mánudagur, febrúar 11, 2008

...jæja alltaf jafn mikið fjör á Seyðis, amk um helgar á virkum dögum líður lífið áfram á sínum vanjulega hraða en um helgar er allt gefið í og þær líða alltof hratt. Síðustu helgi var mikið gaman hjá okkur stelpunum, spiluðum við kertaljíos og rómantík í rafmagnsleysinu, fengum okkur smá í glas, dönsuðum við norðmenn, pólverja og íslendinga, erum svo fjölþjóðleg hérna í firðinum, og heilmikið spjallað og hlegið. Ég datt tvisvar sinnum á hausinn um helgina, fyrra skiptið var ég búin að staulast alla leiðina heim í fljúgandi hálku en datt kylliflöt í bílastæðinu hérna og vissi af mér næst liggjandi hálf undir bíl!! Seinna skiptið var ég í brjálaðri sveiflu með Sævari heiðargæs, á sokkunum á parketlögðu gólfi að dansa við Johnny Cash. Ákaflega skemmtilegt og fjörugt þangað til hann sveiflaði mér eitthvað útí horn og ég bara í gólfið.

Næstu helgi verður svo daman í borginni. Jájá ekkert orðin svo mikil landsbyggðarbomsa að ég geti ekki skellt mér í borgina. Legg af stað keyrandi með Gunnsa, Lillu og Óla frænda eldsnemma á föstudagsmorgun og ætla að stoppa í svona viku. Ekki ennþá ákveðið hvort ég keyri með þeim austur aftur eða tek svona fljúgivél. Það hljómar reyndar betur því það er ekki svo gaman að sitja í bíl lengi en ég læt flugfelag.is ráða þessu, þe. hvernig verð þeir bjóða mér þegar ég þarf á því að halda.

Sem sagt allt í gúddí hérna bara, við heyrumst...

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

...ég er bara ennþá á Seyðisfirði í öllum snjónum, já það snjóar svoleiðis að maður hverfur aftur í tímann og fer að hugsa um alla góðu veturna sem maður átti sem barn. Ég auðvitað mætti á þorrablótið, hló og skíkti, dansaði og dillaði, drakk og...og...og...drakk! ;) Skemmti mér alveg ferlega vel, fattaði flest öll skemmtiatriðin og hitti fullt af góðu fólki og fékk að taka snúning með pabba og Geira frænda.

Annars líða dagarnir á Seyðisfirði bara áfram í einni rólegri heild, ég er dugleg að heimsækja ættmenni og er byrjuð í yoga og finn mér vonandi eitthvað meira að gera. Svo er ég búin að eignast aðdáanda og það er auðvitað kitlandi skemmtilegt svona í hversdagsleikanum. Láran var svo heimsótt á laugardagskvöldið í skemmtilega veðrinu sem var þá, þar var slatti af góðu fólki og það var voðalega gaman. Ég plöggaði svo partý, labbaði þangað, klæddi mig úr yfirhöfninni, labbaði upp, settist í sófann, stóð strax upp aftur, labbaði niður, klæddi mig í og labbaði heim. Ekki að það hafi verið leiðinlegt þar heldur fannst mér allt í einu bara vera kominn tími á að koma sér heim á leið. Já get einstaka sinnum haft vit fyrir sjálfri mér...