þriðjudagur, júlí 26, 2005

...þá er ég komin heim í fjörðinn fagra og einum botnlanga léttari. Ekkert nema gott um það að segja og vonast til að núna þurfi ég ekki að leggjast á spítala í bráð vegna magaverkja. Komin með alveg nóg af því í bili. Var reyndar svo hörð að vera búin að hafa illt í maganum í 2 vikur áður en ég dröslaðist til læknis sem sendi mig beint á bráðamóttökuna til frekari rannsókna. Ég var bara svo viss um að þetta yrði eins og í hin 2 skiptin og að verkirnir mundu hverfa um leið og ég færi til læknis. En hérna sit ég með 3 göt á maganum og hálf hokin en annars hress en ég verð að segja að þið eruð heppin að þurfa ekki að hitta mig á kvöldin þegar ég tek rosa verkjalyfin til að geta sofið vel. Jesús minn ég segji nú ekki annað, ég grenja og ræð ekkert við mig og sé ofsjónir og er bara alveg kolrugluð. Minnið mig á að verða aldrei dópisti!!!

Sé fram á að koma aftir í borgina á sunnudag og byrja vonandi að vinna um miðja næstu viku ef allt gengur vel. Átti að vera að vinna um versló en á núna eftir að liggja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Veit ekki alveg hvort er betra?!?! Hefði nú alveg viljað fara í Þjórsárver en mér var greinilega ekki ætlað að fara neitt þessa helgi! Þá er bara að sjá til hvernig þetta fer að ári, hvað ætli geti farið úrskeiðis þá...

fimmtudagur, júlí 07, 2005

...var að koma af Batman Begins sem ég skemmti mér bara ágætlega á. Kvarta amk ekki yfir að vera boðið í bíó annað slagið! ;) Vorum líka í mat á Álftanesi sem er alltaf gaman, held við höfum ekki hitt liðið í 2 og hálfa viku svo það var alveg kominn tími á að sýna sig og sjá þau. :) Hef bara verið að slappa af í dag enda í fríi í dag og á morgun. Voðalega nice að eiga frí í miðri viku en þarf auðvitað í staðinn að vinna um helgina. Er svo sem sama um það en samt alveg típískt að vinna 3ju hverju helgi en lenda einmitt á að vinna þegar mér er boðið í brúðkaup. Er búin að fá 4 tíma í frí á laugardaginn frá 15 og þangað til ég á að klára svo ég komist í sturtu og geti gert mig sætari fyrir herlegheitin.

Hmmmm er í stuði fyrir meira gláp, spurning hvort Gunnar er ekki til í að horfa á eitthvað meira. Verð að fara að blikka hann...

mánudagur, júlí 04, 2005

...kærustuparið komið aftur í bæinn eftir stutta dvöl í sumarbústað. Það var bara snilld þar, grillað og drukkið og ég lagðist í bleyti í heitapottinum. Er hálf sveskjuleg núna en ákaflega mjúk eftir kísilinn í vatninu. Held að við Evert höfum verið í yfir 4 tíma í pottinum í dag á meðan Gunnar las og Klemens svaf. Það var líka sungið villt og galið í sing-star þar sem við Klemens fórum auðvitað á kostum með alla superstar taktana á hreinu, hangandi í loftbitum, standandi upp á borði og dansandi um allt. Svo var svolgrað aðeins meira hvítvín í sig um leið og það kom öndunarpása í laginu!! :) Verð að fara að kalla mig Sirrý Jones en ekki Jóns eftir hroðalegar Tom Jones syrpur, var alveg að massa It's not unusual to be loved by anyone enda með englarödd!! ;) Svo skelltum við Klemens okkur á ball með Geirmundi í Úthlíð og dönsuðum og trölluðum þangað til það var búið. Reyndar kunna þessir sveitavargar ekkert að halda böll, allt geimið bara búið um 3-leitið!!! Ég skellti mér upp á svið að spjalla við Geirmund og kvarta yfir þessu og hann sagði mér að hann mætti ekki spila lengur því þeir sem ráða vildu það ekki svo ég spjallaði aðeins við dyraverðina en ekkert gekk og ég varð að fara heim og halda áfram í sing-star! :)

Takk takk takk fyrir frábæra helgi krakkar, þetta var æðislegt og ég vill fara eitthvað saman aftur næsta sumar eða jafnvel bara í haust. Rosalega gott að komast aðeins úr borginni þó það væru bara 2 dagar...