fimmtudagur, júlí 24, 2003

...þá er annar í klippingu liðinn! :) Fór í klippingu á þriðjudaginn og var svona allt í lagi ánægð þegar ég fór þaðan út en þegar heim var komið og ég fór að skoða þá var ég alls ekki ánægð lengur og varð hreint út sagt alveg miður mín. Ég fór aftur á klippistofuna og sagði þeim frá þessu, skammaðist mín nú hálf partinn fyrir að vera svona erfið en ég borgaði alveg formúgu fyrir þetta og keypti hárvörur líka! Ég átti svo að koma í gær og láta laga hárið, ég vaknaði alveg á síðustu stundu og var að fara út um dyrnar þegar Heiður (einn eigandi stofunnar) hringdi og spurði hvort ég gæti frekar komið í dag. Ég var mjög ánægð með það og deif mig beina leið aftur undir sængurverið og kúrði mig það sem eftir lifði dags! :) Var nefnilega með svo illt í maganum nóttina áður að ég gat ekki sofið! :( Jæja er amk komið heim eftir klippinguna og er ánægð núna, Heiður virðist vera skemmtileg kona og næst ætla ég að reyna að fá tíma hjá henni strax, á þriðjudaginn var nefnielga einhver sænsk skvísa að klippa mig! Verð nú að viðurkenna að mér fannst frekar vandræðalegt að koma í dag og láta laga það sem skvísan gerði, hún heislaði voðalega vinalega og ég á móti en ég var fegin að hún var með annan kúnna alveg hinu megin í stofunni! :) Ætla svo að drífa mig í ræktina eftir smá stund, hef ekki farið í 2 daga því ég gat ekki hugsað mér að vera meira úti en ég þurfti með hina klippinguna!!

Engin ummæli: