...þá er Gummi litli lagður af stað í vinnuna, síðasti vinnudagurinn í dag á elliheimilu og ég held að hann sé ekkert sorgmæddur! Annars er auðvitað ekkert frí framundan hjá honum því honum var boðin handledara staða við háskólan sem hann að sjálfsögðu þáði með þökkum, ég er mjög stolt af honum og mamma mín hefur áframhaldandi ástæðu til að tala vel um tengdasoninn í mín eyru! :) Held svtundum að hún elski hann meira en mig, sitt eina afkvæmi, en auðvitað getur það ekki verið, ómöguelgt að það sé hægt Svo sem ágætt, ég sem hélt alltaf að ég ætti ekki eftir að geta náð mér í strák sem hana líkaði við, auðvitað sagði hún aldrei neitt en ég þekkji mömmu mína! :)
Íbúðin er jafn tóm og hún var þegar við fluttum í hana því Samskip klúðruðu þessu, dótið fór ekki í gáminn sem þeir lofuðu að það færi í og ég var ekki ánægð og hringdi og skammaði en var ekki dónaleg eða æst því þá fær maður slæma þjónustu. Hefði svo sem alveg getað verið á háa c-inu því stelpan sem ég talaði við var varla talandi fyrir gelgjulátum og mjög dónaleg og leiðinleg í þokkabót, ég sprakk næstum því en náði að halda í sjálfsvirðinguna, sem betur fer!!
Núna er óðum að styttast í að Móheiður og kærastinn hennar komi í heimsókn og verð ég bara að segja að ég hlakka mjög mikið til. Þau eru þau fyrstu sem leggja land undir fót og koma bara til að hitta okkur. Auvitað var frábært að hitta alla hina sem komu en þau áttu bara leið framhjá, Móheiður kemur sérstaklega til að vera með mér og neitaði að gista í Stokkhólmi til að geta verið með mér enda engin furða þar sem við tvær erum skemmtilega teymi, alla veganna í okkar huga!
Takk fyrir kveðjuna Ragga mín, alltaf gaman að heyra frá þér og ég er alltaf á leiðinni að senda e-mail en svona erum við frænkurnar sem erum búsettar hérna í konugsríkinu, gleymnar og lengi að framkvæma! :) Annars leið okkur mjög vel í herberginu sem við vorum í áður og ég vona að okkur eigi eftir að líka eins vel hérna megin við götuna. Hlakka mjög til að fá ástina mína frá íslandi, þe. sófann okkar því þá get ég hætt að vera letingi sem liggur mikið í rúminu og farið að lifa lífunu í sófanum! :) Aðalkostirnir við nýju íbúðina eru eins og áður hefur veirð sagt, sér eldhús,(smá) pláss fyrir sófann og enginn korridor með sænskum subbum! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli