þriðjudagur, desember 02, 2003
...það var djammað og djúsað um helgina og ekkert smá fjör. Reyndar var ég bara ein á ferðinni því Gummi ákvað að vera alveg fárveikur. Ég held að ástæðan fyrir þessum skyndilegu veikindum hafi verið sú að planað var að þvælast um bæinn og kaupa jólagjafir. Búðarráp er ekki sterkasta hlið Gumma og varð hann bara veikur við tilhugsunina eða fékk hann kannski bara eðlilega flensu??? Það var byrjað á að rífa sig upp úr sófanum til að fara á djammið klukkan hálf 22 sem er mjög seint að sænskum djammtíma. Ég rústaði fataherberginu í leitinni að hinu fullkomna dressi og fann það svo að lokum (tók örugglega 30 mín að taka til þarna inni í dag!!). Svo var haldið niður til Ara þar sem allt var á fullu og allir fullir. Binna dró mig svo með sér inn til þeirra Villa og fór að blanda Móhító (hvernig er þetta skrifað?) og bauð mér reyndar líka. Reynar var þetta bara 4/5 Móhító því það vantaði mintulaufin en góður var drykkurinn engu að síður. Eftir þetta var auðvitað haldið yfir til Ara aftur og drukkið og talað og drukkið og drukkið. Hafði varla tíma til að tala ég drakk svo mikið! ;) Svo var haldið á Kåren þar sem ég reyndi og reyndi við Óla en ekkert gekk, hann vildi bara Hönnu sína sem var ekki einu sinni á staðnum, þvílík svívirða, að neita mér og ég sem borgaði inn fyrir hann!!!! Ég er svo reið!! ;) Eftir Kåren var svo auðvitað hinn sívinsæli skyndibirastaður McDonalds. Afhverju ætli hann sé svona vinsæll?? Kannksi vegna þess að allir aðrir skyndibitastaðir í Svíþjóð eru tyrkjasjoppur, sem selja reyndar fínt kebab en stundum eru hamborgar það eina sem blívar. Eftir að ég hafði hesthúsað í mig einum kjúklingaborgara, fanta, 2 millistærðum af frösnkum (Elli hjálapði mér aðeins) og Mcflurry var hægt að drífa sig í eftirpartý til Binnu og Villa þar sem ég dvaldi í góðu eftirlæti til rúmlega hálf níu um morguninn. Ahhhh þetta var skemmtilegt djamm, ætli það að Gummi var ekki með eigi einhvern þátt í því?!?!?! ;) Hehehehehehehe ég elska þig Gummi veikindapoki (ath á að standa poki ekki púki!).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli