föstudagur, október 10, 2003
...já mig grunaði þetta en var ekki alveg svona viss í minni sök. Auglýsingar gera gagn!!! Var að þvo í kvöld en var alveg búin að steingleyma því og væri örugglega ekki ennþá búin að ná í þvottinn minn úr þurrkaranum ef það hefði ekki verið sýnd þvottavélaauglýsing!! Ok langar oft í Twix þegar þa er verið að auglýsa það en þetta var bara brillíjant. Meira svona hjá sjónvarpsstöðvunum!! Hvernig væri að td á klukkutíma fresti kæmu auglýsingar til að minna mann á að slökkva á eldavélinni og taka straujárnið úr sambandi eða að slökkva á kertunum sem löga eftirlitslaus í næsta herbergi?? Það væri alveg frábært og mundi minnka tjón á heimilum til muna og það yrði minna að gera hjá slökkviliðum bæja og borga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli