fimmtudagur, október 09, 2003

...þá er verið að fara að taka á því. Klukkan nákvæmlega 14 að staðartíma mun ég hitti hana Katiu éinkaþjálfara og hún mun gera handa mér súpergott prógramm til að losna við Íslandsslabbið af bumbunni. Svo sem ekkert af miklu að taka í þessum málum en smá samt og fyndna er að Íslandsslabbið byrjaði að leka af mér strax og ég var komin til Sverige, skrítið ekki satt?!?!?! Köllum prógrammið bara í kjólinn fyrir jólin, er það ekki annars svo svakalega vinsælt í Séð og heyrt? Úbbs en ég passa í alla kjólana mína og þá eru góð ráð dýr. Á ég að kaupa mér of lítinn kjól og stefna á að passa í hann eða á ég að breyta nafninu á átakinu??? Hmmmm erfitt val en ég held ég velji að breyta nafninu í burt með slabbið eða enga björgunarhringi nema uppblásna!!! Já það er af mörgu að taka.

Núna ætla ég að klára bananann minn og laga hárið með köldu vatni.

Engin ummæli: