...verð bara að viðurkenna að mér hefur oft verið hugsað til Íslands í dag. Ástæðan??? Sífeldar veðurbreytingar!! Já í dag er búið að vera sól, rigning og rok, aftur sól og aftur rigning og síðast en ekki síst þrumur og eldingar og þvílík og önnur eins læti!! Ég alveg hoppaði upp úr rúminu þegar einhver hrikalegasta druna sem sögur fara af argaði og gargaði hérna fyrir utan gluggann og ég verð að viðurkenna að mér stóð ekki alveg á sama þó svona veður séu líka spennandi, bara ekki spennadi þegar manni líður eins og að eldinguna hafi slegið niður í húsið hjá manni!
Í gær fórum við í Willy's og keyptum helling af snakki og gosi og fengum svo Heiðu, Jóhann, Finn og Rúnu í heimsókn. Við spiluðum Party & Co. og Gettu betur. Það var rosalega gaman og mikið hlegið og vitleysast! :) Svo skyggði það ekki á gleðina að hún Helga mín hringdi aðeins í mig, hún var í partýi og varð bara aðeins að heyra í mér hljóðið eftir að hafa verið minnt óþyrmilega vel á það að ég væri stödd í Svíþjóð þegar hún sá að það var sænskur þáttur í sjónvarpinu. Ég er að reyna að fá hana til að kíkja í heimsókn til okkar í ágúst og virðist það plan bara ganga ágætlega hjá mér! ;) Þið skötuhjúin eruð amk alveg hjartanlega velkomin ef þið hafið tök á því að koma! :) Reyndar eru næstum því allir velkomnir til okkar en bara ekki allir í einu, amk ekki ef allir ætla að fá gistingu! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli