laugardagur, maí 31, 2003
...búinn að vera fínn dagur í dag, sól, hiti og algjör molla. Ég skellti mér í bæinn áðan með Lovísu, ætlaði nú reyndar bara á bókasafnið til Gumma en hún spurði hvort mig langaði ekki að koma með sér í búðaráp og ég ákvað að slá til. Sagði skilið við pæjuútlitið og lít núna út fyrir að vera íþróttakona hin mesta þar sem ég gekk um allan bæ með derhúfu!! :S Það amk virkaði vel og skýldi andlitinu fyrir sólinni svona að einhverju leyti. Fór á Mcdonalds og keypti mér miðstærð af súkkulaði sjeik, mig er búið að dreyma um sjeik síðan í gær ooohhhh svo góður! Núna á svo bara að fara að sturta sig og finna pæjuna, hún er velfalin inni í skáp þessa stundina en ég get lofað ykkur því að eftir svona eina klukkustund verður það aðal gellan sem gengur út um aðaldyrnar á Norður Trjágangagötu 2! ;) Það er nefnilega grillveisla í kvöld því flest allir íslendingarir eru að fara heim í vikunni eða næstu helgi, það verða bara nokkrir útvaldir sem verða eftir! :) Allir tilbúnir í grill enengin veit hvar það á að vera eða klukkan hvað enda erfitt að ákveða tíma þegar staðurinn er ekki fundinn! Jæja þá er Gummi búinn að skola af sér heimspekibókasafnsrykið svo það er víst komið að mér, við heyrumst, sjáumst og sKjáumst seinna :)
föstudagur, maí 30, 2003
...þökk sé Guði að það er skýjað í dag því þá get ég farið í Willy's og keypt áfyllingu á ísskápinn okkar! :) Það er líka spáð skýjuðu á morgun og í þessum töluðu orðum dansa ég kónga á skrifborði Skövdebostada og pikka á sama tíma, ég er mjög fjölhæf! :) Er alveg að fara í sturtu og ætla svo að fara að á bókasafnið að hitta Gumma, það er ekki hægt að hann sé að læra undir próf og ég komi ekki til að létta lundina á honum (þeir sem hugsa klámhugsanir hættiði því strax!!!). Kakóbolli er allra meina bót sérstaklega þar sem hrökkbrauðsskammti dagsins er lokið og við eigum ekkert sem ég má borða fyrr en eftir 3 klukkutíma (ég græt ekki en krumpubumban orgar og gargar). Jæja best að fara að þvo af sér drulluna, er örugglega komin með myglubletti í fellingarnar, og búa um og draga frá. Skelli kannski hérna inn eins og einum löngum verðmiða úr Willy's til að allir á Fróni geti öfundast yfir hvað við getum verslað ódýrt - hohohohoho (illkvitnishlátur) en efast samt um að ég nenni því því eigum engan skanna og við kaupum alltaf svo mikið! :S
Toni bróðir hans Gumma á afmæli í dag svo ég sendi honum bara kveðju ef hann kíkir á þetta, held að hann sé hálf þrítugur eða eitthvað álíka! ;)
GUÐMUNDA JÓNA ÉG BÍÐ ENNÞÁ VIÐ SÍMANN EFTIR SAMTALINU SEM ÁTTI AÐ EIGA SÉR STAÐ FYRIR CA 2-3 VIKUM, RÁMAR ÞÉR EITTHVAÐ Í ÞAÐ?!?!?!?! ;)
Toni bróðir hans Gumma á afmæli í dag svo ég sendi honum bara kveðju ef hann kíkir á þetta, held að hann sé hálf þrítugur eða eitthvað álíka! ;)
GUÐMUNDA JÓNA ÉG BÍÐ ENNÞÁ VIÐ SÍMANN EFTIR SAMTALINU SEM ÁTTI AÐ EIGA SÉR STAÐ FYRIR CA 2-3 VIKUM, RÁMAR ÞÉR EITTHVAÐ Í ÞAÐ?!?!?!?! ;)
fimmtudagur, maí 29, 2003
...bara góður dagur í dag! Var húsmóðurleg að vanda (er ekki að grínast, ég er húsmóðurleg og það nánast alltaf sama hvaða mynd fólk hefur búið sér til af mér) og eldaði kjötbollur og brúnasósu ásamt hrísgrjónum og salati! :) Þetta var rosalega gott sérstaklega í ljósi þess að við borðuðum ekkert í gær, amk ekkert sem hægt er að flokka undir mat! Þar sem Gummi er veikur fór ég út í búð í skjóli myrkurs og keypti alveg ógeðslega mikið af óhollustu, þetta er ekki grín, ég keypti svo mikið að fólkið í kringum mig var farið að stara á alla sykurpúðana, hlaupið, lakkrísinn, kókið o.s.frv. sem lá í körfunni minni! Ég keypti eitt hollt og það var kolsýrt vatn þar sem ég hef öruggar heimildir fyrir því að nammi sé algjörlega skaðlaust fyrir línurnar ef maður drekkur bara slurk af ropvatni með því! ;) Keypti auðvitað svona mikið svo við ættum afgang í dag þar sem ég bjóst við sól og sumaryl, sólin lét eitthvað á sér standa en ylurinn var mikill. Við sátum sem sagt bara heima í dag og nörduðumst yfir Star Trek og mauluð í nammi sem er með skemmtilegum orðum á eins og td. smile, love, enjoy, be proud og no drugs!! Ef þetta nammi væri ekki svona gott mundi ég kasta því frá mér í viðbjóði við að lesa þessi væmnu orð á þeim!! Hef svo sem ekki verið þekkt fyrir að kasta sælgæti frá mér en allt getur gerst ef réttar kringumstæður eru fyrir hendi. Þar sem ég hef enga ástæðu til að vera að kvelja sjálfa mig á að meiga ekki fara út í sólina hef ég ákveðið að það sé fínt að vaka aðeins lengur á nóttunni og sofa af mér sólina að einhverju leyti á daginn, þess vegna sé fram á tunglböð og næturvaktir með Helgu í gengum internetið á næstunni! Sirrý Adams kveður að sinni :)
miðvikudagur, maí 28, 2003
...þá er komið að bloggi dagsins, þar sem ekkert hefur gerst ætti þetta ekki að verða neitt sérstaklega langt en ég er jú kona þannig að hver veit! ;) Þar sem ég á að forðast sólarljós þá hef ég bara hangið inni á náttfötunum, svaf lengi og er ekki einu sinni búin að draga frá! Fékk mér frukostkex til að ég gæti tekið þessi fjárans lyf inn, veit ekki hvað ég á annað að borða með þeim því það má ekki borða mikið að mjólkurvörum með þeim amk ekki fyrr en 3 klst fyrir eða eftir inntöku. Þetta er að verða óttalegt pússl því svo er ég líka að taka inn járntöflur og það gilda sömureglur um þær!! :( En nú fer sólin alveg að setjast tja eða hverfa bak við ský kannski og þá ætla ég að fara í búð og kaupa kók handa Gumma því hann er veikur litla skinnið! Hann var samt rosalega duglegur og mætti í skólann því þetta var síðasti tíminn í heimspeki og kennarinn gæti talað eitthvað um prófið! Hann er hetjan mín, svo yndislega samviskusamur og duglegur. Svíþjóð virðist hafa slæm áhrif á okkur hjónaleysin því Gummi hefur aldrei verið jafn oft veikur og eftir að við fluttum hingað og já þið vitið hvernig ég er, ótrúlega óheppin pestarlega séð, erfði það örugglega frá pabba! En svona er lífið víst bara, seil a ví, seil a ví (kann ekki frönsku)!
þriðjudagur, maí 27, 2003
...ok varð bara að koma þessu frá mér!! Þetta er alveg hræðilegt, verð bara að viðurkenna að mér stendur ekki á sama og með mína heppni upplifi ég allar eða flestar af aukaverkununum!! :( Skemmtilegt þetta þarna með þrýsting á heilann og að neglurnar geti losnað af!! Oj barasta ég fæ bara hroll og ógleði þrátt fyrir að tökur á lyfinu séu ekki hafnar!
Biverkningar
Vanliga:Illamående, kräkningar och diarré.
Mindre vanliga:Hud- och nässelutslag, överkänslighet mot solljus.
Sällsynta:Förhöjt tryck i hjärnan. Inflammation i tjocktarmen (pseudomembranös kolit). Hudrodnad, slemhinne- och hudinflammationer, naglar kan lossna.
Svampöverväxt i munhåla och slida kan ibland uppstå beroende på att den normala bakteriefloran påverkats. Om besvär uppträder och kvarstår under flera dagar eller upplevs som svåra, kontakta läkare.
Vid hastigt uppkomna hudutslag, feber och/ eller ansiktssvullnad bör sjukhus eller behandlande läkare kontaktas och behandlingen avbrytas.
Biverkningar
Vanliga:Illamående, kräkningar och diarré.
Mindre vanliga:Hud- och nässelutslag, överkänslighet mot solljus.
Sällsynta:Förhöjt tryck i hjärnan. Inflammation i tjocktarmen (pseudomembranös kolit). Hudrodnad, slemhinne- och hudinflammationer, naglar kan lossna.
Svampöverväxt i munhåla och slida kan ibland uppstå beroende på att den normala bakteriefloran påverkats. Om besvär uppträder och kvarstår under flera dagar eller upplevs som svåra, kontakta läkare.
Vid hastigt uppkomna hudutslag, feber och/ eller ansiktssvullnad bör sjukhus eller behandlande läkare kontaktas och behandlingen avbrytas.
...komin frá hjúkrunarkonunni sem kostaði bara 60 sek! :) Þarf greinilega ekkert að vera fúl yfir því þar sem ég hitti lækni líka því hjúkkan vildi vera alveg viss og það er ekkert nema gott mál. Ég er sem sagt ekki með ofnæmi eða exem á auganu heldur einhverja sýkingu. Svo var ég farin að halda að ég væri byrjuð að ná mér í nokkrar bólur í kringum munnin, á hökuna og hjá nefinu en það er víst bara líka þessi sýking. Það er nú bara hið ágætasta mál því það er skárra að vera með sýkingu sem er meðhöndluð heldur en exem eða ofnæmi sem tekur sig alltaf aftur upp. Það sem verra er að ég þarf að fara á sýklalyf og kannski í 3 mánuði!!! mér og maganum mínum finnst það bara ekki gott mál en við látum okkur hafa það og kaupum bara acidofilustöflur og verðum dugleg að drekka ab-jógúrt. En fyrst á ég að prófa einhver dúndurlyf í 15 daga og koma svo aftur svo þau geti starað á mig og pælt og skoðað og athugað hvort þetta sé eitthvað að virka. Er samt að hugsa um að biðja um hitt lyfið sem er til þegar ég kem aftur (ef ég þarf áframhaldandi skammt) því þetta er með alltof margar skráðar aukaverkanir og ein sem er frekar algeng er eitthvað í sambandi við sól þannig að ég á að halda mér innan dyra næstu 2 vikur svona amk að mestu leyti (svona þegar sólin er að glenna sig), gaman að því svona þegar sumarið er loksins að heiðra okkur með komu sinni! :( Fattaði nefnilega að í vinnunni minni sitjum við víst oft úti með gamla fólkinu og það gengur bara ekki að ég geti ekki sinnt vinnunni minni svona amk fyrst það eru til lyf sem leyfa útivist í sól og sumaryl. Æ, nóg af þessum leiðindum er hætt í bili, bæjó.
...þá er ég bara vöknuð, búin að fara í sturtu, komin í föt og er að borða hið illa útlítandi en bragðgóða og ekki má gleyma góða fyrir meltinguna Allbran! :) Er alveg að fara að leggja af stað upp á heilsugæslu að hitta hjúkrunarkonuna og bara að vara ykkur við að ég verð alveg hoppandi bandbrjáluð ef ég þarf að borga jafn mikið fyrir að hitta hjúkrunarkonu "sem gæti ef til vill hjálpað mér" og ég þarf að borga fyrir að hitta lækni "sem getur næstum því örugglega hjálpað mér"!
Annars er ég bara mjög vinsæl vinnulega séð (og ég sem sendi ekki mynd með umsókninni þannig að þeir hljóta að hafa heillast af fagmannlegu umsókninni sem ég skrifaði), var einmitt verið að hringja í mig áðan (á mjög ósómasamlegum hringitíma en hetjan var vöknuð) en ég er eins og allir með fullu viti vita komin með þessa ágætu (vonandi) vinnu á elliheimili í sumar þannig að ég reyndi að klína vinnunni yfir á Gumma! :) Konan tók mjög vel í það en þá var bara eitt vandamál og það var ekki lítið, að komast þangað! :( Vinnan er ekki langt í burtu ef maður tekur strætó en annsi langt í burtu ef Gummi þyrfti að hjóla og þá væntanlega á reiðfáknum mínum því vaktirnar eru þannig að fyrri vaktin byrjar áður en rúturnar byrja að ganga og seinni líkur eftir að þær hætta að ganga, frekar fúlt en við gefum ekki upp vonina, drengurinn mun fá vinnu þó að verði mitt síðasta verk!!!
Best að sötra afgangnum af Allbraninu í sig, nei ég skrifaði ekki vitlaust sötra er orðið sem maður notar yfir Allbran sem er búið að vera mjög lengi í disknum vegna internethangs eiganda þess. Ætli ég uppfæri ekki þessa bloggsíðu seinna í dag svo að allir áhugamenn um ofnæmi á auga geti fylgst með útkomuna í þessu máli! Sæl að sinni! :)
Annars er ég bara mjög vinsæl vinnulega séð (og ég sem sendi ekki mynd með umsókninni þannig að þeir hljóta að hafa heillast af fagmannlegu umsókninni sem ég skrifaði), var einmitt verið að hringja í mig áðan (á mjög ósómasamlegum hringitíma en hetjan var vöknuð) en ég er eins og allir með fullu viti vita komin með þessa ágætu (vonandi) vinnu á elliheimili í sumar þannig að ég reyndi að klína vinnunni yfir á Gumma! :) Konan tók mjög vel í það en þá var bara eitt vandamál og það var ekki lítið, að komast þangað! :( Vinnan er ekki langt í burtu ef maður tekur strætó en annsi langt í burtu ef Gummi þyrfti að hjóla og þá væntanlega á reiðfáknum mínum því vaktirnar eru þannig að fyrri vaktin byrjar áður en rúturnar byrja að ganga og seinni líkur eftir að þær hætta að ganga, frekar fúlt en við gefum ekki upp vonina, drengurinn mun fá vinnu þó að verði mitt síðasta verk!!!
Best að sötra afgangnum af Allbraninu í sig, nei ég skrifaði ekki vitlaust sötra er orðið sem maður notar yfir Allbran sem er búið að vera mjög lengi í disknum vegna internethangs eiganda þess. Ætli ég uppfæri ekki þessa bloggsíðu seinna í dag svo að allir áhugamenn um ofnæmi á auga geti fylgst með útkomuna í þessu máli! Sæl að sinni! :)
mánudagur, maí 26, 2003
...þá er helgin liðin og leiðinlegasti dagur vikunnar er byrjaður. Helgin var fín eins og við var að búast, föstudagurinn fór í auðvitað í þessi venjulegi helgar innkaup og svo í hangs fyrir framan sjónvarpið. Laugardagurinn fór auðvitað í að gera sig tilbúna fyrir partýið ógurlega, nei ég segji svona. Ég þarf ekki marga klukkutíma í að gera mig fína, svona náttúrulega fallegt fólk eins og ég skilja nú bara ekki hvernig það er hægt að eyða heilu dögunum í að undirbúa sig undir djamm!! Annars var partýið mjög fínt og Birgitta var alveg æði fannst mér, ég var amk mjög stolt af henni og verð bara að viðurkenna að húnstóðs sig miklu betur en ég bjóst við, enda hef ég ekkert fylgst með henni eð ahennar tónlist þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta yrði. En stelpan var flott og örugg og henni tókst amk að gera mig og marga ef ekki flest alla hina Íslendingana í partýinu stolta af föðurlandinu! :) Svo var auðvitað farið á Kåren og djammað frá sér vit og rænu ef svo má að orði komast, varð amk frekar drukkin eitthvað -ehemm-!! Vaknaði svo með dúndrandi timburmenn í hádeginu á sunnudag fór á fætur og dó næstumþví við það þannig að það var skriðið aftur upp í rúm og sofið í tvo klukkutíma í viðbót. Svo var auðvitað tekið inn aðal þynnkumeðalið eða kjúklingaborgari og stór skammtur af frönskum á McDonalds og sjeik í eftirrétt. Eftir þennan mjög svo þarfa skammt af kaloríum, fitu og öðru ógeði leið mér sko miklu betur en þreytan var ekki alveg að fatta að hún var ekki velkomin!
Um kvöldið var svo skellt sér á Matrix Reloaded með Gumma, Ara og Erik og ég er ekki alveg viss um hvað mé rfannst um þessa mynd. Mörg rosalega flott atriði en svo voru þarna eitt eða tvo atriði sem voru alveg ömurleg. Jú jú fínasta mynd, hef amk séð þær miklu verri, hefði nú reyndar notið hennar miklu betur ef ég hefði ekki veirð að sofna allan tímann! Fyndið að ég lenti einmitt í sæti hliðina á Viktoriu og Ninu vinkonum mínum sem ég hef reyndar ekki hitt í tja ca 3 vikur :S Ætlaði svo að spjalla við þær á leiðinni heim en týndi þeim í mannmergðinni fyrir framan bíóið! :(
Í dag ætla ég svo ekki að gera neitt því ég er í sumarfríi þanngað til 12. júní þegar ég byrja alveg á fullu á næturvöktum, verð nú bara að segja að ég hlakka svolítið til að byrja þó það séu eflaust einhverjir sem trúa því ekki en það er þeirra mál en ekki mitt! Ég sem sagt fór seint að sofa í gær og vaknaði seint í dag og býst við að fara aftur seint að sofa í kvöld en vakna snemma í fyrramálið því ég þarf að fara upp á heilsugæslu að láta kíkja á ofnæmið sem ég er með á auganu og virðist vera að breiðast eitthvað út *grát grát*. Verð sko að fara fyrst til hjúkrunarfræðings og hún kíkjit eitthvaðá þetta og skrifar örugglega upp á eitthvert óþverra krem og ef það dugir ekki verð ég að fara til læknis. Hvort ætli þetta sé gert til að spara læknana fyrir alvarlegri veikindi eða til að plokka meiri peninga af skítblönkum og sótsvörumalmúganum??? Talandi um alvarlegri veikindi þá las ég einmitt í einhverjum exembæklingi sem ég tók í apótekinu einmitt vegna þess að ég er með exem að ef maður fengi á augað þá ætti að drífa sig strax til læknis og svo fæ ég ekki einu sinni að fara til læknis!! Þetta mál er allt hið undarlegasta!!
Um kvöldið var svo skellt sér á Matrix Reloaded með Gumma, Ara og Erik og ég er ekki alveg viss um hvað mé rfannst um þessa mynd. Mörg rosalega flott atriði en svo voru þarna eitt eða tvo atriði sem voru alveg ömurleg. Jú jú fínasta mynd, hef amk séð þær miklu verri, hefði nú reyndar notið hennar miklu betur ef ég hefði ekki veirð að sofna allan tímann! Fyndið að ég lenti einmitt í sæti hliðina á Viktoriu og Ninu vinkonum mínum sem ég hef reyndar ekki hitt í tja ca 3 vikur :S Ætlaði svo að spjalla við þær á leiðinni heim en týndi þeim í mannmergðinni fyrir framan bíóið! :(
Í dag ætla ég svo ekki að gera neitt því ég er í sumarfríi þanngað til 12. júní þegar ég byrja alveg á fullu á næturvöktum, verð nú bara að segja að ég hlakka svolítið til að byrja þó það séu eflaust einhverjir sem trúa því ekki en það er þeirra mál en ekki mitt! Ég sem sagt fór seint að sofa í gær og vaknaði seint í dag og býst við að fara aftur seint að sofa í kvöld en vakna snemma í fyrramálið því ég þarf að fara upp á heilsugæslu að láta kíkja á ofnæmið sem ég er með á auganu og virðist vera að breiðast eitthvað út *grát grát*. Verð sko að fara fyrst til hjúkrunarfræðings og hún kíkjit eitthvaðá þetta og skrifar örugglega upp á eitthvert óþverra krem og ef það dugir ekki verð ég að fara til læknis. Hvort ætli þetta sé gert til að spara læknana fyrir alvarlegri veikindi eða til að plokka meiri peninga af skítblönkum og sótsvörumalmúganum??? Talandi um alvarlegri veikindi þá las ég einmitt í einhverjum exembæklingi sem ég tók í apótekinu einmitt vegna þess að ég er með exem að ef maður fengi á augað þá ætti að drífa sig strax til læknis og svo fæ ég ekki einu sinni að fara til læknis!! Þetta mál er allt hið undarlegasta!!
laugardagur, maí 24, 2003
...þá fer að líða að partýi, mikið hlakka ég til! :) Er að fara að drífa mig í sturtu og gera mig að ennþá meiri pæju en ég er svona dagsdaglega og það er ekkert smá skal ég segja ykkur! ;) Hefði reyndar alveg verið til í að vera á Seyðisfirði í stelpu partýi hjá Ingu Hrefnu og Hildi Karen. Sniðug hugmynd hjá þeim að allir verða að velja sér eitt land til að halda með og koma í einhverju sem einkennir það. Ég ætla bara að mæta í pæjufötum því það einkennir Ísland, Birgitta er algjör pæja eins og ég! ;) Annars er kominn tími á léttan kvöldverð og smá spassl, ekkert virkar eins vel til að verða pæja eins og spassl í hæfilega litlu mæli! Bið að heilsa til Íslands og vonandi skemmtum við okkur öll rosalega vel í kvöld sama hvar við erum (ok, væmið en samt...).
fimmtudagur, maí 22, 2003
...fór út í dag og það var hreint út dagt æðislegt. Kom meira að segja smá rigning bara svona til að gleðja mig! :) Þurftum að fara í apótekið til að ná í lyf handa Gumma og þar tók ég auðvitað bækling um fästing svo ég viti hvernig á að bregðast við ef svona kvikindi ákveður að festa sig á mér eða mínum ástkæra. Ógeðsleg kvikindi, las margar greinar um þau á Aftonbladet og verð ég bara að segja að eftir þá lesningu var ég hálf paranoid og ákvað að ganga í níðþröngum latexfötum í allt sumar! Fórum líka í Commerce því ég ætlaði að fjárfesta í sokkabuxum, lélegasta fjárfesting sem til er því hún eyðileggst alltaf strax, en fann engar sem mér líkaði svo ég keypti mér belti í staðinn - góð skipti það, get kannski vafið beltinu um fæturnar á mér! ;) Var búið að langa í þetta belti í marga mánuði en það var alltaf bara til eitt sem var á gínu og ég einhvernveginn spurði aldrei neinn um það þannig að ég er voðalega glöð og ánægð í dag! Enda má ég vera það, keypti belti sem ég á eftir að nota sjaldan og er orðin frísk fyrir utan höfuðverkinn! :)
Ps. keypti líka áfengi því mér finnst ég eiga það skilið að fá að sulla aðeins um helgina eftir alla þessa hundleiðinlegu inniveru síðastliðnu marga marga marga daga! :)
Ps. keypti líka áfengi því mér finnst ég eiga það skilið að fá að sulla aðeins um helgina eftir alla þessa hundleiðinlegu inniveru síðastliðnu marga marga marga daga! :)
miðvikudagur, maí 21, 2003
...ég er bara hreint út sagt búin að gleyma að blogga undarnfarna daga vegna þess gífurlega annríkis sem hefur komið askvaðandi inn í líf mitt allt í einu! Ég er búin að hafa svo mikið að gera við að borða, éta og sofa að ég hef bara engan tíma haft fyrir bloggið en maður verður nú að forgangsraða og hér eftir fer bloggið í sætið á undan svefninum á listann. Ég eyddi nóttinni með henni Helgu minn og ekki kvarta ég yfir því. Við spjölluðum um alla heima og geima á msn-inu í ca. 7 klukkutíma, ekki leiðinlegt það. Við heyrumst svo sjaldan að é gákvað að halda mér vakandi aðeins lengur til að geta spjallað við hana, það var um klukkan 1 í nótt og ég er ennþá vakandi en reyndar hætt að tala við hana því núna er farið að líða undir lok annasamrar vinnunætur á Farfuglaheimililinu í Laugardal. :) Ég eyddi nóttini bara með henni en síðari hluta kvöldsins eyddi ég með þeim Ástu og Fríðu, alltaf gaman að spjalla við þær! :) Svo var gerð smá rasía á baðherberginu og ólöglegum innflytjendum var hent út, þeir sem voru með stæla fóru niður í klósettið eða niðurfallið. Já það voru rykmaurarnir alræmdu sem fengu fyrir ferðina í nótt en frændur þeirra sem hafa numið land í hillum, á borðum og undir rúmum í herberginu okkar eiga vona á eftirlitskonunni í heimsókn fljótlega. Já há eftirlitskonan er að verða fullfrísk og þá er rykmauraletilífið búið, náið í græna passann því ef þið hafið engan þá verður ykkur hent út! :)
Jæja er farin að athuga með þvottavélina, hvort henni líði ekki ágætlega og sé tilbúin að æla út úr sér eins og einu laki og 2 koddaverum og svo ætla ég að leggja mig alveg bara pínu pons! :)
Jæja er farin að athuga með þvottavélina, hvort henni líði ekki ágætlega og sé tilbúin að æla út úr sér eins og einu laki og 2 koddaverum og svo ætla ég að leggja mig alveg bara pínu pons! :)
föstudagur, maí 16, 2003
...enn einn föstudagurinn kominn og að verða farinn. Hef bara ekki gert neitt í dag nema borða 3 pylsur í brauði með salsa-sósu og svo meig ég nokkrum sinnum. Vá hvað ég lifi spennandi lífi. Held það sé síðasti dagur í einangrun á morgun. Ef ég verð sæmilega hress ætla ég að trítla hérna fram og bóka þvottahúsið svo ég geti þvegið eitthvað af þessum ógeðslega veikindasvitastorknufötum sem eru í stampinum núna - oj oj oj! Var svo hrikalega hress í gærkvöldi eftir að ég hætti að tala við mömmu og pabba að ég lék bara á alls oddi, horfði á Star Trek, borðaði ógeðslega góðan ís og fór svo að skoða myndir af djammlífinu á austurlandi inni á undirheimar.net og gleymdi tímanum aðeins þar! :) Vaknaði svo í morgun og var aftur orðin alveg hrikalega slöpp, ég var næstum farin að gráta ég varð svo vonsvikin og svekkt. Þetta var bara eins og að gefa einhverjum frelsi, hleypa honum út í nokkra tíma og segjast svo vera hættur við og loka hann inni aftur!!!!
Núna er Gummi hinn góði úti í Maxi (tja ef hann er ekki á einni af þessum eilífu kjaftatörnum sínum ;)) að kaupa handa mér/okkur meiri ís, ávaxtasafa og svo ætlar hann að kaupa uppáhalds nammið mitt þessa dagana sem er svona Super Strong Salmiak og Super Strong Syrliga, voða voða gott ekkert hægt að lýsa því betur! :) Vei hann er kominn, best að fara að eeeee taka á móti honum, má víst ekki kyssa hann fyrr en á morgun og ég hlakka til!! :)
Núna er Gummi hinn góði úti í Maxi (tja ef hann er ekki á einni af þessum eilífu kjaftatörnum sínum ;)) að kaupa handa mér/okkur meiri ís, ávaxtasafa og svo ætlar hann að kaupa uppáhalds nammið mitt þessa dagana sem er svona Super Strong Salmiak og Super Strong Syrliga, voða voða gott ekkert hægt að lýsa því betur! :) Vei hann er kominn, best að fara að eeeee taka á móti honum, má víst ekki kyssa hann fyrr en á morgun og ég hlakka til!! :)
fimmtudagur, maí 15, 2003
...hef svo sem ekki mikið að segja enda gerðist ekki mikið spennandi í rúminu í gær og ef svo hefði verið hefði ég nú ekki farið að birta upplýsingar um það á internetinu! ;) En ég lofaði víst að blogga pínu svo það er best að standa við stóru orðin og reyna að bulla eitthvað hérna. Er nú eitthvað að lagast en er samt ennþá fárveik, eitt er víst og það er að þessar dúndur sýklalyfstöflur eru að gera eitthvað gagn enda væri annað skrítið amk ef miðað er við stærð og magn í hverri töflu, hver tafla er nefnilega 1 gramm!!!!!!! Gummi þurfti einu sinni að vera á sýklalyfjum og þurfti að taka 500 mg á dag og það þótti nú bara mjög mikið svo ofurtöflurnar mínar drepa mig örugglega ef þær lækna mig ekki! :) Fékk smá matarlyst áðan og langaði bara í pizzu ekkert annað svo Gummi var svo góður að hlaupa yfir til Alexanders og kaupa eina ekta sænska! :) Gat borðað innan við 1/4 af henni þegar ég missti matarlystina aftur en var samt ennþá svöng! :S Hvað átti það að þýða?!?!?! Ég fékk amk einhveja næringu og svo get ég nartað í afgangan í dag ef ég fæ lystina aftur! :)
Flott svona útlanda rigning. Ég var að horfa út um gluggan áðan (dró frá í fyrsta skipti í 3 daga og fékk illt í augun við það!! hehehe) svo leit ég aðeins á tölvuskjáinn og svo aftur út og þá var bara allt orðið blautt og núna er stytt upp aftur og allt byrjað að þorna. Það rigndi bara í svona 5 - 10 mínútur, ég hefði alveg viljað vera úti á meðan það er nefnilega svo gott að vera úti í svona beint niður heitri rigningu! :)
Jæja þarf bráðum að fara að dópa mig upp af verkjalyfjum því án þeirra get ég ekki hreyft höfuðið, við skjáumst fljótlega og vonandi get ég hitt einhverja á næstunni! :)
Flott svona útlanda rigning. Ég var að horfa út um gluggan áðan (dró frá í fyrsta skipti í 3 daga og fékk illt í augun við það!! hehehe) svo leit ég aðeins á tölvuskjáinn og svo aftur út og þá var bara allt orðið blautt og núna er stytt upp aftur og allt byrjað að þorna. Það rigndi bara í svona 5 - 10 mínútur, ég hefði alveg viljað vera úti á meðan það er nefnilega svo gott að vera úti í svona beint niður heitri rigningu! :)
Jæja þarf bráðum að fara að dópa mig upp af verkjalyfjum því án þeirra get ég ekki hreyft höfuðið, við skjáumst fljótlega og vonandi get ég hitt einhverja á næstunni! :)
miðvikudagur, maí 14, 2003
...þá er það komið á hreint, ég er með einhverja sýkingu í hálsinum (streptokokka, held ég). Mældi mig í gær og var með 40,5 gráðu hita, stóð nú ekki alveg á sama og hringdi í pabba og svo mömmu (hún var í saumaklúbb) og þau sögðu mér að drífa mig að hringja til læknis. Ég talaði við hjúkrunarkonu í símann sem vildi fá mig upp á spítala svo ég hringdi í Jóhann og bað hann um að keyra mig þangað. Þar voru tekin allskonar próf sem voru rannsökuð í einum grænum og niðurstaðann var eins og áður er sagt hálssýking. Ég fékk einhver sýklalyf sem ég á að taka í 8 daga og á að vera í hálfgerðri einangrun í amk. 3 daga! Vonandi bara lagast þetta og verður ekkert meira vesen, er samt eitthvað svo týpískt ég að það verði meira vesen, ég er svo óheppin í svona málum! :( Sjitt ég er svo sveitt að það er eins og ég sé búin að vera í geðveikri brennsli í ræktinni í klukkutíma, ætli þetta virki ekki alveg jafn vel! ;) Jæja nóg af veikindablaðri í bili er farin að gera eitthvað gáfulegt eins og að fá mér ís eða horfa á barnatímann eða bara bæði, eitt gott við að vera veikur og það er að maður má borða hvað sem er hvernær sem er og þarf ekki að fá neitt samviskubit! :)
þriðjudagur, maí 13, 2003
...jæja þá er best að kvarta aðeins! Ég er alveg hrikalega veik, líður alveg ömurlega, byrjaði að fá illt í hálsinn um klukkan 22:00 í gærkvöldi og 3 klst síðan var ég orðin alveg fárveik! :( Er með rosalega bólginn hálskirtil öðru megin, beinverki, liðverki, bakverk og hnakkaverk, held ég sé að deyja hérna! :( Jæja nóg í bili, er svo erfitt að pikka því mig svimar svo, er farin aftur upp í rúm þar sem ég er búin að vera síðan 22:00 í gærkveldi! Sendiði mér góða strauma og kveðju í gestabókina til að hressa mig við!
mánudagur, maí 12, 2003
...mánudagar eru venjulega frekar leiðinlegir dagar en þessi er algjör undantekning! :) Allt hefur gengið eins og í sögu í dag, ég fór í atvinnuviðtal í morgun, tja eða viðtal hún var búin að ákveða að ráða mig áður en hún sá mig! :) Hef bara svo rosalega sannfærandi rödd í síma - hehehe - en án gríns ég bara kom til hennar og hún byrjaði strax að blaða í einhverri möppu til að ath hvaða vaktir ég gæti fengið og það er búið að búa til vaktarplan og allt handa mér samt byrja ég ekki fyrr en 12. júní! Byrja á því að taka alveg slatta af næturvöktum í júní en í júlí og ágúst er ég bara á dag og kvöldvöktum, hlakka ekkert smá til að byrja en kvíði líka aðeions fyrir því þetta er svona heilabilunardeild.
(Þetta línubil er sérstök gjöf frá mér til Ara! :)) Annað skemmtilegt sem gerðist í dag var að við röltum niður í Skövdebostäder og tilkynntum hvaða íbúð við ætluðum að taka, allir voru voðalega elskulegir þar og Gummi er búinn að skrifa undir leigusamninginn og ég veit ekki hvað og hvað. Það er semsagt komið á hreint að við flytjum þann 1.ágúst yfir götuna, ætli það sé ekki hægt að setja færiband úr glugganum okkar og yfir á svalirnar hinu meginn?? Leiðinlegt að vera að bera allt draslið ef það er hægt að gera eitthvað þannig! ;) Ég hlakka mjög mikið til að fá svalir (snúa í mjög góða átt eða svona næstum því eða alveg suður!) :) og að fá mitt eigið mini-eldhús með mini-ofni en fleirum eldhússkápum og fataherbergi og tadararamm handklæðaþurrkuofnagrind eða hvað þetta nú heitir! :)
Þriðja sem er skemmtilegt að segja frá í dag er það að hún Lilja bekkjarsystir mín til margra ára á von að litlum púka með manninum sínum honum Palla. Til hamingju með það krakkar! :* Þau giftu sig einmitt með pomp og prakt þann 29.mars síðastliðinn og svo bara búmm varð hún ólétt - hehehehe - og ekki varð það nú barninu til óhapps að hún fattaði það eignlega 30. apríl, sem glöggir lesendur vita að er afmælisdagur minn og kóngsinn. Þess vegna mun ég aldrei kalla barnið annað en Sirrý II Carl og vona ég að þau Lilja og Palli taki þá ósk mína til umhugsunar að vilja að barnið verði skírt þessu nafni.
Annars bara til hamingju með púkann og bandið elskurnar mínar, betra er seint en aldrei! ;)
(Þetta línubil er sérstök gjöf frá mér til Ara! :)) Annað skemmtilegt sem gerðist í dag var að við röltum niður í Skövdebostäder og tilkynntum hvaða íbúð við ætluðum að taka, allir voru voðalega elskulegir þar og Gummi er búinn að skrifa undir leigusamninginn og ég veit ekki hvað og hvað. Það er semsagt komið á hreint að við flytjum þann 1.ágúst yfir götuna, ætli það sé ekki hægt að setja færiband úr glugganum okkar og yfir á svalirnar hinu meginn?? Leiðinlegt að vera að bera allt draslið ef það er hægt að gera eitthvað þannig! ;) Ég hlakka mjög mikið til að fá svalir (snúa í mjög góða átt eða svona næstum því eða alveg suður!) :) og að fá mitt eigið mini-eldhús með mini-ofni en fleirum eldhússkápum og fataherbergi og tadararamm handklæðaþurrkuofnagrind eða hvað þetta nú heitir! :)
Þriðja sem er skemmtilegt að segja frá í dag er það að hún Lilja bekkjarsystir mín til margra ára á von að litlum púka með manninum sínum honum Palla. Til hamingju með það krakkar! :* Þau giftu sig einmitt með pomp og prakt þann 29.mars síðastliðinn og svo bara búmm varð hún ólétt - hehehehe - og ekki varð það nú barninu til óhapps að hún fattaði það eignlega 30. apríl, sem glöggir lesendur vita að er afmælisdagur minn og kóngsinn. Þess vegna mun ég aldrei kalla barnið annað en Sirrý II Carl og vona ég að þau Lilja og Palli taki þá ósk mína til umhugsunar að vilja að barnið verði skírt þessu nafni.
Annars bara til hamingju með púkann og bandið elskurnar mínar, betra er seint en aldrei! ;)
sunnudagur, maí 11, 2003
...þá er mikilli djammhelgi lokið. Dagurinn í gær var æðislega skemmtilegur, byrjaði á að hamast í ræktinni og kom svo beint hingað heim til að taka þátt í fáránleikunum sem voru skipulagðir í tilefni af afmæli Grétars og Lovísu þann 6. maí síðastliðinn. Þarna fór ég í ratleik í fyrsta skipti og það var geðveikt stuð, hlupum eins og vitleysingar um allt svæðið íklædd Willy's innkaupapokum með teiknaðar freknur á okkur! :) Svo var farið í allskonar leiki og auðvitað vann unga liðið (Willy's þrumurnar) ellismellina! ;) Svo dreif ég mig heim að elda léttan kvöldverð handa okkur Gumma og svo var auðvitað farið í sturtu og farið í pæjuföt og skellt á sig smá málningu!
Partýið átti að byrja klukkan 20:00 en ég var fyrst á svæðið klukkan 20:30, verð nú bara að segja að ég er mjög stollt af því að hafa mætt fyrst því það er ekki venjan hjá mér en auðvitað er alltaf geðveikt flott að vera aðeins of seinn! ;) Það var tekið vel á því í partýinu og talað og talað og talað og talað og drukkið og talað! Svo rétt rúmlega klukkan tólf var haldið í hraðbanka og svo á Kåren og þar dansaði ég bara eiginlega allan tímann aldrei þessu vant. Eftir danstilburði kvöldsins var kominn tími á smá tveggja manna tal við Ara og við héldum heim á leið. Fórum heim til hans og töluðum um alla heima og geima, kíktum á smá kosningarsjónvarp en útsending var rofin klukkan hálf 6 (var búið að segja að það yrði sent til 6). Þá fórum við bara aftur inn til hans og háldum áfram að tala til klukkan 7! Þá dreif ég mig heim og fann Gumma sofandi í öllum fötunum fyrir framan sjónvarpið. Þessi elska var búin að smyrja handa mér brauð með allskonar áleggi og fíneríi og sagði mér að það hefði verið geðveikt erfitt sökum ástands! ;) Málið var að klukkan 4 kom Gummi til Ara og sagðist vera að fara heim og ég sagðist ætla að koma eftir smá stund og spurði hvort hann ætlaði ekki að vera búinn að elda eða útbúa eitthvað gott handa mér þegar ég kæmi heim en svo gleymdi ég mér bara! :S En brauðið var ennþá í fínu ásigkomulagi klukkan 7 og þá fengum við okkur að borða saman! :)
Ég elska þig Gummi! :*
Partýið átti að byrja klukkan 20:00 en ég var fyrst á svæðið klukkan 20:30, verð nú bara að segja að ég er mjög stollt af því að hafa mætt fyrst því það er ekki venjan hjá mér en auðvitað er alltaf geðveikt flott að vera aðeins of seinn! ;) Það var tekið vel á því í partýinu og talað og talað og talað og talað og drukkið og talað! Svo rétt rúmlega klukkan tólf var haldið í hraðbanka og svo á Kåren og þar dansaði ég bara eiginlega allan tímann aldrei þessu vant. Eftir danstilburði kvöldsins var kominn tími á smá tveggja manna tal við Ara og við héldum heim á leið. Fórum heim til hans og töluðum um alla heima og geima, kíktum á smá kosningarsjónvarp en útsending var rofin klukkan hálf 6 (var búið að segja að það yrði sent til 6). Þá fórum við bara aftur inn til hans og háldum áfram að tala til klukkan 7! Þá dreif ég mig heim og fann Gumma sofandi í öllum fötunum fyrir framan sjónvarpið. Þessi elska var búin að smyrja handa mér brauð með allskonar áleggi og fíneríi og sagði mér að það hefði verið geðveikt erfitt sökum ástands! ;) Málið var að klukkan 4 kom Gummi til Ara og sagðist vera að fara heim og ég sagðist ætla að koma eftir smá stund og spurði hvort hann ætlaði ekki að vera búinn að elda eða útbúa eitthvað gott handa mér þegar ég kæmi heim en svo gleymdi ég mér bara! :S En brauðið var ennþá í fínu ásigkomulagi klukkan 7 og þá fengum við okkur að borða saman! :)
Ég elska þig Gummi! :*
föstudagur, maí 09, 2003
...þá er loksins kominn flöskudagur, amk. á Íslenskan mælikvarða, hérna fer djammið alltaf fram á laugardögum. Bæjarferð á næsta leyti og þá verða keyptir nokkrir bjórar/ciderar og svo einhver óþarfi eins og td. mjólk og matur!
Ég var geðveikt dugleg í ræktinni í gær og hljóp stanslaust í 55 mínútur og labbaði í 5 mínútur, verð bara að viðurkenna að ég er frekar stolt af sjálfri mér, greinilega ekki í alveg eins slæmu formi og ég hélt! :) Þá er bara að ná markmiðinu af með krumpubumbuna og vera svo á bikiní í allt sumar sama hvernig veðrið er!! Ætla líka að skokka í dag en veit ekki hvort ég get hlaupið eins lengi því ég er mjög stíf í kálfunum eftir átök gærdagsins en ég ætla að gera mitt besta, hlýt að afstífna eftir góða upphitunn! :)
Í gær fór ég á kaffihús með Jonnu, hef ekki hitt hana síðan fyrir jól fyrir utan á Kåren á afmælinu mínu. Ég sagði að hún mætti endilega hafa samband við mig ef hún hefði áhuga og svo hringdi hún í gær einmitt þegar ég var að hugsa um að mig langaði að hitt einhvern! :) Við reyndum að hringja í Viktoriu en hún svaraði ekki, fékk svo sms um að hún hafi verið á X-men 2, ekki að spurja að því hvað hún hefur góðan kvikmyndasmekk! :) Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég kem almennilega inn á Pims og það er bara flottur staður og kaffið var gott, fékk mér Kaffilatte (kann ekki að skrifa á fínni frönsku) með Irish Nut bragði. *slurp slurp*
Ég var geðveikt dugleg í ræktinni í gær og hljóp stanslaust í 55 mínútur og labbaði í 5 mínútur, verð bara að viðurkenna að ég er frekar stolt af sjálfri mér, greinilega ekki í alveg eins slæmu formi og ég hélt! :) Þá er bara að ná markmiðinu af með krumpubumbuna og vera svo á bikiní í allt sumar sama hvernig veðrið er!! Ætla líka að skokka í dag en veit ekki hvort ég get hlaupið eins lengi því ég er mjög stíf í kálfunum eftir átök gærdagsins en ég ætla að gera mitt besta, hlýt að afstífna eftir góða upphitunn! :)
Í gær fór ég á kaffihús með Jonnu, hef ekki hitt hana síðan fyrir jól fyrir utan á Kåren á afmælinu mínu. Ég sagði að hún mætti endilega hafa samband við mig ef hún hefði áhuga og svo hringdi hún í gær einmitt þegar ég var að hugsa um að mig langaði að hitt einhvern! :) Við reyndum að hringja í Viktoriu en hún svaraði ekki, fékk svo sms um að hún hafi verið á X-men 2, ekki að spurja að því hvað hún hefur góðan kvikmyndasmekk! :) Þetta var nú í fyrsta skipti sem ég kem almennilega inn á Pims og það er bara flottur staður og kaffið var gott, fékk mér Kaffilatte (kann ekki að skrifa á fínni frönsku) með Irish Nut bragði. *slurp slurp*
fimmtudagur, maí 08, 2003
...oj mér leiðist, ég hef ekkert að gera, get ekki einu sinni tekið til því það er allt fínt!! Er að reyna að drepa tímann í tölvunni en er búin að skoða allt sem ég hef löngun og nennu á að skoða! Nú er bara að bíða í ca. 1 og hálfan klukkutíma eftir að Gummi komi heim og drífa sig svo í ræktina og hrista af sér krumpubumbuna svo ég verði aðal pæjan á laugardaginn eins og venjulega! ;) Svo er stórt plan í dag sem er að horfa á sjónvarpið klukkan 18:15 á þátt sem ég hef séð!! :S Það er nefnilega verið að byrja að sýna Star Trek Enterprise þættina á SVT 2 og þar sem ég elska Star Trek þá ætla ég að glápa! :) Við áttum alla seríu 1 í tölvunni þegar við vorum á Íslandi en ég horfði bara á nokkra þætti svo núna verður sko tekið á því. Enda kominn tími til að fá 1 þátt í viku sem ég má ekki missa af, er búin að vera alveg ónýt eftir að CSI kláraðist! :( Þessir Star Trek þættir gerast miklu fyrr en td. Voyager og Deep Space 9, þarna þurfa þeir sjálfir að opna hurðarnar og svoleiðis ekki orðnir eins þróaðir og þekkja eiginlega engar geimverur (sé Lovísu fyrir mér fá æluna í hálsinn við þessa lýsingu!). :)
Oj hef ekki þolinmæði í að blogga meira í bili, hef heldur ekki þolinmæði í að lesa, spila nýja víkingaleikinn minn í Game Boy Advance eða hanga á netinu!! Mér er ekki viðbjargandi!
Oj hef ekki þolinmæði í að blogga meira í bili, hef heldur ekki þolinmæði í að lesa, spila nýja víkingaleikinn minn í Game Boy Advance eða hanga á netinu!! Mér er ekki viðbjargandi!
miðvikudagur, maí 07, 2003
...fór í bíó í kvöld með Gumma, Ara og Erik. Tja kvöld??? Það er varla hægt að segja að þessi bíóferð hafi verið að kvöldi til, við hittumst úti klukkan 1800 því myndin byrjaði klukkan 1830!!! Við vorum svo búin í bíó rétt fyrir klukkan 2100, hvað á þetta að þýða?!?!?!?!?! Kanski hægt að kenna Svíanum í hópnum um hversu snemma bíóferðin var því eins og allir vita þá eru Svíar mikið fyrir að gera hlutina snemma ef þið skiljið hvað ég er að meina. vakna snemma, borða snemma, djamma snemma og fara í bíó alltof snemma!! Kemur mjög oft fyrir hérna á korridornum að maður er varla vaknaður þegar fólk er farið að elda "kvöld"mat! Einu sinni eldaði meira að segja Andreas sér pylsur í morgunmat!! :S Úbbs, gleymdi að segja að þetta var X-men 2 og okkur þótti hún mjög skemmtileg og tókum ekkert eftir öllum þessum 47 mistökum eða hvað þau eru nú mörg sem nördarnir eru búnir að finna go byrta nákvæmar skýringar um á netinu. Ég tók eftir einu en það var bara af því að ég var búin að lesa um það (á Aftonbladet, voru talin upp 3 mistök), fór líka í bíó með það að markmiði að skemmta mér en ekki til að rakka myndina niður, leyfi gagnrýnendum að halda vinnunni sinni, amk eitthvað lengur! :)
...búbbs gleymdi að koma því á framfæri að við erum hvorki veik né komin með verri sjón, mín stendur í stað og Gumma sjón verður bara betri með aldrinum! :) Ég fékk heldur engan löggubúning :(en ég er búin að kaupa mér alveg ógeðslega mikið fyrir afmælispeningin sem ég fékk frá hinum ýmsu ættingjum. Er búin að kaupa 14 flíkur (1 pils og 13 efriparta), 4 brjóstajhaldara og einar nærbuxur, 1 tölvuleik í Game Boy Advance og svo auðvitað rómantísku máltíðina á McDonalds og ég á ennþá afgang!!! Verð að segja að það var ekki vitlaus hugmynd að senda mér bara peninga því ég er búin að fá svo miklu meira fyrir þá hérna en þið hefðuð nokkurntímann getað fengið fyrir þá heima. Gummi er alsæll því hann sér fram á að þurfa ekki að kaupa handa mér föt fyrr en 2006 en hann veit ekki það sem verra er, að ég er orðin háð því að kaupa föt á hverjum degi!! :) Hehehehe annars leyfir fataskápurinn ekki mikið meiri fatakaup á næstunni því mínar hillur eru farnar að svigna en það er ennþá nóg pláss í Gumma hillum svo ég get bara gert innrás í þær! ;) Svo ef við stækkum við okkur fáum við lítið fataherbergi og þá verður auðvitað að fylla upp í það! Víhú lífið er svo skemmtilegt! :)
Ps. Ég hlakka mjög mikið til að fá pakkann frá Ingu Hrefnu sem hún ætlar að senda einhverntímann á næstu dögum, er reyndar búin að vera að bíða eftir honum síðan um miðjan mars en það er annað mál! ;)
Bið að heilsa ykkur öllum
Ps. Ég hlakka mjög mikið til að fá pakkann frá Ingu Hrefnu sem hún ætlar að senda einhverntímann á næstu dögum, er reyndar búin að vera að bíða eftir honum síðan um miðjan mars en það er annað mál! ;)
Bið að heilsa ykkur öllum
...þá er best að blogga, bloggaði rosalega langt og óstjórnlega skemmtilegt blogg um daginn en þá var blogger.com eitthvað bilaður og allt datt út!! Ég varð svo pirruð og reið að égfór næstum því að grenja, ég sver það!
Annars allt gott að frétta, er að fara í vinnuviðatal á mánudaginn svo núna er bara að finna staðinn!! :S Vonandi bara gengur allt vel og ég segji ekki einhverja vitleysu eins og ég gerði um jólin þegar ég var á djamminu að halda upp á ehemm 25 ára stórafmælið hennar Gúu Jónu! ;) Var á klósettinu rétt áður en við fórum heim og þar var stelpa sem var mjög mikið veik, sat inni á einum básnum og var að æla og ég hef aldrei séð annað eins, hún var ekki bara full heldur bara fárveik!! Ég kom til hennar og spurði hvort ég ætti ekki að titta (kíkja/horfa) á hana! Hún horfði á mig með undrunarsvip og þá fattaði ég hvað ég hafði sagt og þóttist bara vera MJÖG vitlaus og fullur útlendingur og leiðrétti þetta í flýti og sagði hjälpa. Ætla bara að taka það fram að ég er ekki svona rosalega léleg í sænsku heldur varð eitthvað skammhlaup í heilanum! Ég fór svo og tilkynnti þetta þó hún hafi beðið mig um að gera það ekki því mér bara hreinlega stóð ekki á sama um ástandið á henni!
Afmælið mitt var alveg frábært, ég held ég hafi aldrei upplifað eins skemmtilegan afmælisdag. Fékk endalaust mikið af kveðjum, sms-um, e-mailum, föðmum og kossum. Afmælissöngurinn var sunginn mjög oft fyrir mig bæði á íslensku og sænsku, mismunandi rétt og mismunandi vel! ;) Dagurinn byrjaði auðvitað á bæjarferð fyrir hádegi þar sem við fórum í banka og pósthús og svoleiðis leiðinlega staði og svo tókst mér að kaupa mér 2 boli á meðan Gummi fór að kaupa handa mér afmælisgjöf. Síðan lá leið okkar á hinn mjög svo rómaða og rómantíska stað McDonalds þar sem ég bauð Gumma upp á kjúklingaborgara, risa risa frönskur og risa risa gos (ég tók 2/3 af gosinu mínu með mér heim = hálfur líter) og svo var súkkulaði sjeik í eftirrétt. Þarna við frönskufnyk og barnagrát gaf Gummi mér afmælisgjöfina mína, ofboðslega fallegt hálsmen úr gulli með "demanti" (læt skipta yfir í alvöru þegar ég verð rík, þangað til verð ég að láta mér nægja þennan sem er í hringnum!) :) Eftir máltíðina á hinum yfirfulla rómantíska restaurang þurfti Gumma að drífa sig í skólann en ég fór heim og ætlaði að hafa það gott og hanga á netinu (er ekki vön að gera það!) en þá hringdi amma Sigga, 2 mínútum eftir að ég hætti að tala við hana hringdu Gyða og Klemens og svo rétt á eftir þeim hringdi mamma. Þegar öllu þessu blaðri var lokið var kominn tími til að labba út í skóla til að grípa Gumma glóðvolgan þegar hann kæmi úr heimspekitíma. Ég dró hann síðan niður í bæ þar sem ég mátaði endalaust mikið af fötum og endaði á að kaupa 8 flíkur í viðbót! Svo héldum við heim á leið drifum okkur í önnur og í sumum tilvikum ný föt og fórum á djammið og þvílíkt og annað eins djamm það var!!! Það var endalaust gaman, við vorum inni í herberginu hans Ara að syngja og drekka og tala (í þessari röð held ég meira að segja). Við vorum nú ekki mörg þar þar sem lunginn af Íslendingunum flúði yfir á svalirnar hennar Jónu því blindfullir Svíar kunna ekki að halda áfenginu sínu í flöskunum og voru alltaf að hella "óvart" af svölunum niður á saklausa og barnslega Íslendingana! Við sem eftir vorum hjá Ara vorum alltaf á leiðinni til Jónu en bara komumst aldrei!! Svo var ferðinni auðvitað haldið á hinn sívinsæla skemmtistað Kåren, þar þurftum við að bíða í biðröð í u.þ.b. klukkutíma en ég sver það var svo fljótt að líða að það var meira eins og korter. Þar hittum við Heiða auðvitað sænskan strák sem langar svo ofboðslega til aðkoma til Íslands og bla bla bla orðið svolítið þreytandi að heyra þetta í hvert skipti sem einhver kemst að því að maður er frá Íslandi!! En ég var auðvitað mjög góð og sagði honum að taka Nörrænu því þá kæmi hann til fallegasta staðarins á Íslandi Seyðisfjarðar og það væri líka heimabærinn minn og auðvitað varð hann mjög hrifinn. Ætli ég geti ekki fengið borgað fyrir land- ferju- og bæjarkynningu??? Verð að tala við Öllu og co. um þetta mál! ;) Annars var mjög gaman á Kåren, fór niður þegar ég kom þangað og fór ekki upp aftur fyrr en ég fór heim!! Æfði ekkert danstaktana þetta kvöldið en raddböndin fengu aftur á móti næga þjálfun (þau sem eru í svo lélegri þjálfun!!). Svo var eftirpartý hjá Ara sem stóð til klukkan sex um morguninn, þar var fólk í misjafnlega góðu ástandi og sumir þurftu að nota klósettið í öðrum erindagjörðum en það er ætlað til! ;) Sumir sögðu líka eitthvað sem hefði betur verið sleppt og veit ég að sá hinn sami er mjög miður sín yfir því og hefur beðið þann sem við kemur máli innilega afsökunar og vonum við að enginn líti öðruvísi á þessa mannesju eftir þetta.
Jæja nóg í bili, bless bless
Annars allt gott að frétta, er að fara í vinnuviðatal á mánudaginn svo núna er bara að finna staðinn!! :S Vonandi bara gengur allt vel og ég segji ekki einhverja vitleysu eins og ég gerði um jólin þegar ég var á djamminu að halda upp á ehemm 25 ára stórafmælið hennar Gúu Jónu! ;) Var á klósettinu rétt áður en við fórum heim og þar var stelpa sem var mjög mikið veik, sat inni á einum básnum og var að æla og ég hef aldrei séð annað eins, hún var ekki bara full heldur bara fárveik!! Ég kom til hennar og spurði hvort ég ætti ekki að titta (kíkja/horfa) á hana! Hún horfði á mig með undrunarsvip og þá fattaði ég hvað ég hafði sagt og þóttist bara vera MJÖG vitlaus og fullur útlendingur og leiðrétti þetta í flýti og sagði hjälpa. Ætla bara að taka það fram að ég er ekki svona rosalega léleg í sænsku heldur varð eitthvað skammhlaup í heilanum! Ég fór svo og tilkynnti þetta þó hún hafi beðið mig um að gera það ekki því mér bara hreinlega stóð ekki á sama um ástandið á henni!
Afmælið mitt var alveg frábært, ég held ég hafi aldrei upplifað eins skemmtilegan afmælisdag. Fékk endalaust mikið af kveðjum, sms-um, e-mailum, föðmum og kossum. Afmælissöngurinn var sunginn mjög oft fyrir mig bæði á íslensku og sænsku, mismunandi rétt og mismunandi vel! ;) Dagurinn byrjaði auðvitað á bæjarferð fyrir hádegi þar sem við fórum í banka og pósthús og svoleiðis leiðinlega staði og svo tókst mér að kaupa mér 2 boli á meðan Gummi fór að kaupa handa mér afmælisgjöf. Síðan lá leið okkar á hinn mjög svo rómaða og rómantíska stað McDonalds þar sem ég bauð Gumma upp á kjúklingaborgara, risa risa frönskur og risa risa gos (ég tók 2/3 af gosinu mínu með mér heim = hálfur líter) og svo var súkkulaði sjeik í eftirrétt. Þarna við frönskufnyk og barnagrát gaf Gummi mér afmælisgjöfina mína, ofboðslega fallegt hálsmen úr gulli með "demanti" (læt skipta yfir í alvöru þegar ég verð rík, þangað til verð ég að láta mér nægja þennan sem er í hringnum!) :) Eftir máltíðina á hinum yfirfulla rómantíska restaurang þurfti Gumma að drífa sig í skólann en ég fór heim og ætlaði að hafa það gott og hanga á netinu (er ekki vön að gera það!) en þá hringdi amma Sigga, 2 mínútum eftir að ég hætti að tala við hana hringdu Gyða og Klemens og svo rétt á eftir þeim hringdi mamma. Þegar öllu þessu blaðri var lokið var kominn tími til að labba út í skóla til að grípa Gumma glóðvolgan þegar hann kæmi úr heimspekitíma. Ég dró hann síðan niður í bæ þar sem ég mátaði endalaust mikið af fötum og endaði á að kaupa 8 flíkur í viðbót! Svo héldum við heim á leið drifum okkur í önnur og í sumum tilvikum ný föt og fórum á djammið og þvílíkt og annað eins djamm það var!!! Það var endalaust gaman, við vorum inni í herberginu hans Ara að syngja og drekka og tala (í þessari röð held ég meira að segja). Við vorum nú ekki mörg þar þar sem lunginn af Íslendingunum flúði yfir á svalirnar hennar Jónu því blindfullir Svíar kunna ekki að halda áfenginu sínu í flöskunum og voru alltaf að hella "óvart" af svölunum niður á saklausa og barnslega Íslendingana! Við sem eftir vorum hjá Ara vorum alltaf á leiðinni til Jónu en bara komumst aldrei!! Svo var ferðinni auðvitað haldið á hinn sívinsæla skemmtistað Kåren, þar þurftum við að bíða í biðröð í u.þ.b. klukkutíma en ég sver það var svo fljótt að líða að það var meira eins og korter. Þar hittum við Heiða auðvitað sænskan strák sem langar svo ofboðslega til aðkoma til Íslands og bla bla bla orðið svolítið þreytandi að heyra þetta í hvert skipti sem einhver kemst að því að maður er frá Íslandi!! En ég var auðvitað mjög góð og sagði honum að taka Nörrænu því þá kæmi hann til fallegasta staðarins á Íslandi Seyðisfjarðar og það væri líka heimabærinn minn og auðvitað varð hann mjög hrifinn. Ætli ég geti ekki fengið borgað fyrir land- ferju- og bæjarkynningu??? Verð að tala við Öllu og co. um þetta mál! ;) Annars var mjög gaman á Kåren, fór niður þegar ég kom þangað og fór ekki upp aftur fyrr en ég fór heim!! Æfði ekkert danstaktana þetta kvöldið en raddböndin fengu aftur á móti næga þjálfun (þau sem eru í svo lélegri þjálfun!!). Svo var eftirpartý hjá Ara sem stóð til klukkan sex um morguninn, þar var fólk í misjafnlega góðu ástandi og sumir þurftu að nota klósettið í öðrum erindagjörðum en það er ætlað til! ;) Sumir sögðu líka eitthvað sem hefði betur verið sleppt og veit ég að sá hinn sami er mjög miður sín yfir því og hefur beðið þann sem við kemur máli innilega afsökunar og vonum við að enginn líti öðruvísi á þessa mannesju eftir þetta.
Jæja nóg í bili, bless bless