laugardagur, júní 14, 2003
...sjálf svefnpurkan er bara vöknuð og það fyrir tæpum 4 klst síðan! Ég veit bara ekki hvað er að gerast hérna hjá mér, ætli öll þessi vítamín sem ég er búin að vera að taka í mörg ár séu loksins farin að virka?!?! Alltaf þegar fólk heyrir hvað ég get sofið mikið þá er alltaf það fyrsta sem það segir "þig vantar örugglega vítamín!" Engum dettur í hug að ég þurfi einfaldlega mikinn svefn, ég svaf mikið sem barn og unglingur og ég sef mikið sem fullorðin kona!! Mér finnst samt alltaf jafn skrítið að hugsa um sjálfa mig sem fullorðna konu, vill frekar vera ung stúlka eða ung kona. Það vantar eitt orð í viðbót, td þegar unglingsárunum var loksins lokið þá varð ég ung kona og svo varð ég ??? og svo verð ég fullorðin! :) Hvað finnst ykkur gott orð fyrir einhvern sem er ekki elngur ung kona eða maður??? bara svona smá hugleiðing á annars ókristilegum tíma amk miðað við að það er laugardagur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli