...pirrr hvað það var kalt á leiðinni heim úr ræktinni, það voru ekki nema 20° og ég var á stuttbuxum, bol og sandölum!!! :S Það voru þvílíku þrumurnar og eldingarnar hérna rétt hjá í dag. Þetta byrjaði þegar við vorum á leiðinni í Willy's og á meðan við vorum í ræktinni var allt að verða vitlaust úti, ljósin blikkuðu og rúðurnar skulfu en sem betur fer var það mesta gengið yfir þegar við löbbuðum heim. Ótrúlega skrítin þessi þrumuveður, áður en þau byrja er loftið allt öðruvísi og maður verður allur sveitt klístraður, svo varð geðveikt dimmt úti þó klukkan væri ekki orðin 16 og skýin voru ekkert voðalega dökk svo krass búmm bang og allt byrjaði að skjálfa og titra og þvílíku lætin!!
Annars er ferðinni heitið í Maxi að kaupa sveppahakk og blettahreinsi, ömurlegt þegar allt er ekki til þegar maður fer að versla!! Á morgun ætla ég nefnilega í þykjustuleikinn Sirrý þrifasjúka og þá er nauðsynlegt að eiga blettahreinsi fyrir hvítubuxurnar mínar!! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli