...varð fyrir áras áðan af einhverju skordýri sem var örugglega afkvæmi bjöllu, risa maurs og flugu (3some). Þetta flikki kom hingað í heimsókn án þess að gera nokkur boð á undan sér, ég hefði sagst vera upptekin ef hún hefði hringt, og hreinlega flaug á mig!! Mér brá svo svakalega að ég öskraði og hoppaði og ég er ennþá alveg steinhissa á að Gummi hafi ekki vaknað. Hann vaknaði aftur á móti þegar ég var búin að fanga risann í glas og var að henda honum út um gluggan, ákvað kvikindið þá ekki bara að ráðast á mig aftur - þvílík ósvífni - þá einmitt öskraði ég aftur en samt lægra en áður og hoppaði á staðnum í hryllingi. Hetjan sem sagt passaði að sofa af sér hættuna og rumska bara þegar bardaginn var búinn og spurja hvaða læti þetta væru eigninlega í mér um miðja nótt! Svo var þetta ógeð örugglega alveg meinlaust en ég sem er venjulega ekkert hrædd við svona kvikindi (nema kóngulær) þó ég sé ekkert að leyta eftir nærveru þeirra varð bara skelkuð! Þessi var nefnilega svo hræðilega ófrýnileg!! :S
Mikið búið að gera í dag og núna er ég að meina það, við þrifum "íbúðina" okkar og svo er ég búin að vera að þvo síðan klukkan 17 í dag, eins og ég segji svo oft: "það er mikið að gera á stóru heimili". Ætla að fara í sturtu fyrir svefninn því það er svo gott að fara hrein upp í alveg hreint rúm og kíkja svo á einhverja skemmtilega videospólu og sofna yfir henni! :)
Var að hugsa um það þegar ég var að setja hreint á rúmið hvort að einhverjir pæli í rúmfötunum manns. Við erum nefnilega alltaf með sömu rúmfötin og það lítur mjög illa út ef maður hugsar út í það. Þvæ þau alltaf og set aftur á því við eigum bara eitt lak sem passar almennilega á Skövdebostäder rúmið "okkar" og það er alveg hrikalega langt upp í Jysk (Rúmfatalager) til að kaupa annað, já eða þannig sko!
Sturta here I come...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli