...þá er alveg að koma að því, ég er að fara að byrja að vinna. Klukkan 21:15 að staðartíma þá tek ég fyrstu næturvaktina mína og ég verð bara að segja að ég hlakka svolítið til! :) Er reyndar frekar syfjuð akkúrat núna því aldrei þessu vant þá gat ég ekki sofið lengi í dag!! Ég sem ætlaði að leyfa mér að sofa eins lengi og ég gæti svo ég yrði ekki alveg ónýt í nótt, auðvitað svaf ég eins lengi og e´g gat en bara ekki alveg nógu lengi að mínu mati! Svo ætlaði ég að reyna að leggja mig núna áðan en gat það ekki heldur, það eru greinilega tímamót í lífi mínu, svefninn farinn að minka og ég farin að eldast og hætt að geta sofið eins og kötturinn!
Annars er ég hætt á þessum hræðilegu lyfjum sem ég var á um daginn og er því ekki lengur sólarlaus! :) Ekkert leiðinlegt við það nema að þessi bakteríusýking er ekki alveg farin! :( Þessar kerlingar vildu nefnilega að núna mundi ég ekki vera á neinum lyfjum og ath hvort þetta komi aftur sem er undarlegt þar sem þetta er ekki einu sinni farið *hrumpf*.
Mmmm kjúklingapylsur í brauði með kartöflusalati í matinn handa mér í kvöld, sama handa Gumma nema ekki kartöflusalat heldur salsasósa. Svo er bara að setja nesti og bók í töskuna og drífa sig af stað en fyrst er þa Sex and the City! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli