föstudagur, desember 31, 2004

...kæru vinir, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar á árinu sem er að líða. Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát á nýju ári, ári sem lofar bara nokkuð góðu...

fimmtudagur, desember 30, 2004

...ég er alveg að afinternetast hérna en verð sennilega fljótt háð því aftur þegar ég kem suður.

Jólin hafa verið róleg og þæginleg. Eitt djamm afstaðið og annað bíður handan við hornið. Það var spilamennska og drykkjuskapur á annan í jólum og svo mikið blaðrað að ég komst aldrei á barinn. En fyrirpartý og eftirpartý blívar fínt og ekki hægt að eyða krónunum í vitleysu þar. Brandari kvöldsins var samt þegar Ásta var að sýna mér húsið, síðast fékk ég að sjá hjónasvítuna með loforði um að ég hefði lágt. Daman lofaði því þó erfitt væri að standast það, eftir að hafa gægst inn spurði hún hvort hún mætti ekki aðeins kíkja á einkasoninn á heimilinu og fékk góðfúslegt leyfi til þess. Hallaði hún sér þá vel yfir hjónarúmið þar sem var ofurlítil hrúga, sný mér svo að Ástu og segji "æi ég sé hann bara ekki!". Ásta springur þá úr hlátri og bendir á að ég hafi bara verið að kíkja á sængina þeirra, barnið liggji bara í rúminu sínu. Ég hló svo mikið að ég gleymdi dömuháttunum sem venjulega fylgja mér og meig næstum á mig á gólfinu. Smekklegt ekki satt???

Varð annars fyrir þeirri mjög svo óskemmtilegu lífsreynslu að eyðileggja buxurnar mínar, það er samt ennþá á huldu hvernig það´gerðist því ekki var það á þessu blessaða djammi. Nýjar buxurnar sem hafa lítið verið notaðar og sjaldan verið þvegnar þar sem ég hef aðeins verið stoltur eigandi þeirra í rúman mánuð fundst götóttar á rassinum í herberginu mínu seint í nótt/snemma í morgun. Áfallið var gríðarlegt þar sem ætlunin hafði verið að spóka sig í þeim á áramótunum. Eitthvað hljóta þær að vera gallaðar því svona ungar buxur slitna bara ekki á miðri rasskinn en ekkert í klofinu. Ég hef kannski bara verið svona dugleg að veifa rassinum en get samt ekki svarað því sjálf því ég ber minn eiginn afturenda sjaldan augum! En vonbrygðin voru það gífurleg að konan felldi nokkur tár og safnaði saltinu samviskusamlega saman á gleraugunum og var það notað í matargerðina í kvöld! En áður en af því varð var haldið í héraðið og fest kaup á rándýrum buxum, það dýrum að konan er ekki viss um að hún tími að nota þær einhverntímann. Nær væri að vefja þær bómul og setja í glerkassa því þær hljóta að vera handunnar úr gulli og gimsteinum!! En nóg um það, konan mikið mun fátækari en þeim mun meiri pæja svo hún hlýtur að hafa unnið eitthvað á þessu eða hvað?

Jæja, fréttir af djammgæðum buxnanna verð ég að færa ykkur þegar einhver reynsla verður komin á þær, en ef reynslan verður ekki góð veit ég ekki hvað ég geri við buxurnar margumtöluðu...

laugardagur, desember 25, 2004

...gærkvöldið var hrikalega vel heppnað. Góður matur, góðar gjafir og góðir gestir, gerist ekki betra. Hékk svo uppi og spjallaði við mömmu og pabba til að verða 2:30 þó ég hafi verið orðin alveg dauðþreytt um miðnætti. Það var bara eitthvað svo góð stemmning og þæginleg þreyta. Skreið svo upp í gamla góða rúmið mitt og hlustaði á vindinn. Náði að lesa kannski 6 síður í annari bókinni sem ég fékk en þá var ég orðin svo hrikalega rangeygð af þreytu að ég held ég sé með harðsperrur í augunum í dag af áreynslu! Frétti svo að það hafi verið hrikalega vont veður í nótt en ég varð ekkert vör við það, svaf eins og steinn og dreymdi vonandi eitthvað fallegt og skemmtilegt.

Svo var jólaboð hjá Lillu frænku og Gunnsa í dag en áður en það var hægt að fara þangað þurfti ég að fá mér ab-mjólk til að friða samviskuna og svo 3 kökusneiðar í eftirmorgunverð! :D Svo var bara hoppað í sparigallann og svo hlý föt yfir og arkað af stað niður í Lönguvitleysu til að borða ennþá meira og drekka heitt súkkulaði með! :)

Kvöldið hefur svo verið jafn rólegt og öll kvöldin síðan ég kom hingað. Bara sitið og spjallað og horft á kassann í rólegheitunum. En þessi rólegheit verða að fara að enda áður en fjölskyldan fer að halda að ég sé alvarlega veik eða dauðvona svo það er planað að djamma annaðkvöld eins og venjan er á annan í jólum hér í bæ. Jeij hú hlakka til en áður en það getur gerst þarf ég að borða graflax, kalkún og franska súkkulaðiköku. Ekki leiðinlegt það...

föstudagur, desember 24, 2004

...jæja þá eru alveg að koma jól. Amma Gústa var að renna í hlaðið og jólailmurinn farinn að læðast um húsið. Var að enda við að horfa á hina stórgóðu mynd Chockolat og hafði mikið gagn og gaman að, hló og grét og allt þar á milli. Hef ekki gert neitt af viti í dag enda ekki veirð þörf á því. Skrapp í jólagraut og eplaskífur til Gunnars Árna og Ágústu, þetta var gott eins og alltaf og engin vonbrygði þar. Ragga var svo ósvífin að fá möndluna þó ég væri búin að panta hana. Fannst ég eiga hana skilið þar sem ég hef ekki verið með þeim á jólunum síðan 2000. Ragga var nú samt svo góð að deila gjöfinni með okkur svo það er víst bannað að kvarta! :) Óli ga svo öllum smakk af tvíreyktu hangikjöti og það er bar ahreint út sagt himneskt!! Var að hugsa um að taka svolítinn Tomma og Jenna á það og skera lítinn bita og skilja hann eftir og taka lærið og éta það allt ein en það er víst ekki andi jólanna!

Annars eru jólakortin sem ég ætlaði að fá "lánuð" hjá mömmu ennþá ofan í poka óskrifuð en hver veit nema ég komi sjálfri mér og öðrum á óvart og sendi bara nýarskort. Þakka þeim sem sendu mér kort kærlega fyrir, það er satt sem sagt er, þau gleðja mikið! :)

Verð víst að fara að segja hæ við ömmu Gústu og koma mér svo í sturtu og í jóladressið.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir allt það gamla og góða...

fimmtudagur, desember 23, 2004

...jesús minn almáttugur hvað skatan var góð. Er alveg að springa úr seddu núna og býst við að nokkrir lítrar af vatni eigi eftir að renna ljúflega niður í kvöld. Annars hin besta Þorláksmessa, höfum sitið og spjallað og drukkið kaffi í allan dag og bara gert hluti sem maður þarf að gera alla aðra daga ársins líka. Sátum áðan og vorum hálf miður okkar yfir að vera ekki í neinu stressi og hafa ekkert að gera. Skondið, alltaf talað um að vera búin að öllu snemma og svo þegar það gerist er fólkið bara hálf eyrðarlaust!

Úff púff ég er að springa...
...Þorláksmessa í dag, amma Bogga hefði átt afmæli, jólaskapið lætur ennþá bíða eftir sér. Er búin að vera lasin síðan ég kom heim en hef samt harkað af mér og skúrað og þvegið og þrifið. Mamma mjög ánægð með mig og ég sagði henni að njóta þess því hver veit hvenær þetta ego af mér birtist aftur! Ætlaði að fara á kvöld unga fólksins á Öldunni í gær. Var sæmilega hress þangað til ég fór í sturtu, slappleikinn beið undir skítnum svo ég var bara heima með mömmu og pabba og slappaði af og spjallaði við þau. Var líka svo heppin að fá tvö glös af TiaMaria kaffi, rommrúsínuís og Nóakonfekt, bölvað sukk alltaf hreint!!

Annars er búið að gera allt hérna nema svona smá smotterí eins og að pakka inn örfáum gjöfum og skipta um eina ljósaperu. Svo er bara skatan í kvöld og mmmmm mmmm mmmm mmmm hvað ég hlakka til. Hef ekki smakkað svoleiðis góðgæti í 3 ár, fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Núna meiga jólin alveg koma en ég yrði hæstánægð ef jólaskapið mitt mundi mæta í bæinn áður en þau renna í garð...

þriðjudagur, desember 21, 2004

...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...fallalalala osfrv.
Mætti í fjörðinn fagra í gærmorgun og var strax sett í skítverkin, tja eða ég bauðst nú til að ryksuga þar sem mér fannst ekki við hæfi að sitja og gera ekkert meðan mamma var uppi um allt að þurrka úr hillum í tölvuherberginu. Snérumst svo út um allt allan daginn og skreyttum svo jólatréið um kvöldið en ég bara kemst ekki í jólaskapið. Ég bara skil þetta ekki. Tékkaði aðeins á jólaljósunum í bænum og þau eru flott og mörg að vanda en ekki kom jólaskapið. Pakkaði inn nokkrum gjöfum en ekki kom jólaskapið. Spilaði endalaust af jólalögum en ekki kom jólaskapið. Er hægt að panta jólaskap á netinu?? Er samt glöð að vera komin heim, æðislegt að hitta fólkið mitt og borða heimilismat. Pantaði einmitt kjötfarsbollur í gær en endaði svo á að elda þær bara sjálf. Bollur, kartöflur, soðið hvítkál og laukfeiti, þetta gat bara ekki klikkað. Mér líður ennþá vel í maganum síðan í gær! :)

Lýsi hér með eftir jólaskapinu mínu. Finnandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við mig sem fyrst...

mánudagur, desember 20, 2004

...djammið í gær var hroðalega skemmtilegt, kom heim rétt rúmlega 7 og búin að dansa af mér fæturnar á 22! :) Gummi kom við í dag og skilaði mér visa-kortinu mína. Fínt að fá það aftur þó ég ætli nú ekki að fara að nota það neitt að ráði. Ég er að myndast við að pakka niður, er að fara til Seyðisfjarðar eftir tæpa 5 tíma. Þetta er bara svo mikið af dóti að ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu öllu fyrir. En sem betur fer kemur nú ekki allt til baka aftur. Nokkrar jólagjafir og eitt stykki ferðatæki með geislaspilara sem ég ætla að lána mömmu og pabba. Geislaspilarinn þeirra er nefnilega bilaður, ekki gaman að því. Er að henda tónlist inn í tölvuna svo ég hafi eitthvað að hlusta á um jólin og þá er bara að muna eftir að hlusta á hana, ég er voðalega gleymin stundum!

Úff nenni ekki að leggja lokahönd á niðurpakkið en verð víst að drífa það af. Er svo að hugsa um að vera rosalega villt á morgun og taka leigubíl á flugvöllinn. Ætlaði að taka strætó en held ég nenni því ekki fyrst ég er ekki sofnuð ennþá. Get þá sofið ca klukkutíma lengur! Jeiiijjjjjjj.

Jæja þá er Duran Duran komin á fullt í tölvunni og ég get bráðum skriðið í bólið. Hvort ég sofna verður svo bara að koma í ljós...

laugardagur, desember 18, 2004

...getur einhver sagt mér afhverju ég sit hérna og blogga og skoða eitthvað rugl á netinu þegar ég á að vera í sturtu og að gera mig sætari fyrir kvöldið? Er að fara í lítið partý á eftir og er ekki að koma mér af stað í þessi "skemmtilegu" verkefni sem því fylgja. Var að Kringlast áðan og keypti bara nauðsynjar aldrei þessu vant. Hefur ekki gerst oft í þessum desember mánuði að ég hafi keypt eitthvað sem ég hef þurft og vantað. Var samt svekt að kaupa kremdollu á 1800 og eitthvað krónur en þetta vildi ég víst því mér finnst þetta gott krem...urg á verðlagið!

Fór í Hagkaup áðan og ætlaði að kaupa mér eitthvað smotterí til að eiga þegar ég kom heim. Sú hugmynd breyttist um leið og ég fattaði að það er laugardagur og allt nammi á nammibarnum á hálfvirði. Ég hoppaði í hálfhring og mokaði lakkrís með súkkulaði og þrist og allskonar gúmmelaði í poka. Ath. vantar stærri poka... ;) Núna er ég að gúffa í mig svo ég verði örugglega útblásin og sexy í kvöld! Hahahaha

Well, verð víst að fara að hafa mig til og setja upp andlitið og allt það. Svo geri ég uppáhaldið mitt, það er að fara uppstríluð í strætó...vúúúúhúúú...

Ps. eru núðlur og djúpsteiktar rækjur á Rikki Chan betri morgunverður en Cadburys súkkulaði?

föstudagur, desember 17, 2004

...jejjjj húúú náði að sofa vel í nótt, vaknaði samt oft en dreymdi amk vel og líður vel núna! :) Það var samt aðeins til að skyggja á gleðina að vakna við brunabjölluna klukkan 7:30 í morgun en ég tók nettan ME fíling á þetta og lá bara í rúminu og hlustaði á ómþýðan hljóm bjöllunar. En þegar hún hætti ekkert að hringja varð daman smá stressuð og fór að hugsa um að henda verðmætum í bakpoka og koma sér út. Það var samt of mikið bras þannig að hún tékkaði á hvað hinir íbúarnir voru að gera, heyrði ekki í neinum hurðum, kíkti fram og allt í afslöppun þar. Svo slökknaði á blessaðri bjöllunni og kominn tími til að kúra sig aftur til rúmlega 10! :)

Annars góður dagur í gær, þvælingur og rosalegt át með Dönu og svo heimsókn til Heiðu. Var næstum farin á körfuboltaleik með henni og þeir sem þekkja mig hljóta að halda að ég hafi verið veik. Þeim til huggunar varð ég hálf slöpp rétt eftir þessa tilhugsun og lét Heiðu dröslast með mig heim í allri umferðinni. Leið bara ömurlega, illt í hausunum og herðunum og hitatilfinning og ég veit ekki hvað og hvað. Er fín núna, hafa sennilega bara verið þreytuveikindi ef þið fattið hvað ég meina!

Er ekki Cadburys súkkulaði rosalega góður og næringaríkur morgunverður sem er uppfullur af járni og trefjum???

fimmtudagur, desember 16, 2004

...þoli ekki þegar einhver ósvífinn meðleigjandi minn fer að þvo þegar ég er búin að plana að þvo. Finnst að reglan ætti að vera sú að fólk verði að spurja mig hvort ég ætli að þvo áður en það setur í vél! Gleymdi að byrja að þvo klukkan 6 í morgun eins og ég ætlaði mér. Þarf líka að taka aðeins til en það er bara gert fyrir samviskuna því það sést enginn munur því herbergið er ennþá fullt af pappakössum og verður það fram yfir jól.

Tókst annars að sofa í gær, var orðin svo þreytt að ég var næstum farin að grenja, ég lofa að það komu samt smá tár. Svaf svo frá um 14:30 til að verða 23:30 og tékkaði aðeins á kassanum og lá svo í hálfgerðu móki til klukkan 4. Hafði mjög gott af þessu en svaf samt ekki nógu vel. Dreymdi illa og vaknaði oft og þegar ég var í mókinu var ég auðvitað ekki alveg sofandi!

Dreymir reyndar mikið um dauðann þessa dagana. Hvað ætli það merki? Dreymdi um daginn að ég bjó í eldgamla kaupfélaginu og Gústi dó. Ég fór með hann inn í stofu þar sem gólfið var þakið strandsandi. Ég gróf hann við vegginn þannig að ég lagði hann bara þar og mokaði sandi yfir hann. Það var önnur gröf þarna líka en ég man ekki hver átti hana en ég man að mér fannst bæði mjög eðlilegt og mjög óhugnalegt að hafa þessar grafir í stofunni.

Nóttina eftir dreymdi mig að Daníel frændi minn væri dáinn og allir voru hissa því hann hafði verið svo stórt barn og núna í nótt var mig að dreyma einhvern hræðilegan dauðadraum sem ég flýtti mér því miður að gleyma. Var samt mjög brugðið þegar ég vaknaði.

Kannski ekkert skrítið að ég sofi lítið og illa...

miðvikudagur, desember 15, 2004

...held að annað hvort tölvan mín góða eða internetið hafi smitast af þreyttunni sem hrjáir mig. Amk hefur netið verið seigt sem lím síðasta hálftímann. Verra er samt að ég get ekki sofið!! Gat ekki heldur sofið síðustu nótt, sofnaði um 6:30 og svaf illa til 13 þe alltaf að vakna og vondir draumar. Var svo dauðþreytt í allan dag en hef ekkert getað sofið í nótt. Dundaði mér þess ístað að moka gömlu myndunum okkar Gumma inn í tölvuna, auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að hafa þær allar þar, en hvað um það! Nú er bara að moka inn slatta af tónlist áður en ég held austur í sæluna.

Á einhver svefntöflu áður en ég fer yfir um??? Ég þarf að sofa en get það ekki almennilega! Er orðin fölari en gott þykir og lít bara almennt illa út og er ekkert sérstaklega sátt við það. Langar bara að SOFA vel og hæfilega lengi og á almennum svefntíma. Mig langar mest til að grenja núna úr þreytu en er samt ekki þreytt. Get ekki skilgreint þetta neitt frekar en að þreytan er gífurleg en svefnleysið næstum algjört. Hef frétt að vín láti fólk sem er yfirspennt oft slappa það vel af að það geti sofið, ætti kannski að tékka á því. Á nokkra bjóra í ísskápnum, drekk kannski einn og bursta svo tennurnar og reyni að sofa!!! Óóóóó svefninn yndislegi hvar ertu??? Það er annað hvort í ökla eða eyra, 15 tímar eða næstum enginn...

...zzzzZZZZZzzzzZZZZzzzzzzzZZZZZZZZzzzzzzzzz...

þriðjudagur, desember 14, 2004

...daman ekki ennþá farin að sofa en það er svo sem ekkert óvanalegt að hún vaki lengi. Hef löglega afsökun núna því móðir mín sendi mér sms áðan og spurði hvort ég væri vakandi. Hún hringdi svo og við töluðum og þögðum í örugglega 2 tíma. Vorum að skoða myndir og svona hitt og þetta, yndisleg þessi tækni! :) Annars ágætt að hún hringdi, hefði annars lagt leið mína í 10-11 að kaupa einhvern óþarfa sökum hungurs. En eftir símtalið langa ákvað ég að fá mér Cocoa Puffsið sem ég keypti mér þegar ég var veik fyrir mánuði síðan. Gott að eiga svona gúmmelaði til að grípa í annað slagið!! :)

Fór í kaffi til Gyðu áðan en fékk ekkert kaffi, fékk reyndar ekkert nema vatnsglas og svo mandarínurnar sem ég kom sjálf með! Já svona hugsar hún um litlu frænku!!! Frétti reyndar frá Gunna að hann hefði hálf saknað mín á föstudaginn þegar ég tróð mér ekki í heimsókn til að horfa á Idol. Ákvað að vera góð litla frænka og vera ekki uppáþrengjandi en eftir þessar fréttir tilkynnti ég auðvitað komu mína næsta föstudag! :D Tók svo þá góðu ákvörðun að labba heim í góðaveðrinu og var komin hálfa leið heim þegar það stoppaði bíll og það var öskrað á mig. Þetta var Börkur sem hafði verið á leiðinni heim til sín er varð sennilega svo mikið um að sjá mig á tveimur jafnfljótum að hann snarsnéri við og skutlaði mér heim. Sátum svo hérna fyrir utan og spjölluðum í um 45 mínútur. Hefði auðvitað verið alveg ónýtt að bjóða honum inn enda herbergið ekki alveg í ástandi fyrir gesti akkúrat núna *roðn*!

Var annars að skoða gamlar myndir frá Skövde og það var bara gaman. Margar minningar sem streymdu fram og ég brosti í laumi annað slagið. Kannski ég eigi eftir að kíkja við þarna einhverntímann og tja kannski bara ekki, hver veit?!?!?! Vonast nú samt til að hitta eitthvað af þessu liði við tækifæri! :) Annars er minningin um Svíþjóð að dofna en hún hverfur ekkert, ég mun fara þangað aftur og helst til að búa og læra en ætla samt að reyna að byrja á heimsókn í vor...

mánudagur, desember 13, 2004

...alltaf gaman að blogga alveg rallhálf, ekki misskilja ég er alveg eins edrú núna og hægt er að vera eftir þvílíka sukkhelgi. Vaknaði við símtal um klukkan 14 í dag þar sem því var logið að mér að klukkan væri orðin 17. Mér alveg dauðbrá og var alveg rugluð og skildi ekki afhverju ég heyrði bara þýsku. Þá var kveikt á sjónvarpinu og verið að endurtaka þáttinn um einkaritara Hitlers, ætlaði að horfa á hann um daginn en gleymdi því. Var svo ekki alveg í stuði til að þurfa að lesa texta í dag svo ég svissaði yfir á popptíví. Var mjög fegin þegar ég heyrði sannleikann um tímann, fannst eins og dagurinn væri þá ekki alveg ónýtur. Var mjög rám og vafasöm í símann og var viss um að verða þunn en nei nei nei um leið og ég var komin á fætur fann ég hvað ég var rosalega hress. Ákvað samt að kúra mig aftur eftir að gesturinn var farinn aftur, stoppaði nú bara í 5 mín svo ekki var þetta löng vaka! :) Hef svo legið í rúminu í allt kvöld og horft á kassann og borðað pizzuna sem ég pantaði í morgun, hafði ekki snert á henni en kláraði brauðstangirnar strax! :) Tékkaði svo á Goodfellas á Skjá 1, hafði ekki séð hana og varð ekki fyrir vonbrygðum, mjög góð mynd og akkúrat í tempóinu sem minn þreytti heili þurfti á að halda.

Ætla að hanga aðeins og borða meira og reyna svo að sofa eitthvað. Þarf að fara að klára þessi blessuðu jólagjafakaup og þá er best að vera vel upplögð...

sunnudagur, desember 12, 2004

...jeij var að panta huges pizzu með pepperoní og sveppum og auðvitað brauðstangirnar frægu!! Nú er bara að halda sér vaknadi þangað til gúmmelaðið mætir í hlaðið...gæti orðið aðeins erfiðara...dúdúrúúúú já já já já já...nammi namm *slurp og slef*...
...*hrumpf* var að koma heim af djamminu hinu eilífa. Bara búið að vera gaman, dansaði eins og óð manneskja. Það var strákur utan í mér allt kvöldi sem var ekkert leiðinlegt! En ég ákvað að fara heim og hann vildi vera samferða. Ég sagði að það væri ok og lét hann svo bara fara út þar sem hann sagðist eiga heima, langaði ekkert með honum heima enda er ég hrifin af öðrum strák. Leigubílstjórakonunni fannst þetta svo fyndið og hrósaði mér í hástert. Jú jú það kemur fyrir að þessi kona taki réttar ákvarðanir!! :D Jeij hú...annars hittum við Díönnu Ómel (það eru sko 2 n) og hún gerði okkur allar sætar á no time. Undarlegt hvernig við konurnar erum nú til dags því við vorum allar búnar að horfa á hana með öfundaraugum á dansgólfinu áður en við föttuðum hver hún var. Hún geðveikt flott miðað við minn staðal var ekki einu sinni ánægð með sig!! Hvert er heimurinn að fara??? Nú er mál að hætta að bera sig saman við aðrar konur því þetta gengur ekki, ég er grönn en ég verð aldrei karlmannlega vaxin...sjálfið er bara flott og fínt, muna það...

Jæja tími á cocoa puffs, tíví og svefn svo ég verði ekki þunn þegar ég nenni að vakna á morgun...hej så länge...

föstudagur, desember 10, 2004

...hmmmm er blogviðmótið hjá öðrum en mér skrifað með einhverjum kínverskum táknum???

Svosem lítið gerst undanfarið, hef verið ákaflega dugleg við að tala í símann og á msn-inu. Ágætt fyrir þá sem nenna ekki að fara út! Brölti samt alla leiðina í Smáralindina í gær til að ná í bolina sem ég mátaði á mánudaginn. Gleymdi sko debetkortinu í úlpunni minni þegar ég fór að leigja video og kaupa pizzu á sunnudaginn - bölvað vesen! Það var mikið og strangt ferðalag og óska ég ekki eftir að endurtaka það á næstunni. Ég var eins og Gunna úr sveitinni sem hefur aldrei séð strætó áður og svo var strætó seinn og ákvað að stoppa í 10 mínútur í Mjóddinni og ég veit ekki hvað og hvað. Var amk um klukkutíma héðan og í Smáralindina frægu. Ferðin heim var mun styttri og gekk eins og smurð enda var ég þá orðin borgar-Gunna með poka frá Topshop.

Labbaði heim úr Breiðholtinu á mánudagsnóttina. Það var bara gaman og hressandi og var ég um klukkustund að því, hefði verið fjótari ef ég hefði ekki tekið vitlausa beygju. Er vön að láta ódýra einkabílstjórann á gula stóra bílnum með þremur topplúgum sjá um þetta fyrir mig. Var eins og versti róni að labba á gaddfreðnum umferðareyjum í leit að gangstígum, fólkið sem keyrði fram hjá mér hefur örugglega hugsað blendnar hugsanir til mín. Annarsvegar "aumingja ógæfu stúlkan að vera blindfull að labba úr Breiðholtinu á mánudagsnótt" og hins vegar "helvítis aumingjar sem eru fullir á mánudegi". Amk leið mér eins og fólk hugsaði þetta þegar ég spígsporaði þarna í mikilli leit af gönguleið heim svo ég þyrfti ekki að labba á götunni. Annars bara gaman og ég mun endurtaka þetta aftur við fyrsta tækifæri, jafnast ekkert á við smá harðsperrur í rassinn og að sjá húsið sem hann Palli í Englum alheimsins átti heima í. Jebbs rakst á það sem var bara gaman því ég var að horfa á myndina á sunnudaginn og fannst hún mjög góð og hún snart mig mjög mikið.

Allaveganna...hvað á að gera annað kvöld?? Idol og svona en hvað svo?? Mig langar amk að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt og spennandi svona til tilbreytingar, lifi svo leiðinlegu og tilbreytingarlausu lífi núna hehehehehe...

mánudagur, desember 06, 2004

...sjitt hvað þetta var góð helgi!! :) Idol-eldamennska og Idol-partý hjá Gunna á föstudaginn og svo djamm fram á morgun þar sem sumir voru aðeins vafasamari en aðrir, nefni engin nöfn. Sofið og legið í leti á laugardeginum en svo tók ég mig saman í andlitinu og gerði mig partýklára á innan við hálftíma og skellti mér í gítarteiti og svo á Gaukinn að hlusta á Buff - gleymdi víst alveg að dansa!! Má samt víst ekki gleyma að nefna það að Hlöllabátar björguðu lífi mínu því svo mikill var ákafinn í að komast í partý að það gleymist að borða eitthvað hollt og gott. Sunnudagur, þreyttur en góður, video, pizza og popp klikkar aldrei og svo frekar snemma að sofa miðað við aldur og fyrri störf.

Já svo er konan bara vöknuð og það fyrir allar aldir, amk ef miðað er við Sirrýskantíma! Ætla að ath hvort ég geti ekki truflað Dönu eitthvað í dag, vill nú alls ekki að hún læri yfir sig stelpan, svona er ég nú hugulsöm vinkona!!

Mmmmmm pizza og brauðstangir í morgunmat og ostapopp í eftirmorgunmat, þetta getur ekki klikkað! Er að hugsa um að gerast ennþá villtari og fá mér appelsín með...

föstudagur, desember 03, 2004

...góður en þreyttur dagur að baki. Hef lítið getað sofið síðustu 2 nætur, ekki spurja afhverju því ég er dauðþreytt - kannski of þreytt?? Pabbi hringdi og vakti mig í hádeginu sem var ágætt því ég hafði ætlað að vakna klukkan 11. Lá svo í rúminu og skipulagði daginn og datt í draumalandið til skiptis þegar Gústi hringdi og bauð mér í heimsókn. Snérist aðeins með honum og fór svo upp í Grafarvog og hitti Sindra Róbert í fyrsta skiptið. Ji minn hvað hann er mikið krútt, algjört yndi sem brosti breitt til Sirrýjar "frænku" enda ekki á hverjum degi sem hann hittir föðursystur sína! ;) Ég sat hjá Gústa og Asiu heillengi og þambaði kaffi, æltaði svo að fara að haska mér heim þegar mér var boðið í mat. Aldrei leiðinlegt að vera boðið í mat, svo ég ákvað að fresta samlokunni með skinku og osti, hitaða júmbóstyle í poka í örbylgjunni og fékk stroganoff og alvöru kartöflumús...namm namm!! :)

Á morgun er svo Idol og er ég búin að redda mér stað til að horfa á það. Blikkaði Nedda frænda aðeins, sem er aldrei erfitt ;), og við ætlum að elda saman og glápa svo á sönginn. Svo er kannski planið að þamba nokkra bjóra og kíkja í bæinn en samt ekkert ákveðið. En miðað við partýfílinginn sem ég er í núna verður voða game á morgun! :)

Núna er bara að vaka í ca klukkutíma í viðbót svo ég geti tekið út úr þvottavélinni fyrir svefninn. Vona að ég geti sofið almennilega í nótt, þarf svo á því að halda...

miðvikudagur, desember 01, 2004

...alkul virðist vera á Bretlandseyjum núna amk ef ég miða við útsendingarnar hjá bbc2 og bbcNews hjá mér. Allt bara frosið, greyið stelpan starir á stærðfræðidæmið á töflunni eins og hún hafi aldrei séð tölustafi áður og einhver pólitíkus stendur niðurnjörvaður við ræðupúlt og kemur ekki upp orði!

Hef ekki ennþá getað sofnað og ákvað þess vegna fyrir um hálftíma að setja í þvottavél. Varð syfjuð um leið og ég labbaði inn í herbergi og þarf núna að pína mig til að vaka til svona sjö. Ætlaði að stytta mér stundir yfir bráðskemmtilegu barnaefni á bbc2 en nei nei nei og ég sem var orðin frekar spennt að sjá hvert eyjan hans Nóa væri komin og hvað væri að gerast í valdabaráttunni í The Silver Brumby.

Mikið tek ég alltaf góðar ákvarðanir...zzzzZZZZZZzzzzZZZZzzzzzzz...