miðvikudagur, apríl 30, 2003
...ÉG Á AFMÆLI Í DAG, sólin skín og fuglarnir syngja! :) Það er Valborgarmessa og í kvöld á að grilla og djamma. Þessi dagur getur bara ekki klikkað! :D Er að fara í bæjarferð númer eitt af tveimur í dag. Í fyrri ferðinni verður gripinn McDonalds og gert fleira leiðinlegt, seinni ferðin er svo seinni partinn og þá fær Gummi að þjást!!! Hehehehehe
mánudagur, apríl 28, 2003
...svona örstutt fyrir svefninn. Ég vill þakka Hönnu og Röggu frænku fyrir að sanna fyrir mömmu að ég eigi vini og að einhverjir aðrir lesi bloggið mitt! :) Ég bara varð sár og fékk tárin í augun þegar ég las þetta komment frá minni eigin elskandi móður, þú sem átt að styðja mig í gegnum lífið og reisa mig upp þegar ég fell! Nei ég bara segji svona hehehehe. Annars hvet ég alla til að fara að skrifa í þessa blessuðu gestabók, einhver skemmtileg komment og auðvitað lýsingar á hvað ykkur þykir ég vera dásamleg. Er nefnilega viss um að ef ég fæ einhverja hvatningu þá verð e´g ennþá duglegri að blogga einhverja þvælu fyrir ykkur, ekkert gaman að blogga og blogga og skrifa og skrifa og svo les það enginn nema ég sjálf (já ég veit ég er sjálfselsk!). Jæja Jönköping á morgun, það á að kjósa og borða og versla en er ekki viss um að það verði í þessari röð. Svo vorum við Gummi að ákveða að kíkja til Gautaborgar yfir dag núna í maí eða í byrjun júní, bara svona til að gera okkur dagamun og skoða borgina. Síðast þegar við fórum þangað sáum við lítið annað en Liseberg, það var ekki mikill tími til að skoða þegar við hlupum eftir borginni þverri og endilangri til að ná síðustu lestinni heim! :) Jæja farin að bursta, meira á morgun eða hinn og mamma e-mailið er á leiðinni! :)
Ps. Tja íbúðin var lítil en við höldum að við rúmumst alveg þar, erum samt ekki viss því stærst gallinn er alveg fáranlega lítið frystihólf!! Er að segja ykkur að það er helmingi minna en það sem er í ísskápnum okkar hérna inni og hérna höfum við amk. líka eina hillu í frystinum frammi. Þannig að við erum alls ekki viss um hvað við gerum, iss þetta kemur allt í ljós, kanski verðum við hér eitthvað áfram eða við reynum að fara í Kurorten, já eða við tökum íbúðina. Gott að vera hérna á næsta ári, helmingurinn (sóðarnir)er að fara og þá getum við hin sem verðum eftir ráðið öllu og haft hreint og fínt og segjum að það hafi "alltaf" verið svo fínt hérna síðasta vetur!! ;)
Ps. Tja íbúðin var lítil en við höldum að við rúmumst alveg þar, erum samt ekki viss því stærst gallinn er alveg fáranlega lítið frystihólf!! Er að segja ykkur að það er helmingi minna en það sem er í ísskápnum okkar hérna inni og hérna höfum við amk. líka eina hillu í frystinum frammi. Þannig að við erum alls ekki viss um hvað við gerum, iss þetta kemur allt í ljós, kanski verðum við hér eitthvað áfram eða við reynum að fara í Kurorten, já eða við tökum íbúðina. Gott að vera hérna á næsta ári, helmingurinn (sóðarnir)er að fara og þá getum við hin sem verðum eftir ráðið öllu og haft hreint og fínt og segjum að það hafi "alltaf" verið svo fínt hérna síðasta vetur!! ;)
fimmtudagur, apríl 24, 2003
...jæja hvað segja allir þá? Þá er sumarið komið á Fróni amk. svona á almanakinu, ég hef ekki hugmynd um hvernig veðrið er á Íslandi svo ég ætla ekkert að fullyrða um hvort sumarið er komið í alvörunni eða ekki! Hmmm hvað er ég búin að gera í dag? Tja, það er nú eitthvað lítið. Fékk símtal frá Öldu Diljá vinkonu minni og það var ekki leiðinlegt, svo ætlaði ég að hringja í Helgu vinkonu en hún þóttist vera úti í labbitúr svo hún hringdi í mig þegar hún kom heim. Varð bara að fá að tala við einhverja því pabbi hringir venjulega á fimmtudögum en hann er ekki í landi núna því þeir tóku páskastopp. Ég reyndi að hringja í mömmu en amma Gústa var hjá henni svo ég vildi ekki vera að blaðra frá mér vit og rænu við mömmu og láta aumingja ömmu Gústu bara hanga eina í eldhúsinu að drekka gamalt (við mamma tölum sko stundum rosalega lengi) kaffi og horfa á gardínurnar! Ekkert vit í því! Gaman að fá svona símaæði, sérstaklega þegar maður borgar minnstan partinn af verðinu, já ég er alltaf að reyna að spara svo ég geti keypt mér eitthvað, meikar það einhvern sens??? Örugglega ekki!! Annars er best að fara að koma sér í rúmið því á morgun þarf ég víst að gera eitthvað, búðast, ræktast, taka tilast, þrífast og skrifast! Já það er alltaf svo mikið að gera á stórum heimilum sem velta auk þess miklu!! :P
þriðjudagur, apríl 22, 2003
...það er svo klikkað gott veður, í dag var um og yfir 20°C hiti hérna í Skövde og við Gummi fórum auðvitað út á svalir að sóla okkur. Ég er svo mikill svala elskandi að þetta er í annað skiptið sem ég dvel eitthvað út á þessum svölum að ráði, hitt skiptið var í ágúst þegar við vorum nýkomin hingað og vorum aðeins að spjalla við Andreas, Henrik og félaga. Ég er bara ekki frá því að ég sé að taka örlítinn lit, sést svo sem ekkert en ég fann nokkrar freknur á kinnunum og varð voðalega glöð! :) Nú er bara að sleikja sólina meðan hún varir því einhverjir ósvífnir veðurfréttamenn eru að spá á okkur snjókomu - hvað á það að þýða??? Annars er ferðinni heitið til Jönköping á mánudag eða þriðjudag til að kjósa, það er ekki hægt að sleppa því og svo er það auðvitað ágætis afsökun til að fara eitthvað svona rétt yfir daginn og eyða peningum!! :) Alltaf gaman að fara eitthvað! Svo fyrir ykkur sem fylgist ekki alveg nógu vel með þá á ég afmæli miðvikudaginn í næstu viku, þe. hinn 30. apríl og eins gott að það verði búið að plana fullt af partýjum og flugeldasýningar fyrir mig!! Annars var ég að tala við kónginn og erum við alveg harðákveðin í því að halda upp á afmælin okkar saman næsta og næstu ár enda ekkert því til fyrirstöðu að tvær merkustu manneskjur Svíþjóðar fagni fæðingardegi sínum saman! Þá er bara að tala við Óla Óla og byrja að skipuleggja! :)
laugardagur, apríl 19, 2003
...það sem af er þessari páskahelgi er búið að vera alveg mjög fínt. Við erum búin að borða mikið af góðum mat og nammi og snakki og veðrið leikur við okkur. Það er alveg yndislegt þetta sumar veður, allir úti á bolnum! :) Reyndar hef ég heyrt að það sé mjög gott veður á Fróni þannig að ég get víst lítið montað mig! Á skírdag ætluðum við ásamt alveg gommu af öðrum Ísleningum að fara í billijard en það var því miður allt fullt, þá var ákveðið að ath. með að fara í keilu en þar lokaði klukkan 20:00 svo við skelltum okkur öll á Skafferiet og þömbuðum öl eins og við fengjum borgað fyrir það en sannleikurinn er sá að við þurftum að borga fyrir það og vakti það ómælda gleði hjá eigendum staðarins að fá 12 stykki af bjórþyrstum Íslendingum í heimsókn! :) Í gær var svo bara slappað af og étið alveg helling, Gummi kíkti í spil yfir til Ara en þar voru nokkrir félagsþyrstir Íslendingar fyrir. Ég gleymdi mér aðeins í tölvunni og kom bara um 23:00 leytið og horfði á og sýndi Gumma og Stebba G. móralskan stuðning! :) Í dag var svo farið í fótbolta eða tja ég fór með og horfði á og sleikti sólina, tók myndir og videomyndir og skellti mér í búð til að kaupa ennþá meira (hvar stoppar þessi eyðsla eiginlega???). Svo var auðvitað étinn skyndibitamatur eins og venjan er á laugardögum og var ferðinni heitið á McDonalds. Þangað dró ég með mér tvo sveitta karlmenn og er ekkert nema gott um það að segja!! ;) Núna er best að fara að sturta sig því stefnan er tekin á partý hjá þeim Sirrý og Stebba og hver veit nema það verði kíkt eitthvað út á lífið líka, það leiðir tíminn einn í ljós! ;) Ég var farin að örvænta, hélt að það yrði ekkert páskadjamm, við vitum öll að það er engin stórhátið fullkomin nema að það sé amk. eitt þrusu djamm!!! ;) Verð að fara að gera mig ennþá fínni og sætari, við pikkumst!
fimmtudagur, apríl 17, 2003
...vá bara kominn fimmtudagur, já tíminn flýgur þegar það er gaman! ;) Annars bara bongóblíða hérna og ég kuldaskræfan sjálf fór út á bolnum í gær og varð ekkert kalt, þetta eru miklar framfarir verð ég að segja! :) Við Gummi og Ari fórum fórum í göngutúr á mánudaginn, þessi göngutúr átti bara að vera stuttur en varð svo að 3 og hálfs tíma þrammi út um allt "fjallið" hér og umhverfi þess. Þetta var mjög gaman og við tókum alveg helling af myndum og nokkrar af þeim eru í albúminu á síðunni hans Gumma (jámm ég á eftir að linka á það, geri það við tækifæri!). Eftir þennan rosalega göngutúr var haldið heim og borðað pylsur að sænskum sið og farið svo yfir til Ara húsmóður með meiru til að borða kökur!! Ég fékk hann nefnilega til að halda kökuboð því honum tókst að gera eitthvað í tölvunni sinni og auðvitað vildi ég fagna! ;) Fengum rosalega góðar keyptar kökur en okkur er lofað alvöru heimabökuðu bakkelsi fljótlega (hvernær er það?? Í haust eða??? Hehehehe). Hmmm annars svo sem ekkert sem við höfum gert, jú annars við erum búin að versla í páskamatinn og það verður nautakjöt á páskadag - nammi namm - og kassler á föstudaginn langa, hina dagana verður bara einhver sunnudagsmatur að hætti Sirrýjar (þurr hafragrautur!!! Nei nei lasagna og kjúlli!!) :) Jæja best að fara að sturta sig og fara svo út í þetta yndislega páskaveður sem er hérna! Sól, sól, sól, sól og logn, logn, logn, logn!!! :D
sunnudagur, apríl 13, 2003
...skemmtilegir alltaf þessir sunnudagar! Hérna sit ég og blogga meðan ég er að afþýða ísskápinn en það gengur ekkert sérstaklega vel því hann er svo rosalega frosinn! Hefði þurft að gera þetta í ágúst, allra síðasta lagi í september en við Gummi ákváðum að bíða með þetta fram í apríl!! :) Annars er kappinn bara í fótbolta svo ég á smá friðarstund ein heima í fríi fyrir látunum í honum!! :) Mig langar að fara eitthvað út en mér er illt í maganum! :( Það er eins og það sé einhver óskrifuð regla að ég fá illt í magann þegar það er gott veður eða partý, þetta er alveg ömurlegt *grát grát* en ég er nokkuð viss um að þetta lagast á næstu árum og þá verður nú gott að lifa!! ;) Annars eru nú bara alveg að koma páskar og ég er nú bara farin að hlakka til að borða páskeggið mitt sem er númer 6, ætli ég eigi ekki eftir að borða stóran hluta af egginu hans Gumma líka -hehehehe- svo ætla ég að kaupa svona pappaegg og fylla það af nammi, litlum súkkulaði eggjum og einhverju gómsætu -mmmmmmm- mig hefur langað í svona pappaegg í mörg ár og því um að gera að splæsa einu svoleiðis á sig fyrst þau eru til í hverri einustu búð sem maður fer inn í og kosta ekki mikið! :)
Við Gummi erum bara næstum því alltaf góðu börnin, vorum bara heima í gærkveldi og höfðum það gott! Laugardagar eru skyndubitadagar og þess vegna keyptum við pizzu hjá honum Alexander og Fanta hjá honum Apu! :) Fórum reyndar í ágætis göngutúr í góðaveðrinu í gær og komum svo við í Maxi á leiðinni heim og keyptum okkur smá nammi á tilboði, nammi bragðast aldrei betur en þegar það er á tilboði!! ;) Svo var bara sukkað í namminu í gærkvöldi og horft á Harry Potter 2, hún var þrælgóð og nú er bara að bíða eftir að þeir gefi út mynd númer3, 4, 5, 6 og 7!! :)
Við Gummi erum bara næstum því alltaf góðu börnin, vorum bara heima í gærkveldi og höfðum það gott! Laugardagar eru skyndubitadagar og þess vegna keyptum við pizzu hjá honum Alexander og Fanta hjá honum Apu! :) Fórum reyndar í ágætis göngutúr í góðaveðrinu í gær og komum svo við í Maxi á leiðinni heim og keyptum okkur smá nammi á tilboði, nammi bragðast aldrei betur en þegar það er á tilboði!! ;) Svo var bara sukkað í namminu í gærkvöldi og horft á Harry Potter 2, hún var þrælgóð og nú er bara að bíða eftir að þeir gefi út mynd númer3, 4, 5, 6 og 7!! :)
laugardagur, apríl 12, 2003
...mmmm góður dagur í dag, ekki kalt og ekki heitt og bara fínt að vera úti á röltinu eins og við Gummi gerðum! :) Fengum páskasendingu frá foreldrum mínum og í pakkanum leyndust líka 4 rúllutertur frá ömmu Siggu (amk. býst ég við að þær séu frá henni!), það var ekki seinna vænna að fá nýjar því við erum ný búin að klára þær sem við fengum fyrir jólin!! Maður tímir ekkert að borða svona sælgæti upp á nóinu, þetta verður að spara og spara og spara en vera samt búin að borða þær áður en þær þorna upp í frystinum! Mmmm hvað ég hlakka til að fá mér rúllutertu og páskaegg frá Nóa-Síríus nr. 6 á páskadag!! :) Annað eggið kom alveg heillt til okkar en hitt var brotið en það er nú allt í lagi því þá sparar maður kalóríur á að þurfa ekki að hafa fyrir því að brjóta það sjálfur!! :) Annars ekkert að frétta, erum bara að hafa það gott fyrir framan imbakassann. Erum nýlega búin að klára að horfa á Harry Potter nr.1 og éta tonn af snakki og drekka með því kók og kolsýrt vatn. Myndin var mjög fín, hef lesið bækurnar og varð ekki fyrir vonbrigðum með myndina sem betur fer, auðvitað komst ekki allt fyrir en hún stykklaði á öllu því mikulvægasta! :) Ég las nú allar 4 bækurnar um galdrastrákinn frækna í sumar þegar ég var á Akureyri og ég elskaði þær og langar að eignast þær allar! :) Gumma fannst það reyndar svolítið skondið að ég væri að tárast yfir mynd sem ég vissi alveg hvað gerðist í en það er sko ekkert nýtt, hann ætti að sjá mig þegar ég er að horfa á gömlu spólurnar mínar sem ég er búin að horfa á tíuþúsund sinnum en fæ samt tár í augun yfir sumum atriðum bara af því að þau eru svo falleg!! Hmmm, ég veit ég er skrítin en það er betra að vera skrítin og lifa skemmtilegu, tilfinningaríku og áhugaverðu lífi en að vera að reyna að berjast við að vera einhver annar en maður er, er það ekki annars???
P.s. stór og mörg knús og fullt af kossum til mömmu, pabba og ömmu fyrir sendinguna! :*
P.s. stór og mörg knús og fullt af kossum til mömmu, pabba og ömmu fyrir sendinguna! :*
fimmtudagur, apríl 10, 2003
...hérna snjóar bara eins og norrænu veðurguðirnir fái borgað fyrir það!! Hmmm, kanski fá þeir það og ætla að skella sér til heitari landa yfir páskana! :) Okkur langar svo að skella okkur til Danmerkur yfir páskana en buddan er eitthvað þunn þessa dagana svo það verður víst ekkert af því (nema foreldrum á Íslandi langi endilega til að gefa okkur pening þá er það alveg allt í lagi!!) :) Iss höfum það bara gott hérna í kotinu okkar í staðinn og borðum eitthvað rosalega gott eins og þurrkaðan hafragraut og engin páskaegg því eitthvað virðast allir þessir páskapakkar sem allir eru að fá ekkert vera á leiðinni til okkar!! :( Núna eiga allir sem ætla að senda okkur páskaglaðnig að fara að drífa sig út á pósthús með pakkana því það tekur nokkra daga að koma þessu alla leið til okkar og seinast þegar ég fékk pakka þá fór tilkynningin á vitlausan stað!! Mig sem sagt langar rosalega að borða helling af páskaeggjum (1 er frekar lítið fyrir súkkulaðigám eins og mig) og því hvet ég alla til að senda svo Gummi fái ekki tuð og væl í gjöf á páskadagsmorgun!! ;) Er að reyna að ákveða hvort ég eigi að nenna að labba í ræktina í þessu "ó"veðri sem er í dag, hmmm það kemur í ljós síðar í dag!! :)
miðvikudagur, apríl 09, 2003
...hérna sit ég og borða allbran í morgunmat, búin að vera geðveikt dugleg í morgun og þreif baðherbergið hátt og lágt, tók allar flísarnar og pússaði þær og gerði allt voða fínt og glansandi og skúraði svo gólfið með nýju undramoppunni minni!! :) Er líka að þvo þvott því að í dag er ég súperhúsmóðirin mikla! :) Já því í dag virðist vera svokallað gluggaveður og því tilvalið að draga frá rimlagardínurnar og fara í stríð við rykið, hef amk. ekkert skárra að gera nema jú ég ætla að labba út á bókasafn á eftir og fá mér kakó- eða kaffibolla og kíkja í moggann og býst ég sterklega við að heittelskaður sambýlismaður minn komi með mér!! :) Það má kanski nefna það í framhjáhlaupi að við Gummi áttum 2ja og hálfs árs afmæli í gær! :) Mikið hrikalega er tíminn fljótur að líða, finnst eins og það séu bara svona 2 mánuðir síðan við hittumst á Nelly's og ég dró hann með mér heim og sendi svo pabba hans sms mánudaginn eftir því ég fann bara hvergi númer hjá Gumma í símaskránni (kanski því hann átti heima hjá systur sinni í Hafnarfirði en í símaskránni var hann ennþá skráður á Akureyri!!)!! Þá gat Gummi greyið (sem tókst ekki að blekkja mig og komast þannig hjá því að hitta mig aftur) ekki forðast mig og hefur ekki þorað að hætta með mér síðan!! :) Hehehehe gaman að þessu, en svo á líka hún Lilla litla (stóra/litla systir hans pabba) frænka mín afmæli í dag, til hamingju með það Lilla mín!! Hva ertu ekki orðin 63ja eða er mér farið að förlast eitthvað?? Svo á Sigurjón frændi (í hina ættina) líka afmæli í dag og er kappinn sá orðinn 22ja ára, ynnilega til hamingju með það grjónapungur!! ;) hehehehe Allaveganna, núna ætla ég að slafra í mig síðustu mjólkurgegnumblautu allbrönunum mínum og halda svo áfram með hreingerninguna - batnandi konum er best að lifa!!! :)
mánudagur, apríl 07, 2003
...hmmm er ekki örugglega mánudagur í dag??? Er orðin alveg rugluð í dögunum!!! :S Allaveganna þá fórum við í partý til Rúnu á laugardagskvöldið því hún varð 25 ára á föstudaginn! Þar var rosalegt stuð og við enduðum á Kåren þó það væri nú ekki ætlunin. Þar gerðist margt skemmtilegt, td. fékk ég að sjá sætasta strákinn í Skövde að mati Kristínar en mér til mikillar mæðu var það ekki Gummi minn heldur einhver Svíatittur sem leit svo sem ágætlega út!! :) Ég dansaði líka við súlu sem er í danssalnum og held ég verði bara að fara að vinna á nektardansstað þvílíkir eru nefnilega hæfileikarnir!! ;) Kristín var líka svo heppinn að einhver gamall karl (hvað var hann að gera þarna???) var að reyna við hana þegar við vorum að dansa og hún þurfti amk. einu sinni að slá á puttana á honum!! Þvílíkt ógeðslegur náungi!! Hef sjaldan eða aldrei dansað svona mikið á Kåren og samt dansaði ég ekkert mikið, er miklu meira fyrir að hanga einhversstaðar og sötra öl og eiga gáfulegar samræður við einhverja en að dansa en stundum er maður bara í stuði!! :) Ætla að taka það fram að ég var ekkert drukkin bara pínu kend enda drukkum við skötuhjúin mjög lítið þetta kvöld!! :)
föstudagur, apríl 04, 2003
...þá er enn einn föstudagurinn að kvöldi kominn!! Við hjónaleysin gerðum nú ekki mikið af okkur í dag, en okkur tókst að eyða metupphæð í Willy's því við ákváðum að kaupa okkur skúringarmoppu!! :) Orðin hundleið á þessari ógeðslegu skúringargræju sem er til hérna í sameigninni, alveg viðbjóðsleg og geðveikt skítugt og svo er ekki hægt að taka bara hausinn af græjunni til að þvo hann (held amk. ekki!). Þetta eru svona margir angar sem hanga saman neðan í skaftinu, alveg viðbjóðslegt að nota þetta drasl, ýtir bara skítnum fram og til baka í staðinn fyrir að þrífa hann upp!!! Þannig að við keyptum svona moppu eins og venjan er að nota á Íslandinu góða og tæknivædda svo bráðum verður gólfið alveg skínandi hreint hjá okkur! :) Vonumst til að geta flutt í aðeins stærra í sumar svo við erum bara á refresh takkanum allan daginn núna og erum búin að gera heimasíðu Skövdebostäder að upphafsíðunni hjá okkur þangað við getum bókað íbúð við hæfi! :) Ætlum nú samt ekkert að stækka mikið við okkur því við kunnum ágætlega við að búa þröngt, þá fer maður amk. ekki að safna að sér of miklu drasli (eins og Gummi er þekktur fyrir en alls ekki ég!!!). Vorum að pæla í 50 m2 íbúð en erum núna að pæla í 30 m2 íbúð (erum núna í 21,5 m2) því það er MIKLU ódýrara og ætta að vera alveg nóg amk. í eitt ár eða svo en þetta er alls ekkert komið á hreint því þetta er erfið ákvörðun skal ég segja ykkur! Hver veit nema við endum svo í rosalegri villu, bara alveg 50 m2 með 2 herbergi og rosalegum lúxus?!?!?!?! Hehehehe nei ég segji svona það er enginn gífulegur lúxus þar nema þá fullorðin eldavél en ég held að það sé líka þannig í þesum sem eru 30 m2!!! Hmmm þetta kemur vonandi allt fljótlega í ljós, ég er amk. bjartsýnin uppmáluð!! :)
...annar í borga reikninga í dag!! Fór í bæinn í gær til að borga sænsku reikningana okkar en það fór ekki betur en þð að ég gat ekki borgað þá alla sökum þess að hraðbankarnir (fór í 3) vildu ekki leyfa mér að fá eins mikinn pening og ég þurfti!!! :( Tók út helmingin í einum og svo vildi hann bara ekki gefa mér meira, þá fór ég í næsta og fékk hinn helminginn en þurfti pínu meira og fór í 3. hraðbankann en hann sagði bara þverrt nei svo ég þurfti að skilja einn reikning eftir!! Það er hrikalega dýrt (40-50 sek. per reikning!!) að borga reikningana í bönkum hérna, þeir vilja greinilega að fólk noti heimabanka eða það sem þeir kalla privatgiro! Við vorum með heimabanka hérna en vorum ekki nógu ánægð með hann, bölvað vesen á honum og eitthvað fornaldarlegt öryggiskerfi sem enginn banki á Íslandi mundi vera þekktur fyrir að vera með! En ég er semsagt búin að sækja umprivatgiro því nú á að fara að spara!! :) Með privatgiro færðu einhver blöð sem þú fyllir inná hvaða reikninga þú þarft að borga og einhverjar tölur og svo auðvitað upphæðirnar og svo stingurðu þessu bara í þartilgert umslag og sendir þetta alveg ókeypis og þarft ekki heldur að borga þessi fáránlega háu gjöld (veit alveg hvernig þetta drasl virkar bara erfitt að lýsa því almennilega!!)!! Ég meina að þurfa að borga fyrir að borga reikningana, þetta er alveg fáranlegt!!!! Þetta var semsagt hápunktur dagsins í dag, mikið á ég innihaldsríkt líf!
miðvikudagur, apríl 02, 2003
...Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæl'ann Gummi,
hann á afmæli í dag.
Hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ár´'ann Gummi,
hann er 26 ára í dag.
*Klapp klapp klapp og fullt af kossum og knúsi frá mér*
Já þá er hann Gummi minn loksins kominn af léttasta skeiði, bara orðinn 26 ára karlinn og enginn unglingur lengur!! ;) Einhverjar rannsóknir sýna að hjá karlmönnum liggur allt niður á við eftir að hann er orðinn 26 ára!! Hehehehehe Annars liggur afmælisbarnið bara í rúminu með flensuskít, er voðalega lítill eitthvað núna og kúrir sig undir sænginni minni og vill láta vorkenna sér!! :) Skemmtileg afmælisgjöf þessi flensa!! Ég þrælaðist út í bæ til að kaupa afmælisgjöf (peysu og bol) handa drengnum þó að ég sé eitthvað slöpp líka. Gat ekki látið það endurtaka sig sem gerðist í fyrra, þegar Gummi varð 25 ára fékk hann eina gjöf á afmælisdaginn sinn og það var bók frá mömmu minni og pabba. Ég gaf honum ekkert fyrr en um sumarið og mamma hans og pabbi eru ekki ennþá búin að gefa honum neitt!! Hann fær tvöfalda afmælisgjöf frá þeim núna, þau eru fyrir löngu búin að tilkynna okkur það!! :) Jæja best að fara að hjúkra afmælisbarninu og narta í snakk (maður á alltaf að narta í snakk rétt fyrir kvöldmat!!!).
Ég minni á að það styttist óðum í páska og svo afmælið mitt þannig að við erum farin að bíða eftir að pakkarnir streymi inn!! :)
hann á afmæli í dag,
hann á afmæl'ann Gummi,
hann á afmæli í dag.
Hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ára í dag,
hann er 26 ár´'ann Gummi,
hann er 26 ára í dag.
*Klapp klapp klapp og fullt af kossum og knúsi frá mér*
Já þá er hann Gummi minn loksins kominn af léttasta skeiði, bara orðinn 26 ára karlinn og enginn unglingur lengur!! ;) Einhverjar rannsóknir sýna að hjá karlmönnum liggur allt niður á við eftir að hann er orðinn 26 ára!! Hehehehehe Annars liggur afmælisbarnið bara í rúminu með flensuskít, er voðalega lítill eitthvað núna og kúrir sig undir sænginni minni og vill láta vorkenna sér!! :) Skemmtileg afmælisgjöf þessi flensa!! Ég þrælaðist út í bæ til að kaupa afmælisgjöf (peysu og bol) handa drengnum þó að ég sé eitthvað slöpp líka. Gat ekki látið það endurtaka sig sem gerðist í fyrra, þegar Gummi varð 25 ára fékk hann eina gjöf á afmælisdaginn sinn og það var bók frá mömmu minni og pabba. Ég gaf honum ekkert fyrr en um sumarið og mamma hans og pabbi eru ekki ennþá búin að gefa honum neitt!! Hann fær tvöfalda afmælisgjöf frá þeim núna, þau eru fyrir löngu búin að tilkynna okkur það!! :) Jæja best að fara að hjúkra afmælisbarninu og narta í snakk (maður á alltaf að narta í snakk rétt fyrir kvöldmat!!!).
Ég minni á að það styttist óðum í páska og svo afmælið mitt þannig að við erum farin að bíða eftir að pakkarnir streymi inn!! :)
þriðjudagur, apríl 01, 2003
...bara kominn 1.apríl og ég hef bara ekki gabbað neinn og býst ekki við að gera það enda er ég alltaf svo blíð og góð manneskja! :) Veit um amk. tvo sem eiga afmæli í dag og það eru Geiri bróðir hennar mömmu og Óli hennar Helgu vinkonu, til hamingju með afmælið báðir þó ég búist við að hvorugur lesi þetta. Það sem er merkilegast í fréttum í dag er að ég á afmæli eftir akkúrat 1 mánuð (er meira að segja aðeins minna!!). Já það verður ekki amarlegt þegar ég, Svíakonungur og Óli Óla förum að halda upp á afmælin okkar saman og ekki er það leiðinlegra að það er Valborgarmessa líka, fullt af flugeldum og fylleríum og svo frí daginn eftir því þá er frídagur verkamanna og kvenna!! :) Já mamma og pabbi eiga heiður skilið fyrir að plana mig svona vel eða var ég ekki annars plönuð??? Ég hef bara ekki hugmynd um það en ég veit að ég var mjög velkomin!! :) Annars hef ég ekki gert neitt í dag því það er annar eða þriðji í slappleika!! :( Rölti samt upp í Norrmalm til að kaupa mjólk, túrtappa og haframjöl en gleymdi auðvitað að kaupa haframjölið og skrifast það auðvitað á reikning slappleikans! ;) Aftur á móti þýðir ekkert að vera slöpp á morgun því það er merkisdagur, já það þarf að borga reikninga, þvo handklæði og kanski einhverjar tuskur líka, kaupa afmælisgjöf og elda góðan mat og auðvitað fer megnið af deginum í að kyssa Gumma til hamingju með daginn og óska honum til hamingju með að vera loksins kominn í fullorðinna manna tölu amk. hérna í Svíþjóð (gerðist það ekki fyrir löngu á Íslandi?? Gott að verða ungur í annað sinn en það þýðir víst líka að maður verður fullorðinn aftur!!) ;) Sem sagt merkisdagur á morgun en ekki næstum því eins merkilegur og 30.apríl (eru ekki annars allir farnir að safna fyrir Game Cube handa mér??? það er bara mánuður til stefnu!!) :)