...er svo þreytt, fékk bara 4 tíma svefn í nótt og það er alltof lítið fyrir köttinn mig sem vill sofa allan daginn. En söguprófið getur ekki beðið mikið lengur. Verð að klára að lesa um 60 bls og fara yfir glósur fyrir prófið á eftir. Kann reyndar alveg helling en ekki allt. Samt alveg týpískt að það komi bara eitthvað á prófinu sem ég man ekki. Var að skoða gamalt próf og það var ferlega erfitt, amk ritgerðarspurningarnar svo núna er bara að krossa puttana og vona það besta. Hlakka til klukkan 16 í dag því þá er bara eitt próf eftir! :D Djö...... vesen að hafa verið svona lasin, átti að vera búin í þessu prófaveseni föstudaginn 12. des sem breyttist snarlega í mánudaginn 15. des þegar ég hætti ekkert að vera lasi í maganum og núna er dagsetningin orðin 19. des. Þetta getur ekki versanð er það nokkuð??? Á líka eftir allan jólaundirbúning eins og að þrífa og versla í matinn og skreyta. Ég sem ætlaði að vera svo tímanlega í þessu öllu en svo voru draumar mínir gerðir að engu á svipstundu *snörl og snít*.
Jæja aftur á haus ofan í Íslands- og mannkynssögu NB 1...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli