...þá er mín bara búin að vera að vinna allan daginn þessa vikuna meðan Birna sólar sig á Madeira með mömmu og pabba og fríðu föruneyti. Það hefur bara verið fínt en í dag er ég svolítið þreytt. Ekki vön að vakna svona snemma marga daga í röð og að vinna 8 tíma en þetta mundi sennilega venjast mjög vel ef ég þyrfti á því að halda. Í næstu viku verð ég líka allan daginn á mánudag og þriðjudag en svo tekur Birna aftur við sínum helming á miðvikudaginn. Held ég hafi bara staðið mig vel og ekki lent í neinum stórum áföllum enn sem komið er.
Síðustu helgi ætlaði ég að vera svo róleg og stillt og góða stelpan en í staðin var ég sóða stelpan sem varð blindfull!! Drakk ekki nema 1 glas af sterku og 4 bjóra allt kvöldið og fram á nótt og ég varð svona hauga drukkin. Meira að segja verð að segja það, með skömmustulegum tón, að ég ældi þegar ég kom heim og það gerist nú ekki oft. Núna á laugardaginn er starfsmannaferð til Egilsstaða og ég er að hugsa um að skella mér með. Ætla samt ekki að vera svona full aftur, vill ekki verða mér til skammar innan um samstarfsfólkið. Létt kenderí og ekkert meira. Hef líka áhyggjur af því að Dawid sparki mér í sófann ef ég kem aftur í svona ástandi heim. Ég meina afhverju ætti hann ekki að gera það? Ég gerði það við hann!
Núna eru afruglaramálin hjá okkur loksins að komast í lag. Hann bilaði 1. september og ég er búin að hringja trekk í trekk og enginn veit neitt um neitt þarna hjá Símanum. Verða alltaf jafn hissa, sjá að ég hef verið að hringja en enginn hefur fyrir því að senda beiðnirnar. Undanfarið hef ég hringt mjög þétt því ég vil fá afruglarann í lag svo ég geti nýtt mér + stöðvarnar og vod-ið þó ég vilji ekki hafa skjáheim eða hvað þetta heitir hjá þeim. Hef líka verið að rífast í að fá reikninga niðurfellda því ég kæri mig ekki um að borga þjónustu sem ég nýt ekki og sem ég var líka búin að segja upp. Mamma segir að ég sé frekja og brosir í laumi af mér. Held að hún sé bara ánægð með stelpuna.
Auður litla lipurtá er líka komin aftur í fjörðinn í nokkra daga. Gafst upp á undarlegum og ótalandi frökkum og ákvað að sjá til þess að ég fengi eitthvað gott að borða í staðinn. Flýgur svo sennilega af stað til Dojtslands eftir 2 vikur til að leita að nýjum (og vonandi skemmtilegri) ævintýrum. Gaman að fá hana heim í smá stund en gott að hún lætur ekki bugast þrátt fyrir smá mótvind. Ekki það að ég sé mikill aðdáandi au-pair starfsins. Það er bara vinna eins og önnur vinna og það illa borguð eða var það amk þegar ég var. Auðvitað var oft gaman og ég lærði nýtt tungumál og að þekkja sjálfa mig betur og að standa aðeins á eigin fótum en ég er bara ekki þessi barnagæla sem nýtur þess að skeina og þurrka ælu og mata og allt sem fylgir þessu. Ég gerði þetta vel og samviksusamlega því þetta var vinnan mín...
föstudagur, október 31, 2008
miðvikudagur, október 22, 2008
...rólegur dagur á skrifstofunni. Það er svo sem nóg að gerast í kringum mig, ungbaraeftirlit og augnlæknir og ég veit ekki hvað og hvað en ég er búin að gera það sem ég get gert, amk í bili.
Lífið hefur verið rólegt undanfarið. Hef bara verið að einbeita mér að því að reyna að lifa heilbrigðu líferni, mæta í ræktina og svona. Erfiðast er að nýjasta æðið er skyr með sykri og það miklu af honum. Hef verið að reyna að finna afsökun fyrir að mæta ekki í yoga og á námskeiðið í kvöld síðan ég vaknaði. Veit samt að ef ég mæti verð ég rosalega ánægð með sjálfa mig, líður vel á sálinni og verð einu skrefi nær markmiðinu mínu. Þið sjáið að þetta er erfitt mál leti vs. að ná markmiðum sínum.
Fór til augnlæknis í gær og allt í fínum málum þar sem betur fer. Núna er ég með miklar og langar rökræður í huganum um hvort ég eigi að kaupa mér ný gleraugu eða ekki. Hef efni á því - held ég! Er búin að vera að reikna og allt lítur vel út en hin hliðin er að ég var búin að tilkynna að ég mundi ekki kaupa mér ný gleraugu ef ég þyrfti að skipta heldur bara skipa um gler. Svo þetta mál er eingöngu hvað mig langar vs. hvað ég þarf. Hvað mig langar er að vinna eins og er en hvað ég þarf hefur samt sterk rök.
Þar sem ég hef verið litla góða (skrifaði fyrst sóða) stelpan síðustu 2 helgar er ég að hugsa um að fara út þessa helgi. Ekkert alvarlegt, bara smala einhverju liði á Láruna og fá sér 1 til 2 öllara. Nenni engu meiru en það. Er að verða svo stabíl í ellinni...
Lífið hefur verið rólegt undanfarið. Hef bara verið að einbeita mér að því að reyna að lifa heilbrigðu líferni, mæta í ræktina og svona. Erfiðast er að nýjasta æðið er skyr með sykri og það miklu af honum. Hef verið að reyna að finna afsökun fyrir að mæta ekki í yoga og á námskeiðið í kvöld síðan ég vaknaði. Veit samt að ef ég mæti verð ég rosalega ánægð með sjálfa mig, líður vel á sálinni og verð einu skrefi nær markmiðinu mínu. Þið sjáið að þetta er erfitt mál leti vs. að ná markmiðum sínum.
Fór til augnlæknis í gær og allt í fínum málum þar sem betur fer. Núna er ég með miklar og langar rökræður í huganum um hvort ég eigi að kaupa mér ný gleraugu eða ekki. Hef efni á því - held ég! Er búin að vera að reikna og allt lítur vel út en hin hliðin er að ég var búin að tilkynna að ég mundi ekki kaupa mér ný gleraugu ef ég þyrfti að skipta heldur bara skipa um gler. Svo þetta mál er eingöngu hvað mig langar vs. hvað ég þarf. Hvað mig langar er að vinna eins og er en hvað ég þarf hefur samt sterk rök.
Þar sem ég hef verið litla góða (skrifaði fyrst sóða) stelpan síðustu 2 helgar er ég að hugsa um að fara út þessa helgi. Ekkert alvarlegt, bara smala einhverju liði á Láruna og fá sér 1 til 2 öllara. Nenni engu meiru en það. Er að verða svo stabíl í ellinni...
þriðjudagur, október 14, 2008
...þá er kominn þriðjudagur, ákaflega skýr og fagur eða tja já það virðist amk vera að birta til! :) Ég er syfjuð því ég gat ekki sofið í nótt, velti mér og bylti og fannst ég aldrei fá nóg pláss. Dawid getur stundum verið svolítið plássfrekur í litla rúminu okkar. Var að hugsa um að senda hann fram í sófa, þeirri hugdettu að ég færi sjálf í sófann laust aldrei niður. Ég í sófanum nehhh heiij!!! En Óli (lokbrá, ekki læknir sko) kom að lokum í heimsókn og sáldraði svefnryki í augun á mér. Mig dreymdi að ég væri að kaupa mér peningaveski í einhverjum sölubás eða sjoppu. Labbaði svo aðeins og keypti mér annað veski og var mikið passa að fólkið sem ég var með mundi ekki taka eftir því og færi ekkert að kommenta um þessi óeðlileg miklu peningaveskjakaup. Vona að það boði eitthvað gott í budduna! :)
Var áí yoga og á spark í rassinn námskeiðinu í gær og það var aldeilis sparkað í rassa þar. Hélt að það kæmi gat á lungun á mér svo mikið lét Eva okkur púla. Eftir á var ég alveg búin á því en svo glöð og ánægð og full af vellíðan að þegar ég var búin að jafna mig lungnalega séð gat ég bara ekki stoppað, bara talaði og talaði og var svo hamingjusöm. Kannski þessvegna sem ég gat ekki sofnað, of mikil gleði og endorfín á fullri ferð. Er svo ánægð að vera að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og líkamann minn og er svo stollt að hafa drifið mig af stað þó ég hefði engan til að halda í höndina á...
Var áí yoga og á spark í rassinn námskeiðinu í gær og það var aldeilis sparkað í rassa þar. Hélt að það kæmi gat á lungun á mér svo mikið lét Eva okkur púla. Eftir á var ég alveg búin á því en svo glöð og ánægð og full af vellíðan að þegar ég var búin að jafna mig lungnalega séð gat ég bara ekki stoppað, bara talaði og talaði og var svo hamingjusöm. Kannski þessvegna sem ég gat ekki sofnað, of mikil gleði og endorfín á fullri ferð. Er svo ánægð að vera að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og líkamann minn og er svo stollt að hafa drifið mig af stað þó ég hefði engan til að halda í höndina á...
föstudagur, október 10, 2008
...hefur verið óvenju mikið að gera í vinnunni undanfarið. Sennilega vegna þess að ég er alltaf að komast betur og betur inn í alla hluti og ég er hrikalega sátt við það. Ekkert gaman að sitja bara og stara út í loftið. Núna er reyndar smá dauður tími en það er nú allt í lagi svona alveg einstaka sinnum, örsjaldan! :)
Hefur svo sem ekki mikið verið að gerast undafarið, bara þetta venjulega, heimilast og elda og svona og skrapp ég til tannsa áðan. Engin skemmd en ég er með gamalt silfur sem ég ætla að láta skipta út því það er byrjað að leka og ég nenni ekki að fá rótarbólgu - alveg enganvegin! Verð líka svo fín þegar það verður komin hvít fylling í staðin, bara ekkert silfur!
Eitthvað planað um helgina? Nehhh bara að vera róleg og fara í Bónus og snemma að sofa. Núna er bannað að fara út allar helgar því ég er að spara. Var reyndar byrjuð á því áður en allt fór til fjandans hjá bönkunum svo þetta tengist því ekkert sérstaklega. Er bara að vona að Ikea haldi loforðið um að halda verðunum í bæklingnum þangað til í ágúst á næsta ári því mig langar svo í hillur á næstunni. Hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreðurgerð, reðurgerð...
Hefur svo sem ekki mikið verið að gerast undafarið, bara þetta venjulega, heimilast og elda og svona og skrapp ég til tannsa áðan. Engin skemmd en ég er með gamalt silfur sem ég ætla að láta skipta út því það er byrjað að leka og ég nenni ekki að fá rótarbólgu - alveg enganvegin! Verð líka svo fín þegar það verður komin hvít fylling í staðin, bara ekkert silfur!
Eitthvað planað um helgina? Nehhh bara að vera róleg og fara í Bónus og snemma að sofa. Núna er bannað að fara út allar helgar því ég er að spara. Var reyndar byrjuð á því áður en allt fór til fjandans hjá bönkunum svo þetta tengist því ekkert sérstaklega. Er bara að vona að Ikea haldi loforðið um að halda verðunum í bæklingnum þangað til í ágúst á næsta ári því mig langar svo í hillur á næstunni. Hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreiðurgerð, hreðurgerð, reðurgerð...
þriðjudagur, október 07, 2008
...þessi rigning er svo þreytandi!! Ég er alveg með stírurnar í augunum hérna í vinnunni, ekki vegna þreytu heldur vegna rigningar. Fór í yoga í gær og varð alveg gegnblaut við að labba niður í íþróttahús. Eftir yoga var fyrsti tíminn í spark í rassinn námskeiðinu hjá Evu, byrjaði á erobik og ég fékk alveg í magann finnst það svo leiðinlegt en sem betur fer var það bara upphitun. Svo var stöðvaþjálfun og magaæfingar og ég er bara með smá harðsperrur eftir átökin! :) Ætti að meika erobikið ef það er bara upphitun en meira en það NEI TAKK fékk nóg af þessu hoppi í menntaskóla.
Um helgina fór ég á sing along sýningu á Mamma Mia og vá hvað það var gaman. Það var sungið hástöfum og dansað og klappað og allir voru svo glaðir. Í hléinu var svo skellt á karíókí og allir sungu saman 2 Abbalög. Við vinkonurnar skelltum okkur svo aðeins á Láruna, svo á Ölduna og svo aftur á Láruna og það var mikil stemmning og allir svo ánægðir.
Fékk sendinguna frá Ikea á föstudaginn og núna er sófasettið allt með eins teppi og voðalega fínt. Svo var auðvitað haustroðinn hérna og ég skellti mér á flóamarkað í Angró og keypti mér kertastjaka í eldhúsgluggann, bindi handa Dawid og peysu. Fór svo yfir á Brimbergsmarkaðinn og keypti mér 2 kjóla og bol og fleiri kertastjaka. Þetta var mikill eyðsludagur því svo fór ég til Eyglóar og keypti fuglakjólinn sem mig er búið að langa í síðan í sumar. Hann var einmitt kominn á ústöluslá og var á fullt af afslætti amk helmings og svo auka haustroðaafsláttur. Rölti svo yfir til Eyþórs og keypti mér löber á stofuborðið og 2 litla dúka í stíl og myndaramma. Nú verð ég bara að gera allt alveg svakalega hreint og fínt og taka myndir. Ég er að verða/orðin svo ánægð með þetta. Er samt ekki ennþá búin að taka svefnherberið í gegn, finn mér alltaf eitthvað annað að gera en ég finn að andinn er alveg að koma yfir mig. Má ekki gleyma að við fórum á markaðinn sem er í gamla Shell-skálanum og mamma gaf okkur Guðlaugu lukkupakka og ég fékk salt og piparstauka sem eru svínakokkar. Æj þið skiljið, kokkar sem eru svín. Veit ekki ennþá hvað mamma fékk úr sínum lukkupakka, kemst kannski að því í dag...
Um helgina fór ég á sing along sýningu á Mamma Mia og vá hvað það var gaman. Það var sungið hástöfum og dansað og klappað og allir voru svo glaðir. Í hléinu var svo skellt á karíókí og allir sungu saman 2 Abbalög. Við vinkonurnar skelltum okkur svo aðeins á Láruna, svo á Ölduna og svo aftur á Láruna og það var mikil stemmning og allir svo ánægðir.
Fékk sendinguna frá Ikea á föstudaginn og núna er sófasettið allt með eins teppi og voðalega fínt. Svo var auðvitað haustroðinn hérna og ég skellti mér á flóamarkað í Angró og keypti mér kertastjaka í eldhúsgluggann, bindi handa Dawid og peysu. Fór svo yfir á Brimbergsmarkaðinn og keypti mér 2 kjóla og bol og fleiri kertastjaka. Þetta var mikill eyðsludagur því svo fór ég til Eyglóar og keypti fuglakjólinn sem mig er búið að langa í síðan í sumar. Hann var einmitt kominn á ústöluslá og var á fullt af afslætti amk helmings og svo auka haustroðaafsláttur. Rölti svo yfir til Eyþórs og keypti mér löber á stofuborðið og 2 litla dúka í stíl og myndaramma. Nú verð ég bara að gera allt alveg svakalega hreint og fínt og taka myndir. Ég er að verða/orðin svo ánægð með þetta. Er samt ekki ennþá búin að taka svefnherberið í gegn, finn mér alltaf eitthvað annað að gera en ég finn að andinn er alveg að koma yfir mig. Má ekki gleyma að við fórum á markaðinn sem er í gamla Shell-skálanum og mamma gaf okkur Guðlaugu lukkupakka og ég fékk salt og piparstauka sem eru svínakokkar. Æj þið skiljið, kokkar sem eru svín. Veit ekki ennþá hvað mamma fékk úr sínum lukkupakka, kemst kannski að því í dag...