...17.júní liðinn og það kom bara örstutt rigning á okkur einmitt þegar við vorum að fara að hjóla til Södra Ryd, sem betur fer hætti rigningin við að koma og ég gat hjólað á loftlausa hjólinu mínu alla leið þangað án þess að verða hundvot! :) Þarna voru einhverjir íslendingar, þekkti nú fæsta þeirra og þekki þá ekkert meira eftir þetta samsæti, ég fékk amk góðar pylsur með kartöflusalati. Ég átti pyslurnar en salatið var í boði Íslendigafélagsins ekki leiðinlegt það því þá gat ég sparað mitt! ;) Um helgina er Midsommar (Jónsmessa) en það er víst rauður dagur hérna, allt lokað á morgun,föstudag, því þá er Midsommarafton og á laugardaginn er Midsommardagen og þá er líka allt lokað. Fórum þessvegna að versla í dag og það var bara brjálæði alls staðar, voru örugglega rúmlega 10 manns að vinna í systeminu bara við að fylla á hillurnar og svo einhver hellingur á kössum, samt var ekki til Carlsberg svartur í 1/2 lítra dósum svo við keyptum bara alveg hrúgu af bjór í gleri í staðin enda er hann nú betri! :) Svíar drekka víst mikið á Midsommar enda virkar þetta eins og míní-verslunarmannahelgi! Þeir borða líka fullt af síld og kartöflusalati og jarðarberjatertum. Svo dansa þeir í kringum einhverja stöng og þar held ég sé komin ástæðan fyrir drykkjunni, engin maður með fullu viti fer að dansa í kringum einhverja stöng allsgáður!!!
Svo er okkur boðið í matarboð á amk einum stað á morgun ef ekki tveimur. Alveg hræðilega erfitt að vera svona vinsæll en þetta hefst, bara meiri skipulagning! ;)
Er að hugsa um að vaka þangað til Gummi kemur heim af næturvaktinni, svona amk. næstum því. Ætti að ráða við það því hún Helga mín er á næturvakt og ég er að "hjálpa" henni. Það er svo leiðinlegt að vera vakandi þegar Gummi sefur, ég er svo óvön því, reyni að vera góð en langar alltaf að vekja hann en vill það samt ekki. Skil ekki hvernig hann hefur meikað þetta í öll þessi ár, hann er greinilega mjög þolinmóður maður sem þarf ekki að sofa næstum því eins mikið út og ég!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli