mánudagur, október 27, 2003

...beit það í mig að ég ætti að mæta til docsa klukkan 10 í morgun. Reif mig á fætur eftir svefnlitla nótt sökum lestrar kerlingablaða og áts á þurru frosties. Þegar ég mætti galvösk á svæðið var ég spurð um nafn og ég sagði satt og rétt frá þar og sagðist eiga að mæta klukkan 10. Konan skoðaði eitthvað í tölvunni, skrollaði síðan niður og fann nafnið mitt. Síðan kom tilkynningin, ég átti ekki að mæta fyrr en klukkan 15!!! Þannig að ég brosti, tók pokann minn og lallaði upp í FeelGood og tók góða æfingu.

Skil bara ekki afhverju ég var svona viss umað ég ætti að mæta klukkan 10, ég var svo viss að ég kíkti ekki einu sinni á miðann sem ég fékk í póstinum frá þeim!! Hefði getað sofið út ef heilinn hefði ekki verið að stríða mér. Amk eitt gott við þetta, núna veit ég að það er eitthvað lífsmark með þessum heilaræfli sem mé rvar úthlutaður! Hey, annað gott, æfing dagsins búin. Þá er bara eftir að læra í félagsfræði! :(

Engin ummæli: