þriðjudagur, nóvember 04, 2003
...heilsuræktarátakið er alveg að gera sig. Það gengur mjög vel í ræktinni og ég er farin að sjá mjög mikinn árangur á appelsínuhúð og krumpum. Verður gaman að sjá hvort að ég kemst örlítið betur í buxurnar eftir eþssar 10 vikur. Býst nú ekki við að þær passi á mig þá en þær komast kannski aðeins lengra upp og jafnvel yfir bossann líka! ;) Hehehe segji svona, þær komast nú nokkurnveginn upp og yfir bossann en ekki alveg nógu vel. Fór á vikt í ræktinni um daginn og Íslandskílóin ógurlegu eru alveg að verða farin. Þegar þau verða farin er kannski kominn tími á að ná af sér eitthvað af kílóunum sem komu hlaupandi á mig um leið og ég flutti til Svíþjóðar og orsökuðust af of góðum og alltof rjómalöguðum mömmu- og tengdamömmumat, eftirréttum, óhóflegu nammi og ísáti og kökuboðum!!! Það héldu allir að við mundum svelta í Svíþjóð en fituforðanum sem var troðið á okkur áður en við stigum upp í flugvélina heldur okkur ennþá gangandi!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli