föstudagur, júlí 18, 2003

...jæja þá érum við búin að kaupa sandala og sundskýlu á Gumma, ég ætlaði líka að kaupa mér bikíní en fann ekkert sem ég féll fyrir. Það voru auðvitað nokkur flott en þá var ekki til í minni stærð eða það var bara til annar hlutinn! :( Fann flotta haldara og ætlaði bara að kaupa svarta brók en þá voru bara til svartar brækur í nr 40 og 42 og það er nokkrum númerum of stórt á mig og svart var eini liturinn sem passaði vel við haldarana sem mér fundust flottir! :( Jæja þá er bara smá pása frá bikíníkaupum og svo reyni ég aftur eftir helgi, þá hlýtur eitthvað flott að vera til ég verða bara að vera bjartsýn! :) Það var aftur heitt og klístrað veður í dag, það var svo heitt að ég klæddi mig ekki fyrr en klukkan hálf 5 í dag, var bara ekki að meika að vera í meiri fötum en nærbuxum og nærbol. Rosafín að taka til á nærfötunum, tók einmitt eftir því að stelpan sem býr í íbúpinni sem við flytjum í glápti hérna yfir þegar ég var að þurka af gluggakistunnu, iss hún hefur örugglega bara aldrei séð svona flotta brók áður, Hagkaup rúlar! :) Á leiðinni heim úr bænum áðan byrjaði að draga fyrir sólina og svo þegar við vorum komin að Kanslihuset (sykurmolanum) heyrðist svona skrúfa frá krana hljóð og við vissum að það kæmi demba. Stuttu síðar stóðum við rennandi blaut í þeirri mestu rigningu sem ég hef séð, var meira að segja meiri en rigning sem var þegar við löbbuðum heim frá Södra Ryd síðasta föstudagskvöld og þá vorum við svo blaut að meira að segja nærbuxurnar voru holdvotar!! Sem betur fer var þetta bara skýfall og rigninginn var að mestu hætt þegar við vorum komin að húsinu sem bókabúðin og kaffistofan eru í, það rigndi í innan við 5 mínútur en samt var flóð úr þakrennunum!! En þetta var mjög hressandi og skemmtilegt og við hlógum mikið! :)

Engin ummæli: