föstudagur, apríl 27, 2007

...eftir kvöldið í kvöld verð ég fræg og kannski Gunnar bara líka! Vorum að módelast fyrir Herdísi, hún er í einhverjum stíliseringar myndakúrs í Listháskólanum. Ég var ekki að nenna að fara og farið að dreyma afsakanir en þegar ég var komin á staðinn var þetta svo bara þrælgaman allt saman og tíminn bara flaug frá okkur. Nú er bara að vona að ég hafi staðið mig vel og þurfi ekki að skammast mín fyrir útkomu myndanna. Hver veit nema ég pósti einni í framtíðinni ef ég fæ leyfi, Herdís lofaði amk að senda okkur nokkrar myndir við tækifæri en ég pressa ekkert á það strax enda nóg að gera hjá henni núna.

Hef lítið annað gert undanfarið en að bjútíblunda og fara á kaffihús fyrir utan að vera veik. Ætlaði aldrei að ná þessu almennilega úr mér og er búin að vera hálf drusluleg í fleiri daga en held að þetta sé að verða gott núna *7-9-13* eftir mikla baráttu og mörg töp! Svo er ég búin að skrópa í vinnuna mína *roðn* lofaði að þrífa hjá Nedda frænda áður en hann kæmi frá Spáni en var svo drusluleg að ég nennti ekki. Ætli ég fari ekki á morgun og geri eitthvað extra mikið svona til að minnka samviskubitið. Sendi reyndar yfirleitt sms daginn áður svo það sé búið að taka saman í eldhúsinu og blaðarusl og þannig en ég á það svo sem alveg skilið að gera það sjálf núna. Sé til hvort ég nenni því, annars fer ég eftir helgi...samt ekki á mánudaginn því þá ætla ég næstum bara að gera skemmtilega hluti. Vitiði afhverju??? Þetta er getraun...

mánudagur, apríl 16, 2007

...þar kom að því, ég er lasin og það frekar illa! Ég sem var að tala um það á laugardaginn hvað það væri langt síðan ég hefði orðið almennilega lasin og gerði meira að segja 7-9-13 í tréborðplötu. En allt kom fyrir ekki og ég ligg heima með allan pakkann og er alveg raddlaus þar að auki. Kemur bara eitthvað hvæs þegar ég reyni að tala, Klemensi til mikillar skemmtunar. Hef það samt ótrúlega gott, bý mér til gott bæli Gunnar megin í rúminu með fullt af koddum undir mér og svo tölvuna, vatn, varasalva, gemsa, Lúlla, dvd í haugum, verkjalyf og nammi allt í kringum mig svo ég þurfi helst ekki að standa upp. Dreymdi í dag að ég væri að reyna að tala við pabba í símann og hann heyrði ekkert í mér og skellti á. Ég varð mjög sár. Þetta væri lífið ef væri ekki fyrir beinverkina, svitann og leiðinlega drauma...

laugardagur, apríl 14, 2007

...páskarnir teknir í faðmi fjölskyldunnar á Seyðisfirði. Var á einhverjum bömmer svona viku fyrir páska og hringdi í mömmu þá sagðist hún hafa verið að hugsa um að bjóða mér heim kvöldið áður svo ég var fljót að segja já með tilheyrandi gleði ekkasogum. Flaug á miðvikudeginum fyrir páska og byrjaði á því að fylgja pabba á bryggjuna því karlinn þurfti á sjóinn, svo var heimsókn til ömmu og Lillu, það voru 2 flugur í einu höggi því amma var hjá Lillu. Svo byrjaði ballið...á skírdag var byrjað á fermingarveislu hjá Daða þar sem ég þurfti að hemja mig í átinu á gúmmelaðinu því ég var á leiðinni í brúðkaup á eftir. Eygló frænka mín og Dánjal voru að hnýta hnútinn og gerðu það sko með stæl. Flottur matur, ræður, söngur (bæði hóp og ein), skemmtiatriði og svo ball og spjall. Kom heim klukkan hálf 6 og var ekki einu sinni næstum því síðust heim! Á föstudaginn langa var svo 2. í fermingu hjá Daða því við gleymdum að setja peninginn í umslagið!!! Svo matur heima með einn gest, smá partý og svo djammið í Herðubreið. Allt saman alveg rosalega gaman. Eftir þetta var ég svo þreytt að ég svaf í sólarhring og vaknaði fyrir 7 á páskadagsmorgun og var örugglega sú fyrsta á Seyðisfirði til að opna páskaeggið eða klukkan 7:15. Svo vorum við með Gúu og Steina í mat og sátum svo að sumbli til klukkan 6 með tilheyrandi spjalli og hlátrasköllum. Mánudagurinn var tekin frekar rólega og snædd kengúra, alveg hrikalega góð og farið svo í 3ja í fermingu hjá Daða. Smá svona fjölskyldu kaffi fyrir pabba og auðvitað okkur hin til að hjálpa þeim að klára allar kökurnar. Þriðjudagurinn var svo heimsóknardagur, Steini og Gúa aftur í mat og svo kertaljósaspjall þar til var ákveðið að fara í eitt glas niður á Láruna. Það endaði með roknar djammi því þar var fullt af fólki og allir svo glaðir og kátir, skemmtilegir og spennandi og góðir vinir. Endaði í partýi og var samferða Steina frænda heim klukkan 7 um morguninn!!! Mættum slatta af fólki sem var á leiðinni í vinnuna!!! En þrátt fyrir mikla djamm páska voru þetta örugglega bestu páskar sem ég hef átt lengi, er amk mjög sátt við minn hlut.

Kom svo heim á miðvikudagskvöld og fór næstum strax að sofa, var svo þreytt eftir þriðjudaginn. Gunnar fór líka að lúlla því hann var hálf slappur með hálsbólgu og einhvern skít. Í gær var okkur svo boðið í mat til Mikka og Herdísar og fengum kjúlla-nachos. Alveg svakalega gott hjá þeim og bjór og hvítvín með. Við spiluðum og spjölluðum til rúmlega miðnættis en þá var allt gamla fólkið orðið svo þreytt að við kvöddum og ég heim að sofa, snemma einu sinni en! Í dag var svo Kolaport, Laugarvegur og Smáralind með Siggu og Klemensi í góða veðrinu. Núna er ég bara ein heima, Gunnar að spila, Sigga að borða með bróður sínum og Klemens í afmæli. Á mini rauðvín sem ég ætla að sötra ein en svo ætlum vi ð Sigga út og hitta Klemens í trylltum dansi.

Kannski ekki skemmtilegasta bloggið en þið sem eruð ekki hérna hjá mér vitið amk hvað ég hef verið að bralla undanfarið. Verð að fara að vera duglegri, hlýt að fá hugljómanir með hækkandi sól og blómum í högum...