...þá er ég búin að setja inn Shout Out system hérna á síðuna svo endilega veriði dugleg að kommenta á það sem ég skrifa! :)
Ekkert að frétta nema þetta venjulega, sólin skín, ég má ekki fara út, sef mest á daginn, er vakandi á nóttunni og hjálpa Helgu hamingjusömu á næturvakt! :) Hún hringdi í mig í dag og það var frábært ða heyra aðeins röddina í henni eftir allt spjallið undanfarnar nætur. Hún vinnur á næturvöktum á Farfuglaheimilinu í Laugardal og einhver túristi gaf henni svona fyrirframgreitt símakort fyrir venjulega síma, veit ekkert hvað þetta heitir en þið vitið vonandi hvað ég meina.
Hvað er ég að bulla, það er nóg að frétta!!! Gummi fékk út úr dis-mat prófinu sínu í gær og hann náði! :) Ég vissi að hann mundi ná og var ekkert smá ánægð þegar hann sagði mér það, það voru bara 3 af 13 sem náðu!! Svo er hann að fara í próf í heimspeki frá 14.30 til 18:30 í dag og ég er alveg handviss um að honum á eftir að ganga vel í því! :) Ekki minni fréttir eru þær að Gyða frænka og Bubbi Morthens eiga afmæli í dag og svo er þjóðhátíðardagur Svía. Gyða ("é á ammili 6.júní og hattu so kjatti") verður kvart 100 ára en ég hef ekki hugmynd um hvað Bubbi verður gamall og er bara alveg sama um það líka!!
Hmmm hvað ætli Svíar geri skemmtilegt á þjóðhátíðardaginn sinn?? Ætla rétt að vona að það sé ekki allt lokað í dag, trúi því nú varla því þeir gátu varla lokað búðunum yfir jólin!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli