...ég bara vöknuð og það fyrir langa löngu. Steig úr rekkju rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun til að tæma skólpfötu lífsins og gat svo alls ekki sofnað aftur! Þannig að sólarhringurinn snýr rétt í dag en það verður gaman að vita hversu lengi það verður. Þeir sem vilja veðja um það verða að hafa samband við veðbanka Gumma!
Húðin að verða komin í lag eftir þessa bakteríusýkingu. Ég er hætt að líta út eins og einhver genabreytt geimvera úr Star Trek þannig að ég get alveg veirð sátt. Held bara áfram að gleypa pillur og drepa allar bakteríur í líkamanum, hverjum er ekki sama hvort þær eru góðar eða vondar??? Svo er líka baktería eitthvað svo vont orð, þessar svokölluðu góðu bakteríur ættu að stofna bandalag og rífa sig í burtu frá þessum vondu, kjósa um nýtt nafn og teikna fána. Þá fyrst er einhver von á að við hættum að drepa þær um leið og við losum okkur við þær illu með því að kaupa okkur leigumorðingja að nafni sýklalyf!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli