mánudagur, febrúar 28, 2005

...mér finnst ab-mjólk í alvörunni góð, er ég skrítnari en aðrir eða þykir þetta fullkomnlega eðlilegt? Fór á djammið á laugardaginn og það var hroðalega gaman þó þetta væri ansi óvenjulegt djamm. Við Alda opnuðum fyrsta bjórinn klukkan 17:30 og sátum hérna bara tvær til rúmlega miðnættis en þá kom Klemens að ná í okkur svo við gætum veitt honum félagsskap meðan hann tók sig til. Við vorum búnar að gella okkur hroðalega upp og sjaldan hafa tvær ungar konur verið svona rosalega ánægðar með sig. Þegar Alda var búin að hözzla og Klemens var að spjalla reyndi ég að hafa samband við Gunna en hann vildi ekkert við mig tala, bölvaður!! Sendi honum líka sms sem hann fékk eftir að við vöknuðum á sunnudaginn!! Þannig að eftir að hafa dansað eins og hóra sat ég og spjallaði við Snorra Guðjóns til lokunar. Komumst að því á endanum að þeir Gunni höfðu verið að vinna saman, gaman að því! Rölti svo með Snorra niður á Lækjartorg og aftur upp því ég ætlaði sko að fá far heim með Gumma vini hans en þegar ég var kominn inn í bílinn og búið að hlaða svíum allt í kringum mig hringdi Gunni loksins. Allir í bílnum andvörpuðu og svo var hafist handa við að komast aftur út úr bílnum sem var miklu erfiðara en að komast inn í hann. Stóð svo úti og svipaðist um eftir Gunna, þá kom einhver strákur og fór að spjalla við Snorra. Ég leit eitthvað á hann og fór aftur að skima í kringum mig og eftir þónokkra stund fattaði ég að Snorri var að tala við Gunna. Ég þekkti ekki minn eiginn kærasta því hann var búinn að snyrta skeggið!! :S Hvað þýðir þetta? Er ég með athyglisbrest?? Minnisleysi?? Rakar Gunni sig alltof sjaldan?? Eða fæ ég of lítinn kvalití kærastatíma??? *Hux Hux* Þegar heim var komið elduðum við dýrindis núðlur sem ég kryddaði með öllum kryddum sem ég fann í íbúðinni og fannst þetta bara alveg geðveikt gott, hefði örugglega ekki fundist þetta hundum bjóðandi ef ég hefði átt að borða þetta áður en ég fór út!

Á sunnudaginn var ég svo hroðalega villt að stinga karlinn af og fara á Grillhúsið með Ingu Hrefnu þar sem ég piggaði mig út af nachos og hamborgara og frönskum *jömmers*. Svo var haldið í 10-11 og keypt nammigott og lentum við í afskaplega skemmtilegri lífsreynslu þar. Afgreiðsludaman gleymdi að láta Ingu fá afganginn og hún fattaði það ekki fyrr en var búið að afgreiða mig. Inga sagði að sig vantaði afganginn en afgreiðsludaman sagði "ég man eftir að hafa látið þig fá til baka, ég stend fast á þessu". Hún endurtók þennan frasa oftar en góðu hófi gegnir og strákur sem var að vinna þarna var að fara yfir um honum leið svo illa út af þessu en stelpan lét sig ekki. Hún lét við Ingu eins og hún væri krakkaskítur og sagði henni að leita í vösunum og leita betur og ég veit ekki hvað og hvað. Á endanum sagði ég "peningarnir geta nú varla hafa horfið" og þá sagði daman "ég stend fast á að hafa gefið þér til baka, þú borgaðir með þúsundkalli" Ég alveg "nei það var ég sem borgaði með þúsundkalli". Inga borgaði sko með korti, þá sagði daman "já ég man núna ég veit upp á mig sökina, borgaðu henni afganginn". Hún sagði ekki einu sinni afsakið!!! Mér finnst að Inga eigi að kvarta, gengur ekki að það sé komið fram við mann eins og ótíndan þjóf þegar maður bendir afgreiðslufólki á mistök. Enda mundi ég ekki nenna að stela 448 kr en ég vill samt fá þær til baka enda hef ég ekkert efni á að halda 10-11 uppi. Sú keðja getur nú ekki verið í svo miklum kröggum amk ekki miðað við vöruverðið þar *fjúffff þurrka svitann af enninu*...

laugardagur, febrúar 26, 2005

...alltaf gaman að vera hrakin á fætur eldsnemma á laugardagsmorgni! Ég vaknaði sem sagt við eitthvað hljóð klukkan 7 og þarf sennilega ekki að nefna það að mér alveg dauðbrá. Hélt að það væri verið að banka á næsta herbergi en síðan var bankað aftur og þá fór ekki á milli mála að það var verið að banka hérna. Ég stökk fram úr rúminu og opnaði og þar stóð alveg blindfullur nágranni minn sem var alveg steinhissa á að ég væri sofandi og spurði hvort ég djammaði aldrei. Hann sagði líka að klukkan væri 3 og að hann langaði svo að spjalla við mig. Tek það fram að ég hef 2 sinnum áður séð þennan strák og það var sama daginn, þá var ég að fara í þvottahúsið og alveg dauðbrá þegar hann kom út úr herberginu sínu. Hann var alveg miður sín núna yfir að vera alltaf að bregða mér því hann langaði ekki að ég mundi deyja! Ég lofaði að spjalla við hann seinna og skreið aftur í bólið en hef ekki getað sofnað aftur. Sennileg ástæða er sú að ég sofnaði klukkan 16 í gær því ég gat ekkert sofið aðfaranótt föstudags. Gaman að þessu...

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

...þá er ég orðin hrein og fín, skellti mér í sturtu aldrei þessu vant! Hahahaha Var líka svo dugleg að henda í þvottavél og gef skít í að klukkan sé að verða hálf tólf. Fyrst að það er ekki hægt að skrá sig á þvottatíma verð ég bara að þvo þegar vélin er laus og hún er nánast undantekningarlaust upptekin þegar ég fæ þvottaáráttu. Var kannski ekki beint áráttan sem rak mig í þvottahúsið núna heldur sú hryllilega tilhugsun að ég á bara 2 hrein handklæði og langar alls ekki að það verði ekkert hreint, sem mundi gerast eftir nokkra daga.

Var annars að spjalla við mömmu í gær, hafði ekki heyrt í kerlingunni í einhverja 9 daga. Hún kom með þær ágætu fréttir að að þau mundu kannski bara bjóða mér austur um páskana. Blönkuvælherferðin hefur sem sagt haft einhver áhrif á þau, hafa ekki viljað halda eina páska í viðbót án yndisfögru og ákaflega skemmtilegu einkadóttur sinnar...

mánudagur, febrúar 21, 2005

...konan bara vöknuð og það fyrir rúmum klukkutíma! Þið sem þekkið mig gætuð spurt ykkur sjálf "hvað kom eiginlega fyrir?" og ég get heiðarlega svarað að ég hef bara ekki hugmynd um það. Varð jafn hissa sjálf þegar náttúrulega vekjaraklukkan eða eins og hún heitir í daglegu tali þvagblaðran tók til sinna mál og henti mér fram úr rétt rúmlega sex. Mín var ekki sátt eins og gefur að skilja!

Annars er best að blogga fallega og kurteislega um matarboð gærkvöldins fyrst að litlu dýrin eru komin með slóðina að þessari síðu! ;) Okkur Gunna var sem sagt boðið í mat til foreldra hans eins og síðustu sunnudaga. Þeir sem mig þekkja sem eru víst alveg þónokkrir vita að ég slæ aldrei hendinni á móti ókeypis mat, það er bara ekki forritað í mig. Hef samt tekið eftir að það er alltaf eitthvað að veðri þegar okkur er boðið til þeirra, fyrst var brjálað rok, næst snjóbylur og í gær mjög dimm þoka á Reykvískan mælikvarða. Bara spennandi að vita hvernig veðrið verður næst. Fengum þessa dýrindis heimatilbúnu pizzu sem ég tróð í mig af bestu lyst þrátt fyrir að vera alveg að sprina á limminiu sökum fýluosts, kex og nammi sem var mjög skemmtilega stillt upp beint fyrir framan mig. Það var ekki stoppað þarna heldur voru skornir niður ávextir og búin til skyrberjaappelsínusósa og borðað í eftirrétt. Ananasinn frægi naut langmestra vinsælda nærstaddra og þurfti sjálfur gesturinn hálfpartinn að slást við þau systkinin til þess að fá svo mikið sem einn ananasbita!! ;)

Konudagurinn var víst í gær og eins og ég spáði voru engar gjafir eða blóm *sniff sniff* en fullt af knúsi. Var reyndar tilkynnt klukkan 00:01 að nú væri þessi dagur formlega búinn og þar með öll fríðind, sem áttu víst að fylgja þessu degi en ég tók ekkert sérstaklega eftir, búin. Konan tók til sinna ráða, setti upp skeifur og kreisti fram tár og fékk sitt fram eða var það einhvernveginn öðruvísi? *Hux hux*

Sjitt vissi ekki að ég hefði svona mikið að segja, ég sem er yfirleitt alltaf svo fámál *hóst* en verð að koma einu að. Þrátt fyrir að ég fengji ekki neinar gjafir frá "manninum mínum" þá fékk ég gjöf frá mömmu hans Gunna sem var að koma af ráðstefnu í Budapest. Það kom mér skemmtilega á óvart því ég bjóst alls ekki við þessu. Fékk sett af 5 Christian Dior glossum sem er nú ekkert slor og þau eiga eftir að koma að góðum notum! :D Takk takk takk takk fyrir mig...

sunnudagur, febrúar 20, 2005

...ligg hérna heima hjá Gunna og bíð meðan hann er í baði. Hef verið róleg alla helgina og það er bara fínt. Er reyndar að fara að drekka einn bjór núna en bara einn og horfa á bíómynd og kúra mig eins og ég hef gert í mest allan dag. Ekki amarlegt það! :) Svo er bara konudagurinn á morgun, ég á víst að fá fullt af athygli og svo er okkur boðið í mat til foreldra hans. Heppna ég hvað þau eru viljug að bjóða í mat því þá fæ ég amk eina heimalagaða máltíð á viku! :) Hef samt ekki mikla trú á fullt af blómum og gjöfum en alveg fullt af faðmi klikkar svo sem aldrei...

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

...líður eins og ég sé með sand í augunum núna. Er að drepast úr þreytu því ég vakti alltof lengi við að lesa í sænsku skáldsögunni minni sem er að verða alveg þræl spennandi. Hefði alveg getað lesið lengur en píndi mig til að setja bókamerkið í hana og leggja hana í gluggann og það kostaði mikið erfiði. Eftir það lá ég lengi og hugsaði um bókina, ekki það að þetta sé svo merkileg bók en hún á samt allan minn huga þessa dagana.

Langaði í nammi áðan en eitthvað fólk sem var svo duglegt að vera úti að skokka í hádeginu eyðilagði það mjög snögglega. Bölvaða duglega fólk sem hleypur um brosandi og er heilsan uppmálað meðan ég sjálf er grá og guggin og ósofin! Tókst samt að taka eina skynsamlega ákvörðun í gær svona heilsulega séð og hún var að kaupa mér pastasalat og vínber í staðinn fyrir hamborgara og franskar. Duglega konan, aldrei þessu vant...
...líður eins og ég sé með sand í augunum núna. Er að drepast úr þreytu því ég vakti alltof lengi við að lesa í sænsku skáldsögunni minni sem er að verða alveg þræl spennandi. Hefði alveg getað lesið lengur en píndi mig til að leggja setja bókamerkið í hana og leggja hana í gluggan og það kostaði mikið erfiði. Eftir það lá ég lengi og hugsaði um bókina, ekki það að þetta sé svo merkileg bók en hún á samt allan minn huga þessa dagana.

Langaði í nammi áðan en eitthvað fólk sem var svo duglegt að vera úti að skokka í hádeginu eyðilagði það mjög snögglega. Bölvaða duglega fólk sem hleypur um brosandi og er heilsan uppmálað meðan ég sjálf er grá og guggin og ósofin! Tókst samt að taka eina skynsamlega ákvörðun í gær svona heilsulega séð og hún var að kaupa mér pastasalat og vínber í staðinn fyrir hamborgara og franskar. Duglega konan, aldrei þessu vant...

mánudagur, febrúar 14, 2005

...valentínusardagurinn í dag og ástin liggur í loftinu. Bara gaman að því! :) Ég hef svo sem ekkert voðalega rómantískt planað en skilst að það eigi að gefa mér eitthvað fóður og svo bara hangsa. Býst nú við að sofna snemma aldrei þessu vant sökum mjög lítils svefns í nótt. Ég var sófadýr hjá Ingu og Klemensi því ekkert okkar var reddý í svefn, reyndar stakk Inga okkur Klemens af um 5-leytið en við skemmtum okkur konunglega tvö ein með kaffi í bolla og Queer as Folk í tækinu. Það var sem sagt smá skólaskróp í dag en það er alveg ok því það var ekkert svo mikill skóli hjá mér.

Annað í fréttum er það að ég mundi loksins eftir að kaupa mér uppþvottabursta og alveg kominn tími á það. En fyrir þá sem ekki vita þá hvarf gamli uppþvottaburstinn minn á mjög dularfullan hátt. Það er þrennt sem kemur til greina, gleymdi honum í svítunni þegar var verið að gera við gólfið hjá mér, einhver stal honum eða þá að ég hennti honum. Býst sterklega við að ég hafi gleymt honum því varla fer einhver að stela uppþvottabursta! Borða sem betur fer ekki mikið heima hjá mér þannig að þetta reddaðist alveg. En já ég veit, þetta hljómar subbulega...

sunnudagur, febrúar 13, 2005

...sit hérna og reyni að finna mér eitthvað að gera í tölvunni þangað til CSI byrjar. Rocky er í sjónvarpinu en þar sem ég missti af fyrsta klukkutímanum nenni ég skiljanlega ekki að fylgjast með henni! Vorum í mat hjá foreldum hans Gunna og það var svo gott. Borðið svignaði næstum undan öllum matnum og ég er ennþá alveg að springa. Fékk svo að skoða fullt af myndum og auðvitað var aðeins rætt um ættir og uppruna og ég fann kafla um langafa minn í bók um fólk frá austur-Skaftafellssýslu. Frekar skemmtilegt hvernig fjölskyldurnar okkar tengjast án þess að við séum eitthvað skild.

Annars var alveg óvart djammað alveg helling um helgina þannig að planaða afslöppunin fór alveg út í veður og vind og ég er dauðþreytt og hálf þunn með tremma og allan pakkann. En óneitanlega eru svona djömm sem eru alveg óplönuð alveg hroðalega skemmtileg og þetta var tvöfalet skemmtilegra því ég fór út bæði kvöldin *roðn* En eyddi nánast engu eins og venjulega svo þetta er ekkert voðalega hættulegt...

föstudagur, febrúar 11, 2005

...þá er ég búin að fá út úr blóðprufunum ógurlegu sem ég fór í í síðustu viku. Þar kom ýmislegt undarlegt í ljós og læknirinn hristi bara hausinn og sagði að ég ætti að fara í aðra prufu eftir svona 2-3 vikur. Það voru sem sagt einhverjir þættir þarna sem pössuðu bara alls ekki saman en hvað get ég sagt og gert við því? Nákvæmlega ekkert, svona er bara blóðið mitt og ekkert múður með það.

Var aldrei þessu vant sofnuð á kristilegum tíma í gær, konan búin að bursta um hálf eitt, setti spólu í tækið og steinsofnaði en það var ekki lengi. Fólk er víst ekki vant því að ég sofni snemma því um 2 leytið var hringt. Það var einhver einmanna maður í símanum sem fannst rúmið sitt svo tómlegt og auðvitað sá ég aumur á honum og leyfði honum að gista enda ákaflega góðhjörtuð og léttlynd manneskja!! ;) hehehehehe. Versta var að símhringjarinn svaf eins og steinn og hraut eftir því meðan aumingja ég var andvaka til að verða 6. Dagurinn í dag fer sem sagt í að halda mér vakandi, horfa á Idol, horfa á video og borða nammi. Á sennilega eftir að sofna yfir videoinu en þar sem ég býst við því gerist það alveg pottþétt ekki...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

...leti kvöld í kvöld. Át rosalega hollan kjúkling áðan á...Kentucky...hej það er kjúklingur og hann er hollur!! Er sko að reyna að sannfæra mig áður en ég dey úr samviksubiti. Sérstaklega þar sem ég fékk mér smá nammi í eftirrétt...og forrétt. Góður dagur sem sagt. En mér finnst ég hafa átt það skilið því þegar ég vaknaði klukkan 9 í morgun var mér svo hrikalega óglatt að ég gat varla staðið í lappirnar. Lagðist á skítuga baðherbergisgólfið mitt og hafði það gott, kalt baðherbergisgólf er best þegar manni líður illa. Náði svo að skríða upp í rúm og ætlaði að vekja Gunna til að láta hann vorkenna mér en náði að hemja mig á síðustu stundu og fór aftur að sofa. Núna sit ég bara alein í tölvunni og horfi á sjónvarpið með vinstra auganu. Er að reyna að hafa mig í að skipta á rúminu en það gengur eitthvað illa en náði amk að hífa mig upp úr stólnum og setja í þvottavél og borga leiguna. Semsagt stór dagur í dag...

sunnudagur, febrúar 06, 2005

...ahhhh mín er södd og sæl eftir saltkjöt og baunir hjá foreldrum Gunna. Mjög gott að fá baunasúpu og sérstaklega í svona ömurlegu veðri eins og er í dag. Svo voru bollur og spjall í eftirrétt og ég send heim með súpu í dollu til að borða á morgun, ekki leiðinæegt það.

Klemens hélt upp á afmælið sitt í gær, orðinn 25 ára karlinn. Hann bauð upp á bollu og meðlæti og daman varð voða skemmtileg amk að eigin áliti. Skelltum okkur auðvitað í bæinn þar sem ég ætlaði aðeins að skreppa til Gunna og fara svo að hitta krakkana en varð svo hroðalega syfjuð að ég fór bara heim. Það var samt örugglega klukkutíma biðröð í taxa þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um hálf 5. Það sem bjargaði algjörlega þessari bið var fólkið sem var fyrir aftan okkur í röðinni, við spjölluðum heilmikið við þau og skemmtum okkur konunglega. Ég lofa að vera aktívari á djamminu næst þegar ég fer, það er bara einhver óstjórnleg þreyta sem hrjáir mig þessa dagana - sem og aðra!! En hvenær næsta djamma verður veit nú engin því blankan ógurlega er í heimsókn og virðist ekkert vera á förum! :(

Núna sit ég bara alein heima og hef það næs og maula brjóstsykursinn sem ég keypti fyrir rúmri viku. Held að það sé samt alveg að koma tími á tannburstun og kannski svona 2 þætti af 24...

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

...bíómyndaglápið heldur áfram og í gær var horft á Old School sem var alveg ágæt bara. Var svo heppin að maðurinn bauð í heimatilbúinn mat og var brunað í bæði Krónuna og Nóatún. Í Krónunni festu þeir félagar kaup á samtals 40 núðlupökkum því þeir voru á tilboði á 9 kr stk. Þeir sjá greinilega fram á blankan mánuð!!! Enda ekki von að fólk sé blank eftir að hafa keypt 5 kjúklingabringur á næstum því 2000 kall. Mér var brugðið enda hef ég ekki fest kaupa á kjúkling síðan ég var í Svíþjóð. Bringur sem þar voru étnar í öll mál eru á sunnudagssteikurverði hérna, jesús minn góður! Sem betur fer var þetta herramannsmatur sem maðurinn galdraði fram með smá brasi og afskiptum frá aðstoðarkokkum í ýmsum stærðum og gerðum ég gerði samt minnst af því. Hefði líka verið hrikalega að leggja peninga í svona stóra fjárfestingu og þetta hefði bara verið óætur andskoti, ég segji ekki annað...

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

...svolítið stressandi atburður átti sér stað í dag, ég hitti foreldra og litlu systur hans Gunna. Hefði kannski átt að vera aðeins stressaðri því þau virkuðu mjög indæl og fín. Hafi bara ekki tíma til þess að stressa mig almennilega upp því ég frétti bara af hittingnum ca hálftíma áður en hann átti sér stað. Gunni var nefnilega að borða hamborgara á American Style og þá hringdi mamma hans og hafði ætlað í heimsókn til hans svo þau skelltu sér bara til okkar. Ég var reyndar stillt aldrei þessu vant og var búin að borða skyr.is-drykk og banana svo ég stal bara nokkrum frönskum! :D Þá er ég búin að hitta alla fjölskylduna hans sem er fínt, ágætt að það sé afstaðið svo ég geti verið stressuð yfir einhverju öðru.

Geri annars lítið annað í frítíma mínum þessa dagana en að horfa á bíómyndir. Skellti mér í 6-bíó í gær með Jónu og Klemensi og sá Cindarella Story. Voðalega sæt og skemmtileg stelpu mynd sem náði að kreista nokkur tár út úr mér. Hefði samt aldrei farið á hana nema af því hún var á 300 kr á stelpudögum. Kom svo heim og horfði á Anchorman með Gunna, frekar vitlaus en fyndin mynd. Já já gaman að því að ég á mér ekkert líf en er amk að vinna upp bíómyndamissi síðustu ára og mánaða...