laugardagur, júní 28, 2008
Núna er ég aðeins farin að finna fyrir því að það styttist í utanlandsferðirnar mínar. Byrjuð að telja niður í huganum en lofa að byrja ekki hérna fyrr en það verður ennþá styttra í þetta allt saman. En jeij hvað ég hlakka til. Er samt ekki eins og sumir, sem ég nefni ekki á nafn, sem verða þunglyndari eftir því sem styttist í ferðalagið til Póllands þó hann hlakka óskaplega mikið til!! Öfugsnúið...ég veit!! Getur einhver getið hver þetta er?? Held að skytturnar ættu að vera mjög heitar í þessari getraun!
Ahhh fór í leikhús áðan, það var heimsfrumsýning á "Kinkí, skemmtikraftur að sunnan" eftir Benóný Ægisson og í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Þetta var mjög skemmtilegur einleikur í mjög afslöppuðum dúr en ég er sorgmædd hvað það mættu fáir. Ekki nema 25-30 hræður létu sjá sig. Mörgum fannst víst mikilvægara að styrkja fótboltaliðið með nærveru sinni á þeirra fyrsta heimaleik og þau um það. Þeim finnst ég örugglega líka hafa misst af miklu að hafa ekki húkt úti í rigningu og roki, gólandi og gargandi þegar ég gat sitið róleg inni í hitanum með bjórglasið mitt! Ég dæmi engann en ég veit hvoru mér finnst meira vit í...
mánudagur, júní 23, 2008
Var í borginni í síðustu viku frá mánudegi til föstudagsmorguns. Hitti nokkra góða vini en náði ekki að hitta suma því miður, Madda Stína mandarína var ein af þeim og mér fannst það mjög leiðinleg en tíminn bara flaug. Þetta var heldur engin skemmtiferð þar sem ég fór sérstaklega til að pakka dótinu mínu niður. Gunnar var svo góður að taka sér frí í vinnunni einn dag til að hjálpa mér og í staðinn gaf ég honum morgunmat, ís og kvöldverð á Taco Bell. Held að honum hafi ekkert fundist það leiðinlegt. Svo er bara að bíða eftir að dótaríið komi og finna stað fyrir það. Ég bý auðvitað hjá mömmu og pabba en þar er ekkert pláss fyrir aðrar búslóð. Svo er ég alltaf hjá Dawid en ég kann ekki við að troða öllu á hann fyrr en hann bíður mér opinberlega að búa hjá sér. Ætla samt að láta hann nota þvottavélina mína þar sem sú sem fylgir með íbúðinni er frekar þreytt og það þarf alltaf að hjálpa henni á næsta kerfi!!
Mér er reyndar boðið að taka road-trip með Örnu í borgina í næstu viku en ég held að ég láti ekki verða að því. Þarf að spara peningana mína fyrir utanlandsferðirnar mínar og svo hef ég í rauninni ekkert að gera í Reykjavík akkútat núna, er samt byrjuð að plana ferð suður í haust eða í síðastalagi í desember og þá ætlar Dawid að koma með og kynnast borginni aðeins.
En sýnist gólfið vera orðið þurrt svo þá er kominn tími á sturtu...
mánudagur, júní 16, 2008
Náði mér í smá lit á laugardaginn. Sofnaði reyndar í sólbaði um 18-leytið og vaknaði stuttu síðar þegar sólin var farin, alveg skítkalt. Ef ég ákveð að láta sjá mig á pallinum einn dag kemur þoka og rigning næstu daga, alveg ótrúlegt!!! Vona að verðið verði gott næstu helgi svo ég geti sólað mig aðeins. Ekki það að ég sé svo mikill sólbrunku aðdáandi heldur er ég að reyna aðeins að venja húðina við áður en ég fer til Grikklands. Langar ekki að verða öll rauð og þrútin þar! Er samt ábyrgur sólsleikjandi og nota sólvörn númer 20 á tveggja tíma fresti og geri það að sjálfsögðu líka í sumarfríinu.
Vona að einhverjir hafi skoðað myndirnar sem ég setti inn. Myndavélin er komin í töskuna svo það verða vonandi einhverjar myndir frá borginni og þá ætti nýja flotta klippingin mín að sjást...
fimmtudagur, júní 12, 2008
...nokkrar myndir frá ferðinni okkar Dawids til Akureyrar um páskana. Ákváðum að taka nokkrar túristalega myndir, risa snjókarlinn á torginu...
...Dawid á Bautanum í hádegismat, fór með hann þangað því það er svo ekta Akureyrskt...
...aðeins að unglingast við Goðafoss á leiðinni heim...
...með sólina í augunum...
...já kannski loksins komin með myndadellu. Einhverjir örugglega glaðir yfir þessu, það er alltaf verið að skamma mig fyrir að hafa engar myndir og engin albúm en ég er að reyna að bæta þetta. Þessvegna er ég með myndavélina í töskunni öllum stundum núna. Gleymi að vísu oft að nota hana en heij batnandi fólki er best að lifa!! :) Ætla þessvegna að drífa mig að gera albúm á morgun þegar ég kemst í tölvu sem er ekki með allt merkilegt á pólsku eins og td picasaweb osfrv. Frekar pirrandi, tókst samt einhvernveginn að láta Dawid samþyggja að leyfa mér að setja svona takka svo það sé auðvelt að skipta um tungumál á lyklaborðinu og mér tókst það þó allt sé á pólsku. Já er svakalega klár! ;) Ok myndir á morgun en halda áfram að sofa núna...
mánudagur, júní 09, 2008
Ahhh ágætt í bili er það ekki...
laugardagur, júní 07, 2008
Svoo er auðvita Köben með mömmu, Siggu frænku og Jónu Valdísi 25.júlí til 1.ágúst, dríf mig bara heim, ríf upp úr töskunum, þvæ, þurrka og brýt saman og svo fjúffff aftur til útlanda. En nóg um þetta. Er farin að drekka ennþá meira kaffi, við Gúllas erum búnar að vera á þambinu síðan klukkan 13...