miðvikudagur, júlí 02, 2003

...hmmm er ekki alveg nógu dugleg í skrifunum þessa dagana, ástæðan gæti verið fjarvera og svefnleysi og loks maraþon svefn! Við Gummi skelltum okkur sem sagt til Gautaborgar á mánudaginn og það var mjög gaman. Ætluðum að hitta Gyðu og Hrefnu þar en þær eru svo mikir sauðir að þær voru ekki búnar að panta miða og þessvegna var aldrei þessu vant allar lestir fullar, semmilega vegna þess að Hróarkeldu var að ljúka þarna! :(

Við Gummi vorum sem sagt búin að kaupa miðana þegar við fréttum að þær kæmust kannski ekki og næstum komin til Gautaborgar þegar við vissum að þær kæmumst ekki. En við gerðum góðan dag úr þessu þó ég verði að viðurkenna að það hefði verið ágætt að hafa sofið eitthvað nóttina á undan en við skemmtum okkur mjög vel en vorum alveg búin á því þegar við fórum heim. Við löbbuðum um alla Gautaborg, tja eða svona næstum og þvílíkt og annað eins af tröppum sem við lögðum leið okkar um. Ég er tröpputeljari og við löbbuðum um samtals svona 1000 tröppur sem var góð rassaæfing! :) Það voru bara 196 tröppur upp að Skansen sem er hermynjasafn núna en var áður fangelsi. Þar vorum við eitthvað að blaðra eins og okkar er von og vísa þegar allt í einu heyrðist "eruði íslendingar" eins og það væri ekki augljóst því við töluðum jú okkar ástkæra og ylhýra tungumál!! Mér tókst að svara "greinilega" (veit ekki alveg hvaðan það kom) og þá varð greyið strákurinn bara skírtinn á svipinn og svo var ekkert meira sagt! Ætlaði ekki að vera dónaleg þetta datt bara út úr mér! Svo væri svo týpískt að hann kæmi í skólann hérna í haust hehehe. Við eyddum mjög litlu í þessari ferð enda var þetta engin verslunarferð, keypti mér eyrnalokka og svo drasl í Body Shop sem mig vantaði og svo auðvitað helling að éta eins og er von og vísa í svona ferð! :)

Í lestinni á leiðinni heim sat svo á móti okkur maður sem var að borða Daimtopp og vá há ég hef aldei heyrt fullorðinn óheilabilaðann mann smjatta og kjammsa jafn mikið á neinu og svo bruddi hann svo hátt, hef bara aldrei heyrt annað eins og ath þetta var ekki gamall maður bara svona venjulegur fjölskyldumaður á milli fertugs og fimmtugs. Sem betur fer var þetta ekki stór ís og við Gummi gátum sofið alla leiðina heim eða hér um bil. Gummi svaf eins og steinn en ég var alltaf að vakna til að ath hvað við værum og í eitt skiptið brá mér mjög mikið og vissi ekker thvar við vorum en þá vorum við í Falköping sem er 20 mín frá Skövde! :)


Þrátt fyrir mikla þreytu var auðvitað alls ekki hægt að fara að sofa strax og við komum heim heldur var kíkt á imbann og sötraður bjór til að ná sér niður eftir 28 klst vöku! :) Svo átti auðvitað að vakna á sómasamlegum tíma í gær en það tókst ekki betur en svo að við sváfum alla nóttina og allan daginn og auðvitað er ég þar að leiðandi búin að vaka í alla nótt! En það er bara gaman því ég hitti Helgu á msn-inu og það þurfti að tala um margt og mikið við hana! :)

Engin ummæli: