort fyrir venjulega síma, veit ekkert hvað þetta heitir en þið vitið vonandi hvað ég meina.

Hvað er ég að bulla, það er nóg að frétta!!! Gummi fékk út úr dis-mat prófinu sínu í gær og hann náði! :) Ég vissi að hann mundi ná og var ekkert smá ánægð þegar hann sagði mér það, það voru bara 3 af 13 sem náðu!! Svo er hann að fara í próf í heimspeki frá 14.30 til 18:30 í dag og ég er alveg handviss um að honum á eftir að ganga vel í því! :) Ekki minni fréttir eru þær að Gyða frænka og Bubbi Morthens eiga afmæli í dag og svo er þjóðhátíðardagur Svía. Gyða ("é á ammili 6.júní og hattu so kjatti") verður kvart 100 ára en ég hef ekki hugmynd um hvað Bubbi verður gamall og er bara alveg sama um það líka!!

Hmmm hvað ætli Svíar geri skemmtilegt á þjóðhátíðardaginn sinn?? Ætla rétt að vona að það sé ekki allt lokað í dag, trúi því nú varla því þeir gátu varla lokað búðunum yfir jólin!

miðvikudagur, júní 04, 2003

...ég hef oft verið hissa og jafnvel hneyksluð á bandaríkjamönnum en þetta slær því flestu ef ekki öllu út... hvað verður það næst?

BANDARÍSKIR kettir hafa ástæðu til að...

Bandarískir kettir hafa ástæðu til að gleðjast því loks er búið að ýta úr vör sjónvarpsþáttum sem sérstaklega eru gerðir fyrir ketti.
Ákveðið var að ráðast í gerð þáttar sem höfðaði til þessa áhorfendahóps þar sem rannsóknir leiddu í ljós að þriðjungur katta hefur gaman af sjónvarpsglápi.

Þátturinn, sem heitir Meow TV, og sýndur er á Oxygen-sjónvarpsstöðinni hennar Opruh Winfrey, er sérhannaður fyrir ketti - en ekki endilega eigendur þeirra - og meðal þess sem boðið verður upp á verða myndir af fiskum og íkornum auk þátta um katta-jóga.


Sé alveg hann Snúð heitinn fyrir mér í jóga!! Hvernær ætli hann Guðjón Bergmann fari að gera tantra þætti fyrir ketti, örugglega mjög vinsælt og líklegt til gróða!

...veðrið leikur við okkur hérna í Skövde, í dag var 27°c hiti og það bærðist varla hár á höfði! Ég labbaði út með Gumma rétt eftir hádegi því hann var að fara í atvinnuviðtal og ég þurti að vera í síðbuxum, jakka og með derhúfu og ég var að fá slag mér var svo heitt að alltaf þegar við komumst í skugga fór ég hálfpartinn úr jakkanum. Sem betur fer dró fyrir sólu seinnipartinn og vindurinn jókst því annars væri ég ekki hérna til að pikka heldur lægji einhversstaðar meðvitundarlaus. Kom meira að segja smá rigning þegar við vorum að labba í Willy's og það var bara hressandi! :)

Konan frá Skövdebostäder kom í dag, hún dagði mér að einhver maður hefði átt að koma en hann fékk hitaslag!!! :S Þessi kona sagði alveg heilmikið og eitt af því var að ég er betri í sænsku heldur en íslenska tengdamamma hennar sem hefur búið hérna í 30 ár!! Vá í hvað hún hlýtur að eiga erfitt með að læra ef hún getur ekki bögglað sænsku út úr sér rétt og vel eftir 30 ár!!! Þessi kona var líka að óska þess að það kæmu þrumur og eldingar í kvöld, veit ekki afhverju ætli það verði þá örlítið minni molla á morgun? veit reyndar að daginn fyrir þrumuveður er oft mjög heitt og mikil molla og maður veðrur allur svona klístraður finnst samt ekki búið að vera alveg þannig í dag. Þá er yfirliti yfir veður dagsins í Skövde lokið, veriði sæl! :)

Ps. Gummi er komin með vinnu, fólk hefði átt að tala aðeins meira um það að við ættum ekki eftir að finna neina vinnu hérna. Hann verður að vinna á sama stað og ég en ekki á sömu deild, hann veðrur frá 7 - 13:30 alla virka daga og er líka afleysingarmaður í veikindum! Hljómar vel ekki satt???

...er alveg að fara að sofa því ég þarf nefnilega að vakna snemm á morgun eða fyrir klukkan 15:00. Þá ætlar nefnilega einhver Skövdebostäderhlaupatík að koma og kíkja á herbergið okkar og ath hvort ekki sé allt í lagi með það og að við höfum farið vel með það. Málið er samt að það er margt að hérna en ekkert sem er okkur að kenna og vonandi er hann með það skrifað einhverstaðar því ég ætla ekki að fara að bæta eitthvað sem ég gerði ekki!

Bara vika í hjúkrunarkonutímann minn og ég get ekki beðið, langar út og langar að vera ekki illt í maganum útaf þessum eiturpillum sem læknirinn lét mig hafa. Þær virðast heldur ekki vera að gera mér neitt nema veita mér almenna vanlíðan! :(

Veit ekki hvort ég þori að fara að sofa, hefur verið að dreyma svo svakalega illa undanfarið eins og mannát og eitthvað í þá áttina. Það var sem betur fer ekki ég sem var að gæða mér á þessum kræsingum heldur bara einhver sem ég veit ekki hver er en þegar ég vaknaði þá leið mér bara illa og fannst einhver óboðinn vera inni hjá okkur! :S Dreymdi líka að ég væri ólétt og var ekki sammála hjúkrunarkonunni hvernær ég ætti að eiga svo ég fór að telja sjálf á dagatalinu. Taldi nokkrar vikur frá síðasta túr en sleppti svo einhverjum dögum og hugsði "var ekki ólétt þarna"! Hætti bara að vera ólétt í einhverja daga, það væru örugglega margar ófrískar konur sem vildu geta það, bara svona yfir helgina eða eitthvað álíka! ;) Ætli þessar draumfarir merki eitthvað? Ætti kannski að fara að hella mér út í draumráðningar, hef hvort sem er ekkert merkilegt að gera fyrr en 12. júní!

þriðjudagur, júní 03, 2003

...varð fyrir áras áðan af einhverju skordýri sem var örugglega afkvæmi bjöllu, risa maurs og flugu (3some). Þetta flikki kom hingað í heimsókn án þess að gera nokkur boð á undan sér, ég hefði sagst vera upptekin ef hún hefði hringt, og hreinlega flaug á mig!! Mér brá svo svakalega að ég öskraði og hoppaði og ég er ennþá alveg steinhissa á að Gummi hafi ekki vaknað. Hann vaknaði aftur á móti þegar ég var búin að fanga risann í glas og var að henda honum út um gluggan, ákvað kvikindið þá ekki bara að ráðast á mig aftur - þvílík ósvífni - þá einmitt öskraði ég aftur en samt lægra en áður og hoppaði á staðnum í hryllingi. Hetjan sem sagt passaði að sofa af sér hættuna og rumska bara þegar bardaginn var búinn og spurja hvaða læti þetta væru eigninlega í mér um miðja nótt! Svo var þetta ógeð örugglega alveg meinlaust en ég sem er venjulega ekkert hrædd við svona kvikindi (nema kóngulær) þó ég sé ekkert að leyta eftir nærveru þeirra varð bara skelkuð! Þessi var nefnilega svo hræðilega ófrýnileg!! :S

Mikið búið að gera í dag og núna er ég að meina það, við þrifum "íbúðina" okkar og svo er ég búin að vera að þvo síðan klukkan 17 í dag, eins og ég segji svo oft: "það er mikið að gera á stóru heimili". Ætla að fara í sturtu fyrir svefninn því það er svo gott að fara hrein upp í alveg hreint rúm og kíkja svo á einhverja skemmtilega videospólu og sofna yfir henni! :)

Var að hugsa um það þegar ég var að setja hreint á rúmið hvort að einhverjir pæli í rúmfötunum manns. Við erum nefnilega alltaf með sömu rúmfötin og það lítur mjög illa út ef maður hugsar út í það. Þvæ þau alltaf og set aftur á því við eigum bara eitt lak sem passar almennilega á Skövdebostäder rúmið "okkar" og það er alveg hrikalega langt upp í Jysk (Rúmfatalager) til að kaupa annað, já eða þannig sko!

Sturta here I come...

mánudagur, júní 02, 2003

...*geisp* ég er ennþá vakandi og er að verða svolítið þreytt. Er að spjalla við hana Helgu mína á msn-inu en áður en ég byrjaði á því var ég í heimsókn hjá Lovísu sem er að pakka niður fyrir heimferð á þriðjudaginn. Verð bara alveg að viðurkenna að ég öfunda hana ekki að vera að pakka öllu úr herberginu niður í kassa, þegar við flytjum 1. ágúst ætla ég bara að skella öllu í rusalpoka og kassa og skúffur og allt sem getur haldið drasli og labba með það yfir götuna, aaahhh hljómar eins hreinn unaður við hliðina á "allt ofan í kassa". Var að umbóka þvottahúsið sé ekki fram á að nenna að vakna fyrir klukkan 11 á eftir til að þvo, enda er spáð svo góðu veðri og þá er fínt að sofa það bara af sér og fara svo bara í kvöld göngu í staðinn! :)

Fór einmitt út í kvöld og spilaði Kubbspel, það var bara gaman! :) Haukur var alveg að meika það með skordýrasprayið og Ara einfalda fannst það alltaf jafn fyndið þegar Haukur réðst á flugurnar með sprayinu! :) Held alveg örugglega að mitt lið hafi tapað nokkuð örugglega en ég er viss um að ég get unnið þegar við Gummi erum búin að kaupa okkur svona og æfa okkur í allt sumar hérna í sólinni sem verður alveg örugglega mikil og heit! ;)

Ætla að fara að sofa áður en Gummi vaknar, nenni ekki að hitta hann myglaðan og erfiðan í morgunsárið - hihihi - ;)

sunnudagur, júní 01, 2003

...veit ekki hvað ég á að gera af mér í dag, ok ætla reyndar að þrífa klósettið en hvað svo??? Elda kjúkling en hvað svo??? Líf mitt er ekki innihaldsríkt þessa dagana! :(

Það var stuð í gær, flestir íslendingarnir hittumst í garðinum á Bataljonen og grilluðum og skemmtum okkur og aldrei þessu vant var mjög lítið af áfengi haft um hönd!!! Allir bara voðalega rólegir og mikið spjallað og endalaust stuð. Einhverjir fóru svo í Kubbspel sem Jóhann var svo duglegur að ná í heim til sín, ég ætlaði að vera með en ákvað að nenna því ekki því það voru svo margir. Sat þess í stað vog talaði við stelpurnar um daginn eftir pillur, fáránlega erfiðleika við að fá pilluna í Svíþjóð og um lúgur sem þú getur hennt nýfædda barninu þínu í ef þú nennir ekki að eiga það!! :S Það er auðvitað í Bandaríkjunum, allt sniðugt og skemmtilegt kemur þaðan, Hanna fræddi okkur reyndar um að svona væri líka í Þýskalandi og ég segji bara HÚRRA fyrir þjóðverjum að vera undan USA sem ég þoli ekki!!!

Nú fer að líða að því að við hin fáu útvöldu verðum bara eftir hérna í Skövde og það verður bara gaman. Hlakka til að vera hérna í sól og sumaryl og hver veit nema ég rauli það lag svona í mestu hitabylgjunum og hugsi til ykkar heima! ;) Annars er mér alveg sama hvernig veðrið er því eins og einhverjir vita er ég engin sólbaðsmanneskja, nenni ekki að liggja einhversstaðar og baka sjálfa mig, ok að sitja úti á svölum ef maður hefur einhver til að spjalla við en ef ekki þá er alveg eins gott að hugsa um húðina og heilsuna og vera bara inni. Klósettið er farið að kalla, ætla að fara að þrífa!

laugardagur, maí 31, 2003

...búinn að vera fínn dagur í dag, sól, hiti og algjör molla. Ég skellti mér í bæinn áðan með Lovísu, ætlaði nú reyndar bara á bókasafnið til Gumma en hún spurði hvort mig langaði ekki að koma með sér í búðaráp og ég ákvað að slá til. Sagði skilið við pæjuútlitið og lít núna út fyrir að vera íþróttakona hin mesta þar sem ég gekk um allan bæ með derhúfu!! :S Það amk virkaði vel og skýldi andlitinu fyrir sólinni svona að einhverju leyti. Fór á Mcdonalds og keypti mér miðstærð af súkkulaði sjeik, mig er búið að dreyma um sjeik síðan í gær ooohhhh svo góður! Núna á svo bara að fara að sturta sig og finna pæjuna, hún er velfalin inni í skáp þessa stundina en ég get lofað ykkur því að eftir svona eina klukkustund verður það aðal gellan sem gengur út um aðaldyrnar á Norður Trjágangagötu 2! ;) Það er nefnilega grillveisla í kvöld því flest allir íslendingarir eru að fara heim í vikunni eða næstu helgi, það verða bara nokkrir útvaldir sem verða eftir! :) Allir tilbúnir í grill enengin veit hvar það á að vera eða klukkan hvað enda erfitt að ákveða tíma þegar staðurinn er ekki fundinn! Jæja þá er Gummi búinn að skola af sér heimspekibókasafnsrykið svo það er víst komið að mér, við heyrumst, sjáumst og sKjáumst seinna :)

föstudagur, maí 30, 2003

...þökk sé Guði að það er skýjað í dag því þá get ég farið í Willy's og keypt áfyllingu á ísskápinn okkar! :) Það er líka spáð skýjuðu á morgun og í þessum töluðu orðum dansa ég kónga á skrifborði Skövdebostada og pikka á sama tíma, ég er mjög fjölhæf! :) Er alveg að fara í sturtu og ætla svo að fara að á bókasafnið að hitta Gumma, það er ekki hægt að hann sé að læra undir próf og ég komi ekki til að létta lundina á honum (þeir sem hugsa klámhugsanir hættiði því strax!!!). Kakóbolli er allra meina bót sérstaklega þar sem hrökkbrauðsskammti dagsins er lokið og við eigum ekkert sem ég má borða fyrr en eftir 3 klukkutíma (ég græt ekki en krumpubumban orgar og gargar). Jæja best að fara að þvo af sér drulluna, er örugglega komin með myglubletti í fellingarnar, og búa um og draga frá. Skelli kannski hérna inn eins og einum löngum verðmiða úr Willy's til að allir á Fróni geti öfundast yfir hvað við getum verslað ódýrt - hohohohoho (illkvitnishlátur) en efast samt um að ég nenni því því eigum engan skanna og við kaupum alltaf svo mikið! :S

Toni bróðir hans Gumma á afmæli í dag svo ég sendi honum bara kveðju ef hann kíkir á þetta, held að hann sé hálf þrítugur eða eitthvað álíka! ;)

GUÐMUNDA JÓNA ÉG BÍÐ ENNÞÁ VIÐ SÍMANN EFTIR SAMTALINU SEM ÁTTI AÐ EIGA SÉR STAÐ FYRIR CA 2-3 VIKUM, RÁMAR ÞÉR EITTHVAÐ Í ÞAÐ?!?!?!?! ;)