...best að reyna að blogga amk einu sinni í mánuði! :) Var að setja inn commentakerfið sem fylgir með blogginu, nenni ekki að finna neitt annað eða betra. Var líka að reyna að láta mynd af mér og það hálf tókst, mér tókst sem sagt að fá upp kassann sem sýnir hvar myndin ætti að koma. Mér finnst það nú ágætt hjá mér þar sem Sirrý tölvunörd er ennþá með stírurnar í augunum eftir langan svefn í sumar þar sem alter egóið hennar Sirrý rokk pönk djamm tjikk tók af henni öll völd! ;)
Það hefur alltof mikið gerst síðan síðast þannig að ég nenni nú ekki að vera að pikka það allt inn enda er það flest óbirtingarhæft sökum ölvunar viðstaddra...jebbs það hefur verið djammað mikið í sumar. Sumir segja að djammið hafi verið of mikið en aðrir segja að þetta sé eitthvað sem þurfi að gera annað slagið, þ.e. að djamma allar helgar í nokkra mánuði!!! :S Tja fyrir utan fylleríissögur hef ég nú lítið að segja nema ég get auðvitað alltaf talað um veðrið en það geta nú allir sem geta kallað sig íslendinga. Jebbs, frábært veður flest alla daga í sumar á Seyðisfirði enda konan komin með brúnku sem engin sér nema hún sjálf. Hálf leiðinlegt að þurfa alltaf að fletta upp um sig bolnum þegar farið er að tala um brúnku en þar sem konan er glenna að eðlisfari reddast þetta hahahahaha!! :D
Annars á ég pantað far suður þann 12. sept og út til Svíþjóðar þann 14. en það getur verið að ég muni seinka því útaf sextugs afmælinu hjá pabba besta. Karlinn er víst loksins búinn að ákveða að halda veislu og þar sem eru kökur á boðstólnum er ég alltaf til í að vera!! Samt ekkert ákveðið en hver veit nema ég ákveði að láta ykkur vita þegar ákvörðun hefur verið tekin, tja ef einhverjir eru að lesa ennþá...
Held ég hafi staðið mig ágætlega í að miðla smá fréttum til ykkar í fyrsta blogginu í tæpa tvo mánuði, sellurnar búnar að vera í smá pásu í sumar en hljóta að fara að vakna úr svala hvað úr hverju...amk þegar bjórinn verður farinn alveg úr kerfinu hvenær sem það verður svo sem, þeir þykjast nú ætla að fara að lækka skatta á áfengi í Svíþjóð...