laugardagur, maí 31, 2003
...búinn að vera fínn dagur í dag, sól, hiti og algjör molla. Ég skellti mér í bæinn áðan með Lovísu, ætlaði nú reyndar bara á bókasafnið til Gumma en hún spurði hvort mig langaði ekki að koma með sér í búðaráp og ég ákvað að slá til. Sagði skilið við pæjuútlitið og lít núna út fyrir að vera íþróttakona hin mesta þar sem ég gekk um allan bæ með derhúfu!! :S Það amk virkaði vel og skýldi andlitinu fyrir sólinni svona að einhverju leyti. Fór á Mcdonalds og keypti mér miðstærð af súkkulaði sjeik, mig er búið að dreyma um sjeik síðan í gær ooohhhh svo góður! Núna á svo bara að fara að sturta sig og finna pæjuna, hún er velfalin inni í skáp þessa stundina en ég get lofað ykkur því að eftir svona eina klukkustund verður það aðal gellan sem gengur út um aðaldyrnar á Norður Trjágangagötu 2! ;) Það er nefnilega grillveisla í kvöld því flest allir íslendingarir eru að fara heim í vikunni eða næstu helgi, það verða bara nokkrir útvaldir sem verða eftir! :) Allir tilbúnir í grill enengin veit hvar það á að vera eða klukkan hvað enda erfitt að ákveða tíma þegar staðurinn er ekki fundinn! Jæja þá er Gummi búinn að skola af sér heimspekibókasafnsrykið svo það er víst komið að mér, við heyrumst, sjáumst og sKjáumst seinna :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli