föstudagur, desember 29, 2006

...þá lætur kerlan loksins heyra frá sér, bloggaði reyndar rétt fyrir jól en þá fraus tölvan og ég nennti ekki meira. Jólin hafa að sjálfsögðu verið alveg yndisleg og liðið alltof hratt. Ég hef líka legið í hroðalegri leti þegar ég hef ekki verið að láta gamla settið þræla mér út. Græddi reyndar á að þrælast um alla Reykjavík í leit að gjöfum fyrir hálfa fjölskylduna, fyrir að vera dugleg að þrífa og fyrir að elda jólamat. Fékk þessar líka fínu aladdin kozy-buxur úr Draumhúsinu! :) Ég get heldur ekki kvartað yfir jólagjöfunum sem voru hverri annari betri. Fyrst ber þar að nefna 2 ný pör af gleraugum frá mömmu og pabba (fékk 2 fyrir 1 tilboð), svo voru það 2x sokkar, inniskór, 2x húfa, náttföt, 2 púðar, bók, jólaskraut, heimagerðar skálar, fótabaðssápu og alveg örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna en voru engu að síður mjög góðar! :) Ég er amk ánægð með mitt, held ég sé það nú alltaf. Annars er ég í þessum skrifuðu orðum að innporta tónlist inn í tölvuna mína. Mamma og pabbi eiga nokkra diska sem mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga, svo er bara að sjá hvort ég verði dugleg að hlusta. En þið vitið hvernig þetta er, maður þarf alltaf að hlusta á það sem maður á ekki en hefur engan áhuga á því sem er til staðar.

Þá er ég hætt, ætlaði svo sem bara að láta vita af mér. Er farin að snyrta mig til svo ég geti byrjað á kveðjurúntinum. Það er víst borgin á morgun, matur og partý á áramótunum og rosalegt stuð. Á nú samt alveg örugglega eftir að fá smá Seyðisþrá sérstaklega svona um miðnætti en það reddast nú enda ekkert slorfólk sem ég verð með...

mánudagur, desember 11, 2006

...um daginn eiganðist ég fyrstu flíspeysuna mína, hún ber nafnið frú Jensína og er rauð ðog 7 númerum of stór semsagt ekta kósí peysa. Er að hugsa um að hafa frú Jensínu með mér austur, annað hvort það eða að stela peysunni af pabba. Bara verð að hafa alltof stóra peysu til að fara í áður en ég klæði mig og þegar ég er búin að hátta og er að kúra yfir tívíinu. Nafnið kemur auðvitað til vegna þess að Hrefna gaf mér peysuna og mamma (Jensína) hennar átti hana. Verð samt að láta plássið í ferðatöskunni ráða því hvort frúin fær að fljóta með því þvílíkt og annað eins jólagjafa sem ég þarf að burðast með austur hefur ekki áður sést. Í kvöld var ég svo aðeins að jólast og pakkaði inn gjöfunum sem eiga að verða eftir í borginni og þessari sem ætlar að skreppa til Danmerkur. Verð að segja að þolinmæði mín og fimi í innpökkun hefur aukist til muna því eftir að ég var búin með minn skammt fór ég aðeins að hjálpa/skipta mér af Klemensar innpökkun. Híhíhíhíhí

Helgin var á ákaflega rólegum nótum, föstudagur: leigt dvd, laugardagur: leigt dvd, sunnudagur: kúrt, pakkað og spilað smá wow. Held að næsta helgi verði líka svona róleg enda þarf að safna orku fyrir annan í jólum djammið og svo áramótin! Reyndar ætlar pabbi að bjóða okkur mömmu á danskt jólahlaðborð á lagardaginn og ég hlakka voðalega til. Var búin að sjá þetta auglýst og langaði að fara. Verst að Gunnar missir af gúmmelaðinu.

Á morgun er ég að fara í sjónmælingu því á föstudaginn valdi ég mér nýjar umgjarðir, fæ 2 fyrir 1 tilboð og kvarta alls ekki yfir því. Hefur alltaf dreymt um að eiga tvenn gleraugu. Vona bara að þau verði tilbúin á fimmtudaginn því ég á fyrsta flug austur á föstudaginn. Þau þarna í búðinni eru eiginlega búin að lofa því enda er ég ekki með nein vesenisgler svo þetta ætti ekki að taka nokkra stund fyrir þau.

Þá bjóðum við frú Jensína, sem er að leika kodda fyrir Gunnar akkúrat núna, góða nótt enda löngu kominn tími fyrir þá sem þurfa að vakna fyrir hádegi að koma sér í rúmið...

miðvikudagur, desember 06, 2006

...elsku eplastelpan mín er lasin þessa dagana svo þetta er pc-blogg. Reyndar held ég að hún sjálf sé ekki lasin heldur hleðslutækið því þeir í apple-búðinni sögðu að allt væri í orden þegar ég fór með hana í heimsókn til þeirra á föstudaginn. Annar í heimsókn á morgun og sé fram á að þurfa að splæsa 8000 kalli í hleðslutæki. Ég svitnaði aksjúalí við að skrifa þetta!!

Það er allt jóla þessa dagana. Í dag voru jólaskreytingar og á morgun eru jólagjafakaup. Ég er eiginlega búin að kaupa allt sem ég ætla að gefa en þá hringdi mamma og bað mig að redda fyrir sig og ömmu Gústu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að koma öllu þessu dótaríi fyrir í töskunni minni. Meina þarf að koma fötunum fyrir líka og alveg slatta af þeim, stoppa alveg í 2 vikur! Þá á eftir að jólaskrifa, jólapakka inn og niður, jólataka til, jólabaka (kannski ef ég verð í stuði á Sey) og jóla hitt og jóla þetta. Er með eitt alveg á hreinu þessa dagana og það er að jólaéta, sem betur fer hefur það einskorðast við mandarínur og sunlolly síðustu daga en hef á tilfinningunni að það eigi allt eftir að fara niður á við. Hvar kaupir maður svona búning sem minnkar ummálið um 15%? Eins og Bridget Jones notar í mynd nr 2. Held að ég verði að grípa til einhverra svoleiðis örþrifaráða ef ég ætla að komast fyrir í flugvélasætinu á leiðinni austur. Æ veit ekki líður bara eins og ég sé að blómstra á alla vegu en held samt að ég sé ekkert að því. Tilfinningin gæti kannski verið komin vegna þess að ég hef varla klætt mig í almennileg föt í fleiri vikur nema rétt svona um helgar. Hangi bara í einhverju skítabolum og gömlum íþróttabuxum og læt sjá mig þannig úti. Skil ekki hverslags lægð er í gangi en ég bara nenni ekki að klæða mig og svo þegar ég loksins fer í almennilega leppa þá líður mér eins og ég sé að fara á ball. Það er greinilega rétt sem mamma segir, íþróttaföt eru frá djöflinum komin og eiga hvergi að sjást nema þegar fólk er að stunda íþróttir. Mér hefur amk aldrei liðið svona áður enda hafa svona föt aldrei áður verið fastur liður í minni tilveru...

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

...er að fara í bíó kl 20 að sjá Mýrina, það verður örugglega gaman. Skellum okkur með Lindu sem klippti mig um daginn og kærastanum hennar, eins gott að vera fín um hárið svo hún skammi mig ekki!

Núna eru bæði Sigfríð og Stína í heimsókn hjá okkur svo það er aldeilis líf í tuskunum, mér finnst þetta góð tilbreyting frá hversdagsleikanum.

Á laugardaginn buðum við Herdísi og Mikka í mat og það var gaman. Gunnar stakk okkur reyndar af og fór í póker en við blöðruðum og sungum þar til var kominn tími á bæjarrölt. Vorum leeeeengi á leiðinni í bæinn, ekki sökum veðurs heldur vegna þess að Herdís valdi sér bilaða skó til að vera í þetta kvöld - kvenfólk!!! Gunnar kom svo og hitti okkur á Næsta bar og við höfðum það cozy þangað til það var tími til að labba aftur heim í snjóbyl. Mér fannst reyndar veðrið ekkert svo vont en þegar við vorum komin upp að Hlemmi mættum við lausum taxa og létum hann skutla okkur afganginn af leiðinni. Hitti reyndar sænskar stelpur á barnum og önnur þeirra var lesbía sem sagði að ég væri sætasta stelpa sem hún hefði nokkru sinni séð. Get ekki sagt að mér hafi fundist þetta leiðinlegt hrós. Við skiptumst á msn og hún búin að bjóða mér að búa hjá sér í Stockholmi ef mig langar að skila kallinum og dömpa skólanum. Ég hugsa málið! ;)

Var að panta mér flug heim um jólin, stoppa frá 15.-30. des og Gunnar kemur til okkar 23.des og fer svo suður um leið og ég. Ákvað að stoppa alveg í 2 vikur svo ég geti hjálpað eitthvað til og lært að elda jólamatinn fyrst að mamma verður að vinna. Uss uss uss hvað maður er orðin fullorðin...

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

...mín reif sig eldsnemma á fætur, burraði upp í iðnskóla og fékk 1 stykki ókeypis klippingu hjá henni Lindu sem ég hitti í Wow-partýinu um daginn. Hver segir svo að það borgi sig ekki að djamma? Er að spara mér 10 þús kall! Er mjög ánægð með útkomuna og núna sést loksins þokkalega framan í mig. Hvort það er bót eður ei verðið þið bara að ákveða sjálf en svarið er ei þá vinsamlegast haldið því fyrir ykkur sjálf!

Plan kvöldins er að fara í bíó og sjá hann Borat. Það er víst algjör nauðsyn að sjá hann gera grín af ameríkönum. Varla að maður tími samt að fara, 900 kall fyrir bíómiða er náttúrulega bara fáranlegt verð...

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

...viðraði mig í dag eftir 5 daga inniveru. Fór á Te & kaffi og borðaði súpu og drakk kaffi og þvældist svo um með Herdísi. Endaði í Hagkaup og keypti mér prjóna og garn og fékk svo smá prjónakennslu í gegnum símann. Er byrjuð á svörtum og glitrandi legghlífum fyrir veturinn og ekki seinna vænna miðað við slagviðrið sem er úti núna. Fékk líka pakka áðan, það var færeyska sjalið sem ég pantaði hjá Röggu frænku, það er rosalega flott og fínt og ég er rosalega ánægð með það. Sakna samt ennþá gamla sjalsins sem var stolið úr fatahenginu á Hressó. Bölvaður lýður...

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

...þetta var víst ekki þynnka frá helvíti heldur var ég komin með flensu. Er að jafna mig núna en ætla að vera heima í dag bara svona til öryggis. Það hefur sem sagt lítið gerst undanfarið hjá mér nema svefn, hausverkur, kvef, beinverkir, ógleði o.s.frv. Borðaði reyndar appolló lakkrís en veit ekki hvort það telst fréttnæmt...

sunnudagur, nóvember 05, 2006

...lífið tók öll völd af kerlunni í gær, eftir mikla dramatík útaf WoW spilun karlsins skellti konan sér í WoW partý með honum og skemmti sér svo vel að dagurinn í dag er ónýtur. Frú fata hefur fengið að kúra við hliðina á rúminu í dag, uppköst hafa verið stundum, verkir á undarlegum stöðum eins og andlitinu og rasskinnunum og gvuð má vita hvað. Kannski var ég kýld og svo sparkkað í rassin á mér?! En partýið var svo skemmtilegt að það er næstum því þess virði að þjást fyrir það.

Var rétt í þessu að senda tvo herramenn af stað út á lífið í vonsku veðri. Þeir ætla að hrissta botnana við skífuþeytingar Hr. Páls Óskars. Ástand mitt varð til þess að ég reyndi ekki einu sinni að hugsa um að fara með þó það verði vafalaust skemmtilegt. Er að reyna að hugsa um hvort ég eigi að horfa á sjónvarpið eða fara að sofa. Andlitsverkurinn styður það síðarnefnda, fjarstödd þreyta mælir með fyrri kostinum...

föstudagur, nóvember 03, 2006

....í dag gerðist ég hipp og kúl og keypti mér alpahúfu, silfurpeysu og bol með dinglumdangli. Man eftir því að hafa átt blágræna alpahúfu þegar ég var krakki, lék mér oft með hana í barbí - ekki spurja hvernig ég setti saman barbí og alpahúfu, ætli hún hafi ekki verið motta eða hjónarúm! Allaveganna fannst mér hún alveg hroðalega ljót og skildi ekki afhverju nokkrum manni datt í hug að láta mig ganga með þenna hroðbjóð. Er sem sagt komin í 180 gráður við barnið í sjálfri mér. Kannski ágætt, get víst ekki verið barn að eilífu...

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

...mig dreymdi svo skemmtilega í dag og ég ætlaði svo að muna eftir draumnum, mundi hann í dag en sofnaði aftur og get núna bara munað góðu tilfinninguna sem ég var með. Mmmmm líður vel við tilhugsunina.

Skrapp á Stylinn og kaffihús í kvöld með mr.G, Herdísi og Mikka. Kjúklingasalatið var æðislegt og swiss mokkað á Café París var yndislegt, líka eplakakan sem við hjónaleysin deildum. Erum svo obbossla huggó og rómó. "...og rúsínupoka með hnetum!"...

þriðjudagur, október 31, 2006

...jæja krakkakúlurnar mínar, tölvan ákvað að leyfa mér að komast á netið. Greinilega hætt í fríi og komin á fullt. Varð mjög ánægð þegar ég komst inn og gat byrjað að hanga á netinu og þurfa ekki bara að horfa á vegg! ;)

Bústaðarferðin var æði, bara svo þið vitið það útlendingarnir ykkar. Fórum obbossla oft í pottinn, ég eldaði lasagna, við drukkum bjór, ég tók verkjatöflur var nefnilega lasin líka. Svo var farið í buzz og singstar, rúntað á Gullfoss og Geysi, drukkið meiri bjór, lagt sig, bakað, drukkið ennþá meira, spjallað, grillað, borðað nammi og snakk og ég veit ekki hvað og hvað. Held að það eina sem hafi gleymst var að skrifa í gestabókina!!

Helgina eftir átti svo að slappa af en endaði með heljar djammi, fer nú að verða hundleið á þessum djömmum en það er alltaf svo mikið um að vera. Reyndar var ekkert um að vera á föstudagskvöldinu. mig bara langaði svo á kaffihús þannig að við Gunnar og Neddi fórum á Dillon og ætluðum í einn bjór en það endaði með 4 plús rauðvíni plús pizzu!!!! Laugardagur átti að fara í afslöppun en þá fékk mr.G símtal og var spurður hvort hann hefði ekki fengið sms með boði í halloween-partý. Hann hafði ekki fengið það svo við skelltum okkur í partý með Maríu mey, djöfladýrkanda, afríkubúa, pari úr apaplánetunni, boxara og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum bara íslendingar ekki um neitt annað að velja þegar maður hefur bara 2 tíma áður en partýið hefst. Þetta endaði með bæjarferð og pöbbasetu fram á morgun og nánast dauða á leiðinni heim sökum fimbulkulda. Mr.G var sem betur fer heima og ég gat hlýað mér hjá honum. Fékk að vita að það hefði verið mun betra að vakna hjá mér en að vakna við að ísmoli skriði upp í!

Well, er farin að tala við roomie-ana mína og drekka te...

föstudagur, október 20, 2006

...allt í gangi þennan sólríka morgun. Fólkið er að búa sig undir að koma sér út úr bænum og upp í sumarbústað. Þar á að elda og baka, syngja og fara í heita pottinn, þjóra bjóra og fleira fljótandi en ekki fara á Geirmundarball eins og síðast því Úthlíð er víst ekki opin á veturnar. Þvílíkt og annað eins hef ég nú aldrei heyrt!!

Annars erum við með breta að nafni Stephen í heimsókn, veit ekki alveg hversu lengi því karlinn er sennilega kominn með vinnu á Segafredos eða hvernig sem það er nú skrifað. Auðvitað erum við búin að halda smá samsæti honum til heiðurs og létum hann syngja á fullu, drekka bjór og taka fullt af ópalskotum. Við höfðum sem betur fer vit á að tala við kerlurnar fyrir ofan og neðan og láta vita af látunum. Þeim var alveg sama svo lengi sem við létum vita og sú eldri sagði að fólk yrði nú að fá að skemmta sér! :) Vorum nú reyndar ekki að nema til svona 23:30 en eftir það tók Ívar dj-völdin og hélt uppi frábærri stemningu.

Núna er best að fara að pakka fyrir bústaðinn svo við komumst einhverntímann af stað, planið er ríkið, bónus, apótek og Selfoss kl 17. Þar þarf víst að ná í eitt gerpi sem er búin að lána bílinn sinn...

mánudagur, október 09, 2006

...jæja best að uppfæra þessa síðu aðeins. Reyndar nánast ekkert að frétta nema mig langar til útlanda. Langar að heimsækja Gyðuna en fyrst þarf hún víst íbúð blessunin. Það sem er svo ekki að frétta er að ég er löt og leiðinleg. Þarf að vera duglegri að læra og vera duglegri að hreyfa mig og vera duglegri að borða rétt og og og og og þið vitið bara allt!! Mamma og pabbi eru reyndar farin til og komin frá Barcelona og þá græddi ég jakka og peysu og smá nammi sem ég hef ekkert gott af. Æj bla er hætt þessu núna, sjáumst þegar ég verð í betra stuði, er frekar þreytt og asnaleg núna...

föstudagur, september 22, 2006

...ennþá einn föstudagurinn kominn í hús, engin þrif þessa vikuna ef frá er talið létt skúring yfir eldhúsgólfið sökum bjórsprengingar sem varð þegar falleg lítil lite flaska gat ekki meira og framdi sjálfsmorð með að steipa sér úr ísskápnum. Dró upp tuskuna því ekki viljum við hafa musteri matarsins angandi eins og Nelly´s á slæmu kvöldi!!

Afmæli á fullu þessa dagana og fluttningar líka, annað er gleðilegra en hitt ekki það að ég samgleðjist ekki öllum þeim sem eru að leggja land undir föt en söknuðurinn á eftir að verða mikill. Þið vitið öll hver þið eruð og ég óska ykkur öllum til hamingju með allt og allt en ætla sérstaklega að nefna að pabbinn minn átti afmæli í gær, ekkert stórt en samt gaman. Hann fær litlu gjöfina frá mér bara þegar hann mætir í borgina í næstu viku til að fljúga til Barcelona með frúgunni.

Annars er minn annar eiginmaður að flýja hús í stutta stund svo þá er spurning hvað kerlan á að bardúsa á meðan. Slappa af og láta kvissa í einum bjór er ákaflega freistandi svona þessa síðustu og verstu...

laugardagur, september 16, 2006

...gleðifréttir, tja amk fyrir mig, tveir á heimilinu búin að vera fárveik en ekki ég!! Varð svoldið slöpp og aum og var þessvegna heima en varð ekkert veik. *jeijhúúú* Þannig að það hefur ekkert gerst nema hóst og gubb og kvart og kvein á þessu heimili síðustu vikuna. Síðustu helgi fékk ég reyndar boðsmiða á hausttónleika Harðar Torfa. Við Klemens sátum bara með rauðvínsglös yfir Stuart litla og höfðum það voðalega næs þegar kallið kom, glitur var sett á augun og varalitur á munn og svo bara spænt af stað. Hef reyndar aldrei hlustað neitt á Hörð Torfa en varð mjög ánægð með þessa tónleika og skemmti mér mjög vel.

Dagurinn í dag bíður upp á ótalmargt, td verslunarferð í Ikea og Bónus og svo einhverja snúninga, matarboð, sing-star, 90' tjútt og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla að fara rólega í hvítvínið, hef komist að því að það fer ekki vel í magann á mér í miklu mæli. Ekki gaman að kasta upp á miðju djammi...

föstudagur, september 08, 2006

...föstudagskúr= tékk
föstudagsþrif= tékk
andlitið í lagi= tékk
er í fötum= tékk
ömurlegt veður= tékk
Ikea og Hagkaup= ólokið

Er of snemmt að opna rauðvínsflöskuna...

þriðjudagur, september 05, 2006

...búin að finna þemalagið mitt:

I don't want to work,
I just want to sleep!

Með það sama er ég farin að kúra mig í góða sófanum þangað til skólinn byrjar, ég má það alveg er búin að læra og allt...

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

...langt um liðið frá síðasta bloggi og ýmislegt búið að gerast. Má þar nefna að það kveiknaði í íbúðinni á móti okkur, það var mikið stress og ekki gaman. Var byrjað á að dingla harkalega hjá okkur, mín til dyra en enginn svarar, dinglað aftur, Bogi fer til dyra en enginn vill koma upp. Þá er byrjað að berja á allar dyr í stigaganginum og þá höldum við að þetta sé fólk á sunnudagsfyllerí, hefur svo sem gerst áður að það séu læti hérna á Neshaganum. En nei nei þetta bara löggan og allir út. Þetta var mikið sjokk og mín búin að hugsa mikið um eldvarnir síðan. Reyndar grunaði þá íkveikju en ég veit ekki meir, eina sem ég veit er að fólkið sem býr þarna er erlendis svo þetta er allt saman voðalega dúbíus.

Meira sem hefur gerst er að mín er formlega orðin gömul þó ég sé ekki ennþá orðin fullorðin. Er byrjuð í öldungadeild við MH og líka bara vel. Ef allir áfangarnir hafa komist inn og þeir verða með skemmtilega (rétta) áfanga í vor þá ætti ég að geta náð stúdentsprófinu þá. *Krossa putta*

Hef líka djammað eins og brjáluð manneskja, yrði ekkert hissa á ef Hr.Þórarinn Tyrfingsson færi að hafa samband og bjóða mér pláss. Það var L.ung.A, svo pylsupartý hjá Fúsa, svo versló, svo Gay-Pride og svo loksins menningarnótt. Gamla konan er bara að verða þreytt á öllu djamminu enda ekki tvítug lengur og á erfitt með að þola 2 kvöld margar vikur í röð! *Fjúff* Var búin að lofa mér rólegri helgi og stend við það nema ég fái Sing-Star partý, þá dreg ég fram eitthvað gott hvítvín og syng þar til hjartað getur ekki meir, gleðin mun verða svo mikil. Annars ekkert planað.

Get ekki sofið núna sem útskýrir færslu á þessu ókristilega tíma. Ætla samt að rífa mig á lappir snemma því sólarhringurinn er búinn að vera út um allt hjá mér síðan ég kom að austan og núna ætla ég að koma mér í rútínu. Reyndar er eitthvað af svefnleysinu stress því ég er hálf stressuð yfir þessum flutningum sem eru framundan hjá okkur. Veit bara ekki hvað ég á að gera við sumt af dótinu mínu. Það er ekki mikið sem vantar geymslupláss bara svona ef ykkur langar að lána mér eitt horn af geymslunni ykkar í eitt ár. *Vink vink til allra sem eiga stór hús og/eða hálf tómar geymslur* Best að hætta þessu og halda áfram að gera slökunaræfingar *anda inn, aaaaanda úúúút* svo ég fái smá svefn áður en ég ætla að fara út að leika á morgun. Líka bannað að gleyma að kaupa kamillute *skrifa bak við eyrað*, það á víst að vera svo róandi fyrir svefninn...

laugardagur, ágúst 05, 2006

...jæja þá er konan komin heim eftir margra daga dvöl úti á landi. Það var svo yndislegt í firðinum fagra og þó að sólim léti ekki sjá sig og þokan hengi yfir okkur var samt það heitt að Gunnar fór bara þrisvar sinnum í jakkann sinn. Fyrsta skiptið var þegar ég lét hann sýna foreldrum mínum hve fallegur jakkinn væri, annað skiptið þegar hann var töffari og fór í honum út og þriðja skiptið var í kvöld þegar við flugum aftur suður og það var ekki pláss fyrir jakkann í töskunni!

Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.

Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...

laugardagur, júlí 29, 2006

...þá er konan búin að vera í firðinum fagra hátt í tvær vikur og lífið leikur við hana. Fyrst var hrært, skorið og borinn fram matur á L.ung.a, svo var djamm og djúserí og svo þessi yndislega afslöppun sem næst ekki í borginni þó fríið sé staðreynd. Fuglarnir syngja og sólin skín á milli þokuslæðanna, það er þurrt og heitt og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Tja kannski því að við séum ofalin en það er gott að safna forða fyrir veturinn er það ekki? ;) Sit núna og pikka á milli þess sem ég slafra í mig sunlolly sem ég læddi í körfuna þegar við pabbi vorum að versla og hlusta með öðru eyranu á pabba og mr.G tala um virkjanamál og stóriðju. Væri alveg til í að taka þátt í umræðunum en þeir tala hvor í kapp við annan og enginn fær að komast að. Þeir eru svo þreytandi að mamma er hálf dottandi hérna við hliðina á mér. Hvítvínið, baylisið og bjórinn eru farin að segja til sín svo það er best að fara að þrífa stríðsmálninguna framan úr sér og koma sér í rúmið. Ábyrgist samt að maskarinn góði frá Lancome hreyfist ekki, hann er súper vatnsheldur...

mánudagur, júlí 17, 2006

...núna er farið að styttast ískyggilega í að *fjúffffi* austur á land í sumarfrí. Hjálpa aðeins til að Lunga og svo bara sól og sumarylur fram að mánaðarmótum. Helgin, já blessuð helgin, var óvenju löng að þessu sinni. Rauðvín og grand hjá Klemensi á fimmtudaginn, djamm og djús og snemma heim á föstudaginn, meira djús og kokteill á laugardaginn og brúðkaup í gær með tilheyrandi kræsingum og guðaveigum. Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg og presturinn í fríkirkjunni er óformlegur og gaman að hlusta á hann. Finnst ég líka vera hálf puffy í dag og með áfengisbjúg. Grænt te og nóg af íslensku vatni ætti að laga það í einum kvelli. Núna bíð ég bara þolinmóð þangað til að að Madda nær í mig svo ég fái að borða, er að klikkast úr buritos löngun og ætla að láta það eftir mér. Mmmmmm burtios á Súfistanum!

Hef ekki hugmynd um hvernig bloggmálum verður háttað á næstunni, netið á ættaróðalinu hefur verið í mjög löngu sumarfríi en það er búið að hringja í atvinnurekandann og hóta öllu illu. Nei svona í alvörunni þá er línan inn í húsið biluð og síminn lætur þau bara á biðlista, hafa varla verið í síma- eða netsambandi svo mánuðum skiptir. Var líka mjög stolt af móður minni þegar hún hringdi og sagði þeim rólega en ákveðið hvernig hún mundi snúa sér í þessum málum ef þeir færu ekki að redda þessu. Hún kann þetta konan!

En er farin að hanga, heyrumst einhverntímann...

miðvikudagur, júlí 12, 2006

...*kvart og kvein* mér er illt í löppinni, fokking alveg að drepast og skil ekki afhverju. Þá er kerlan búin að kvarta svo þá er kominn tími á pistil um liðna helgi! ;) Samsæti hjá Möddu, löng röð á Hressó en ekki fór ekki inn því það kostaði, fór á Sólon og dansaði, fór á Barinn í fyrsta skipti og fannst hann undarlegur, hljóp niður á Nasa á gay-ball og tók nokkur vel valin dansspor með fólkinu mínu og fór svo heim og eldaði pasta. Góð helgi!!

Nóg á dagskráinni á næstunni, sjónvarpsgláp með vinum í kvöld, brúðkaup um helgina og vonandi eitthvað djamm á eftir, fer austur á mánudaginn og ætla að hjálpa Röggu frænku að gefa krökkunum á Lunga að borða, Gunni kemur til mín, svo eru tónleikar, ball og fyllerí, rúntur um austurland og afslöppun.*Ahhhh* hlakka bara til og vona að austurlandið sýni sínar bestu hliðar með yndislegu veðri, sólskini og logni. Er það til of mikils mælst...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

...alveg yndisleg nótt að baki, amk ef manni finnst gaman að kasta upp þrisvar sinnum, svima, grenja og vera ógeðslega illt í höfðinu. Á milli uppkasta hef ég sofið og svitnað og svitnað og svitnað og svitnað og sofið, gægst með öðru auganu á Thundercats og Ewoks inn á milli og reynt að fá mr.G til að vakna með öllum tiltækum ráðum. Réðst meira að segja á bólu sem ég fann á honum en allt kom fyrir ekki og hann sefur eins og steinn enda er hann lasinn líka og ég bara að hugsa um sjálfa mig *skamm skamm illa kona*. Vonast til að hann verði oggu ponku pínu pons hressari í dag en í gær svo að hann komist niður í Nexus að ná í meira Star Trek, er farin að fá fráhvarfseinkenni. Hélt í gær að ég væri bara súper þunn eftir þetta mergjaða djamm á laugardaginn en í dag er ég ekki alveg viss. Auglýsi hér með eftir vitnum sem geta upplýst um hvort að þetta djamm eigi mögulega að hafa getð orsakað þriggja daga þynnku! Æj veit ekki hvað ég er að hanga uppi og blogga þegar ég á að liggja með lokuð augun og hlusta á Lion-O berjast við Monkian. Held að ég sé ekki alveg með fullri rænu...

mánudagur, júlí 03, 2006

...var að koma heim eftir strætóferð frá helvíti sökum *ehemmm* velgju. Er það ekki fallegt orð yfir þynnku? Mikið hopp og hí og trallalí í gærkvöldi, Klemens bauð í mat og fordrykk og svo var ginið dregið upp og þambað af áfergju áður en kallað var á einkabílstjórann og brunað í bæinn. Gisti hjá Gyðu því að mr. G var hvort eð er að fara að vinna í dag og núna er hann að kenna svaka leikarapíum að spila role-play. Bannaði honum að raka sig í gær svo þessar mellur mundu ekki reyna að stela sweetypie-inu mínu! ;) Annars leyfir heilsan ekki mikil afrek svo ég er farin að horfa á Care Bears, eitthvað sem er jafn fallegt og krúttlegt hlýtur að hafa góð áhrif...

fimmtudagur, júní 29, 2006

...þá er Gyðan loksins komin heim frá Danmörku og voru miklir fagnaðarfundir þegar við Klemens fórum að ná í hana á völlinn í gærkvöldi. Mikið rosalega var gott að sjá hana aftur og ég er strax farin að hlakka til að vitleysast eitthvað með henni við fyrsta tækifæri. Það er undarlegt að eldast því eins mikið og mig langar að fara út eftir menntó og mennta mig meira þá verður tilhugsunin um það alltaf erfiðari og erfiðari því vinirnir og fjölskyldan skipta alltaf meira og meira máli. Samt langar mig ekkert endilega að fara út og koma aldrei aftur heim, held bara að það sé þæginlegra að læra úti, peningalega séð og svona. Jæja nóg um þetta í bili amk.

Núna fer alveg að koma að hinu vikulega Desperat Housewife labbi okkar Klemensar. Það er aðvitað mikil kraftganga um vesturbæinn og svo glápt á þáttinn áður en ég held heim á leið. Reynum nú að fara aðeins oftar en einu sinni í viku út að labba en á fimmtudögum í sumar hefur þetta verið alveg pikkfastur dagur. Best að fara að hafa samband við karlinn og koma sér í gallann...

miðvikudagur, júní 21, 2006

...jæja mín komin aftur til landsins eftir frábæra daga í kóngins Köbenhavn. Auðvitað var rigning þegar við lentum en það virðist vera standardinn þegar komið er heim úr fríi frá heitari stöðum. En hérna kemur smá ferðasaga:

Miðvikudagur: komið til Köben kl.22, lest í bæinn og svo taxi til Mæju. Lentum í Bollywoodtaxa sem fór með okkur vitlausa leið eða á Englandsvej í staðinn fyrir Jyllandsvej. Helvískur var pottþétt að leika sér af þessu og endaði verðið í 300 dkr!!

Fimmtudagur: Strikið að versla, drukkinn bjór og kaffi og verslað meira. Borðaður yndislegur kjúllaréttur á einhverjum litlum veitingastað. Pöb um kvöldið og drukkið fullt af bjór! :)

Föstudagur: Fredriksbergscenter (verslunarmiðstöð). Rólegt og gott þar inn því það var svo heitt úti. Verslað og drukkið bjór eins og daginn áður. Tívolí um kvöldið, farið í fullt af tækjum, keypt mynd úr rússíbananum, borðað, meira af tækjum og svo bjór og candyfloss (bara handa mér) áður en var haldið heim um miðnætti.

Laugardagur: *púfff* verslað meira, aftur í Strikið en bara til að kaupa það sem gleymdist, drukkinn bjór og spókað sig og komin heim um kl 17. Byrjaði að pakka niður og lagði mig síðan smá. Mæja eldaði ofboðslega góðan kjúlla handa okkur og svo sátum við að sumbli í eldhúsinu hjá henni til að verða kl 2. Þá tókum við Klemens næstustrætó í bæinn og kíktum á 3 staði áður en við héldum aftur heim.

Sunnudagur: Tókum lest yfir á Fjón til að hitta familíuna mína sem er með sumarhús þar. Keyrðum aðeins um, keyptum risa ís og svo var náð í Röggu frænku og haldið í húsið. Þar var manni réttur bjór um leið og fæti var stigið inn. Svo var meiri bjór, kvöldmatur, hvítvínsgöngurtúr með Gyðu og Klemensi, meiri bjór og spilað boddsja (kann ekki að skrifa), ennþá meiri bjór og spilað Kubb, spjallað, kaffi með dooley's, spilað yatzy, horft á Dirty Dancing og farið að sofa.

Mánudagur: Lest aftur til Köben um hádegi eftir veglegan morgunmat. Löbbuðum heim frá lestarstöðinni með viðkomu í Fredriksbergcenter til að kaupa það sem hafði gleymst eða sem við höfðum ekki verið viss með. Labbað alveg heim með ferðatösku í eftirdragi (ath ég keypti hana ekki!). Slappað af og pakkað niður, borðuðum pasta, fórum í göngutúr og svo bus og lest út á Kastrup rétt fyrir kl.20. Lentum í Keflavík um miðnætti og komin alveg heim rétt rúmlega 1:30.

Frábær ferð, góður félagskapur, yndislegt veður, gaman að sjá eitthvað smá annað en miðborg Köben þó að hún sé alveg ofboðslega fallegt. Finn hvað ég hafði gott af þessu, er öll einhverveginn léttari...

miðvikudagur, júní 14, 2006

...er alveg að leggja í'ann til Keflavíkur og svo *fjússss* til Köben. Var að skoða veðurspána og hún lítur mjög vel út, þarf amk ekki að hafa áhyggjur af að ég hafi ekki pakkað niður neinni hlýrri peysu. Ef veðurguðirnir fara að stríða okkur kaupi ég bara eina!! :D

Vona að ég eigi góða ferð og skemmti mér vel, sjáumst eftir helgi! ;)

Hej hej...

þriðjudagur, júní 13, 2006

...tja best að blogga um djamm eins og venjulega! Ætlaði að eiga þessa fínu og rólegu helgi en Þóra var ekki alveg á þeim buxunum og hélt eitt stykki innfluttningspartý. Þar var mikið stuð og fullt af nýju fólki til að kynnast. :) Skemmti mér amk vel allstaðar nema á leiðinni í bæjinn en þá var ég að þrasa við Björn sem ég leigji með, það gerist oft en núna er ég búin að fá nóg!!! Skellti mér á Kaffi Vín til að heilsa upp á Gunnar og Helga sem er að fara að gifta sig og hringdi svo í Klemens sem var farinn heim og lét hann snúa við og við hittumst á Hressó og dönsuðum fram á rauðan morgun. Gaman gaman gaman :D

Núna er ég þvottateroristi, búin að þvo í alla nótt því ég ætla að hafa allt hreint þegar ég fer til Danmerkur. Nenni ekki að koma heim í yfirfulla þvottakörfu og plús það að ef ég þvæ ekki langar mig pottþétt að hafa eitthvað með mér sem er skítugt og það er bara ávísun á bömmer! Ekki það að ég ætli að taka mikið með mér en ég ætla að hafa stóra tösku með svona ef ég skildi finna eitthvað fallegt í búðunum!! :D

Jájájá sólarhringurinn öfugur því ég tók dvd-flipp og kúrði allan sunnudaginn (sökum *hóst hóst* augnverkja) og allan gærdaginn upp í sófa og dottaði. En ætla að fara að lúlla núna svo ég geti vaknað eldhress um tvö-leitið. Þvottavélin snýst á fullum hraða og ég hef ekkert annað að gera en að ZZZzzzzZZZzzzzzzZZZZZZ...

föstudagur, júní 09, 2006

...pantaði miða til Köben í gær, ákvað að nota orlofið sem er einhverstðar í Landsbankanum til þess að geta eitthvað skemmtilegt! :) Skelli mér út með Klemensi og Elfu þann miðvikudaginn 14. og kem aftur til landsins rétt fyrir miðnætti þann 19. Er voðalega glöð og spennt að fara aðeins út fyrir landsteinana, hef ekkert farið síðan ég flutti aftur til landsins sumarið 2004 *sussumbía*. Engar áhyggjur gott fólk, verð komin aftur í tækatíð til að taka einhver leiðinda próf og til að skella mér til tannsa að láta laga brottnu tönnina.

Ætli það sé ekki skilda að skrifa eitthvað smá um liðna helgi. Gyða og co. voru með afmælishelgi þar sem var haldið skuggalegt singstar sukkpartý á föstudagskvöldinu, laugardagurinn fór í þreytu og leti og sunnudagurinn fór í ennþá meira partý, spil, singstar, kúr, spjall, köll, dans og ég veit ekki hvað og hvað! Bæði kvöldin endaði ég á 11-unni en seinna kvöldið rann ég til í drullusvaði og var heppin að stórslasa mig ekki. Var voðalega spök og róleg að reyna að komast út til að fara heim á leið þegar mín bara rann í áfengispolli og datt á eyrað og var öll undarleg og skítug eftir fallið. Skilst að marið á hendinni sé eftir að dyravörðurinn greip í mig. Ég lít alltaf út á handleggjunum eins og Gunnar sé vanur að grípa í mig, sver fyrir það hér og nú að sú er ekki raunin! :)

Gunnari tókst að afleiða mig áðan og ekki nóg með það að við keyptum ís heldur keypti ég súkkulaði líka og ég sem var í heilsunbótargöngutúr með Klemensi í kvöld. Sukkilaðið var reyndar lítið en oj er búin að fá alveg nóg af sykri eftir það. Held ég geymi ísinn þangað til mig langar næst í eitthvað óhollt. Ætla sko alls ekki að fara með "feituna" með mér út til Danmerkur...

föstudagur, júní 02, 2006

...núna eru vinir mínir byrjaðir að hverfa af landi brott einn af öðrum. Sem betur fer er það bara til skamms tíma amk núna en sumir plana brottfluttning í haust. Ekki gaman fyrir þá sem eftir verða en mjög skiljanlegt. Vonast reyndar til að komast sjálf úr landi í nokkra daga en það er allt í skoðun. Er orðin svo nísk í ellinni!

Leyfði Klemensi að draga mig á göngu um daginn, það var svo hressandi að ég tróð mér með honum aftur í gær. Markmiðið er að hvítu pilsin sem ég hef svo oft rætt um fái að sjá sólina áður en það fer að hausta. Get reyndar troðið mér í þau en það er ekki falleg sjón enn sem komið er. Sé fram á að geta farið að skella mér í sund fljótlega, slímið sem ég hélt að væri sest að til frambúðar er byrjað að minnka og hóstinn næstum horfinn. Ætla bara ekki að byrja á fullu fyrr en ég hef verið frísk í einhvern smá tíma svo ég falli ekki aftur til baka á fyrsta reit. Miðað við þessar skjótu framfarir verð ég að viðurkenna að ógurlegi læknirinn hafði rétt fyrir sér. Hefði samt verið gott að vita hvað hann var að hugsa, mæli með túlk...

sunnudagur, maí 28, 2006

...í gær (föstudagskvöld) skrapp ég í bíó með fögru föruneyti að sjá The DaVinci Code. Ég varð fyrir vonbrygðum, vægast sagt. Ekki því ég hafði búist við einhverri stórmynd sem mundi marka djúp spor í kvikmyndasögunni heldur vegna þess að hún var frekar langdregin og ekkert voðalega skemmtilegt. Vill ekki fara mjög djúpt í þetta hérna svona fyrir þá sem hafa ekki séð myndina ennþá en mér fannst þessi C.S.I stíll sem var á sumu hálf glataður og oft á tíðum fannst mér eins og ég væri að horfa á leikna heimildarmynd á Discovery. Frekar kraftlítil mynd, enginn neisti á milli leikaranna og allt frekar flatt eitthvað ef þið skiljið mig. Er mjög fegin að hafa lesið bókina því ég hefði ekki lagt í að skilja hoppið og skoppið í byrjunni annars, verið að re y na að útskýra margt á stuttum tíma og æji það var ekki alveg að gera sig. Er eiginlega hálf leið yfir að hafa séð myndina því ég hafði mjög gaman af bókinni því já það er hægt að finnast bækur skemmtilegar þó þær séu ekki best skrifaðar í heimi.

Dagurinn í dag var örlítið meira spennandi en myndin. Sat uppi á slysó og las gömul Hér og nú og Woman & Health beðan ég beið eftir að Guðlaugu frænku væri tjaslað saman. Þeirri ungu konu datt nefnilega í hug að brjóta í sér ristarbein með því að stíga vitlaust til jarðar. Ekki mjög skyndamlegt að mínu mati en ekki hægt að taka það til baka núna. Þegar gipsið var þornað var brunað til Gyðu að borða mexíkanskan mat og spjalla og glápa á kosningartívíið með öðru auganu. Verð að segja að það var ekki slæm tilfinning að geta sagt Guðlaugu að ég mundi gera hækjurnar upptækar ef hún væri með einhverja stæla. Þvílíka valdið sem maður fær við að lána einhverjum peninga...

þriðjudagur, maí 23, 2006

...fór til læknis í morgun því hóstinn og allt það sem ég fékk sýklalyf við í endaðan apríl er komið aftur og mun verra. Lenti hjá vægast sagt ömurlegum lækni, um leið og hann opnaði hurðina hugsaði ég "ég trúi ekki að ég lendi hjá honum!!" Hann var hokinn og dauður til augnanna og þegar hann tók í höndina á mér var hún lin og þvöl. Hann er ungur en samt hokinn og einhvernveginn hægur og hann hafði engann áhuga á að hlusa á hvað ég var að segja. Þegar ég var svo að reyna að komast að hverju hann hefði komist að með að hlusta lungun og skoða hálsinn gat hann varla svarað því. Tókst samt að draga upp úr honum að sýklalyfin væru fyrir hálsinn. Hálsinn?!?!?! Mér sem er alveg hroðalega illt í lungunum! Hefði þá amk getað ropað upp úr sér einhverri hugsanlegri skýringu eins og td að ég væri með sýkingu í hálsinum sem hefði þessi áhrif en nei nei og aftur NEI! Ég fékk engar upplýsingar og ég var svo svekkt og sár þegar ég var búin að taka aftur í linu höndina hans og kveðja að ég fór næstum að grenja. Fór heim og kúrði mig og hóstaði svo mikið að ég ældi. Pant aldrei fara aftur til þesa læknis, sver að ef mér verður gefinn tími hjá honum þá afþakka ég...

laugardagur, maí 20, 2006

...leikhúsið var æðislegt því það náði að sýna geðveikina líf átröskunarsjúklinga er alveg ofboðslega vel. Ég grét alveg helling yfir því afþví að þetta var allt eitthvað svo satt og svo erfitt að horfa á og sjá hvernig maður sjálfur var. Þó að ég sé búin að ná langt finn ég alveg hvernig þessi rangi hugsanaháttur treður sér stundum inn en það er gott að vita að maður geti haft stjórn á honum. Þetta leikrit setur sig ekki í neinn forvarnarpakka heldur sýnir bara hvernig það er að hafa átröskun og mér finndist ekkert vitlaust að kvikmynda verkið og nota til að sýna aðstandendum því oft á tíðum eiga þeir mjög erfitt með að skilja hvernig það sé hægt að vera svona. Verst að þetta var síðasta sýninginn því ég mundi mæla með að allir sæju þetta verk.

Mamma heiðraði mig með návist sinni í nokkra daga, kerlan var í verslunarleiðangri svo við þræddum allar búðir og hún mundaði kortið hvað eftir annað. Ég á nú einhvern þátt í eyðslunni því hún splæsti í afmælisgjöf handa dótturinni frá foredrlunum og svo fékk ég slatta af snyrtidóti í kaupbæti fyrir að hjálpa henni að finna föt á sig. Það var alveg frábært því ég gat endurnýjað eitthvað make-upinu sem var alveg að syngja sitt síðasta. Ég kvarta amk ekki!! ;) Var samt svo vitlaus að þyggja ekki sólpúðrið sem hún bauð mér, braut nefnilega það sem hún gaf mér einu sinni og var svo að spurja í einhverri búð hvað það kostaði og þá spyr mamma hvort hún eigi að gefa mér það. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa þegar ég svaraði "nei nei bara að athuga verðið upp á framtíðina, get alveg notað þetta brotna áfram". Hlýt að hafa verið ofþornuð og með óráði þarna!! Hahahahaha :)

En í dag er júróvissjón eins og allir vita. Okkur er boðið í slatta af partýum og mig langar jafn mikið í þau öll. Ætla að reyna að vera svoldið á flakki á milli en annars kemur þetta bara allt í ljós. Verst að ég er alveg hroðalega kvefuð, með hálsbólgu og ljótan hósta svo ég verð að fara vel með mig. Gróf úlpuna mína út úr skápnum áðan og ætla að spígspora um í henni í kvöld og ég býst fastlega við að herra húfa og ungfrú vettlingar fái að fljóta með enda er ég ekki vön að skilja þau útundan hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust...

sunnudagur, maí 14, 2006

...Klemens kom til mín í gærkvöldi og af því tilefni skelti konan sér í hellings þrif, ekki gaman að skammast sín fyrir útganginn á heimilinu. Gamla trixið að bjóða fólki í heimsókn virkar ennþá og var ég enga stund að gera íbúðin heimsóknarvæna. Eftir bjór og bað og smá sparsl og fullt af blaðri var tölt niður í bæ og stefnan sett á Þjóðleikhúskjallarann þar sem Páll Óskar var að dj-a á gay-balli. Við komumst auðvitað ekki alla leið nema stoppa einu sinni og pissa og var það gert við Ráðhúsið, kerlan tróð sér inni í eitthvað horn á milli rósarunna til að sjást ekki. Staðurinn var góður en rósarunnarnir voru ekki sáttir og döngluðu í rassinn á mér, lærið og andlitið. Sést því miður ekkert á mér svo ég get ekki lagt fram kæru! ;) Það var rosalega gaman á ballinu og Páll Óskar klikkar ekki í lagavalinu svo við dönsuðum alveg heilmikið. Ég sendi líka greinilega frá mér einhverja lesbúi víbringa því það voru 2 stelpur sem reyndu við mig. Önnur kom bara og fór að dansa hjá okkur Klemensi sem var bara fínt en þegar við þurftum að fara varð hún ekki sátt og næst þegar ég mætti henni labbaði hún í mig geðveikt fast og fúlt. Það var mjög...undarlega áhugaverð lífsreynsla. Það sem var miklu mun minna gaman var þegar ég rann á glasi á gólfinu og datt og fékk skurð á hnéið. Núna er mér dauðillt í hnéinu og skurðurinn er opinn, gæti þurft að skella mér á slysó og láta setja spor í þetta. Langar amk ekki að fá eitthvað hrikalega feitt og breitt ör á hnéið í viðbót við öll hin!

Ætla að kúra mig alveg þangað til Gunnar kemur heim úr vinnunni, þá ætla ég að kúra með honum þangað til það er tími til að hitta Heiðu og fara í leikhús. Fann loksins einhvern sem vill sjá Hungur og þegar við sáum auglýsta lokasýningu tókum við aldrei þessu vant við okkur og pöntuðum miða. Eins gott að verkið standi undir væntingum því ég er búin að hlakka svo til að sjá það...

sunnudagur, maí 07, 2006

...Gunnar á afmæli í dag og afþví að ég elska hann var ég búin að þeytast um borg og bý að finna handa honum afmælisgjöf. Fyrir valinu urðu náttbuxur og "I hate mondays" nærbuxur, bókin 100 most dangerous things in everyday life and what you can do about them og 75 color puzzels frá Mensa ásamt litlu korti sem ég skrifaði ástarjátningu innan í. Fékk kossa og knúsa að launum fyrir hlaupin og fékk að heyra að kortið væri það besta af gjöfinni. Ég er fullkomnlega sátt við það. :) Fékk ennþá meiri kossa og knús þegar Gunnar staulaðist heim í nótt eftir að hafa fangað því að aðeins ár væri eftir í hið stóra 30. Ég fór ekkert á lífið því ég var svo þreytt, skellti bara He-Man í drifið og hafði það nice, var samt alltaf að vakna til að pissa og vaknaði svo alveg þegar Gunnar kom heim. Hann var voðalega spjallinn og eldaði handa mér samloku með eggi og beikoni sem var gott því ég var svöng, það sem var ekki gott var að ég gat ekki sofnað aftur fyrr en rétt fyrir hádegi. Fyrirgef honum það afþví að hann er afmælisstrákur, ef þetta hefði gerst annan dag hefði ég ekki verið svona hress. Lét hann líka draga mig út að borða á Nana-thai ásamt 3 vinum sínum/okkar og svo í bíó á Inside Man. Var mjög þreytt en hann er afmælisstrákur, reyndi í smá stund að malda í móinn en hætti afþví að ég vildi vera góð kærasta svona til að sýna mig. Myndin er hreint út sagt frábær, skemmtileg myndataka, góð samtöl, hæg, spennandi, ekki gufusoðinn og hélt manni föstum án þess að vera ágeng. Mæli með henni af heilum hug. Efast samt um að strákurinn sem sat fyrir aftan mig mæli með henni, hann skildi ekkert og var alveg lost í hléinu og þegar vinir og vinkonur hans reyndu að útskýra það litla sem þau skildu átti hann ennþá erfiðara með þetta allt saman og ég sá fyrir mér hvernig þessar litlu gráu kreistust fram og aftur á akkorði við að reyna að koma púslinu saman en allt saman fyrir ekkert. Þegar hann þurfti að spurja endalaust mikið eftir hlé þurfti mín að sperra hnakkann, snúa höfðinu og horfa á þau útundan mér og andvarpa þungt með pirringsáherslu. Það dugði og þau steinhéldu kjafti það sem eftir var af myndinni, ekki eitt múkk datt út fyrir vaxtarræktarvarirnar og mín undi sátt við sitt.

Er farin að lúlla mig og mér og Gunnari til mikilla ánægju fæ ég að sofna við theme-music úr WOW. Hann varð mjög undrandi um daginn þegar ég bað hann um að fara aðeins að spila í tölvunni því ég gat ekki sofnað. Var einmitt verið að grínast með að ég gæti keypt hæsta levels karakter og bara byrjað að spila því ég kynni þetta greinilega orðið svo vel. Var sko að leiðrétta Gunnar aðeins, má ekki láta hann fara með rangt WOW-mál. En allaveganna börnin mín þið verðið að tékka á veitingastaðnum Nana-thai sem er í Skeifunni, við hliðina á Epal, beint fyir aftan Bónusvideo fyrir þá sem þekkja Grensásveginn betur. Góður matur úr góðu hráefni og ekki dýr. Reyndar dýrari en td Krua-thai (sem er líka fínn) en það margborgar sig því maturinn er ferskari og betra kjöt. Ekki láta þennan framhjá ykkur fara næst þegar á að skreppa út að borða, miklu ódýrara en pizza. Þetta var hátt í 1000 kalli ódýrari máltið en pizzurnar og meðlæti sem við keyptum á Hróa um daginn og tilfinningin í maganum er miklu betri. Okí er farin, vildi bara ekki gleyma að deila þessu með ykkur...

föstudagur, maí 05, 2006

...þá er ég orðin ári eldri en síðast þegar ég bloggaði, svona ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum að ég hafi átt afmæli!!! ;) Fékk nokkrar góðar gjafir og ef alir standa við sitt á ég ennþá eftir að fá nokkrar í hendurnar en sjáum til hvernig það fer! Hahahaha Fæ svo eitthvað voða skemmtilegt þegar mamma kemur í borgina núna í maí, mátti sjálf ráða hvort ég fengi sendan pening eða mundi bíða eftir henni og held að það sé bara betra að bíða! :) Ákvað að skreppa út úr húsi í tilefni af deginun þó að ég væri ennþá veik. Fengum okkur að borða með Siggu og Gyðu og svo kom Klemens og stal okkur stelpunum frá Gunnari og við fórum og horfðum á Evert í kokteilakeppni. Dagurinn minn varð honum ekki til lukku að þessu sinni en við bíðum bara þangað til næst. Ég græddi 5 kokteila þó ég væri bara með miða fyrir einum :D þeir voru reyndar svo þunnir að ég fann ekki einu sinni á mér eftir þá!! :/ Svo var sest í Mávahlíðina í smá stund áður en var skroppið í bæinn og dansað og spjallað. Hefði kannski betur sleppt síðasta partinum því ég hef verið hálf slöpp síðan, samt ekki nógu slöpp til að hanga heima þó ég hafi gert það að mestu leiti.

Fékk reyndar lítinn frænda í afmælisgjöf, þetta er í annað skitpið sem það gerist en hinn varð 7 ára. Erum samt svo heppin að eiga aldrei stórafmæli á sama degi svo enginn fari að stela athyglinni frá hinu hehehe nei djók!! :) Enda er ég svolítið mikið eldri og er ekki viss um að ég hafi áhuga á að halda upp á afmælin okkar sameiginlega alveg strax. Finnast barnaafmæli alveg voðalega erfið, amk þegar er mikið af börnum í þeim íhíhíhí. Svo er annað sem stendur í vegi fyrir svona plönum og það er að við búum í þremur mismunandi löndum, ég á Íslandi, Hilmir 7 ára í Svíþjóð og þessi splunkunýji býr í Færeyjum. Vona samt að ég rekist á hann (og fjölskylduna alla) á Seyðisfirði í sumar...

laugardagur, apríl 29, 2006

...er veik ennþá einu sinni og alltaf á besta tíma. Það er prófavika eftir helgi og ég verð sennilega ekki orðin hress þá, verð örugglega að fá að taka sjúkrapróf! Hef bara legið og sofið og svitnað, þegar ég rumskaði tróð Gunnar í mig verkjapillu og skipaði mér að drekka heilt glas af vatni. Svona var þetta í 4 daga, á 5.degi og ég ekkert byrjuð að lagast fór ég til læknis og er núna komin með pensilín og slímslosandi mixtúru. *jeij* Er orðin miklu hressari en alveg ofboðslega þreytt, Gunnar þurfti td að koma með mér í þvottahúsið í gær til að bera blauta þvottinn upp því ég réð varla við að koma sjálfri mér upp stigann.

Svoldið svekk að missa af júróvísjón umræðuþættinum í kvöld en ég verð bara að reyna að troða mér í heimsóknir næstu laugadaga til að sjá restina! :) Svo ætla ég að skella mér á 6 vikna afró-námskeið, verður gaman að ná betri tökum á sporunum og fá meiri innsýn í dansinn heldur en maður fær á þessri klukkustund sem opni tíminn á laugardögum gefur manni.

En best að fara að kúra undir sæng og bíða eftir að eldabuskan mín komi heim. Þessi elska er búin að hugsa svo vel um mig í veikindunum og passa að ég borði og drekki og elda á hverju kvöldi handa mér. Þvílíkur lúxus sem ég man ekki eftir að hafa orðið aðnjótandi áður, best að halda fast í hann...

miðvikudagur, apríl 19, 2006

...komin í Neshagann eftir yndislega páska á Seyðisfirði. Þar var afslöppnunin svo mikið að ég vafraði hálfsofnandi um húsið og hafði ekki einu sinni rænu á að láta mér leiðast enda aldrei leiðinlegt heima! Skruppum í fína fermingarveislu, á þrælmagnað ball og á pöbbinn og auðvitað í kaffiboð til ömmu og nokkrar heimsóknir. Gleymdi reyndar að mæta á páskabingóið, mig sem langaði svo að fara -ath. ekki kaldhæðni! Afslöppnunin hélt áfram í bílnum á leiðinni suður þar sem ég svaf mest allan tímann, vaknaði aðeins á Klaustri til að borða samloku og rankaði við mig í Vík til að ath hvar við værum stödd. Það var sem sagt ekki eins mikið stuð í bílnum og á leiðinni austur þar sem við Klemens og Sigga lékum á alls oddi, lékum perra, lítil börn, sungum og lásum á skilti, breiddum yfir haus, lékum dansk og þýskt fólk og ég veit ekki hvað og hvað. Gleðin var svo sannarlega við völd og ferðin fljót að líða enda ekki nema 7 og hálfur tími frá Selfossi til Seyðisfjarðar.

Í dag var páskaletin alveg að drepa mig og það var svo erfitt að koma sér af stað í skólann. Drattaðist samt á fætur og mætti og geyspaði allan tímann eins og hann lagði sig fyrir utan stutta stund þegar ég fékk mikil breytingarskeiðs svitakóf. Alltaf gaman að því. Var með erfiðleikum að reyna að koma íþróttadótinu ofaní töskuna þegar ræktarfélaginn minn afboðaði mér til mikillar gleði og þar sem ég hef engan sjálfsaga í dag ætla ég að fara að kúra mig með páskaeggjaafganga og horfa á dvd...

miðvikudagur, apríl 12, 2006

...þvílík ævintýri sem verða á vegi manns þegar ferðast er með strætó. Í dag var allt stopp við Sóleyjargötuna því lítil og krúttleg gæsafjölskyla ákvað að taka þriðjudagsheilsubótargönguna úti á miðri götu. Kjöguðu þarna um og ákváðu svo að fara alveg yfir og sennilega fá sér sundsprett í Tjörninni. Ég var í svo góðu skapi að þetta amaði mig ekkert en ég held að strætóbílstjórinn hafi verið orðinn frekar óþreyjufullur þó hann hafi ekki byrjað að flauta.

Skrapp og lét klippa á mér lubbann svo austfirðingar myndu ekki flýja fjórðunginn þegar ég mætti á staðinn. Er ofboðslega fín og flott núna eða vona það amk! ;) Svo þurfti ég að heimsækja Kringlunna einu sinni í viðbót, var ekkert sérstaklega hress með það. Þurfti að ná í pilsið sem ég var að láta laga. Rakti nefnilega faldinn á því niður þegar ég fór á klósettið um daginn, lítill endi hafi flækst í sokkabuxunum og áður en ég vissi af var hálfur faldurinn kominn niður og ég á veitingahúsi! Alltaf jafn heppin. Tékkaði líka á hvort skórnir sem ég labbað sólana af á innan við 2 vikum væru komnir úr límingu en var ekki svo heppin. Eins gott að þessi líming haldi annars kemur ekki kát Sirrý að kvarta við verslunarstjóra Centrum í Kringlunni.

Er búin að henda þessum fáu tuskum sem við Gunnar ætlum að taka með okkur austur ofan í tösku. Ef fötin hans Gunnars væru ekki svona stór hefðum við getað tekið helmingi minni tösku með okkur. Tekur Síbería við fólki í minnkun? Líka búin að fjárfesta í bílveikistöflum og verkjatöflum. Tók upp á því á gamalsaldri að verða bílveik en vona að það sé bara eitthvað tímabundið. Er líka búin að vera með endalausan hausverk í alltof marga daga svo ég þorði ekki annað en að kaupa verkjatöflur, er nenfilega viss um að þurfa ekkert að nota þær ef þær eru í veskinu! :) En er farin að kúra verð að vera hress fyrir keyrsluna á morgun, ótrúlega heppin að hafa ekki bílpróf og geta bara tekið rosalegar bílveikistöflur sem svæfa mann og sofið alla leiðina. Stundum er lífið ljúft í ömurleika sínum...

mánudagur, apríl 10, 2006

...þessi fyrsti virki dagur í páskafríinu mínu byrjar ekki vel. Vaknaði kóf sveitt einhverntímann í morgun, blautt rúm og allur pakkinn. Ætlaði í sturtu áðan og þá er ekkert heitt vatn svo ég varð að þvo mér með köldum þvottapoka og vonast til að komast í bað í kvöld. Þá var komið að því að seðja hungrið, cherriosið var komið í diskinn og þá er engin mjólk til. Átti að eiga amk eina óopnaða fernu. Hef sterkan grun um að Bogi hafi drukkið hana alla. Ekkert brauð til í húsinu svo ég er að drekka ananas trópi og borðaði páskaegg númer 1 sem tengdó gáfu mér í mogunmat! Getur þessi dagur orðið verri? Hann stefnir í það, er að fara að láta laga pils sem ég rakti óvart niður faldinn á því spottinn flægtist í sokkabuxunum mínum og er að fara að kvarta út af skóm sem ég keypti um daginn og sólinn er að detta af þeim. Ekki sátt við að borga næstum 6000 kall og nota skóna í örfá skipti og þeir bara að verða ónýtir. Svo eru sokkabuxurnar mínar götóttar á tánum og hárið á mér er ógeðslega úr sér vaxið og skítugt, bandið er alltaf að losna af brjóstahaldaranum mínum og það vantar ljósaperur í þvottahúsið, þurrkerherbergið og í útiljósið. Haldið ykkur frá mér í dag!! URG...

mánudagur, apríl 03, 2006

...við Gunnar ætteiddum hann Skrekk (Stinkey) frá Múmíndalnum fyrir ekki alls löngu. Hann er voðalega góður strákur og fær að hanga á símanum hennar mömmu sinnar. Þrátt fyrir að á hann vantaði annað eyrað elskum við hann afar mikið enda ekki á hverjum degi sem fólk finnur lifandi eftirmynd sína. Hann er með breytt nef eins og pabbi og stórar tennur eins og mamma og svo er hann dökkhærður eins og pabbi og með úfið hár sem stendur í allar áttir eins og báðir foreldrarnir. Skrekkur er samt allur loðinn og verður því ekki kalt þó hann sé á Íslandi og foreldrarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af fatainnkaupum. Skrekkur er þekktur fyrir að vera stríðnispúki og var oft til vandræða fyrir Múmínstrákinn og vini hans en er samt ofboðslega góður og með stórt hjarta.

En ég flyt sorgarfréttir, Skrekkur týndist í dag. Hann var að fara í strætó með mömmu, þau ætluðu í heimsókn til Gyðu frænku því pabbi var ekki heima. Skrekkur fékk að kúra í töskunni hennar mömmu og hafa það gott en honum hefur eitthvað leiðist því hann læddist upp úr töskunni og lét sig hverfa. Atvikið átti sér stað einhverstaðar á milli heimilisins og 10-11 við Hjarðarhaga. Mamma er þjökuð af samviskubiti yfir að hafa ekki tekið eftir að Skrekkur hafi laumast burt fyrr en hún var komin upp á Hlemm. Hans er sárt saknað og vonumst við til að hann rati aftur heim. Kannski getið þið hjálpað honum...

miðvikudagur, mars 29, 2006

...kemur sennilega engum á óvart að síðan ég bloggaði síðast er ég búin að vera veik í marga daga!! Er orðin svo þreytt á þessu að þið trúið því ekki, það er fínt að vera heima einstaka sinnum og borða ís en ekki að vera heima í marga daga og halda engu niðri nema ís!!!

Byrjaði á nýrri lotu í skólanum í gær, er bara í þýsku núna því ég er búin með hina áfangana sem krakkarnir í bekknum eru í. Það er einhver íslenska og efnafræði og svo ég hef það bara fínt og mæti frá 14-16 mán, mið og föst og svo 2 klst einhverntímann yfir daginn á þrið og fimm. Ljúfa lífið hjá mér amk skólalega séð. Ætla að nýta þennan tíma í að reyna að byggja mig upp andlega og vera dugleg í ræktinni svo líkaminn verði stinnur og sterkur. Nokkrar ástæður sem liggja að baki ræktarátaki, langar að líta betur út, langar að líða betur andlega, langar að vera öruggari með líkamann minn og svo ein svona yfirborðskennd því mig langar að hafa fallega leggi í sumar ef það skuldi verða nógu gott veður til að sleppa sokkabuxunum þegar ég spígspora um allt í pilsi. Hmmm ekki að ég sé ekki í pilsi á nánast hverjum degi (like mother, like daugther, líkur sækir líkann heim og allt það) en þá koma þykkar svartar sokakbuxur sér ákaflega vel til að hylja mestu gallana. :)

Nördaskapurinn fer ekkert minnkandi og horfi ég á Star Trek Deep Space Nine af mikilli áfergju þessa dagana og glápi á Battlestar Galactica inn á milli, vill ekki horfa á orf mikið af því í einu því það eru bara komnar 2 þáttaraðir! :P Og þar sem Nerd is the New Cool þá spyr ég eins og fávís kona og auglýsi eftir fólki til að læra Klingonsku með mér. "Is there a word for loneliness in Klingon? Ahhh yes "GARDAK!!!" Hihihihi man einhver eftir þessum Simpsons þætti...

mánudagur, mars 20, 2006

...ótrúlega aktív helgi að baki, kom miklu í verk sem hefur sitið á hakanum lengi. Kósí föstudagskvöld eins og áður hefur verið nefnt, laugardagurinn fór í að telja allar umbúðirnar í geymslunni. Ég taldi 1498 stykki nánast ein, Bogi kom og hjálaði aðeins þegar ég var búin með yfir helminginn. Er glöð núna að ég fór ekki í ræktina á laugardaginn því að bera upp yfir 20 poka af drasli, telja upp úr þeim og bera þá niður aftur var nóg æfing fyrir einn dag! Var líka orðin mjög pirruð um kvöldmatarleitið enda var ekkert eldað fyrr en rúmlega 21 en þá galdraði mín líka fram veislumat. Svo var ótrúlega snöggt bað, snyrting og svoleiðis og beint til Gyðu í sing-star partý. Tók með mér einn lite bjór og fékk svo eitt rauðvínsglas á staðnum. Skrapp svo í bæinn með Klemensi og hitti Gunnar og Þóru. Skellti mér á 1 skot og einn einfaldan gin og tonic og dansaði svo til klukkan 5. Er mjög stollt af mér því venjulega er ég svo feimin að dansa svona nánast erú en þetta var ekkert mál, sing-star algjörlega búið að koma mér í stuð og þá var ekki aftur snúið.

Sunnudagurinn fór í að bera pokana með dósunum einu sinni en, fyrst upp og út í bíl og svo inn á lager hjá Nexus því enginn vildi leyfa okkur að skila því þetta var svo mikið. Á einni Sorpu stöðinni gekk maðurinn svo langt að halda því fram að við værum að skila fyrir íþróttafélag, stofnun eða veitingastað því þetta væri svo mikið. Mikill pirringur í stuttan tíma var málið en ótrúlega góðar núðlur á Na na thai reddaði því alveg og svo var brunað upp á Skaga að ná í dótið mitt. Gott að vera loksins búin að því, getur enginn tuðað lengur yfir þessu hvorki fyrrverandi tengdafjölskyldan eða fjölskyldan mín. Erna var reyndar voðalega hress og kát og bara gaman að hitta hana svona smá, Telma var voðalega ánægð að sjá mig og spjallaði mikið og sýndi mér nýja dótið sitt og Jónas var svo elskulegur að hjálpa til við að bera. En sjitt hvað hann er orðinn myndarlegur, yrði ekkert hissa á að sjá hann í Herra Ísland við tækifæri!! Var svo rosalega dugleg þegar við vorum búin að bera allt upp og byrjaði að taka upp úr kössum og koma dótinu fyrir, búin að vaska upp mest af leirtauginu og skrúfa saman hilluna. Ætlaði að halda áfram í dag en vaknaði í nótt alveg sárlasin svo ég ætla bara að slappa af í dag, klára að horfa á Battlestar Galactica innganginn eða myndina eða hvað á að kalla þetta og bara hafa það eins gott og ég get í nýja rúminu. Á morgun þarf ég nefnilega að fara á fund, skreppa í Ikea og klára að gera fínt hérna inni áður en ég fer yfir um, þoli ekki svona óreiðu!

Ef einhverjir hafa nennt að lesa þetta allt þá óska ég ykkur til hamingju, það var leiðinlegt að skrifa þetta og örugglega ennþá leiðinlegra að lesa þetta...

föstudagur, mars 17, 2006

...betra rúm, betri draumar. Eða það vona ég alla veganna! Splæstum á eitt queen size amerískt rúm í Svefn og heilsu áðan og flatmaga núna á því. Það er aðeins hærra en ég hélt, amk er það miklu hærra en rúmið sem ég skoðaði í búðinni svo ég get örugglega teygt mig alveg upp í loft þó ég liggji á bakinu! ;) Er mest hrædd um að vakna einhverntímann úti í glugga því það nær næstum því upp að gluggakistunni. Það var reyndar alveg kominn tími á að eyða í þetta því hitt rúmið var alveg að gefa sig sbr. blogg frá ekki svo ýkja löngu síðan þar sem þið voruð frædd um afturlappaleysið og allt það. Ég er svo himinlifandi yfir nýja rúminu að ég hef ákveðið að liggja í því í allt kvöld, þó að ég sé eina heim, og stelpast í staðinn fyrir að fara í partý. Að stelpast þýðir að ég ætla að skoða Cosmopolitan, Elle og Marie Claire, lesa make-up blöðin mín og horfa á Singing in the Rain sem ég fann á dvd útsölunni í Nexus (allir þangað, 3 dvd á 2499 ódýrara en í Bónus) ;) Er búin að dreyma um að eignast þessa mynd í mörg ár og var ekki lítið ánægð þegar ég rak augun í hana þegar ég var að bíða eftir að Gunnar væri búinn að gera upp. Ég sem var ekki einu sinni að skoða þetta bara eitthvað að glápa!

Eyddi peningum í dag og í gær og hef þar af leiðandi sett kortið mitt ofan í krukku svo það fari ekki með í bæinn á næstunni. Í gær var Ikea og svoleiðis snatt með Klemensi og Gyðu og auðvitað þurfti mín að splæsa í ruslafötu, bastkörfur og skápahengji til að geyma skóna mína í. Í dag var Herdísar-hittingur og varð Kringlan fyrir valinu því að það var svo mikill úði úti. Þar þurfti ég að spandera í ógeðslega flott lág rauð "ég er lítil og langar að hoppa í polla" stígvél, bláa og gyllta tösku til að henda íþróttadótinu ofan í og ógó flottan sailor-bol sem mig var búið að dreyma lengi um í Vero Moda. Ætla aldrei aftur með Herdísi á staði þar sem er hægt að eyða peningum. Held að næst verði það göngutúr út að Gróttuvita sem verði fyrir valinu!! Held að það sé amk ekki ennþú búið að opna sjoppu þar...

miðvikudagur, mars 15, 2006

...það eru bara afmæli á hverjum degi þessa dagana. Hún amma Sigga mín er afmælisbarn dagsins og er orðin 89 ára en samt hress og kát að vanda. Væri alveg til í að vera á Seyðó núna og knúsa hana en verð bara að knúsa hana helmingi meira um páskana. Til hamingju með daginn elsku amma mín!! *kossar og knús*

Fleiri gleðifréttir í dag, um kvöldmatarleitið í gær eignaðist æskuvinkona mína hún Hildur Jóna og Þórður hennar sitt fyrsta barn. Það var stúlka og samkvæmt fréttum frá þeim er hún stór og hraust. Til hamingju með dótturina elskurnar mínar og ég hlakka ekkert smá til að fá að kíkja á hana. Svo 1.apríl næstkomandi verður mín að versla barnaföt. *jeij* :) Elska að skoða þessi pínulitlu krúsidúlluföt.

Fór annars á Aeon Flux í gær, alveg ágætis mynd, ekki sú besta en ekki sú versta, ég skemmti mér amk ágætlega. Allt umhverfi og búningarnir rosalega flottir og samtölin voru minimalísk og fönguðu víst vel sögurnar úr Heavy Metal blöðunum en ég veit ekkert um það því ég hef ekki lesið þær. Heyrði reyndar í 2 töffurum í hléinu sem voru ekki að skemmt sér vel og fannst þetta léleg mynd. Kannski fannst þeim það bara en ég hallast frekar að því að þeir hafi ekki skylið hana en what ever...

mánudagur, mars 13, 2006

...ein af mínum allra bestu vinkonum á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 25 ára kerlingin sú. Hjartanlega til hamingju með daginn elsku Maddan mín, loksins ertu orðin fullorðin og fyndin! ;) Í tilefni af þessum merka áfanga skelltum við tvær okkur aðeins út á lífið á föstudaginn, ég var samt frekar stillt, passaði mig að fá mér mjög vel í aðra stóru tánna en hafa hina tóma svo allt færi vel fram sem það og gerði. Var ekkert þunn á laugardaginn nema þegar ég fór upp í ökutæki, þá leið mér hörmulega og varð óglatt og alveg ómöguleg öllsömul, ekki gaman af því en ég ætla ekki að kvarta hefði getað verið verra.

Varð fyrir asnalegu óhappi í gær, stóð upp í rúminu til að opna gluggann og þegar ég ætlaði að láta mig detta mjúklega niður á rassinn aftur misreiknaði ég mig eitthvað og meiddi mig í hægri rasskinninni. Það var svo vont að ég fékk næstum tár í augun og ákvað að sofa lengur til að finna ekki fyrir þessu. Haltraði svo út um allt og var alveg ómöguleg en er miklu betri í dag, finn bara fyrir þessu ef ég tek mjög undarlega og snögga snúninga.

Annars er mér boðið í 2 partý næstu helgi og ég sem ætlaði bara að vera róleg. Kannski ein djamm helgi áður en það verða teknar nokkrar mjög rólegar. Á föstudaginn er partý hjá Finni og mér skilst að bara allir séu velkomnir og á laugardaginn ætlar Gyða að halda sing-star partý þar sem flest allir verða rólegir en ákaflega glaðir og skemmtilegir. Ég mæti amk þangað og verð ef til vill rosalega villt og tek með mér 1 bjór! ;)

Er alveg að deyja úr hungri núna, er á tærfljótandi fæði þangað til á morgun út af þessari ristilspeglun. Má bara borða tærar súpur, vatn, te, powerade og eplasafa og ekkert af þessu stoppar lengi í systeminu þegar það er ekkert annað í maganum. Verð bara að fara snemma að sofa og ef ég get ekki sofnað er ég viss um að það líður yfir mig af hungri svo það kemur kannski niður á það sama...

fimmtudagur, mars 09, 2006

...þvílíkri brennslu í Baðhúsinni lokið, *fjúff* hvað ég var dugleg! :) Var reyndar búin að brenna ágætlega í Kringlunni áður, skoppandi fram og aftur með risa stóran bakpoka og svo auðvitað kaupin góðu í hendinni. Tókst að flækja mig í afgreiðsludömu sem var vopnuð herðatréi, velta um koll verð skilti sem stóð á borði og reka mig í alla fatarekka sem ég fór framhjá. Keypti mér tvö veski því ég er orðin svo fátæk af þeim eða amk fátæk af þeim sem mig langar til að nota! ;) Hef þá afsökun að annað þeirra var á mega súper tilboði, of gott til að sleppa þó ég hafi ekki vitað það fyrr en ég kom upp að afgreiðsluborðinu og rétti fram debetkortið hissa á svip *roðn*.

Tók strætó heim áðan sem er svo sem ekki frásögu færandi nema vegna þess að strætóinn okkar stoppaði þegar við vorum nýlögð af stað og bílstjórinn snaraði sér út og að næsta vagni. Ég glápti á með stórum augum, hissa og pirruð yfir að allt gengi ekki smurt fyrir sig og ég kæmist heim sem allra fyrst. Stjórinn opnar vagninn og hleypir gamalli konu út. Greyið hafði orðið eftir inni í vagninum og stóð við hurðina og vonaðist til að verða hleypt út. Finnst þetta hroðalega fyndið en líka eitthvað svo sorglegt...

þriðjudagur, mars 07, 2006

...Madda var svo ofsalega dugleg að draga mig í body pump í kvöld svo núna er ég vel ræktuð og fín eftir killer pump og 30 mín brennslu á eftir. Finn strax hvað hreyfing lætur mér líða miklu betur andlega og líkamlega, þarf ekki nema eitt skipti til að byrja að finna áhrif! Núna á að fara að gera eitthvað í sínum málum einu sinni enn, er orðin leið á að vera ekki formi og öll lin og asnaleg. Ætla nú samt ekkert að fara fram úr sjálfri mér en núna fer þetta allt að gerast! :)

Annað ekki alveg ein skemmtilegt, ég þarf að fara í hálfa ristilspeglun sem ég er ekkert svo rosalega spennt fyrir. Samt amk betra en að þurfa að fara í "fullkomna" eins og læknirinn orðaði það. Er samt sama hvað þeir gera ef þeir finna bara út hvað veldur þessum leiðinlega verk sem ég hef haft af og til í mörg ár. Botnlanginn farinn en ennþá verkur svo þetta er greinilega eitthvað annað. Er samt hræddust við að ekkert finnist sem ætti að vera gott en það þýðir að ég sé miku meira crazy en talið er nú í dag! Var voðalega glöð að heyra einn lækninn segja að þetta væri greinlega eitthvað fyrst hann gat potað í verkinn. Ohh well, þetta kemur allt í ljós en núna verð ég að fá mér eitthvað í gogginn...

föstudagur, mars 03, 2006



...hver vill koma með mér á leikritið Hungur í Borgarleikhúsinu, litla sviði? Held að miðaverð sé 2500.-, annars er linkur hérna fyrir neðan. Rétt upp hönd sem vilja koma með!!

Hungur

Hungur er nýtt, íslenskt verk eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, og verður frumsýnt á Litla sviðinu þann 18. febrúar næstkomandi. Hungur er um lífsbaráttu fjögurra einstaklinga í heimi þar sem útlitskröfurnar eru svo óraunhæfar að internetið er eini staðurinn þar sem hægt er að uppfylla þær. Hvað gerist þegar tveir anorexíusjúklingar mynda vináttutengsl, og þegar offitusjúklingur finnur sér loks maka sem elskar hvern einasta blett á henni?

Hungur er þriller um stjórnun, kynlíf, sjálfsaga, ást, fíkn, ímynd, fegurð og leit að fullkomnun.

Leikritið er sett upp af Fimbulvetri í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur, og hefur verið styrkt af Leiklistarráði, Listasjóði, Reykjavíkurborg, Heilbrigðisráðuneytinu, Menningarsjóði Íslandsbanka og Samfélagssjóði Alcan.

Eftirfarandi orð og setningar koma fyrir í verkinu:

Flóðhestur, hungurverkir, nærföt í yfirstærðum, klóak, sjálfsstjórn, anorexía, fegurðarstaðlar, rassadillandi klámdrottningar, sársauki, sellerí, my little pony, einn fyrir pabba, kjaftæði, sjálfsagi, skósíður kyrtill, fullkomnun, 39,7 kíló, kynlíf, óléttur fíll, ást snýst um fórnir, fegurð, finna fjársjóðinn við rætur regnbogans, Guð

“Matur er ekki óvinur þinn… þú ert falleg eins og þú ert… þetta er
náttúrulega bara afsakanir fyrir feitt fólk.”
- Dísa, 23 ára/Hungur

“Ef karlmenn eru farnir að fíla þessi herðatré sem eru í sjónvarpinu
endalaust, þá er það vegna þess að þeim er ekki boðið upp á neitt annað. Ég
er viss um að afar fáir karlmenn myndu virkilega vilja sofa hjá konu sem er
vaxin eins og ellefu ára gamall strákur.”
- Hallur, 38 ára/Hungur

“Hér áður fyrr, ef ég var að slá mér upp með einhverjum, þá datt mér ekki í
hug að leiða hann á almannafæri. Ég hugsaði alltaf með mér: Hvern langar til
að láta sjá sig með þessu? ...þú veist.”
- Ingibjörg 44 ára/Hungur

“Klárar anorexíur deyja aldrei.”
- Emma, 23 ára/Hungur


Leikendur:
Helga Braga Jónsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Þorsteinn Bachmann
Ásta Sighvats Ólafsdóttir

Ljósahönnun: Kári Gíslason
Leikmyndahönnun: Þórarinn Blönddal
Tónlist: Axel Árnason
Kvikmyndalist: Ósk Gunnlaugsdóttir
Búningahönnun: Ragna Fróðadóttir
Förðun: Petra Dís Magnúsdóttir
Framkvæmdastjórn: Árni Árnason

Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson...

fimmtudagur, mars 02, 2006

...sit hérna á nýja fína Ikea púðanum mínum, fyrir aftan ekki alveg eins fína rúmið okkar og bíð eftir að græni góði maskinn minn verði búinn að vera nógu lengi á smettinu á mér. Þá ætla ég nefnilega að fara að sofa! :) Fór í Ikea áðan og keypti helling, rúmföt, lampa, vasa, púðann góða, mini straubretti og þvottkörfu handa Boga og ekki má gleyma ljósaperunum svo að nýju lamparir (voru sko 2 í pakka) fái að njóta sín. Skellti nýju rúmfötunum í þvottavélina svo ég geti hennt þeim á rúmið við fyrsta tækifæri. Svaf reyndar óvart rúmfatalaust í nótt, sofnaði nefnilega í öllum fötunum og svaf til morguns. Veit ekki hvort Gunnar vildi ekki eða nennti ekki að vekja mig og ég nenni ekki að spurja hann! :)

Annars verður skemmtilegur dagur á morgunn, er að fara til meltingarsérfræðings. Hljómar ekki skemmtilega en það er allt skemmtilegra en verkurinn sem ég er alltaf með í maganum þar sem botnlanginn var. Verð víst að vera þolinmóð og vera viðbúin að það taki einhverja mánuði að komast að hvað þetta er *gubb gubb ég nenni því ekki!

Þá er það þvottur upp á snúru og ólívur ofan í maga og svo maski af andliti. Púff fullt að gera fyrir svefninn góða...

sunnudagur, febrúar 26, 2006

...þá er ég mætt aftur á Neshagann eftir næstum einn og hálfan sólarhring í burtu. Var að snúast með Gyðu í gærdag og svo ákváðum við að hafa sukkdag og keyptum snakk og ís og horfðum á dvd og sjónvarpið út í eitt. Svo fékk ég bara að gista þar sem það var hvort eð er mæting hjá henni aftur 11 morguninn eftir til að fara að Koloaprotið og Gunnar að spila langt fram á nótt. Við komumst reyndar aldrei í Kolaportið en fórum í staðinn ásamt sambýlingum hennar í morgunkaffi á Kaffi Roma og svo beint heim að undirbúa bollukaffið hennar Hrefnu. Það er sko alls ekki ókeypis að gista hjá Gyðu því ég var sett í þrif og sópaði, þurrkaði, dustaði, hristi, skar og ég veit ekki hvað og hvað áður en ég var búin að borga fyrir gistingu, smá fæði og svo auðvitað bollurnar. Ekki nema von að ég nenni ekki að þrífa heima hjá mér!! ;) En ætli það sé ekki best að fara að hlaða elsku eplastelpuna mína (tölvuna fyrir þá sem ekki fatta) svo hún verði vel upplögð fyrir skólann á morgun...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

...já já já skólinn ennþá fínn eða amk dagarnir sem ég hef getað mætt á sökum veikinda. Búin að vera fárveik síðan á sunnudaginn en var nú líklega byrjað að grassa áður en maður er alltaf að reyna að vera sterkur og láta svona "smotterí" ekki hafa áhrif á sig. Fór í júrópartý til Klemensar á laugardaginn og þar var mikil gleði og gaman þó ég hafi verið róleg í drykkjunni og hafi farið frekar snemma heim. Varð samt alveg blindfull og hroðalega þunn daginn eftir og skildi bara ekkert í þessu því ég drakk ekki mikið nema ykkur finnist 2 rauðvínsglös og tæpir 3 lite bjórar vera mikið? Var sem sagt greinilega bara orðin veik og er ennþá! :( Hiti, beinverkir, uppköst og magaveiki, hausverkur og allur pakkinn kom í heimsókn. Gat samt ekki verið þæga stelpan heima í dag því ég fór á minningarathöfn með Gunnari og svo fjölskyldukaffi á eftir. Athöfnin var ofboðslega falleg en mjög erfið þrátt fyrir að ég hafi í rauninni ekki þekkt konuna svo ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig þetta hefur verið fyrir ættingjana og aðstandendurna. Er núna bara komin heim og upp í rúm með 10-11 pastasalatið mitt og er að reyna að næra mig á einhverju sem fer vel í magann því kökur og þannig lagað gerðu það ekki. Sé samt ekki eftir að hafa gætt mér á þeim því þær voru ákaflega ljúfengar! :) Jæja kominn tími á að setja afganginn af salatinu inn í ísskáp og koma sér í náttföt, dvd-stund kvöldsins bíður...

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

...annars frábær annar skóladagur að baki, heima með ælupest!!! Er búin að vera eitthvað slöpp í maganum síðan á laugardaginn og í nótt vaknaði ég og ældi smá köku og fullt af galli. Nammi namm *kaldhæðni*, var ekkert annað í maganum því ég gat næstum ekkert borðað í gær, leið alltaf eins og ég væri alveg pakksödd, svona illa södd eins og þegar maður slysast til að borða alltof illa yfir sig og langar aldrei aftur til að hreyfa sig eða borða því það er svo vont. Gat samt borðað ágætlega áðan og fer auðvitað í skólann á morgun nema ég fari aftur að gubba en ég held að þetta sé komið núna því sem betur fer eru gubbupestir yfirleitt stuttar.

Jæja ætla að læra í þýsku og sögu áður en ég fer að horfa á einhverja mynd með Gunnari í tilefni af valentínusardeginum. Það er víst sagnakönnun í þýsku á morgun og ég ætla að fá allt rétt þar! :) Reyna að finna og sýna gamla góða metnaðinn minn...

mánudagur, febrúar 13, 2006

...þá er fyrsta skóladeginum lokið og ég verð að segja að ég er hálf fegin yfir því. Það var samt mjög fínt í skólanum og allir voru voðalega vinalegir við mig þó að ég hafi nú ekki eignast neina vini og viti ekki hvað neinn heitir. En það er svo gott að vita að ég þurfi aldrei aftur að eiga fyrsta skóladaginn í Hraðbraut framundan, skiljiði ekki hvað ég meina? Þetta var allt saman furðulega fljótt að líða og leit vel út og nú er bara að bretta upp ermarnar og vera duglega svo þessum menntaskólastelpuferli mínum fari að ljúka. Það er svo margt annað sem ég væri til í vera að gera en obbosí ekkert stúdentspróf. Markmið morgundagsins eru svo að vera dugleg að spurja í stærðfræði, gera þolæfingar í ræktinni og reyna að tala við einhvern í bekknum. Stay tuned eftir meiri upplýsingum um daga mína sem menntaskólastelpa...einu sinni en...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

...algjört svindl, búin að sofa í 3 tíma þegar ég svona líka glaðvakna aftur. Ég sem var svo glöð yfir að fara svona snemma að sofa til að venja mig við áður en skólinn byrjar á mánudaginn. Púff alvara lífsins tekur víst við þá og ég kvíði svolítið fyrir en bara fyrir svona asnalegum hlutum eins og að ég eigi ekki eftir að kynnast neinum og alltaf vera ein. Hef engar áhyggjur af lærdómnum, held að það verði ekki mikið mál að massa hann, bara að vera dugleg að nota tímann rétt á lærdómsdögunum. Amma hringi í mig um daginn og ég sagði henni hverju ég kviði mest fyrir í sambandi við skólann og hún kom með frekar fyndið pepp handa mér, "þetta verður allt í lagi, þú ert svo sniðug að tala mikið!!" Hahahahaha gat ekki annað en farið að hlægja af þessu, fannst þetta uppörvandi en skondið hvað er alltaf hægt að koma því að að ég tali mikið. Held að ég tali ekkert meira en aðrir, bara vikar þannig stundum. Sit oft og þegji og hlusta, það man bara enginn eftir því afþví að það er ekki eins skemmtilegt!! ;) Eyddi slatta af peningum í dag og ég get með sanni sagt að ég hef ekki eytt svona miklu í einu í yfir ár. Keypti samt bara það sem ég þurfti, skólabækur fyrir 2 af 3 áföngum sem ég fer í í fyrstu lotu, "smokk" utan um tölvuna mína til að verja hana og svo lét ég stitta pilsið sem varð fyrir flugeldaóhappinu um áramótin. Það verður "gaman" að splæsa stórum upphæðum í bækur á 5-6 vikna fresti fram á sumar og svo allan næsta vetur en það er allt gert svo að stúdentsprófið góða komist í hús og þá geri ég það með "gleði" í hjartar og "söng" á vörum...

föstudagur, febrúar 03, 2006

...gleði fréttir í dag, ég byrja í menntaskólanum Hraðbraut 13.febrúar næstkomandi. :) Það passaði akkúrat að ég mundi byrja þá miðaða við hvað ég er búin með og hvert þau sem verða með mér í bekk eru komin. Ég hlakka voðalega til en kvíði líka fyrir. Langar svo að standa mig núna og ég held að ég geri það núna því þessi skóli er byggður þannig upp. Hann notar lotukerfi þar sem 3 áfangar eru teknir fyrir í 4 vikur, svo eru próf 5. vikuna og 6. vikuna er frí ef maður nær prófunum en annars upptökupróf. Svo fer þetta annan hring o.s.frv.. Dagarnir hjá þeim eru líka þannig settir upp að á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum eru kennslustundir, 2 klst fyrir hvern áfanga en á þriðjudögum og fimmtudögum er mætingaskylda til að læra sjálfstætt. Finnst ykkur þetta ekki hljóma vel? Þannig að frá og með 13.febrúar og þangað til í júní verð ég að vera í skólanum frá 8:30-16:05 alla virka daga, amk þegar það eru kennsluvikur...
...síðustu dagar og dagurinn í dag hafa verið alveg frábærir þangað til rétt áðan. Fór í mat til Gyðu í gær og fékk spínatsúpu og sólkjarnabrauð, ananas, japansmix, kaffi og gott spjall. Svona kvöld klikka aldrei. Í dag var svo hangs og kaffi hjá Gyðu, smá læknisheimsókn og svo meira hangs og kaffi hjá Gyðu, loks fahitas í kvöldmatinn og hangs og sjónvarpsgláp eftir það. Hitti Gunnar svo galvösk áðan, ætluðum að fá okkur kaffisúp áður en hann héldi áfram að vinna yfirvinnuna sína en hættum við og hann skutlaði mér heim. Ég tékkaði á póstinum í mesta sakleysi því ég vissi að ég ætti von að bréfi frá Sverige sem var upprunalega frá Íslandi. Opnaði það og það var rukkun um himinháa upphæð í mínum huga. Sögðust hafa sent mér annað bréf í nóvember og að e´g hefði ekki gert neina athugasemd og þessvegna væri þetta svona. En ég fékk bara ekkert bréf frá þeim, ekki á lögheimilið mitt og ekki til Svíþjóðar. Svo ég er fokvond og áhyggjufull núna. Ég er svo pirruð yfir að þeir skyldu senda bréf til Svíþjóðar þegar ég hef haft lögheimili á Íslandi síðasta 1og1/2 árið og þeir vita það því ég hef sagt þeim það og svo er það líka í þjóðskránni!!!

Ég þakka bara Guði ef hann er þá til fyrir að ég ákvað í augnabliks veikleika að kaupa mér nammi á leiðinni heim, annars hefði ég örugglega fengið mun alvarlegra taugaáfall þegar ég opnaði þetta fjandans bréf áðan...

þriðjudagur, janúar 31, 2006



...tók þessa mynd úr albúminu hjá Möddu, fannst hún eitthvað svo sæt. Er samt ekki að deyja úr egóisma og var ekki að læra að setja inn myndir, hef bara ekki verið með neinar myndir til að setja inn áður. :)

Erum nýbúin að skila pabba út á flugvöll og núna er hann í loftinu að nálgast Egilsstaði. Leiðinlegt að hann sé farinn en gott að hann þurfti ekki að vera lengur því það þýðir að augað er í lagi. Veit bara ekki hvað ég á að borða á næstunni, orðin svo góðu vön eftir að hafa borðað úti í hádeginu, um miðjan dag og á kvöldin á meðan karlinn var hérna. Verða engar súkkulaðikökur eða endalaust flæði af kaffi á næstunni , á örugglega eftir að fara í fráhvörf og blogga um höfuðverk og niðurgang á næstunni...

mánudagur, janúar 30, 2006



...er að hlusta á diskinn sem þessi góði og skemmtilegi jólasveinn henti inn um bréfalúguna hjá mér á aðfangadag. Sveinki karlinn kemur svo sannarlega á óvart með skemmtilegu lagavali, tæknikunnáttu og persónulegum upplýsingum á blaðinu sem fylgdi með disknum þar sem fram koma nöfnin á lögunum og flytjendunum ásamt nokkrum línum um hvað honum finnst um þau. Takk elsku Kertansíkir, ég hef alltaf sagt að þú værir bestur. Ætti eiginlega að koma með nokkur kerti handa þér næst þegar ég kíkji í kaffi. Geri það ef ég man...

laugardagur, janúar 28, 2006

...það var kominn tími á einn góðan dag eftir alla þessa hræðilegu daga og nætur sem ég hef átt undanfarið. Pabbi karlinn kom í borgina í dag, reyndar ekki í neinum gleðierindum því hann var hjá lækni að láta skoða augað sem hann fékk eitthvað drasl í betur. En við erum búin að labba borgina fram og aftur, drekka kaffi, borða með Gunnari og spjalla helling. Voðalega notalegt og skemmtilegt.

Þar sem ég hef átt marga slæma daga í röð hef ég ekki frá mörgu að segja, amk ekki sem mig langar að segja. Það helsta af því sem er ekki niðurdrepandi er:
*Strákarnir vöskuðu upp!!! *JEIJ*
*Ég neitaði að hjálpa þeim og bar fyrir mig miklar hreingerningar og uppvösk fyrr í mánuðnum sem ekkert tillit var tekið til!
*Horfði upp í loftið.
*Horfði á dvd.
*Horfði á Gunnar.
*Horfði í spegil.
*Horfði inn á við.
*Horfði á bók, nennti ekki að lesa hana!
*Spilaði BubbleShooter á leikur1.is og varð úr því ég er rangeygð þegar ég var alveg að ná metinu hans Gunnar! *SVEKKJ*
*Fór í langt, heitt, gott og mjög þarft bað einn daginn! Ykkur til ánægju hef ég haldið hreinkunni (er það ekki orð eins og brúnka???) við síðan svo það er óhætt að hita mig!! ;)

Sko mikið að gerast alltaf hreint, fer alveg að verða meira að gerast hjá mér. Bíðiði ekki spennt eftir að vita hvað það verður? Það er ég viss um...

laugardagur, janúar 21, 2006

...dagurinn í dag hefur einkennst af svokölluðu "white-trash" heilkenni sem virðist hafa hellst yfir mig í nótt. Byrjaði á að ég svaf yfir mig á fund sem ég átti í morgun. Rétt drallaðist á fætur, tróð mér í götóttar bómullarsokkabuxur, íþróttabuxur sem meiga muna fífil sinn fegri hvað varðar útlitið, girti þeim ofan í rauð stígvél og skellti húfu á úldinn hausinn sem eitthvað skreytti sem eitt sinn var kallað hár en hefur í dag líkst meira ull. Staulaðist svo út, óð snjóskafla og var hálf dauð í flughálum brekkum, lafmóð og bölvandi yfir að þurfa að vera mætt svona snemma eða klukkan 14. Hélt stuttu seinna aftur heim á leið, álíka mygluð og áður en örlítið geðfúlli, með smástoppi í Melabúðinni þar sem ég fékk valkvíðakast af verstu gerð og var í hálftíma að ákveða að kaupa mér cappucino, 70% súkkulaði, pestó og hrökkbrauð. Er ekki frá því að gamla fólkið sem var að kaupa þorramat í stórum stíl, öskrandi eftir mysu og ósöðinni blóðmör hafi verið orðið jafn hrætt við mig og ég við það eftir að ég labbaði í 13 skipti hring um búðina til að skila vörum og velja aðrar, talandi við sjálfa mig og rekandi mig utan í allt og alla. Þegar fúla konan komst loksins heim á leið beið hennar þó smá gleði, einn af sambýlingunum var að gera sér góðan dag í mat og drykk og splæsti smá rauðvíni á konuna. Sæl í bragði tók ég við veigunum sem voru bornr fram í mjólkurglasi og skreyttar með smá kork sökum skorts á tappatogurum. Þvílík munaðarvara hefur aldrei sést á Neshaga 7 svo gamall og boginn eldhúshnífur er yfirleitt notaður til að redda því sem hægt er. Eftir 2 glös af drykk fágaðafólkins var ég orðin ansi glöð en þá kom karlinn minn heim sem hefði verið alveg ágætt ef hann hefði ekki ákveðið að laga rúmið okkar. Það var bilað áður en er bilaðra núna þar sem hann ætlaði að rétta einn rúmfótin en braut hann óvart af. Ok ekkert svo hræðilegt, hægt að setja bækur undir og allt það hugsið þið kannski en nei það er ekki hægt. Afhverju? Því allar bækurnar eru undir öðru horni á rúminu!! Jájá í nótt þarf ég að sofa í rúmi sem vantar á báða "til fóta" lappirnar og bækur og parket eiga ekki vel saman, bækurnar vilja renna ef maður byltir sér aðeins of harkalega!

Hér með er sem sagt án gríns óskað eftir styrkjum til rúmakaupa, góður tíma núna þar sem það eru útsölur. Látið ekki ykkar eftir liggja, sendið okkur aur svo ég verði ekki á endanum alvöru "white-trash" kona og þurfi að flytja bæklaða rúmið mitt í hjólahýsi á Reykjarnesi! Ef enginn á pening aflögu fyrir rúmi eru rauðvínsglös og tappatogari vel þegin svo ég þurfi ekki að drekka meiri kork úr mjólkurglösum meðan ég sit í hjólhýsinu og bíð eftir að rúmið hrynji alveg...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

...litlu hlutirnir hafa gert mig svo glaða í dag og í gær. Í gær var ég ofboðslega hamingjusöm yfir að flestir sokkarnir hans Gunnars eru með orðum eða myndum efst á snúningnum því þá var svo auðvelt að flokka þá. Í dag er ég hamingjusöm yfir að Bogi hafi lagað kaffi og í þessum töluðu orðum er ég að drekka rjúkandi heitt pressukönnukaffi úr öðrum nýja bollanum frá foreldrum Gunnars. Ég er líka hamingjusöm að hafa átt afgang af pastanu frá í gær til að borða áðan, gróft pasta með rauðu pestói og parmesan klikkar ekki heldur þegar það er orðið kalt. Stundum er lífið svo ljúft...

miðvikudagur, janúar 11, 2006

...kerlan alveg að fara yfir um í að vakna snemma, var vöknuð klukkan hálf 8 í morgun og morgunmaturinn kominn niður rétt rúmlega 8, allbran og ab-mjólk er málið. Duglega ég!! :)

Afrek frá síðasta bloggi eru eftirtöld:
*Partý hjá Binnu, hroðalega gaman, lék á alls oddi. Þessir kokteilar sko!! ;)
*Eitthvað annað partý strax eftir Binnu-partý, jafn hress og áður en fékk víst gettó-stæla á leiðinni heim. Það var víst fyndið amk ef maður var ekki einhver viss manneskja híhíhíhíhí.
*Hangs með Möddu, urðum að fara á súfistann svo starfsfólkið þar mundi ekki sakan okkar. Pítan á undan, illt í magann og alltof sæt sósa! :/
*Narnía í bíó, fann barnið í mér og skemmti mér konunglega. Rifjuðust upp minningar frá bókunum og sjónvarpsþáttunum. Er ekki sammála öllum sem hafa tilkynnt mér að þeir hefðu skemmt sér betur ef þeir hefðu verið 12 ára.
*Þreif, þreif og þreif ennþá meira og þvoði endalaust. Já dugnaðurinn í hámarki undanfarið enda er orðið boðlegt að bjóða fólki heim. *fjúff*
*Las 2 bækur og búin með 1/4 af þeirri þriðju. Iðunn eftir Johanne Hildebandt (framhald af Freyju sem kom út í fyrra) var stórskemmtileg og hélt mér alveg fastri og Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttir var þrælfín þó ég hafi lesið skemmtilegri spennusögur en það er nú alltaf þannig. :) Er stödd í miðju kafi í Bjargvættinum í grasinu (e.The Catcher in the Rye) eftir J.D. Salinger, frekar undarleg en ekki leiðinleg. Verð víst að passa mig á morðingjahvötunum eftir lesturinn því að morðingjar margra frægra manna voru/eru víst miklir aðdáendur þessarar bókar!
*Endalausir fundir síðustu daga og út vikuna, er ótrúlega mikilvæg þessa dagana. Vona að allt fari vel og þá læt ég vita annars þegji ég eins og steinn!

Á döfunni:
*Fara á skauta.
*Fara í heimsóknir.
*Elda eitthvað gott og hollt.
*Lesa meira, með bunka sem ég þarf að glugga í.
*Horfa á DuckTales fystu 27 þættina og volume 2 af Thundercats.
*Klára að horfa á The Stand eftir sögu Stephen King.
*örugglega eitthvað fleira sem er ótrúlega merkilegt en ekki nógu merkilegt til að muna eftir því akkúrat núna...

mánudagur, janúar 02, 2006

...áramótin klikkuðu auðvitað ekki. Fyrst var alveg hroðalega góður kalkúnn á Álftanesinu, svo var áramótaskaup og spjall hjá Gyðu, því næst flugeldagláp við Hallgrímskirkju, aftur til Gyðu og drukkið freyðivín og svo partý í spilasal Nexus. Þar var góð tónlist, ókeypis áfengi, skemmtilegt fólk, gleði í hjörtum, söngur á vörum og dans í fótum. Við Gunnar vorum komin heim klukkan átta um morguninn enda hrökk ég upp klukkan 18 í gær og vakti Gunnar svo hann gæti nú sofið um nóttina og vaknað í vörutalninguna ógurlegu í dag. Ég eyddi sem sagt fyrsta degi ársins sofandi því ég sofnaði aftur um klukkan 20 og svaf næstum til miðnættis og sofnaði svo aftur rétt rúmlega 3 og vaknaði fyrir klukkan 9 í morgun. Það stefnir samt allt í að annar dagur ársins verði aðeins betri, búin að lesa smá í annari jólabókinni, er að blogga langt blogg, er með stefnuna setta á gott bað og ætla aðeins að taka til og þvo! :)

Má samt ekki gleyma að segja frá að minnstu munaði að þessi áramót yrðu ekkert svo gleðileg fyrir okkur Gunnar og Gyðu því þegar við stóðum uppi við Hallgrímskirkju og dáðumst af öllum peningunum sem sprungu í öllum heimsins litum á himinhvolfinu valt flugeldakaka (eða hvað þetta nú kallast) hjá einhverjum á hliðina og skaut á okkur. Allt í einu stóð ég í neistaflóði og reyk, öskrandi með hjartað á fullu. En við vorum heppnari en maður sem stóð nálægt okkur og tók myndir því hann lá í götunni en ég held samt að hann hafi ekki slasast alvarlega. Gunnar fékk eitt skot í augað, en linsan virðist hafa bjargað honum því hún rispaðist en augað er heilt en aumt. Úlpan hans brenndist og hárið í hnakkanum sviðnaði. Við Gyða vorum allar úti í sóti, bæði kápurnar og skórnir voru alveg gráir en við vitum ekki hvort kápurnar skemmdust fyrr en við þvoum þær. Vettlingarnir hennar Gyðu sviðnuðu og ég fékk neista í fæturnar og í kinnarnar. Ég hafði sem betur fer náð mér í bómullarleggings heim áður en við fórum til Gyðu og var í þeim, þær eru heilar en nælonsokkabuxurnar voru allar götóttar svo það hefði getað farið illa. Pilsið mitt eyðilagðist og ég er með lítið brunasár á hnéinu. Þarna rétt hjá stóð barnavagn og sem betur fer sprakk ekki undir honum eða fór skot ofan í hann, það hefði verið alveg hræðilegt. Úff hvað okkur var brugðið enda þurftum við voðalega mikið að tala um þetta fyrst á eftir. Skondið samt að fyrst að þetta fór ekki illa sér maður eftir fötunum sem skemmdust en ef eitthvert okkar hefði skaðast alvarlega væri manni svo nákvæmlega sama...