fimmtudagur, nóvember 23, 2006

...er að fara í bíó kl 20 að sjá Mýrina, það verður örugglega gaman. Skellum okkur með Lindu sem klippti mig um daginn og kærastanum hennar, eins gott að vera fín um hárið svo hún skammi mig ekki!

Núna eru bæði Sigfríð og Stína í heimsókn hjá okkur svo það er aldeilis líf í tuskunum, mér finnst þetta góð tilbreyting frá hversdagsleikanum.

Á laugardaginn buðum við Herdísi og Mikka í mat og það var gaman. Gunnar stakk okkur reyndar af og fór í póker en við blöðruðum og sungum þar til var kominn tími á bæjarrölt. Vorum leeeeengi á leiðinni í bæinn, ekki sökum veðurs heldur vegna þess að Herdís valdi sér bilaða skó til að vera í þetta kvöld - kvenfólk!!! Gunnar kom svo og hitti okkur á Næsta bar og við höfðum það cozy þangað til það var tími til að labba aftur heim í snjóbyl. Mér fannst reyndar veðrið ekkert svo vont en þegar við vorum komin upp að Hlemmi mættum við lausum taxa og létum hann skutla okkur afganginn af leiðinni. Hitti reyndar sænskar stelpur á barnum og önnur þeirra var lesbía sem sagði að ég væri sætasta stelpa sem hún hefði nokkru sinni séð. Get ekki sagt að mér hafi fundist þetta leiðinlegt hrós. Við skiptumst á msn og hún búin að bjóða mér að búa hjá sér í Stockholmi ef mig langar að skila kallinum og dömpa skólanum. Ég hugsa málið! ;)

Var að panta mér flug heim um jólin, stoppa frá 15.-30. des og Gunnar kemur til okkar 23.des og fer svo suður um leið og ég. Ákvað að stoppa alveg í 2 vikur svo ég geti hjálpað eitthvað til og lært að elda jólamatinn fyrst að mamma verður að vinna. Uss uss uss hvað maður er orðin fullorðin...

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

...mín reif sig eldsnemma á fætur, burraði upp í iðnskóla og fékk 1 stykki ókeypis klippingu hjá henni Lindu sem ég hitti í Wow-partýinu um daginn. Hver segir svo að það borgi sig ekki að djamma? Er að spara mér 10 þús kall! Er mjög ánægð með útkomuna og núna sést loksins þokkalega framan í mig. Hvort það er bót eður ei verðið þið bara að ákveða sjálf en svarið er ei þá vinsamlegast haldið því fyrir ykkur sjálf!

Plan kvöldins er að fara í bíó og sjá hann Borat. Það er víst algjör nauðsyn að sjá hann gera grín af ameríkönum. Varla að maður tími samt að fara, 900 kall fyrir bíómiða er náttúrulega bara fáranlegt verð...

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

...viðraði mig í dag eftir 5 daga inniveru. Fór á Te & kaffi og borðaði súpu og drakk kaffi og þvældist svo um með Herdísi. Endaði í Hagkaup og keypti mér prjóna og garn og fékk svo smá prjónakennslu í gegnum símann. Er byrjuð á svörtum og glitrandi legghlífum fyrir veturinn og ekki seinna vænna miðað við slagviðrið sem er úti núna. Fékk líka pakka áðan, það var færeyska sjalið sem ég pantaði hjá Röggu frænku, það er rosalega flott og fínt og ég er rosalega ánægð með það. Sakna samt ennþá gamla sjalsins sem var stolið úr fatahenginu á Hressó. Bölvaður lýður...

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

...þetta var víst ekki þynnka frá helvíti heldur var ég komin með flensu. Er að jafna mig núna en ætla að vera heima í dag bara svona til öryggis. Það hefur sem sagt lítið gerst undanfarið hjá mér nema svefn, hausverkur, kvef, beinverkir, ógleði o.s.frv. Borðaði reyndar appolló lakkrís en veit ekki hvort það telst fréttnæmt...

sunnudagur, nóvember 05, 2006

...lífið tók öll völd af kerlunni í gær, eftir mikla dramatík útaf WoW spilun karlsins skellti konan sér í WoW partý með honum og skemmti sér svo vel að dagurinn í dag er ónýtur. Frú fata hefur fengið að kúra við hliðina á rúminu í dag, uppköst hafa verið stundum, verkir á undarlegum stöðum eins og andlitinu og rasskinnunum og gvuð má vita hvað. Kannski var ég kýld og svo sparkkað í rassin á mér?! En partýið var svo skemmtilegt að það er næstum því þess virði að þjást fyrir það.

Var rétt í þessu að senda tvo herramenn af stað út á lífið í vonsku veðri. Þeir ætla að hrissta botnana við skífuþeytingar Hr. Páls Óskars. Ástand mitt varð til þess að ég reyndi ekki einu sinni að hugsa um að fara með þó það verði vafalaust skemmtilegt. Er að reyna að hugsa um hvort ég eigi að horfa á sjónvarpið eða fara að sofa. Andlitsverkurinn styður það síðarnefnda, fjarstödd þreyta mælir með fyrri kostinum...

föstudagur, nóvember 03, 2006

....í dag gerðist ég hipp og kúl og keypti mér alpahúfu, silfurpeysu og bol með dinglumdangli. Man eftir því að hafa átt blágræna alpahúfu þegar ég var krakki, lék mér oft með hana í barbí - ekki spurja hvernig ég setti saman barbí og alpahúfu, ætli hún hafi ekki verið motta eða hjónarúm! Allaveganna fannst mér hún alveg hroðalega ljót og skildi ekki afhverju nokkrum manni datt í hug að láta mig ganga með þenna hroðbjóð. Er sem sagt komin í 180 gráður við barnið í sjálfri mér. Kannski ágætt, get víst ekki verið barn að eilífu...

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

...mig dreymdi svo skemmtilega í dag og ég ætlaði svo að muna eftir draumnum, mundi hann í dag en sofnaði aftur og get núna bara munað góðu tilfinninguna sem ég var með. Mmmmm líður vel við tilhugsunina.

Skrapp á Stylinn og kaffihús í kvöld með mr.G, Herdísi og Mikka. Kjúklingasalatið var æðislegt og swiss mokkað á Café París var yndislegt, líka eplakakan sem við hjónaleysin deildum. Erum svo obbossla huggó og rómó. "...og rúsínupoka með hnetum!"...