sunnudagur, febrúar 26, 2006
...þá er ég mætt aftur á Neshagann eftir næstum einn og hálfan sólarhring í burtu. Var að snúast með Gyðu í gærdag og svo ákváðum við að hafa sukkdag og keyptum snakk og ís og horfðum á dvd og sjónvarpið út í eitt. Svo fékk ég bara að gista þar sem það var hvort eð er mæting hjá henni aftur 11 morguninn eftir til að fara að Koloaprotið og Gunnar að spila langt fram á nótt. Við komumst reyndar aldrei í Kolaportið en fórum í staðinn ásamt sambýlingum hennar í morgunkaffi á Kaffi Roma og svo beint heim að undirbúa bollukaffið hennar Hrefnu. Það er sko alls ekki ókeypis að gista hjá Gyðu því ég var sett í þrif og sópaði, þurrkaði, dustaði, hristi, skar og ég veit ekki hvað og hvað áður en ég var búin að borga fyrir gistingu, smá fæði og svo auðvitað bollurnar. Ekki nema von að ég nenni ekki að þrífa heima hjá mér!! ;) En ætli það sé ekki best að fara að hlaða elsku eplastelpuna mína (tölvuna fyrir þá sem ekki fatta) svo hún verði vel upplögð fyrir skólann á morgun...
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
...já já já skólinn ennþá fínn eða amk dagarnir sem ég hef getað mætt á sökum veikinda. Búin að vera fárveik síðan á sunnudaginn en var nú líklega byrjað að grassa áður en maður er alltaf að reyna að vera sterkur og láta svona "smotterí" ekki hafa áhrif á sig. Fór í júrópartý til Klemensar á laugardaginn og þar var mikil gleði og gaman þó ég hafi verið róleg í drykkjunni og hafi farið frekar snemma heim. Varð samt alveg blindfull og hroðalega þunn daginn eftir og skildi bara ekkert í þessu því ég drakk ekki mikið nema ykkur finnist 2 rauðvínsglös og tæpir 3 lite bjórar vera mikið? Var sem sagt greinilega bara orðin veik og er ennþá! :( Hiti, beinverkir, uppköst og magaveiki, hausverkur og allur pakkinn kom í heimsókn. Gat samt ekki verið þæga stelpan heima í dag því ég fór á minningarathöfn með Gunnari og svo fjölskyldukaffi á eftir. Athöfnin var ofboðslega falleg en mjög erfið þrátt fyrir að ég hafi í rauninni ekki þekkt konuna svo ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir ættingjana og aðstandendurna. Er núna bara komin heim og upp í rúm með 10-11 pastasalatið mitt og er að reyna að næra mig á einhverju sem fer vel í magann því kökur og þannig lagað gerðu það ekki. Sé samt ekki eftir að hafa gætt mér á þeim því þær voru ákaflega ljúfengar! :) Jæja kominn tími á að setja afganginn af salatinu inn í ísskáp og koma sér í náttföt, dvd-stund kvöldsins bíður...
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
...annars frábær annar skóladagur að baki, heima með ælupest!!! Er búin að vera eitthvað slöpp í maganum síðan á laugardaginn og í nótt vaknaði ég og ældi smá köku og fullt af galli. Nammi namm *kaldhæðni*, var ekkert annað í maganum því ég gat næstum ekkert borðað í gær, leið alltaf eins og ég væri alveg pakksödd, svona illa södd eins og þegar maður slysast til að borða alltof illa yfir sig og langar aldrei aftur til að hreyfa sig eða borða því það er svo vont. Gat samt borðað ágætlega áðan og fer auðvitað í skólann á morgun nema ég fari aftur að gubba en ég held að þetta sé komið núna því sem betur fer eru gubbupestir yfirleitt stuttar.
Jæja ætla að læra í þýsku og sögu áður en ég fer að horfa á einhverja mynd með Gunnari í tilefni af valentínusardeginum. Það er víst sagnakönnun í þýsku á morgun og ég ætla að fá allt rétt þar! :) Reyna að finna og sýna gamla góða metnaðinn minn...
Jæja ætla að læra í þýsku og sögu áður en ég fer að horfa á einhverja mynd með Gunnari í tilefni af valentínusardeginum. Það er víst sagnakönnun í þýsku á morgun og ég ætla að fá allt rétt þar! :) Reyna að finna og sýna gamla góða metnaðinn minn...
mánudagur, febrúar 13, 2006
...þá er fyrsta skóladeginum lokið og ég verð að segja að ég er hálf fegin yfir því. Það var samt mjög fínt í skólanum og allir voru voðalega vinalegir við mig þó að ég hafi nú ekki eignast neina vini og viti ekki hvað neinn heitir. En það er svo gott að vita að ég þurfi aldrei aftur að eiga fyrsta skóladaginn í Hraðbraut framundan, skiljiði ekki hvað ég meina? Þetta var allt saman furðulega fljótt að líða og leit vel út og nú er bara að bretta upp ermarnar og vera duglega svo þessum menntaskólastelpuferli mínum fari að ljúka. Það er svo margt annað sem ég væri til í vera að gera en obbosí ekkert stúdentspróf. Markmið morgundagsins eru svo að vera dugleg að spurja í stærðfræði, gera þolæfingar í ræktinni og reyna að tala við einhvern í bekknum. Stay tuned eftir meiri upplýsingum um daga mína sem menntaskólastelpa...einu sinni en...
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
...algjört svindl, búin að sofa í 3 tíma þegar ég svona líka glaðvakna aftur. Ég sem var svo glöð yfir að fara svona snemma að sofa til að venja mig við áður en skólinn byrjar á mánudaginn. Púff alvara lífsins tekur víst við þá og ég kvíði svolítið fyrir en bara fyrir svona asnalegum hlutum eins og að ég eigi ekki eftir að kynnast neinum og alltaf vera ein. Hef engar áhyggjur af lærdómnum, held að það verði ekki mikið mál að massa hann, bara að vera dugleg að nota tímann rétt á lærdómsdögunum. Amma hringi í mig um daginn og ég sagði henni hverju ég kviði mest fyrir í sambandi við skólann og hún kom með frekar fyndið pepp handa mér, "þetta verður allt í lagi, þú ert svo sniðug að tala mikið!!" Hahahahaha gat ekki annað en farið að hlægja af þessu, fannst þetta uppörvandi en skondið hvað er alltaf hægt að koma því að að ég tali mikið. Held að ég tali ekkert meira en aðrir, bara vikar þannig stundum. Sit oft og þegji og hlusta, það man bara enginn eftir því afþví að það er ekki eins skemmtilegt!! ;) Eyddi slatta af peningum í dag og ég get með sanni sagt að ég hef ekki eytt svona miklu í einu í yfir ár. Keypti samt bara það sem ég þurfti, skólabækur fyrir 2 af 3 áföngum sem ég fer í í fyrstu lotu, "smokk" utan um tölvuna mína til að verja hana og svo lét ég stitta pilsið sem varð fyrir flugeldaóhappinu um áramótin. Það verður "gaman" að splæsa stórum upphæðum í bækur á 5-6 vikna fresti fram á sumar og svo allan næsta vetur en það er allt gert svo að stúdentsprófið góða komist í hús og þá geri ég það með "gleði" í hjartar og "söng" á vörum...
föstudagur, febrúar 03, 2006
...gleði fréttir í dag, ég byrja í menntaskólanum Hraðbraut 13.febrúar næstkomandi. :) Það passaði akkúrat að ég mundi byrja þá miðaða við hvað ég er búin með og hvert þau sem verða með mér í bekk eru komin. Ég hlakka voðalega til en kvíði líka fyrir. Langar svo að standa mig núna og ég held að ég geri það núna því þessi skóli er byggður þannig upp. Hann notar lotukerfi þar sem 3 áfangar eru teknir fyrir í 4 vikur, svo eru próf 5. vikuna og 6. vikuna er frí ef maður nær prófunum en annars upptökupróf. Svo fer þetta annan hring o.s.frv.. Dagarnir hjá þeim eru líka þannig settir upp að á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru kennslustundir, 2 klst fyrir hvern áfanga en á þriðjudögum og fimmtudögum er mætingaskylda til að læra sjálfstætt. Finnst ykkur þetta ekki hljóma vel? Þannig að frá og með 13.febrúar og þangað til í júní verð ég að vera í skólanum frá 8:30-16:05 alla virka daga, amk þegar það eru kennsluvikur...
...síðustu dagar og dagurinn í dag hafa verið alveg frábærir þangað til rétt áðan. Fór í mat til Gyðu í gær og fékk spínatsúpu og sólkjarnabrauð, ananas, japansmix, kaffi og gott spjall. Svona kvöld klikka aldrei. Í dag var svo hangs og kaffi hjá Gyðu, smá læknisheimsókn og svo meira hangs og kaffi hjá Gyðu, loks fahitas í kvöldmatinn og hangs og sjónvarpsgláp eftir það. Hitti Gunnar svo galvösk áðan, ætluðum að fá okkur kaffisúp áður en hann héldi áfram að vinna yfirvinnuna sína en hættum við og hann skutlaði mér heim. Ég tékkaði á póstinum í mesta sakleysi því ég vissi að ég ætti von að bréfi frá Sverige sem var upprunalega frá Íslandi. Opnaði það og það var rukkun um himinháa upphæð í mínum huga. Sögðust hafa sent mér annað bréf í nóvember og að e´g hefði ekki gert neina athugasemd og þessvegna væri þetta svona. En ég fékk bara ekkert bréf frá þeim, ekki á lögheimilið mitt og ekki til Svíþjóðar. Svo ég er fokvond og áhyggjufull núna. Ég er svo pirruð yfir að þeir skyldu senda bréf til Svíþjóðar þegar ég hef haft lögheimili á Íslandi síðasta 1og1/2 árið og þeir vita það því ég hef sagt þeim það og svo er það líka í þjóðskránni!!!
Ég þakka bara Guði ef hann er þá til fyrir að ég ákvað í augnabliks veikleika að kaupa mér nammi á leiðinni heim, annars hefði ég örugglega fengið mun alvarlegra taugaáfall þegar ég opnaði þetta fjandans bréf áðan...
Ég þakka bara Guði ef hann er þá til fyrir að ég ákvað í augnabliks veikleika að kaupa mér nammi á leiðinni heim, annars hefði ég örugglega fengið mun alvarlegra taugaáfall þegar ég opnaði þetta fjandans bréf áðan...