miðvikudagur, desember 17, 2003

...þá er ég búin með tvö af þremur prófum. Var í söguprófinu áðan og gekk alveg ágætlega, ég amk náði örugglega. :) Bara sálfræðin eftir en hún er nú svo skemmtileg og áhugaverð. Þroskasálfræðin er æði og ég hlakka til að taka meiri sálfræði eftir jól, verst að ég er búin með afbrygðilegu sálfræðina!

Svo eru það pakkarnir sem við erum að fá senda frá íslandi. Ég skil nú ekki alveg hvaða leið þeir fara því þeir eru svo lengi á leiðinni. Mamma og pabbi sendu okkur pakka á þriðjudaginn í síðustu viku, hann fór samdægurs til Reykjavíkur og daginn eftir fór hann af stað hingað en er ekki skráður í malmö fyrr en fjórum dögum seinna. Þau borguðu samt fyrir a-póst en ekki b-póst. Svo voru þeir tvo daga í Jönköping og eru komnir til bæjarins núna en ekki til okkar! :@ Er alveg ferlega pirruð sérstaklega þar sem mér var sagt að þeir yrði keyrt til okkar í dag og ég meira að segja hringdi í útkeyrslufyrirtækið til að láta þá vita að mitt nafn er ekki á dyralistanum og lét þá fá íbúðarnúmerið og kóðann inn í húsið. Síðan bíðum við bara og bíðum og engir pakkar koma. Ætlum að labba upp í Ica-nära á eftir því við fréttum af geðfúlu póstkerlingunni sem ég hringdi í að þeir gætu hugsanlega, kannski, ef til vill verið þar!!!

Engin ummæli: