föstudagur, nóvember 28, 2003
...það er svona að vera alltaf á síðustu stundu með allt. Dana hringdi áðan og spruði hvort ég vildi ekki koma með sér í bæinn og ég get það ekki því ég þarf að púla yfir leiðinda ritgerð!!! Læt mér þetta að kenningu verða og lofa sjálfri mér, eins og oft áður, að vera aldrei á síðustu stundu með svona stór verkefni. En Dana var svo góð að lofa að þurfa í bæinn aftur eftir helgi og þá get ég farið með! :D Reyndar eru jólagjafakaupa á planinu hjá okkur Gumma fyrir helgina ásamt því að þrífa og setja upp aðventuljós! :) Erum búin að ákveða eða komin með hugmyndir að flestum jólagjöfunum þannig að það er bara að fara út og veifa kortinu og hafa svo kósý jólakvöld með piparkökur, jólapappír og jólakort. Ég veit reyndar ekkert hvað ég á að gefa Gumma og er svolítið tínd í þeim hugsunum en hann er aldrei þessu vant komin með hugmynd að gjöf handa mér. Ég er ekkert voðalega forvitin hvað það er en þykist vera það, það er svo gaman! ;) Hlakka samt til að vita hvað það er því ég hef ekki græna glóru um hvað þetta gæti verið. Eitt er víst, ég fer ekki að bora lítil göt á alla pakkana til að svala fróðleiksfýsninni (er það ekki það sama og að vera forvitin??) ;). Ég á stóra frænku sem gerir/gerði svoleiðis, hún veit hver hún er!! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli