miðvikudagur, nóvember 05, 2003
...var að koma frá lækni, ekki hægt að segja að það sé eitthvað óvenjulegt á þessum bæ! Er aftur komin með einhverja helvítis bakteríusýkingu í húðina, ó hvað ég er glöð og ánægð yfir því!! Þarf að taka einhver þarmadrepandi sýklalyf í 19 daga og sjá svo til. Er með ógeð af sýklalyfjum, hata þau. Konan í apótekinu sasgði nú samt margt skemmtilegt eins og td að það ætti ekki að taka töflurnar inn liggjandi!! Ætli það hafi verið mjög algengt að fólk væri að lögsækja lyfjafyrirtæki vegna þess að það var næsum kafnað við að taka inn risastórartöflur í liggjandi stellingu??? Heimska fólk, getið bara sjálfum ykkur um kennt, hafa örugglega allt verið bandaríkjamenn "uuhhh það stóð ekki í leiðbeiningunum að það væri slæmt að taka þetta lyf inn liggjandi". Stúbitt píböl!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli