mánudagur, febrúar 19, 2007

...alveg hellingur búinn að gerast síðan síðast. Lilla og Gunnsi voru í bænum og ég hékk utan í þeim í heilan dag og hafði það gott, daginn eftir var svo pizzaveisla fyrir alla því það var hin marg fræga mega-vika á Dominos. Svo var auðvitað Valentínusardagurinn og Gunnar var svo elskulegur að gefa mér Valentínusargjöf. Fékk rosalega sæta fiðrildanælu, hann getur þetta strákurinn. Mér finnst samt skemmtilegri hefð að halda upp á konudaginn og bóndadaginn og í tilefni af konudeginum eldaði Gunnar handa mér í gær, verst að það var ekkert svo rómó þar sem heilsan var ekki sem best hjá íbúum Stigahlíðar. Ívar er í heimsókn hjá okkur og hefur spillt okkur eins og honum einum er lagið. Það var ball með Pöpunum á föstudagskvöld og partý hjá Þóru á laugardagskvöld. Við fórum fyrst út að borða á Madonna þar sem Ívar vildi endilega bjóða upp á rauðvínið, er svo mikill herramaður þessi elska. Svo var bara partý, partý, partý, ég ætlaði á Pál Óskar með Klemensi og Ívari en var svo aum í maganum að ég var ekki í miklu stuði. Labbaði niður á 11 með Nedda og fleirum en við Neddi snérum strax við og við komum inn og héldum heim á leið. Held að það hafi líka bara verið sterkur leikur því ég finn að ég er orðin of gömul fyrir svona 2ja daga djömm. Svo er það bara skólinn sem á nánast allan minn hug þessa dagana. Var að læra fyrir félagsfræði prófið sem er á morgun en stein rotaðist yfir þessu "skemmtilega" ljósriti, hrökk upp klukkan 15 og hoppaði fram úr rúminu, svo brugðið var mér. Þá veit ég amk hvað er gott að lesa í kvöld ef það verður erfitt að sofna...

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

...já langt síðan síðast, hef verið haldin miklum janúar doða sem er rétt svo að byrja að sleppa af mér hendinni og það komið langt fram í febrúar. Hef bara verið alveg ótrúlega leið og niðurdregin en samt ekki beint þunglynd. Takmark mánaðarins er að lifa á eins litlum peningum og mögulegt er og ég held að það eigi alveg eftir að takast, hef verið mjög prúð og samkvæm nýju stefnunni hingað til. *Krossa putta* að það haldi áfram svo að mars verði ekki blankur líka!

Mér hefur nú samt tekist að fara aðeins út á lífið, leyft mjöðnum að lyfta mér aðeins upp annað veifið. Fór á fimmtudagstónleika á Dillon einhverntímann og hlustaði á hið undurgóða rokkabillí blús band Grasrætur. Mæli með þeim við alla sem ég þekki og hina bara líka. Svo var fjáröflunarpartý hjá fatahönnunardeild sem ég skellti mér á, þar vildi svo skemmtilega til að Grasrætur voru líka að spila svo ekki spillti það fyrir. Eftir frían bjór og skemmtiatriði var farið á eitthvað skrall út um víðann völl með matarstoppi og alles. Almennilegt djamm það. Fyrir partýið hafði ég eldað þetta fína nautakjöt og með því og Herdís og Mikki borðuðu með okkur svo ekki klikkaði þetta kvöld. Síðustu helgi eldaði Klemens góða súpu og svo var lítið samsæti með smá singstar, svona smá til að Klemens fengi tilfinningu fyrir afmælinu sínu sem var á mánudaginn. Skruppum svo í bæinn en ég var ekki lengi þar, var kannski aðeins og full aldrei þessu vant, fór að gráta, keypti kebab og tók taxa heim. Vona bara að ég hafi ekki skemmt djammið fyrir hinum. Lofa að drekka 2 færri bjóra næst þegar ég fer út. Það var bara svo gaman hjá okkur að ég gleymdi mér aðeins og viðurkenni það líka.

Svo er Seyðisfjörður á dagskránni í næsta mánuði, hlakka ekkert lítið til. Amma verður 90 ára og fjölskyldan ætlar öll að safnast saman og fagna þessum merka áfanga. Hvað gefur maður 90 ára ömmu sem á alla skapaða hluti í afmælisgjöf? Ráð þegin með þökkum! Ekki skemmir það fyrir þessari gleði að Gyðan ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í að ég held 2 heilar vikur. Er á sama máli og hún og get ekki beðið eftir að fara út að dansa með henni. Vonast svo til að komast í smá verslunarfrí til hennar í apríl, safna, safna, safna og spara þangað til.

Er að pæla í að fara bara að kúra mig yfir dvd, ekkert merkilegt í sjónvarpinu, Gunnar í tölvunni, Klemens að vinna og Sigga og kærastinn eitthvað að knúsast inni í herbergi. Óska þessu að morgundagurinn verði frábær í alla staði, ekki það að þessi hafi verið eitthvað hræðilegur...