...jæja komin heim úr ræktinni. Þetta ógurlega átak er að gera góða hluti, er amk búin að léttast um hálft kíló og það er ágætt til að peppa mann upp. Ætla aftur á morgunn eða fimmtudaginn og þá er lyftinga dagur! :)
Annars svo sem ekkert að frétta, var rosalega dugleg að gera sálfræðiverkefni í gær. Las og las og pældi og spekúleraði. Var svo eitthvað að skoða inni á webCT og komst þá að því að ég átti ekki að skila barnasálfræðiverkefninu í gær heldur næsta fimmtudag og að það var félagsfræðiverkefnið sem ég átti að vera að gera!!! Ég varð mjög svekt en gat samt ekki annað en hlegið um leið og tár reiði yfir eigin heimsku láku niður kinnarnar, og eins og alltaf þegar ég verð mjög svekt eða leið það verð ég mjög syfjuð þannig að ég dró mig frá tölvunni og labbaði upp í búð að kaupa mjólk og fleira. Kom svo heim aftur ennþá syfjaðri en áður en hékk yfir verkefninu í hátt í klukkutíma áður en Gummi kallaði á mig í egg í brauði með osti og aromati og eftir góða máltíð þá laggði ég mig í 2 tíma áður en ég klambraði saman einhverri vitleysu til að skila inn, vona að kennarinn taki ekki eftir fáfræði minni um félagslegt taumhald og eitthvað álíka crap!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli