sunnudagur, júlí 20, 2003
...sofnaði í nótt án þess að bursta tennurnar, þvo mér í framan eða að hátta mig!! Var sem betur fer búin að klæða mig úr brjóstahaldaranum og buxunum og lá undir teppi og var að lesa og hafa það næs þegar svefninn sótti svona rosalega að mér! Það er ekkert eins óþæginlegt og að sofa í brjóstahaldara, allt í lagi að leggja sig í honum en ekki sofa í marga klukkutíma í honum, hann verður allur snúinn og þessi stóru júgur sem ég hef flæða upp úr honum! :) Það var heldur ekki þæginlegt að vakna í dag kófsveitt með loðnar tennur og svo ætlaði ég aldrei að byrja að sjá skýrt aftur, ætli það hafi ekki verið sviti í augunum á mé reins og annars staðar!! Annars er ferðinni heitið í ræktina á eftir, hún opnar ekki fyrr en klukkan 16 og þá mætum við galvösk til leiks. Ætla samt að fara í sturtu áður en ég fer að hamast, get bara ekki hugsað mér að fara út úr húsi svona sveitt og illa lyktandi eins og ég er núna þó ég sé að fara að svitna ennþá meira rétt strax!! Úff bara hvað mér er heitt, köld sturta bíður, svo ræktin og kjúlli og svo kannski bíó að sjá Bruce Allmighty. Það er hellings dagskrá framundan og það þýðir ekkert að slóra lengur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli