...ég skal segja ykkur það!!! Eruði að lesa??? Á nákvæmlega þessum degi (tja auðvitað ekki þessum en 7.október 2000) var rjómanum af Seyðfirðingum boðið í matarboð að Skipholti 26, penthouseíbúðinni ógurlegu. Þar var borðað og drukkið og skemmt sér alveg konunglega og ákveðið margoft að fara ekki á Nelly's sem þá var ennþá eðalskemmtistaður. Þegar við vorum komin í bæinn og alla leið niður að Gauknum þá var svo mikil biðröð þar að við nenntum ekki að bíða þar og snérumst í ótalhringi í kringum sjálf okkur til að ákveða hvert skildi halda. Strákarnir ákváðu að gerast lögbrjótar og míga í húsasundi meðan við Gyða stóðum vörð og fengum okkur aðeins í nefið til að rifja upp gamla tíma. Svo stundum við þungan og örkuðum á Nelly's. Þar var djammað og drukkið ennþá meira, dansað helling og hözzlað pínu svona þegar fór að líða að lokun. Ég fór til stóra frænda sem var með fatahengisnúmerið okkar og náði í jakkann minn og skilaði honum svo aftur númerinu og arkaði af stað út í nóttina með tveimur bláókunnugum herramönnum. Ég frétti síðar meir að frændi hefði ekkert skilið í framferði mínu og haft miklar áhyggjur af litlu frænku aleinni með einhverjum stráklingum. Þá var ferðinni heitið í leigubílaröðina en á leiðinni hittum við þá "merkilegu" konu Ingibjörgu Sólrúnu og kallaði ég á eftir henni "Sólrún". Ég vill ekki trúa þessu en það eru víst tvö vitni að þessu (ég vill halda því fram að ég hafi kallað Ingibjörg!). Svo var ferðinni heitið í Breiðholtið til Öldu Diljá þar sem hún lofaði partýi. Það var eitt slappasta partý sem ég hef lent í þar sem hún lá hálfsofandi upp í sófa enda var ferðinni haldið annað fljótlega eftir að ég hafði bolaskipti sökum óþægindana sem hafast af því að vera í bol með engu baki. Þá lá leiðinn aftur til baka eða svo til, öðrum herramanninum var hent út úr taxanum og sagt að hann gæti labbað heim þaðan en hinn herramaðurinn og ég fórum heim til mín í einkapartý. Einmitt þegar við komum inn hringdi eðalpeningasíminn í Skipholti 45 og voru það tveir af mínum bestu karlkynsvinum að forvitnast um hagi mína, höfðu áhyggjur því ég svaraði ekki í gsm-ann (heyrði ekki í honum eða batteríislaus eða eitthvað). Þeir voru alveg þrumulostnir á framferði mínu og mundu ekkert eftir því að hafa séð þennan dreng á Nelly's. Þá fengu þeir að heyra í honum og herramaðurinn sagði "þið hljótið að muna eftir mér, ég er þessi með útstæðu eyrun".
Daginn eftir fékk herramaðurinn að hringja í föður sinn til að láta sækja sig því hann tók aldrei símann með sér á djammið. Ég sagði hvað ég héti og ég væri í símaskránni undir Seyðisfjörður. Hann sagði sitt nafn og hvar hann byggi og ég gæti leitað að því í símaskránni. Á mánudeginum var ég að reyna að finna númerið hjá herranum en fann það hvergi, nafnið passaði ekki við heimilisfangið. Sá eini með þessu nafni var ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu og það bara passaði ekki eða það hélt ég. En ég dó ekki ráðalaus, hann hafði jú hringt í föður sinn úr símanum mínum þannig að ég vissi númerið hans. Ég settist í hvíta skítuga sófann og byrjaði að skrifa sms sem hljómaði eitthvað á þessa leið "Hæ pabbi herrans, viltu biðja hann um að hafa samband við mig ef hann vill. Kv. Sirrý". Svo sat ég heillengi og visssi ekki hvort ég ætti að senda þetta sms, vildi ég í raun hitta þennan strák aftur??? Svo ýtti ég á takkann og skilaboði sendist og ég svitnaði og fékk örari hjartslátt, var ég að gera rétt???
Ég fékk símhringingu seinna um daginn frá herranum, hann var glaður yfir skilaboðunum sem faðir hans hafði áframsent til hans. Hann var búinn að finna Sigríði Jónsdóttur á Seyðisfirði en það var eitt vandamál þær voru tvær (hin er amma mín og ef hann hefði skoða vel hefði hann séð að annað númerið var gsm en hitt heimilis). Hann var að vinna til klukkan 21 um kvöldið og spurði hvort hann mætti koma eftir það ég sagði já.
Herramaðurinn er semsagt Gummi en hinn strákurinn er alls enginn herramaður heldur aumingji sem er ekki vert að nefna á nafn. Þið vitið svo framhaldið amk í grófum dráttum. ;)
Elsku Gummi minn til hamingju með að það eru orðin 3 ár síðan ég dró þig heim með mér, ég sé ekki eftir því, amk ekki ennþá ;) og vonandi ekki þú heldur enda erfitt að finna eins góðan kvenkost og mig ehemm!!
Ég elska þig! :*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli