föstudagur, nóvember 28, 2003

...það er svona að vera alltaf á síðustu stundu með allt. Dana hringdi áðan og spruði hvort ég vildi ekki koma með sér í bæinn og ég get það ekki því ég þarf að púla yfir leiðinda ritgerð!!! Læt mér þetta að kenningu verða og lofa sjálfri mér, eins og oft áður, að vera aldrei á síðustu stundu með svona stór verkefni. En Dana var svo góð að lofa að þurfa í bæinn aftur eftir helgi og þá get ég farið með! :D Reyndar eru jólagjafakaupa á planinu hjá okkur Gumma fyrir helgina ásamt því að þrífa og setja upp aðventuljós! :) Erum búin að ákveða eða komin með hugmyndir að flestum jólagjöfunum þannig að það er bara að fara út og veifa kortinu og hafa svo kósý jólakvöld með piparkökur, jólapappír og jólakort. Ég veit reyndar ekkert hvað ég á að gefa Gumma og er svolítið tínd í þeim hugsunum en hann er aldrei þessu vant komin með hugmynd að gjöf handa mér. Ég er ekkert voðalega forvitin hvað það er en þykist vera það, það er svo gaman! ;) Hlakka samt til að vita hvað það er því ég hef ekki græna glóru um hvað þetta gæti verið. Eitt er víst, ég fer ekki að bora lítil göt á alla pakkana til að svala fróðleiksfýsninni (er það ekki það sama og að vera forvitin??) ;). Ég á stóra frænku sem gerir/gerði svoleiðis, hún veit hver hún er!! ;)

sunnudagur, nóvember 23, 2003

...fór í ræktina í dag eftir 2-3 vikna hlé sem orsakaðist af 1) hræðilegri bakteríusýkingu í húðinni sem varð til þess að ég hafði ekki áhuga á að sýna mig meira úti við en brýnasta nauðsyn krafðist og 2) fékk flensu og var bara að stíga upp úr henni. Madda dró mig semsagt með sér í sprell eins og hún orðaði það svo listilega vel og það var ekkert smá gott að svitna og hnykkla vöðvanna sem voru orðnir alltof vanir því að liggja í sófanum. Reyndar var eini vöðvinn sem fékk einhverja æfingu á meðan á öllu þessu stóð þumalputtavöðvinn sem ég þegar ég skipti um stöð á fjarstýringunni. Ég er samt ekki af þumalputtakynslóðinni, nota vísinfingur við að benda og hringja dyrabjöllum þannig að þetta er allt hið dularfylsta mál!

Foreldrar mínir eru loksins komin úr utanlandsreisunni sinni. Þau hafa aldrei hringt jafn mikið í mig eins og eftir að þau lentu í Edinborg. Annað hvort söknuðu þau mín svona mikið eða þá að þau höfðu hrikalegt samviskubit yfir að hafa valið Bretlandseyjar fram yfir Svíþjóð eða Danmörku. Þá hefði ég getð hoppað upp í lest og truflað þau allan tímann, hmmm það er kannski ástæðan fyrir að þau völdu Skotland!! :S

Jæja verð að fara að leggjast á meltuna, var að borða taco og þar sem ég var mjög listarlaus meðan á flensunni stóð þá er eiginlega hægt að segja að þetta hafi verð fyrsta almennilega máltíðin mín síðan á mánudaginn og mmm mmm mmm hvað hún var góð!!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

...flensan alveg að verða liðin hjá, ætla samt að halda mér innan dyra í dag og kannski á morgun líka því ég er ennþá með svo mikinn svima að ég þori ekki að vera fótgangandi á almannafæri. Átti að skila söguritgerðinni minni í dag en talaði við kennarann í gær og fékk frest, bað um smá frest en fékk alveg til 28. nóv og verð bara að segja að ég er sátt við það. Byrja aftur að ritgerðast á morgun eða eitthvað, amk veðrur ekkert gert í dag því ég ætla bara að hvíla mig og ath hvort þessi hnakkahausverkur fari ekki. Var að fá út úr ritgerðunum sem ég skilaði í félagsfræði og sálfræði og fékk mjög góðar einkunnir. Ætla ekki að upplýsa þær hér til að aðrir fái ekki minnimáttarkenndir en ég get sagt að ég sjálf, Gummi og foreldrar mínir (og auðvitað allir aðrir) geta verið stoltir yfir einkununum sem ég hef veirð að fá fyrir verkefnin mín í þessu fjarnámi. Svo er bara að vona að prófin gangi vel, langar svo að fá gott úr þeim líka, finn alveg að fjarnám á miklu betur við mig heldur en venjulegt nám og svo verður maður líka svo agaður...ehemmm það er eitthvað fast í hálsinum á mér...ehemmmmmm... ;)

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

...ég er svo glöð að ég gæti grátið. Reyndar var ég alveg með tárin í augunum þegar ég var að lesa fréttina um frystihúsmálin á Seyðisfirði á mbl fyrri pabba, kallinn hringdi nefnilega í mig frá Edinborg. Adolf er hetjan og Gullberg ehf að gera góða hluti og ég geri ráð fyrir að allir heima séu glaðir og ánægðir og að mikið verði djammað um helgina! :) Kvöldið versnaði svo ekki þegar ég las þessa frétt á Seyðisfjarðarvefnum um að ferjan fari að sigla til okkar allt árið um kring. Það er ekki leiðinlegt og vonandi að manni takist einhverntímann að sjá innvolsið í þessari fínu og flottu nýju ferju. Kannski maður verði bara heima næsta sumar fyrst allt er á réttri leið, er amk með reysnlu í frystihússtörfum! :) Greinilegt að allt er aftur á uppleið í firðunum fagra eftir svolítinn tíma í óöryggi og kvíða.

TIL HAMINGJU SEYÐISFJÖRÐUR!!!!

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

...vaknaði upp við hræðilega drauma um morð og eltingaleiki, herinn og að nota kvenkyns nýliða sem æfingaskotmörk og ég veit bara ekki hvað og hvað. Þessir draumar höfðu allir fræðilega útskýringu: ég er komin með flensu og vona heitt og innilega að það sé ekki inflúensa þó ég búist fastlega við því. Held það sé rétt sem mamma segir: "þú mátt ekki frétta af flensu þá ertu komin með hana!" Er svo illt í augunum og tönnunum að ég er hætt í bili, bara að skrifa einn e-mail og svo undir sæng aftur.

TIL HAMNGJU MEÐ DAGINN INGA HREFNA MÍN - BARA ORÐIN 22JA ÁRA KERLINGIN!!

mánudagur, nóvember 17, 2003

...Gumma fannst hann vera alveg rosalega mjór í morgunn. Hann var að finna sér föt inni í fataherbeginu/geymslunni og kom fram með buxur af mér sem ég get rétt svo troðið mér í með því að hoppa og skoppa, leggjast á bakið, ýta mjöðmunum upp og mása og blása...bíddu var þetta atriði í klámmynd sem ég sá...!!! :S

Alltaf nóg að gera á þessum bæ og aðalega sökum vankunnáttu minnar á að gera hlutina ekki á síðustu stundu. Er búin að vera að hugsa um að skrifa þessa ritgerð síðan í byrjun október því þá hafði ég svo lítið að gera en það var samt alltaf svo langt í skiladaginn að ég ákvað að lama þessar frægu gráu með því að horfa á '80 sjónvarpsþætti sem eru sýndir aftur og aftur á fimmunni!! Núna er allt á síðustu stundu og ég ekki einu sinni búin að finna um hvað ég ætla að skrifa þessa heimildaritgerð í sögu. Hef engar heimildir og ekki neitt en er búin að hafa samband við eina manninn í Skövde sem ég vissi að gæti hugsanlega hjálpað mér, engan annan er Ryd-búann Sverri sögumann. Hann ætlar að vera svo elskulegur að rýna inn í bókaskápinn sinn og athuga hvaða skruddur hann er með þar.

...þetta reddast allt, það reddast alltaf allt... jæja verð að fara að klára félagsfræðiritgerðina sem á að skila í dag og svo langar mér svo í ræktina og að þurrka af og að skúra og...en skítastuðullinn hefur verið hækkaður ennþá meira, amk fram á föstudag!

föstudagur, nóvember 14, 2003

...ég bara vöknuð o gþað frekar seint miðað við síðustu daga. Klukkan orðin 10 og ég sem hef verið að fara á fætur á milli klukkan 5:30 og 8 alla vikuna. Get nú ekki sagt að það sé eitthvað venjulegt fyrir mig, venjulegt hjá mér er svona um hádegi eða ehemm já sko... En það er voðalega gott að vakna snemma amk þessa dagana, aðra daga er alveg yndislegt að sofa lengi, lengi og vaka fram að barnaefnistímanum og bursta tennurnar yfir teiknimyndum. Ok ég er veik á geði en hverjum er ekki sama??

Skilaði ritgerðinni um klukkan hálf eitt í nótt. Get ekki sagt að ég sé neitt rosalega stolt yfir henni en ef ég miða við hvað mér fannst um hin verkefnin sem ég er búin að gera í barnasálfræði og hvað ég fékk svo í einkunn fæ ég örugglega 11 fyrir þessa ritgerð! :) Það var sérstaklega eott verkefnið sem mér fannst ganga svo herfilega illa að gera og þegar við fengum matið og einkunina úr því svitnaði ég og leið illa og ætlaði ekki að þora að kíkja. Nei nei nei fékk ég ekki bara hæstu einkunn eða 10!! *Mont mont* Þess vegna e rum að gera að vera nógu svartsýnn útaf þessari ritgerð um tilfinningatengsl og þá fæ ég örugglega góða og mannsæmandi einkunn. :)

Best að klára morgunmatinn og laga hárið, ég á nefnilega stefnumót klukkan 11...

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

...er að reyna að gera ritgerð og það gengur vægast sagt mjög illa. Skil ekki afhverju en ég kemst bara ekki í rétta gírinn! Þarf að skila ritgerðinni fyrir klukkan eitt í nótt og ég geri það, hversu léleg og illa gerð sem hún verður. Ég verð bara að reyna að einbeita mér og byrja að pikka og þá reddast þetta örugglega og ég skrifa góða ritgerð eins og ég geri venjulega. Skil ekki afhverju þetta er svona erfitt núna. Er búin að reyna að gera hana í marga daga en ekkert gengur, ég stari bara á tölvusjáinn og ekkert kemst í word-skjalið!! Ég hata þegar ég er svona andlaus!!!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

...þá er eldhúsið búið að fá fyrirfram jólagjöf. Fórum í Rusta í dag og keyptum "morgunverðarsett" sem samanstendur af brauðrist, hraðsuðukönnu og kaffikönnu. Herlegheitin kostuðu miklar 299 sek og þess vegna er tekið við frjálsum framlögum til þess að hægt sé að kaupa brauð í ristina og kaffi og poka í kaffikönnuna. Við eigum vatn!! ;)
...ég bara vöknuð og það fyrir langa löngu. Steig úr rekkju rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun til að tæma skólpfötu lífsins og gat svo alls ekki sofnað aftur! Þannig að sólarhringurinn snýr rétt í dag en það verður gaman að vita hversu lengi það verður. Þeir sem vilja veðja um það verða að hafa samband við veðbanka Gumma!

Húðin að verða komin í lag eftir þessa bakteríusýkingu. Ég er hætt að líta út eins og einhver genabreytt geimvera úr Star Trek þannig að ég get alveg veirð sátt. Held bara áfram að gleypa pillur og drepa allar bakteríur í líkamanum, hverjum er ekki sama hvort þær eru góðar eða vondar??? Svo er líka baktería eitthvað svo vont orð, þessar svokölluðu góðu bakteríur ættu að stofna bandalag og rífa sig í burtu frá þessum vondu, kjósa um nýtt nafn og teikna fána. Þá fyrst er einhver von á að við hættum að drepa þær um leið og við losum okkur við þær illu með því að kaupa okkur leigumorðingja að nafni sýklalyf!

laugardagur, nóvember 08, 2003

...fórum á Matrix Revolutions á miðvikudaginn. Ari var svo heitur fyrir myndinni að hann pantaði miða um leið og hann gat þannig að við fórum á frumsýningardaginn. Samt fengum við ekkert dótarí eða drasl, *snörl snörl* ég hef aldrei fengið svona ókeypis drasl þegar ég fer í bíó! Eftir myndina, sem var mjög skemmtileg og spennandi; var haldið í partý til Stebba og Sirrýar. Þar var margt um manninn og við heyrðum blaðrið í liðinu þegar við komum að húsinu, ætluðum samt ekki að trúa því fyrst að það væru svona mikil læti í feimnum íslendingunum!!! Gummi stoppaði nú frekar stutt en ég var örlítið lengur eða til rúmlega 5! Sirrý tilkynnti Gumma það áður en hann fór að hún ætlaði að fylla mig. Svo dældi hún í mig rauðvíni, Irish Coffee, gini og tónik og bjór. Ég varð nú samt ekkert full bara svona vel kennd! ;) Ég er samt mjög fegin að syngja yfirleitt aldrei á almannafæri, amk ekkert að ráði og aldrei hátt því einhverjir voru að kvarta yfir hárri tónlist með Sálinni hans Jóns míns og miklum söng með. Ég er svo fegin að geta sagt það í fullri alvöru að ég hafi ekki verið að syngja með! :)

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

...var að koma frá lækni, ekki hægt að segja að það sé eitthvað óvenjulegt á þessum bæ! Er aftur komin með einhverja helvítis bakteríusýkingu í húðina, ó hvað ég er glöð og ánægð yfir því!! Þarf að taka einhver þarmadrepandi sýklalyf í 19 daga og sjá svo til. Er með ógeð af sýklalyfjum, hata þau. Konan í apótekinu sasgði nú samt margt skemmtilegt eins og td að það ætti ekki að taka töflurnar inn liggjandi!! Ætli það hafi verið mjög algengt að fólk væri að lögsækja lyfjafyrirtæki vegna þess að það var næsum kafnað við að taka inn risastórartöflur í liggjandi stellingu??? Heimska fólk, getið bara sjálfum ykkur um kennt, hafa örugglega allt verið bandaríkjamenn "uuhhh það stóð ekki í leiðbeiningunum að það væri slæmt að taka þetta lyf inn liggjandi". Stúbitt píböl!!!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

...heilsuræktarátakið er alveg að gera sig. Það gengur mjög vel í ræktinni og ég er farin að sjá mjög mikinn árangur á appelsínuhúð og krumpum. Verður gaman að sjá hvort að ég kemst örlítið betur í buxurnar eftir eþssar 10 vikur. Býst nú ekki við að þær passi á mig þá en þær komast kannski aðeins lengra upp og jafnvel yfir bossann líka! ;) Hehehe segji svona, þær komast nú nokkurnveginn upp og yfir bossann en ekki alveg nógu vel. Fór á vikt í ræktinni um daginn og Íslandskílóin ógurlegu eru alveg að verða farin. Þegar þau verða farin er kannski kominn tími á að ná af sér eitthvað af kílóunum sem komu hlaupandi á mig um leið og ég flutti til Svíþjóðar og orsökuðust af of góðum og alltof rjómalöguðum mömmu- og tengdamömmumat, eftirréttum, óhóflegu nammi og ísáti og kökuboðum!!! Það héldu allir að við mundum svelta í Svíþjóð en fituforðanum sem var troðið á okkur áður en við stigum upp í flugvélina heldur okkur ennþá gangandi!!

laugardagur, nóvember 01, 2003

...ekkert nema afmæli þessa dagana. Uppáhaldstengdapabbi minn í öllum heiminum á afmæli í dag og er bara orðinn hálf 100 ára! Lítur samt ekki út fyrir að vera árinu eldri en hálf 98 ára! ;) Hehehehehe.

Til hamingju með daginn Hilmar! :*

Ps. hvað á ég marga tengdapabba??? Hehehehehe