föstudagur, desember 31, 2004

...kæru vinir, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar á árinu sem er að líða. Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát á nýju ári, ári sem lofar bara nokkuð góðu...

fimmtudagur, desember 30, 2004

...ég er alveg að afinternetast hérna en verð sennilega fljótt háð því aftur þegar ég kem suður.

Jólin hafa verið róleg og þæginleg. Eitt djamm afstaðið og annað bíður handan við hornið. Það var spilamennska og drykkjuskapur á annan í jólum og svo mikið blaðrað að ég komst aldrei á barinn. En fyrirpartý og eftirpartý blívar fínt og ekki hægt að eyða krónunum í vitleysu þar. Brandari kvöldsins var samt þegar Ásta var að sýna mér húsið, síðast fékk ég að sjá hjónasvítuna með loforði um að ég hefði lágt. Daman lofaði því þó erfitt væri að standast það, eftir að hafa gægst inn spurði hún hvort hún mætti ekki aðeins kíkja á einkasoninn á heimilinu og fékk góðfúslegt leyfi til þess. Hallaði hún sér þá vel yfir hjónarúmið þar sem var ofurlítil hrúga, sný mér svo að Ástu og segji "æi ég sé hann bara ekki!". Ásta springur þá úr hlátri og bendir á að ég hafi bara verið að kíkja á sængina þeirra, barnið liggji bara í rúminu sínu. Ég hló svo mikið að ég gleymdi dömuháttunum sem venjulega fylgja mér og meig næstum á mig á gólfinu. Smekklegt ekki satt???

Varð annars fyrir þeirri mjög svo óskemmtilegu lífsreynslu að eyðileggja buxurnar mínar, það er samt ennþá á huldu hvernig það´gerðist því ekki var það á þessu blessaða djammi. Nýjar buxurnar sem hafa lítið verið notaðar og sjaldan verið þvegnar þar sem ég hef aðeins verið stoltur eigandi þeirra í rúman mánuð fundst götóttar á rassinum í herberginu mínu seint í nótt/snemma í morgun. Áfallið var gríðarlegt þar sem ætlunin hafði verið að spóka sig í þeim á áramótunum. Eitthvað hljóta þær að vera gallaðar því svona ungar buxur slitna bara ekki á miðri rasskinn en ekkert í klofinu. Ég hef kannski bara verið svona dugleg að veifa rassinum en get samt ekki svarað því sjálf því ég ber minn eiginn afturenda sjaldan augum! En vonbrygðin voru það gífurleg að konan felldi nokkur tár og safnaði saltinu samviskusamlega saman á gleraugunum og var það notað í matargerðina í kvöld! En áður en af því varð var haldið í héraðið og fest kaup á rándýrum buxum, það dýrum að konan er ekki viss um að hún tími að nota þær einhverntímann. Nær væri að vefja þær bómul og setja í glerkassa því þær hljóta að vera handunnar úr gulli og gimsteinum!! En nóg um það, konan mikið mun fátækari en þeim mun meiri pæja svo hún hlýtur að hafa unnið eitthvað á þessu eða hvað?

Jæja, fréttir af djammgæðum buxnanna verð ég að færa ykkur þegar einhver reynsla verður komin á þær, en ef reynslan verður ekki góð veit ég ekki hvað ég geri við buxurnar margumtöluðu...

laugardagur, desember 25, 2004

...gærkvöldið var hrikalega vel heppnað. Góður matur, góðar gjafir og góðir gestir, gerist ekki betra. Hékk svo uppi og spjallaði við mömmu og pabba til að verða 2:30 þó ég hafi verið orðin alveg dauðþreytt um miðnætti. Það var bara eitthvað svo góð stemmning og þæginleg þreyta. Skreið svo upp í gamla góða rúmið mitt og hlustaði á vindinn. Náði að lesa kannski 6 síður í annari bókinni sem ég fékk en þá var ég orðin svo hrikalega rangeygð af þreytu að ég held ég sé með harðsperrur í augunum í dag af áreynslu! Frétti svo að það hafi verið hrikalega vont veður í nótt en ég varð ekkert vör við það, svaf eins og steinn og dreymdi vonandi eitthvað fallegt og skemmtilegt.

Svo var jólaboð hjá Lillu frænku og Gunnsa í dag en áður en það var hægt að fara þangað þurfti ég að fá mér ab-mjólk til að friða samviskuna og svo 3 kökusneiðar í eftirmorgunverð! :D Svo var bara hoppað í sparigallann og svo hlý föt yfir og arkað af stað niður í Lönguvitleysu til að borða ennþá meira og drekka heitt súkkulaði með! :)

Kvöldið hefur svo verið jafn rólegt og öll kvöldin síðan ég kom hingað. Bara sitið og spjallað og horft á kassann í rólegheitunum. En þessi rólegheit verða að fara að enda áður en fjölskyldan fer að halda að ég sé alvarlega veik eða dauðvona svo það er planað að djamma annaðkvöld eins og venjan er á annan í jólum hér í bæ. Jeij hú hlakka til en áður en það getur gerst þarf ég að borða graflax, kalkún og franska súkkulaðiköku. Ekki leiðinlegt það...

föstudagur, desember 24, 2004

...jæja þá eru alveg að koma jól. Amma Gústa var að renna í hlaðið og jólailmurinn farinn að læðast um húsið. Var að enda við að horfa á hina stórgóðu mynd Chockolat og hafði mikið gagn og gaman að, hló og grét og allt þar á milli. Hef ekki gert neitt af viti í dag enda ekki veirð þörf á því. Skrapp í jólagraut og eplaskífur til Gunnars Árna og Ágústu, þetta var gott eins og alltaf og engin vonbrygði þar. Ragga var svo ósvífin að fá möndluna þó ég væri búin að panta hana. Fannst ég eiga hana skilið þar sem ég hef ekki verið með þeim á jólunum síðan 2000. Ragga var nú samt svo góð að deila gjöfinni með okkur svo það er víst bannað að kvarta! :) Óli ga svo öllum smakk af tvíreyktu hangikjöti og það er bar ahreint út sagt himneskt!! Var að hugsa um að taka svolítinn Tomma og Jenna á það og skera lítinn bita og skilja hann eftir og taka lærið og éta það allt ein en það er víst ekki andi jólanna!

Annars eru jólakortin sem ég ætlaði að fá "lánuð" hjá mömmu ennþá ofan í poka óskrifuð en hver veit nema ég komi sjálfri mér og öðrum á óvart og sendi bara nýarskort. Þakka þeim sem sendu mér kort kærlega fyrir, það er satt sem sagt er, þau gleðja mikið! :)

Verð víst að fara að segja hæ við ömmu Gústu og koma mér svo í sturtu og í jóladressið.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir allt það gamla og góða...

fimmtudagur, desember 23, 2004

...jesús minn almáttugur hvað skatan var góð. Er alveg að springa úr seddu núna og býst við að nokkrir lítrar af vatni eigi eftir að renna ljúflega niður í kvöld. Annars hin besta Þorláksmessa, höfum sitið og spjallað og drukkið kaffi í allan dag og bara gert hluti sem maður þarf að gera alla aðra daga ársins líka. Sátum áðan og vorum hálf miður okkar yfir að vera ekki í neinu stressi og hafa ekkert að gera. Skondið, alltaf talað um að vera búin að öllu snemma og svo þegar það gerist er fólkið bara hálf eyrðarlaust!

Úff púff ég er að springa...
...Þorláksmessa í dag, amma Bogga hefði átt afmæli, jólaskapið lætur ennþá bíða eftir sér. Er búin að vera lasin síðan ég kom heim en hef samt harkað af mér og skúrað og þvegið og þrifið. Mamma mjög ánægð með mig og ég sagði henni að njóta þess því hver veit hvenær þetta ego af mér birtist aftur! Ætlaði að fara á kvöld unga fólksins á Öldunni í gær. Var sæmilega hress þangað til ég fór í sturtu, slappleikinn beið undir skítnum svo ég var bara heima með mömmu og pabba og slappaði af og spjallaði við þau. Var líka svo heppin að fá tvö glös af TiaMaria kaffi, rommrúsínuís og Nóakonfekt, bölvað sukk alltaf hreint!!

Annars er búið að gera allt hérna nema svona smá smotterí eins og að pakka inn örfáum gjöfum og skipta um eina ljósaperu. Svo er bara skatan í kvöld og mmmmm mmmm mmmm mmmm hvað ég hlakka til. Hef ekki smakkað svoleiðis góðgæti í 3 ár, fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

Núna meiga jólin alveg koma en ég yrði hæstánægð ef jólaskapið mitt mundi mæta í bæinn áður en þau renna í garð...

þriðjudagur, desember 21, 2004

...ég er komin heim í heiðardalinn, ég er komin heim með slitna skó...fallalalala osfrv.
Mætti í fjörðinn fagra í gærmorgun og var strax sett í skítverkin, tja eða ég bauðst nú til að ryksuga þar sem mér fannst ekki við hæfi að sitja og gera ekkert meðan mamma var uppi um allt að þurrka úr hillum í tölvuherberginu. Snérumst svo út um allt allan daginn og skreyttum svo jólatréið um kvöldið en ég bara kemst ekki í jólaskapið. Ég bara skil þetta ekki. Tékkaði aðeins á jólaljósunum í bænum og þau eru flott og mörg að vanda en ekki kom jólaskapið. Pakkaði inn nokkrum gjöfum en ekki kom jólaskapið. Spilaði endalaust af jólalögum en ekki kom jólaskapið. Er hægt að panta jólaskap á netinu?? Er samt glöð að vera komin heim, æðislegt að hitta fólkið mitt og borða heimilismat. Pantaði einmitt kjötfarsbollur í gær en endaði svo á að elda þær bara sjálf. Bollur, kartöflur, soðið hvítkál og laukfeiti, þetta gat bara ekki klikkað. Mér líður ennþá vel í maganum síðan í gær! :)

Lýsi hér með eftir jólaskapinu mínu. Finnandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við mig sem fyrst...

mánudagur, desember 20, 2004

...djammið í gær var hroðalega skemmtilegt, kom heim rétt rúmlega 7 og búin að dansa af mér fæturnar á 22! :) Gummi kom við í dag og skilaði mér visa-kortinu mína. Fínt að fá það aftur þó ég ætli nú ekki að fara að nota það neitt að ráði. Ég er að myndast við að pakka niður, er að fara til Seyðisfjarðar eftir tæpa 5 tíma. Þetta er bara svo mikið af dóti að ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu öllu fyrir. En sem betur fer kemur nú ekki allt til baka aftur. Nokkrar jólagjafir og eitt stykki ferðatæki með geislaspilara sem ég ætla að lána mömmu og pabba. Geislaspilarinn þeirra er nefnilega bilaður, ekki gaman að því. Er að henda tónlist inn í tölvuna svo ég hafi eitthvað að hlusta á um jólin og þá er bara að muna eftir að hlusta á hana, ég er voðalega gleymin stundum!

Úff nenni ekki að leggja lokahönd á niðurpakkið en verð víst að drífa það af. Er svo að hugsa um að vera rosalega villt á morgun og taka leigubíl á flugvöllinn. Ætlaði að taka strætó en held ég nenni því ekki fyrst ég er ekki sofnuð ennþá. Get þá sofið ca klukkutíma lengur! Jeiiijjjjjjj.

Jæja þá er Duran Duran komin á fullt í tölvunni og ég get bráðum skriðið í bólið. Hvort ég sofna verður svo bara að koma í ljós...

laugardagur, desember 18, 2004

...getur einhver sagt mér afhverju ég sit hérna og blogga og skoða eitthvað rugl á netinu þegar ég á að vera í sturtu og að gera mig sætari fyrir kvöldið? Er að fara í lítið partý á eftir og er ekki að koma mér af stað í þessi "skemmtilegu" verkefni sem því fylgja. Var að Kringlast áðan og keypti bara nauðsynjar aldrei þessu vant. Hefur ekki gerst oft í þessum desember mánuði að ég hafi keypt eitthvað sem ég hef þurft og vantað. Var samt svekt að kaupa kremdollu á 1800 og eitthvað krónur en þetta vildi ég víst því mér finnst þetta gott krem...urg á verðlagið!

Fór í Hagkaup áðan og ætlaði að kaupa mér eitthvað smotterí til að eiga þegar ég kom heim. Sú hugmynd breyttist um leið og ég fattaði að það er laugardagur og allt nammi á nammibarnum á hálfvirði. Ég hoppaði í hálfhring og mokaði lakkrís með súkkulaði og þrist og allskonar gúmmelaði í poka. Ath. vantar stærri poka... ;) Núna er ég að gúffa í mig svo ég verði örugglega útblásin og sexy í kvöld! Hahahaha

Well, verð víst að fara að hafa mig til og setja upp andlitið og allt það. Svo geri ég uppáhaldið mitt, það er að fara uppstríluð í strætó...vúúúúhúúú...

Ps. eru núðlur og djúpsteiktar rækjur á Rikki Chan betri morgunverður en Cadburys súkkulaði?

föstudagur, desember 17, 2004

...jejjjj húúú náði að sofa vel í nótt, vaknaði samt oft en dreymdi amk vel og líður vel núna! :) Það var samt aðeins til að skyggja á gleðina að vakna við brunabjölluna klukkan 7:30 í morgun en ég tók nettan ME fíling á þetta og lá bara í rúminu og hlustaði á ómþýðan hljóm bjöllunar. En þegar hún hætti ekkert að hringja varð daman smá stressuð og fór að hugsa um að henda verðmætum í bakpoka og koma sér út. Það var samt of mikið bras þannig að hún tékkaði á hvað hinir íbúarnir voru að gera, heyrði ekki í neinum hurðum, kíkti fram og allt í afslöppun þar. Svo slökknaði á blessaðri bjöllunni og kominn tími til að kúra sig aftur til rúmlega 10! :)

Annars góður dagur í gær, þvælingur og rosalegt át með Dönu og svo heimsókn til Heiðu. Var næstum farin á körfuboltaleik með henni og þeir sem þekkja mig hljóta að halda að ég hafi verið veik. Þeim til huggunar varð ég hálf slöpp rétt eftir þessa tilhugsun og lét Heiðu dröslast með mig heim í allri umferðinni. Leið bara ömurlega, illt í hausunum og herðunum og hitatilfinning og ég veit ekki hvað og hvað. Er fín núna, hafa sennilega bara verið þreytuveikindi ef þið fattið hvað ég meina!

Er ekki Cadburys súkkulaði rosalega góður og næringaríkur morgunverður sem er uppfullur af járni og trefjum???

fimmtudagur, desember 16, 2004

...þoli ekki þegar einhver ósvífinn meðleigjandi minn fer að þvo þegar ég er búin að plana að þvo. Finnst að reglan ætti að vera sú að fólk verði að spurja mig hvort ég ætli að þvo áður en það setur í vél! Gleymdi að byrja að þvo klukkan 6 í morgun eins og ég ætlaði mér. Þarf líka að taka aðeins til en það er bara gert fyrir samviskuna því það sést enginn munur því herbergið er ennþá fullt af pappakössum og verður það fram yfir jól.

Tókst annars að sofa í gær, var orðin svo þreytt að ég var næstum farin að grenja, ég lofa að það komu samt smá tár. Svaf svo frá um 14:30 til að verða 23:30 og tékkaði aðeins á kassanum og lá svo í hálfgerðu móki til klukkan 4. Hafði mjög gott af þessu en svaf samt ekki nógu vel. Dreymdi illa og vaknaði oft og þegar ég var í mókinu var ég auðvitað ekki alveg sofandi!

Dreymir reyndar mikið um dauðann þessa dagana. Hvað ætli það merki? Dreymdi um daginn að ég bjó í eldgamla kaupfélaginu og Gústi dó. Ég fór með hann inn í stofu þar sem gólfið var þakið strandsandi. Ég gróf hann við vegginn þannig að ég lagði hann bara þar og mokaði sandi yfir hann. Það var önnur gröf þarna líka en ég man ekki hver átti hana en ég man að mér fannst bæði mjög eðlilegt og mjög óhugnalegt að hafa þessar grafir í stofunni.

Nóttina eftir dreymdi mig að Daníel frændi minn væri dáinn og allir voru hissa því hann hafði verið svo stórt barn og núna í nótt var mig að dreyma einhvern hræðilegan dauðadraum sem ég flýtti mér því miður að gleyma. Var samt mjög brugðið þegar ég vaknaði.

Kannski ekkert skrítið að ég sofi lítið og illa...

miðvikudagur, desember 15, 2004

...held að annað hvort tölvan mín góða eða internetið hafi smitast af þreyttunni sem hrjáir mig. Amk hefur netið verið seigt sem lím síðasta hálftímann. Verra er samt að ég get ekki sofið!! Gat ekki heldur sofið síðustu nótt, sofnaði um 6:30 og svaf illa til 13 þe alltaf að vakna og vondir draumar. Var svo dauðþreytt í allan dag en hef ekkert getað sofið í nótt. Dundaði mér þess ístað að moka gömlu myndunum okkar Gumma inn í tölvuna, auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að hafa þær allar þar, en hvað um það! Nú er bara að moka inn slatta af tónlist áður en ég held austur í sæluna.

Á einhver svefntöflu áður en ég fer yfir um??? Ég þarf að sofa en get það ekki almennilega! Er orðin fölari en gott þykir og lít bara almennt illa út og er ekkert sérstaklega sátt við það. Langar bara að SOFA vel og hæfilega lengi og á almennum svefntíma. Mig langar mest til að grenja núna úr þreytu en er samt ekki þreytt. Get ekki skilgreint þetta neitt frekar en að þreytan er gífurleg en svefnleysið næstum algjört. Hef frétt að vín láti fólk sem er yfirspennt oft slappa það vel af að það geti sofið, ætti kannski að tékka á því. Á nokkra bjóra í ísskápnum, drekk kannski einn og bursta svo tennurnar og reyni að sofa!!! Óóóóó svefninn yndislegi hvar ertu??? Það er annað hvort í ökla eða eyra, 15 tímar eða næstum enginn...

...zzzzZZZZZzzzzZZZZzzzzzzzZZZZZZZZzzzzzzzzz...

þriðjudagur, desember 14, 2004

...daman ekki ennþá farin að sofa en það er svo sem ekkert óvanalegt að hún vaki lengi. Hef löglega afsökun núna því móðir mín sendi mér sms áðan og spurði hvort ég væri vakandi. Hún hringdi svo og við töluðum og þögðum í örugglega 2 tíma. Vorum að skoða myndir og svona hitt og þetta, yndisleg þessi tækni! :) Annars ágætt að hún hringdi, hefði annars lagt leið mína í 10-11 að kaupa einhvern óþarfa sökum hungurs. En eftir símtalið langa ákvað ég að fá mér Cocoa Puffsið sem ég keypti mér þegar ég var veik fyrir mánuði síðan. Gott að eiga svona gúmmelaði til að grípa í annað slagið!! :)

Fór í kaffi til Gyðu áðan en fékk ekkert kaffi, fékk reyndar ekkert nema vatnsglas og svo mandarínurnar sem ég kom sjálf með! Já svona hugsar hún um litlu frænku!!! Frétti reyndar frá Gunna að hann hefði hálf saknað mín á föstudaginn þegar ég tróð mér ekki í heimsókn til að horfa á Idol. Ákvað að vera góð litla frænka og vera ekki uppáþrengjandi en eftir þessar fréttir tilkynnti ég auðvitað komu mína næsta föstudag! :D Tók svo þá góðu ákvörðun að labba heim í góðaveðrinu og var komin hálfa leið heim þegar það stoppaði bíll og það var öskrað á mig. Þetta var Börkur sem hafði verið á leiðinni heim til sín er varð sennilega svo mikið um að sjá mig á tveimur jafnfljótum að hann snarsnéri við og skutlaði mér heim. Sátum svo hérna fyrir utan og spjölluðum í um 45 mínútur. Hefði auðvitað verið alveg ónýtt að bjóða honum inn enda herbergið ekki alveg í ástandi fyrir gesti akkúrat núna *roðn*!

Var annars að skoða gamlar myndir frá Skövde og það var bara gaman. Margar minningar sem streymdu fram og ég brosti í laumi annað slagið. Kannski ég eigi eftir að kíkja við þarna einhverntímann og tja kannski bara ekki, hver veit?!?!?! Vonast nú samt til að hitta eitthvað af þessu liði við tækifæri! :) Annars er minningin um Svíþjóð að dofna en hún hverfur ekkert, ég mun fara þangað aftur og helst til að búa og læra en ætla samt að reyna að byrja á heimsókn í vor...

mánudagur, desember 13, 2004

...alltaf gaman að blogga alveg rallhálf, ekki misskilja ég er alveg eins edrú núna og hægt er að vera eftir þvílíka sukkhelgi. Vaknaði við símtal um klukkan 14 í dag þar sem því var logið að mér að klukkan væri orðin 17. Mér alveg dauðbrá og var alveg rugluð og skildi ekki afhverju ég heyrði bara þýsku. Þá var kveikt á sjónvarpinu og verið að endurtaka þáttinn um einkaritara Hitlers, ætlaði að horfa á hann um daginn en gleymdi því. Var svo ekki alveg í stuði til að þurfa að lesa texta í dag svo ég svissaði yfir á popptíví. Var mjög fegin þegar ég heyrði sannleikann um tímann, fannst eins og dagurinn væri þá ekki alveg ónýtur. Var mjög rám og vafasöm í símann og var viss um að verða þunn en nei nei nei um leið og ég var komin á fætur fann ég hvað ég var rosalega hress. Ákvað samt að kúra mig aftur eftir að gesturinn var farinn aftur, stoppaði nú bara í 5 mín svo ekki var þetta löng vaka! :) Hef svo legið í rúminu í allt kvöld og horft á kassann og borðað pizzuna sem ég pantaði í morgun, hafði ekki snert á henni en kláraði brauðstangirnar strax! :) Tékkaði svo á Goodfellas á Skjá 1, hafði ekki séð hana og varð ekki fyrir vonbrygðum, mjög góð mynd og akkúrat í tempóinu sem minn þreytti heili þurfti á að halda.

Ætla að hanga aðeins og borða meira og reyna svo að sofa eitthvað. Þarf að fara að klára þessi blessuðu jólagjafakaup og þá er best að vera vel upplögð...

sunnudagur, desember 12, 2004

...jeij var að panta huges pizzu með pepperoní og sveppum og auðvitað brauðstangirnar frægu!! Nú er bara að halda sér vaknadi þangað til gúmmelaðið mætir í hlaðið...gæti orðið aðeins erfiðara...dúdúrúúúú já já já já já...nammi namm *slurp og slef*...
...*hrumpf* var að koma heim af djamminu hinu eilífa. Bara búið að vera gaman, dansaði eins og óð manneskja. Það var strákur utan í mér allt kvöldi sem var ekkert leiðinlegt! En ég ákvað að fara heim og hann vildi vera samferða. Ég sagði að það væri ok og lét hann svo bara fara út þar sem hann sagðist eiga heima, langaði ekkert með honum heima enda er ég hrifin af öðrum strák. Leigubílstjórakonunni fannst þetta svo fyndið og hrósaði mér í hástert. Jú jú það kemur fyrir að þessi kona taki réttar ákvarðanir!! :D Jeij hú...annars hittum við Díönnu Ómel (það eru sko 2 n) og hún gerði okkur allar sætar á no time. Undarlegt hvernig við konurnar erum nú til dags því við vorum allar búnar að horfa á hana með öfundaraugum á dansgólfinu áður en við föttuðum hver hún var. Hún geðveikt flott miðað við minn staðal var ekki einu sinni ánægð með sig!! Hvert er heimurinn að fara??? Nú er mál að hætta að bera sig saman við aðrar konur því þetta gengur ekki, ég er grönn en ég verð aldrei karlmannlega vaxin...sjálfið er bara flott og fínt, muna það...

Jæja tími á cocoa puffs, tíví og svefn svo ég verði ekki þunn þegar ég nenni að vakna á morgun...hej så länge...

föstudagur, desember 10, 2004

...hmmmm er blogviðmótið hjá öðrum en mér skrifað með einhverjum kínverskum táknum???

Svosem lítið gerst undanfarið, hef verið ákaflega dugleg við að tala í símann og á msn-inu. Ágætt fyrir þá sem nenna ekki að fara út! Brölti samt alla leiðina í Smáralindina í gær til að ná í bolina sem ég mátaði á mánudaginn. Gleymdi sko debetkortinu í úlpunni minni þegar ég fór að leigja video og kaupa pizzu á sunnudaginn - bölvað vesen! Það var mikið og strangt ferðalag og óska ég ekki eftir að endurtaka það á næstunni. Ég var eins og Gunna úr sveitinni sem hefur aldrei séð strætó áður og svo var strætó seinn og ákvað að stoppa í 10 mínútur í Mjóddinni og ég veit ekki hvað og hvað. Var amk um klukkutíma héðan og í Smáralindina frægu. Ferðin heim var mun styttri og gekk eins og smurð enda var ég þá orðin borgar-Gunna með poka frá Topshop.

Labbaði heim úr Breiðholtinu á mánudagsnóttina. Það var bara gaman og hressandi og var ég um klukkustund að því, hefði verið fjótari ef ég hefði ekki tekið vitlausa beygju. Er vön að láta ódýra einkabílstjórann á gula stóra bílnum með þremur topplúgum sjá um þetta fyrir mig. Var eins og versti róni að labba á gaddfreðnum umferðareyjum í leit að gangstígum, fólkið sem keyrði fram hjá mér hefur örugglega hugsað blendnar hugsanir til mín. Annarsvegar "aumingja ógæfu stúlkan að vera blindfull að labba úr Breiðholtinu á mánudagsnótt" og hins vegar "helvítis aumingjar sem eru fullir á mánudegi". Amk leið mér eins og fólk hugsaði þetta þegar ég spígsporaði þarna í mikilli leit af gönguleið heim svo ég þyrfti ekki að labba á götunni. Annars bara gaman og ég mun endurtaka þetta aftur við fyrsta tækifæri, jafnast ekkert á við smá harðsperrur í rassinn og að sjá húsið sem hann Palli í Englum alheimsins átti heima í. Jebbs rakst á það sem var bara gaman því ég var að horfa á myndina á sunnudaginn og fannst hún mjög góð og hún snart mig mjög mikið.

Allaveganna...hvað á að gera annað kvöld?? Idol og svona en hvað svo?? Mig langar amk að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt og spennandi svona til tilbreytingar, lifi svo leiðinlegu og tilbreytingarlausu lífi núna hehehehehe...

mánudagur, desember 06, 2004

...sjitt hvað þetta var góð helgi!! :) Idol-eldamennska og Idol-partý hjá Gunna á föstudaginn og svo djamm fram á morgun þar sem sumir voru aðeins vafasamari en aðrir, nefni engin nöfn. Sofið og legið í leti á laugardeginum en svo tók ég mig saman í andlitinu og gerði mig partýklára á innan við hálftíma og skellti mér í gítarteiti og svo á Gaukinn að hlusta á Buff - gleymdi víst alveg að dansa!! Má samt víst ekki gleyma að nefna það að Hlöllabátar björguðu lífi mínu því svo mikill var ákafinn í að komast í partý að það gleymist að borða eitthvað hollt og gott. Sunnudagur, þreyttur en góður, video, pizza og popp klikkar aldrei og svo frekar snemma að sofa miðað við aldur og fyrri störf.

Já svo er konan bara vöknuð og það fyrir allar aldir, amk ef miðað er við Sirrýskantíma! Ætla að ath hvort ég geti ekki truflað Dönu eitthvað í dag, vill nú alls ekki að hún læri yfir sig stelpan, svona er ég nú hugulsöm vinkona!!

Mmmmmm pizza og brauðstangir í morgunmat og ostapopp í eftirmorgunmat, þetta getur ekki klikkað! Er að hugsa um að gerast ennþá villtari og fá mér appelsín með...

föstudagur, desember 03, 2004

...góður en þreyttur dagur að baki. Hef lítið getað sofið síðustu 2 nætur, ekki spurja afhverju því ég er dauðþreytt - kannski of þreytt?? Pabbi hringdi og vakti mig í hádeginu sem var ágætt því ég hafði ætlað að vakna klukkan 11. Lá svo í rúminu og skipulagði daginn og datt í draumalandið til skiptis þegar Gústi hringdi og bauð mér í heimsókn. Snérist aðeins með honum og fór svo upp í Grafarvog og hitti Sindra Róbert í fyrsta skiptið. Ji minn hvað hann er mikið krútt, algjört yndi sem brosti breitt til Sirrýjar "frænku" enda ekki á hverjum degi sem hann hittir föðursystur sína! ;) Ég sat hjá Gústa og Asiu heillengi og þambaði kaffi, æltaði svo að fara að haska mér heim þegar mér var boðið í mat. Aldrei leiðinlegt að vera boðið í mat, svo ég ákvað að fresta samlokunni með skinku og osti, hitaða júmbóstyle í poka í örbylgjunni og fékk stroganoff og alvöru kartöflumús...namm namm!! :)

Á morgun er svo Idol og er ég búin að redda mér stað til að horfa á það. Blikkaði Nedda frænda aðeins, sem er aldrei erfitt ;), og við ætlum að elda saman og glápa svo á sönginn. Svo er kannski planið að þamba nokkra bjóra og kíkja í bæinn en samt ekkert ákveðið. En miðað við partýfílinginn sem ég er í núna verður voða game á morgun! :)

Núna er bara að vaka í ca klukkutíma í viðbót svo ég geti tekið út úr þvottavélinni fyrir svefninn. Vona að ég geti sofið almennilega í nótt, þarf svo á því að halda...

miðvikudagur, desember 01, 2004

...alkul virðist vera á Bretlandseyjum núna amk ef ég miða við útsendingarnar hjá bbc2 og bbcNews hjá mér. Allt bara frosið, greyið stelpan starir á stærðfræðidæmið á töflunni eins og hún hafi aldrei séð tölustafi áður og einhver pólitíkus stendur niðurnjörvaður við ræðupúlt og kemur ekki upp orði!

Hef ekki ennþá getað sofnað og ákvað þess vegna fyrir um hálftíma að setja í þvottavél. Varð syfjuð um leið og ég labbaði inn í herbergi og þarf núna að pína mig til að vaka til svona sjö. Ætlaði að stytta mér stundir yfir bráðskemmtilegu barnaefni á bbc2 en nei nei nei og ég sem var orðin frekar spennt að sjá hvert eyjan hans Nóa væri komin og hvað væri að gerast í valdabaráttunni í The Silver Brumby.

Mikið tek ég alltaf góðar ákvarðanir...zzzzZZZZZZzzzzZZZZzzzzzzz...

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

...endalaus leti er þetta!!! Sit hérna á náttfötunum og er að reyna að finna auka kraft svo ég moki mér upp úr stólnum, í fötin og út í BT að kaupa loftnetssnúru svo ég geti haldið áfram að liggja í leti yfir video-inu í staðinn fyrir tölvunni! Það var einhver eða eitthvað sem ofsótti mig í nótt svo ég svaf alveg hrikalega illa. Var alltaf að vakna og bylta mér með náladofa í hnéinu og ég veit ekki hvað og hvað. Hef aldrei áður fengið náladofa í hnéið og það var eiginlega ekkert sérstaklega gaman og ég óska ekki eftir að fá svoleiðis aftur í bráð!

En lífið fyrir utan þessa fjóra veggi bíður mín, BT bíður spennt og allir ökuníðingarnir á Grensásveginum geta farið að passa sig á að stoppa ekki á grænum karli því ég er á leiðinni út...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

...kippan stendur á gólfinu við ísskápinn og hérna sit ég á náttfötunum og er sátt við það. Ákvað að það væri ágætt að slappa örlítið af í djamminu. Þarf að læra slatta á morgun svo það verður ekkert verra að vera sæmilega hress. Sló hraðamet í gær þegar ég tók strætó í Kringluna, verslaði og fór í ríkið og heim aftur, í sturtu, setti upp andlitið og í djammgallann, upp í strætó og í Idol-partý allt á 2 tímum. Þar af fór örugglega rúmur hálftími í strætóbið og ferðir og slatta tími fór í að máta boli og peysur í Kringlunni góðu. Ákvað að kaupa mér peysu sem mig er búið að langa í lengi og það var akkúrart 1 eftir og í minni stærð svo ég áleit þetta tákn að ofan. Keypti líka bol fyrir afganginn af gallabuxnapeningnum frá ömmu! :) Mjög sátt við þetta!!

Ætla að fá mér eitthvað í gogginn og kúra mig svo uppi í rúmi og glápa á kassann eða lesa. Æ hvað það er yndislegt að vera bara að slappa af!! :) Geri svo vonandi eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi á morgun svona amk þegar ég tek pásu frá sálfræðinni og sögunni...

föstudagur, nóvember 26, 2004

...lít ég barnalegar út en venjulega? Var spurð um skírteini á djamminu síðustu helgi í fyrsta skipti í langan tíma. Kannski komin tími á það því daman var farin að halda að hún væri loksins orðin fullorðinsleg. En maðurinn sem seldi mér strætómiða um daginn kórónaði þetta alveg, hérna er ca samtalið sem ég átti við þennan mann:
Atriðið gerist við sjoppuna á Hlemmi því það var það áliðið kvölds að miðasalan var löngu lokuð.

Ég: Selur þú strætómiða?
Hann: Já
Ég: Ég ætla að fá miða.
Hann: Hvernig miða?
Ég: Ömmm venjulega strætómiða!
Hann: Hvernig venjulega strætómiða?
Ég: Svona venjulega miða, svona fullorðins!!!
Hann: Já ok ég ætlaði að hjálpa þér að spara aðeins.
Ég: Sko er orðin fullorðin og svo er ég að kaupa þá fyrir mömmu og pabba og held að unglingamiðar gangi ekki fyrir þau! :S
Hann: Já þannig hahahahaha hohohohohohohoho hehehehehehehe ahahahahahaha

Við tökum eftir að securitasvörður stendur við hlið sjoppunnar.

Securitas gaurinn: Hahahahaha hehehehehehe hohohohohoho

Ég: Takk fyrir
(Hleyp og næ strætó á síðustu stundu) Hugs: *Er ég svona ungleg?? Unglingamiðar eru fyrir 12-18 ára!! Er það brunasárið á hökunni eða verð ég að fara að gera eitthvað í sambandi við þetta?? Er hægt að fara í gamlingju svipað og yngingu??? Eru það fötin? Er það hárið? Hvað er að mér????

Þessi maður hefur nánast aleinn (örlítið studdur af securitasgaurnum) grafið undan sjálfsmati mínu!!!! Hvar er næsta rækt?? Ef ég lít út eins og sterapumpað vöðvafjall þorir fólk kannski ekki að koma með svona komment á mig! En ég ábyrgist að ef ég hefði verið á brókinni með hauspoka hefði hann haldið að ég væri 45 ára 3 bara móðir með góð læri miðað við aðstæður!! Appelínuhúð *hrollur* þarf ég að segja meira??

Ég er blendingur, með andlit unglings og læri 3 barna móður. Bíð bara eftir bingóvöðvum og augnbrúnasigi! Gerist það betra...

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

...óheppni mín á sér engin takmörk!! Fór út að borða með foreldrunum á sunnudaginn. Pantaði mér dýrindis sjávarréttapizzu og bætti á hana tómötum og ólívum *nammi namm*. En þessi pizza var ekki alveg tilbúin að gefast upp fyrir mér baráttulaust. Ég skar mér þessa líka fínu sneið af henni, sökkti hrossatönnunum í hana og svo bara ááááááááááááá ææææææææ óóóóóóóóóóóóó þetta er svo sárt!!!!!! Spítti út úr sér pizzubitanum og logsveið í hökuna...osturinn hafði ekki slitnað frá og dróst allur af sneiðinni og á hökuna á mér. Ég greip kókflöskuna hans pabba og reyndi að kæla hökuna en þegar kuldinn var horfinn úr henni var það kolsýruvatnsflaskan mín sem tók við. Eftir mikla kælingu og endalausan sviða sat ég eftir með brunasár og blöðru á hökunni sem lítur alls ekki vel út!!! En pizzan fékk makleg málagjöld, hún var étin og ég naut þess út í fingurgóma! Hahahahahahahaha *gott á þig ljóta pizza hlátur*.

Hvað segir þetta okkur? Það er stórhættulegt að borða...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

...í strætó í gær var maður sem var eins og afkvæmi Lou Diamond Phillips (Labambagaurinn) og Moe barþjónn úr The Simpssons. Ég gar varla hætt að horfa á hann, þetta var of skrítið og hann bara í númer 111 að rúnta um Breiðholtið *uss uss uss*.

Helgina var skemmtilega vafasöm!! Sumir vita um hvað ég er að tala aðrir ekki og það er bara ágætt. Var amk alveg óstjórnlega haugadrukkin, dansaði alveg helling og veit ekki alveg hvenær ég fór heim. Fór á Select til Klemensar og hann er búinn að stríða mér endalaust mikið en nóg um það amk í bili...

Svo þurfti daman að fara í Smáralindina að hitta foreldrana og var sennilega ennþá drukkin þegar hún lagði af stað en þynnkan helltist yfir hana fljótlega og þetta er ekki besti þynnkustaðurinn sko.

Hmmm reyndar eru öll bloggin mín orðin frekar vafasöm en whatever...ég er ung og elska að djamma!!! Frétti það reyndar um daginn að ég hefði ekki áhuga á að eiga djammara fyrir kærasta svo það er best að fara eftir því...

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

...Pirrrrrr veðurspáin á mbl segir að það sé -10 stiga frost pirrrrrr. Eins gott að ég fór í Hagkaup í gær og keypti mér þykkar sokkabuxur til að vera í. Skellti mér í þær áðan og er núna miklu betur undir það búin líkamlega að fara út. Þá er bara að peppa andlegu hliðina upp. Dana og Sverrir eru að koma og við erum að fara að ná í dótið okkar niður á Eimskip. Það verður ágætt að fá dótið en hvar á ég að hafa það? Verð að troða því hingað inn til mín til að byrja með! Iss það hlýtur að reddast, hlakka samt ekki til að bera það upp tröppurnar!!

Skrapp annars niður í Hreyfingu í gær og fékk mér 6 daga ókeypis prufu tíma. Var búin að vera á leiðinni mjög lengi en alltaf búin að vera veik. Er reyndar með hrikalega hálsbólgu núna en ég bara verð að fara að hreyfa mig. Finn hvernig líkaminn linast með hverjum deginum og það er ekkert hroðalega gaman. Nú er bara að hlaupa af sér bumbuna svo ég komist í flottu gallabuxurnar mínar aftur. Frekar svekkjandi sko, notaði þær í allt sumar og svo krass búmm bang og í Rvk kemst ég ekki í þær!!! Er ekki bara meiri loftþrýstingur hérna svo ég pressast niður og er þar af leiðandi aðeins feitari?? Jú það er ég viss um!!!

Eftir að ég er búin að ná í dótið verð ég að fara í Kringluna og kaupa afmælisgjöf handa Ingu Hrefnu og buxur handa sjálfri mér og svo er ræktin. Bara nóg að gera í dag en ég verð að viðurkenna að ég dauð kvíði fyrir að fara í þetta fyrsta skipti í ræktina en svo verður þetta ekkert mál.

Jæja til hamingju með árin 23 Inga mín og hlakka til að sjá þig í kvöld, ég lofa að koma með dósaopnara handa þér!!! ;)

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

...ég fékk ósk mína uppfyllta í gær og fékk fullt af núðlum, djúpsteiktum rækjum og hrísgrjónum í kvöldmat. Það var hann Neddi frændi sem tók svo vel í asískan mat að hann bauð upp á hann ef ég pantaði. Mér fannst það alls ekki slæmur díll! En ég er svo skemmtilegur matargestur að þegar við vorum búin að hrægammast yfir matnum þá lagðist ég upp í sófa og sofnaði og svaf þar til klukkan 9 í morgun. Opnaði reyndar augun aðeins til að segja hæ við Gyðu þegar hún kom úr vinnunni og færði mig svo í stærri sófan ca klukkan 5 í nótt. Ég rotaðist svo að ég vakanði ekki við símann og gat varla svarað ef það var talað við mig. Endemis þreyta og slen er þetta eiginlega?? Helvítis flensur sem eru að ganga og svo er auðvitað svo mikið að gera *hóst hóst* að ég hef ekki tíma til að vera heima og jafna mig alveg! En hver hefur tíma, nennu eða löngun til að liggja aleinn heima í rúma viku, hitta ekki sálu og vera nær hungurmorða?? Ekki ég að minnsta kosti!

Var svo samferða Gyðu í morgun en hún var á leiðinni í brunch, heppna heppna. Undarleg tilfinning að hafa sofið í fötunum, mæta út á meðal manna ótannburstuð, mygluð, ógreiddari en venjulega og ógeðsleg en hafa samt ekki verið að gera neitt af sér kvöldið áður! Nema það að ráðast á kínamatinn eins og ég hafi aldrei séð mat áður teljist með!

Mig langar aftur í núðlur, skil ekki hvað er í gangi...

mánudagur, nóvember 15, 2004

...mig langar alltaf svo í eitthvað ómorgunmatslegt í morgunmat. Um daginn var ég að deyja úr hamborgaraleysi með beikoni elsnemma um morgun og í dag eru það ekta kínastaða núðlur sem ég þrái heitar en nokkuð annað!!

Eldaði mér pasta í pakka eldsnemma í morgun og þá meina ég um 5 leytið. Það var vægast sagt undarlegt á bragðið, frekar salt og eiginlega á mörknum að vera ætt en ég slarfaði ca helmingnum í mig og þá var ég orðin pakksödd og frekar ómótt af ógeðisbragði. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir magafyllingu!

Langar ekki einhverjum að koma út að borða...núðlur...já...í dag...ha???

sunnudagur, nóvember 14, 2004

...já það var bara gaman í gær! Við Alda og Heiða sátum, stóðum og lágum hérna og spjölluðum og drukkum og drukkum og drukkum áður en við tókum taxa í bæinn með sköllótta manninum. Hann fékk að heyra það þónokkuð oft á leiðinni að einni í bílnum finnast sköllóttir menn miklu flottari og meira sexy en menn með sítt, klepra hár hahahaha!! :D Ég sagði liggja hérna fyrir ofan því Öldu tókst að hella niður bjór þegar við vorum alveg að fara út. Ég sá það og ætlaði að stökkva inn á baðherbergi til að ná í tusku. Tók mið af bjórum á gólfinu og voppla ég hoppaði beint í bjórinn og rann á hausinn. Það þurfti næstum ekkert að þurrka upp eftir að ég hafi legið þarna bjargarlaus og velt mér í bjórum dágóða stund. Ég var öll blaut af bjór en hverjum var ekki sama?? Ekki eins og það væri hvort eð er ekki áfengisfnykur af okkur!! Við hlógum svo mikið af mér að ég ætlaði ekki að meika að standa aftur en sumir hefðu átt að hlægja aðeins minna. Hvernig fer maður nefnilega að því að sitja í stól og spjalla og liggja svo allt í einu á gólfinu með stólinn á hliðinni??? Það er örugglega bara met í dúbíus athæfi hahahaha, skil bara ekki hvernig það gerðist en það e amk allt í lagi með fæturnar á stólnum svo ég hallast að því að stúlkan í stólnum hafi verið orðin ansi vafasöm sökum drykkju!! :)

Svo var bara djamm djamm og djamm fram á morgun, Klemens hitti okkur og það er alltaf gaman. Svo var bjór og bjór og dans og dans og bjór og spjall og...já þið náið þessu er það ekki? En hvað er það með að allir staðirnir loki bara um hálf 7 á morgnanna einmitt þegar ég er komin í mesta stuðið??? Konan varð frekar pirruð en jafnaði sig furðu fljótt!! Hahaha varð álíka pirruð yfir lokun skemmtistaða í morgun og ég var yfir lokun pizzastaða hérna fyrir viku eða tveim!! Þarf fólk virkilega að sofa? Er ekki nóg af fólki sem nennir að baka pizzur og bera glös svo ég geti haft það nice á djamminu???

Já svariði nú...
...jæja eru ekki allir á leiðinni á djammið??? Hér er úber súper mega stuð og á eftir að verða meira, bara meira og meira og meira og meira!!! Aaaahhhhhh hvað bjór er góður og ekki vera að senda senda mér sms þegar ég er að djamma með vinum mínum, já hlustaðu á mig!!!! Say it, don't spray it sko!!! Ha?

Rrrrrrrrrrrrrrrooooooooooooooooookkkkkkkkkkkkkkkkkk...

laugardagur, nóvember 13, 2004

...held að konan sé hálf full ennþá amk er allt eitthvað svo fyndið sem hún sjálf segir og gerir en það er bara gaman!! :)

Annars voru alltaf allir jafn hissa í gær þegar ég sagði já við afritunum til að setja í bókhaldið. Fólk hló að mér og sagði "hahahaha já bókhaldið". Konan svaraði um hæl "já bókhaldið!! Er búin að setja það svo fínt upp í excel!" Ekki vildu undarlega kærulausir íslenskir djammarar heldur trúa því! "Jájá þú í excel, hahahahaha, bókhald, endemisrugl er það!!" Held að þetta fólk vilji bara ekki vita hvað það eyðir miklu í djamm og sukkmat en þessi kona vill hafa þetta allt svart á hvítu svo að samviksubitið geti nagað hana þar til hún hellir í sig næstu kippu af bjór.

Annað djamm í kvöld, konan er að halda sér úti á markaðnum en segir svo bara nei við að fara heim með fullorðnum mönnum sem reyna að bjarga henni úr aðstöðum sem ekki þarf að bjarga úr. Var að spjalla við gamlan bekkjarbróður og þessi gamli maður var alveg viss um að konan væri í nauð!

Lít ég út fyrir að vera bjargarlaus eða segir þetta eitthvað um útlit fyrrverandi bekkjarbróðursins...

föstudagur, nóvember 12, 2004

...djöfull er treo ógeðslega vont en þessa dagana er það víst það eina sem dugir til að halda konunni við meðvitund. Ætlaði til læknis í gær en svaf yfir mig! :( Get nefnilega ekki pantað tíma því ég er ekki með lögheimili hérna!! Verð að mæta á læknavaktina á milli klukkan 16 og 18, það er víst eitthvað dýrara og ennþá dýrara eftir klukkan 17. ARG hvað ég varð pirruð en lét það nú samt ekki bittna á konunni í símanum enda ákvað hún þetta víst ekki. Voðalega er það nú undarlegt svona amk þegar tekið er tillit til okkar námsmannanna en ég nenni ekki að æsa mig yfir því akkúrat núna.

Mamma og pabbi lögðu af stað í gær í sæluna á Jamaica og hérna byrjaði að snjóa. Sennilega bara svona til að svekkja okkur sem heima sitjum! Varð að labba út í 10-11 seint í gærkvöldi þrátt fyrir flensu og það var skítkalt, hefði farið í sokkabuxur og ullarpeysu ef mér hefði dottið í hug að það væri svona hrikalega kalt! Þetta er sem betur fer ekki löng leið þannig að ég tórði en það var með naumindum!!!! Gat kúrt mig undir sæng með bunka af gömlum Vikum sem pabbi færði mér, lesið lífsreynslusögurnar og ráðið krossgátur. Er einmitt alveg að verða búin með jólakrossgátuna frá því í fyrra!! :D Ekki seinna vænna ha??!!! Hef annars hangið á netinu í mest alla nótt spjallað og skoðað svona eins og fólk gerir venjulega á netinu. Hef afsökun fyrir öfugum sólarhring núna og það er þessi marg rómaða flensa...

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

...hahahaha það var bara fyndið að horfa á Eddie Izzard hjá Jay Leno, hvað er hann eiginlega fyndinn??? Alveg hrikalega sko!! Svo var hann líka í eðlilegum karlmannafötum en ekki með varalit, í hæla skóm og glansblússu. Held ég hafi ekki séð það áður, hann er bara myndarlegasti maður en ég verð að segja að hann er afspyrnu ófríð kona...
...foreldrar dramadrottningarinnar eru í borginni og drógu hana á Café Milano þar sem hún fékk rosa góða beiglu og skemmtilegt snakk við Söndru Birgis. Þá var auðvitað haldið í Hagkaup þar sem the D-queen fékk nýjan mat í ísskápinn. Er búin að vera svo asnaleg að ég hef ekki haft lyst á að borða, hef þurft að pína ofan í mig matinn og það sem ég gat ekki hugsað mér að éta fór útrunnið út í tunnu áðan. Frábær nýting!! Læt doktorinn tékka á þessu ef þetta fer ekki að lagast. Fórum svo að borða á Madonna sem er uppáhaldsstaðurinn okkar í borginni og ég gat ekkert borðar!! Varð óglatt um leið og ég fann matarlyktina og ældi næstum við tilhugsunina að éta. Þau gömlu pöntuðu sér fínan mat og ég var eins og asni þegar ég sagðist ekki ætla að fá neitt, var meira að segja ómótt þegar mennirnir á næsta borði fengu súkkulaðimúsina sína afhenta. En um leið og foreldraparið mitt hafði kyngt síðasta lambakjötsbitanum leið mér betur og afhentu þau mér þá báðar súkkulaðimýsnar sínar sem ég borðaði með bestu lyst og fékk mér svo humarsúpu í eftirrétt!! :) Afgreiðslukonan varð alveg standandi hissa þegar ég kom fram og sagðist ætla að fá súpuna. Hún sagði hátt og skýrt og með undrunar tón í röddinni "ÞÚ??? ÆTLAR ÞÚ AÐ FÁ SÚPU???

Lít ég út fyrir að borða aldrei...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

...dramadrottningin er loksins komin á netið inni hjá sér og þess vegna er þetta merkilegt blogg. Þetta er fyrst bloggið sem er skrifað á hrikalegu flottu 12" power book-ina sem ég keypti einhverntímann um daginn. Hef hangið á netinu í allt kvöld að spjalla við hina og þessa og skoða hitt og þetta og það er bara gaman. Svo gaman að ég keypti pizzu og brauðstangir líka og er bara algjört nörd! :) Þeir sem horfa á sjónvarpið hérna á klakanum vita að það er mega-vika hjá dominos og þar sem daman er bæði með flensu og var að fá netið var tilalið að tæma klinkið úr veskinu og kaupa eina feita með pepp, svepp og gráð og 1000kall!! :) Liggur við að þetta sé sparnaður því þetta eru örugglega 3-4 máltíðir fyrir mig.

Er með kveikt á popptíví líka og það var eitthvað brjálað fólk að kjósa á þennan play-lista því það var örugglega hátt í klukkutími bara með Britney, svo komu nokkur önnur lög og svo bara meiri Britney. Sýnist samt á öllu að Britney aðdáendurnir séu búnir með inneignina á símanum í bili - sem betur fer!!

Oj rigning og rok, það var eitthvað að fjúka úti með miklum látum, pirrrrrr verður kalt við tilhugsunina! Eins gott að þurfa ekkert að fara út núna en verð víst að koma mér út á morgun hvort sem mér líkar betur eða verr. snúast í þessu húsalaigubótadrasli og fara a pósthús og reyna að finna mér buxur svo ég þurfi ekki að vera á brókinni einni saman í vetur og...og...og...og...og...og...og...svo eru mamma og pabbi að koma og gista eina nótt hjá mér áður en þau skjótast í blíðuna á Jamaica. Væri alveg til í sól núna ahhhhh.

En hej allt í einu er þetta dæmi með nýjast línuna á sidebarnum bara orðið eins og það á að vera, ekki lengur línan af öllum bloggum frá upphafi. Undarlegt mál, en mér hefur greinilega tekist að laga þetta með minni hrikalegu góðu aðferð sem heiti fikta þar til allt lagast aftur... :D

mánudagur, nóvember 08, 2004

...afhverju gerðist þetta?? Var að uppfæra tenglalistann minn og ég lofa að ég fiktaði ekki í neinu öðru og núna er "nýjast"listinn ekki lengur bara 10 nýjustu heldur allt sem ég hef skrifað!!! :/ Er búin að reyna að laga þetta en finn ekki réttu leiðina svo góð ráð væru vel þegin. Það var eitthvað annað sem ég var að pæla er bara búin að steingleyma hvað það var! Ætli útúrdrukknar heilafrumur komi þar að sök?? Ekki það að ég sé full núna en þær eru varla frekar búnar að jafna sig eftir helgina en td. maginn...
...dramadrottningin er ennþá á fótum, já þetta gengur illa með sólarhringinn. En get auðvitað ekki búist við að sofa á nóttunum þegar það er djammað fram á morgun kvöld eftir kvöld og deginum varið í rúminu með vatnsflösku sér við hlið. Ekki það að ég hafi verið þunn heldur yfirgengilega þreytt. Innfluttningspartýið var fínt, ókeypis bjór og fínar veitingar og þeir sem mig þekkja vita að ég slæ ekki hendinni á móti gúmmelaðinu!! Svo bara djamm, djamm og djamm og fullt af dansi. Hitti hana Auði sem er að ríða vini vinar míns og við tjúttuðum alveg helling en það vorum við Sólveig sem vorum drottningar dansgólfsins með hring af karlmönnum um okkur. Jafnast ekkert á við það að vita að maður geti hözzlað og fara svo bara ein heim. Hitti reyndar draumaprinsinn (kannski frekar konung martraðanna?) en stakk hann af aftur. Hversu sterkur leikur það var verður bara að koma í ljós síðar! Eyddi svo fullt af monníum í leigubíl heim og reifst við leigubílstjórann um verðlag alla leiðina, djö langaði mig að stinga af úr bílnum án þess að borga en the D-queen er heiðarleg og rétti honum kortið titrandi af reiði en náði að halda virðuleikanum. Hann sagði að ungt fólk væri vanþakklátt og ég sagði örugglega eitthvað gáfulegt á móti eins og mín er von og vísa...

laugardagur, nóvember 06, 2004

...daman er ekki hin hressasta í dag sökum hvítvínsdrykkju og bjórs í gær. Við Klemens og Jóna skelltum okkur út á lífið og djömmuðum af okkur eyrun og það var bara stuð. Svo tókum við Klemens leigubíl í 10-11 og löbbuðum heim til mín með fullan poka af góðgæti sem hefur varla verið snert á. Reyndum sko fyrst að panta pizzu og okkur til mikilla furðu var bara búið að loka öllum pizzastöðum klukkan 7 í morgun!! Hvert er heimurinn að fara??? Svo röltum við upp Ármúlann og Síðumúlann, reyndum að finna út hvar húsið mitt er og vorum eins og glæpafólk fyrir aftan fyrirtæki að reyna að finna styttri leið...æ þetta var bara fyndið!! :) Svo ákvað ég að ég vildi endilega hitta eitthvað af fólkinu sem býr hérna og fór upp og þóttist vanta dósaopnara (já ég veit dósaopnara af öllu, blindfull klukkan 7 að morgni) og blaðraði heillengi við 2 dani og grænlenska stelpu. Þau voru að borða morgunmat og á leiðinni í vinnuna og tja ég vona að ég hafi ekki verið alltof þreytandi. Skokkaði svo niður, beið þar í smá stund og fór svo upp aftur að skila dósaopnaranum!!! :D

Í kvöld er svo annað djamm og daman finnur að hún er ekki með alveg eins gott þol og hún hafði í gamla daga. Hildur Jóna og Þórður eru með innfluttningspartý og það verður örugglega þrusu stuð þar, alltaf stuð á Hildi Jónu!! :) Ætti í rauninni að vera niðri hjá mér að sturta mig og gera mig fína í staðinn fyrir að sitja hérna í úlpunni og ennþá með djammfnykinn á mér, jakk jakk jakk!!! Annars byrjar partýið eftir 1 og 1/2 klukkutíma svo það er best að fara að borð eitthvað smotterí og eyða svo drjúgum tíma við spegilinn í að reyna að láta mig líta eins vel út og hægt er og það verður ekki auðvelt verk því konan er með mikla ljótu í dag!!

Þangað til síðar, ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera...

föstudagur, nóvember 05, 2004

...ef það er til sjónvarpsguð er hann að reyna að koma skilaboðum til mín í gegnum fjarstýringuna. Reyni td að setja á stöð 1 og það fer sjálfkrafa á stöð 6, þetta endurtekið nokkrum sinnum, reyni þá að setja á einhverja aðra stöð þó að það sé meira að segja engin stöð þar og aftur fer ég sjálfkrafa á stöð 6. Svona gengur þetta í alltof langan tíma, ég prófa allar stöðvar fer alltaf á stöð 6. Þegar ég hef loksins unnið bardagann og er farin að horfa á undurskemmtilega dagskrá Ríkissjónvarpsins ákveð ég að fara á textavarpið og tékk hvort það sé ekki örugglega eitthvað skemmtilegra að fara að byrja en Túnískur framhaldsmyndaflokkur í tugþúsund hlutum!! Þá byrjar ballið aftur og sama hvað ég reyni að fara á síðu 202 þá fer ég alltaf á síðu 620, þó að ég ýti fyrst á 2 kemur bara 6. Þetta er voðalega pirrandi og frústerandi en konan vinnur baráttuna á endanum en hvað er guðinn að meina?? Of mikið 6, of líðið 6, ekkert 6, bara 6??

Gefðu mér fleiri vísbendingar ó þú mikili sjónvarpsguð...

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

...vá náði tölvunni hahahaha!! Annars er ég að fara að sofa eftir smá stund, er bara aðeins að spjalla í símann fyrst! :) Náði að halda mér vakandi í allan dag með því að stúdera Laugarveginn með Gyðu í dag og borða á Reykjavík Bagel Company. Fékk reyndar herfilega í magann eftir það en kenni ekki beyglunni um það heldur tja bara einhverju öðru. Er svo búin að halda mér vakandi í allt kvöld til að horfa á hina dönsku Króniku en þá er henni bara aflýst út af kostningunum í USA!! Er ekkert heilagt lengur???

Tja mér er spurn...
...get ekki hætt að hugsa um draum sem mig dreymdi um helgina, þeir voru reyndar margir því ég var alltaf dottandi og einn var um Leiðarljós en hann var ekkert merkilegur! Í þeim merkilega var ég að skrifa á fullt af minningarkortum sem voru stór, svört með hvítum, frekar óskýrum blómum. Var greinilega fullt af fólki dáið sem ég þekkti! Get svo sem ekki sagt meira en þessi draumur var eitthvað svo áhrifamikill.

Gaman að vera með allar stöðvarnar frá Norðurljósum óruglaðar fyrir utan eitt. Ég kem mér ekki í svefn heldur horfi á hundleiðinlegar bíómyndir fram á morgun. Ef þær eru leiðinlegri en hundleiðinlegar hangi ég í tölvunni eða les þar til næsta mynd byrjar. Þetta er ekki eðlilegt!!! Gerði reyndar forsíðu fyrir söguritgerðina mína áðan (yfir vafasamri bíómynd) en þegar kom að því að skrifa eitthvað merkilegt sagði heilinn stopp og neitaði að lesa eða skoða bækur, vildi bara horfa út í loftið og ímynda sér einhverja vitleysu.

Verð að rífa mig á fætur snemma á morgun og gera hitt og þetta og leita af hinu og þessu, reyndar ekki karlmönnum í þetta skiptið...

mánudagur, nóvember 01, 2004

...daman mætt á netið um miðja nótt eða ætti ég að segja snemma morguns? Það gengur ekkert að snúa sólarhringnum við sökum hörkudjammsins sem ég lennti í á föstudaginn. Það var eiginlega bara gaman og ég fór ekki úr bænum fyrr en um 7 og ekki að sofa fyrr en um 10...konan getur þetta ennþá. Hitti gamlan Skövde-búa á Hverfisbarnum sem heitir Eyþór. Hann hataði Skövde og var alltaf fullur, man eftir að hafa heyrt eitthvað um hann en bara ekki hvað!!

Eftir atburði helgarinnar held ég að þessu rúsneski pöntunarlisti komi vel til greina, ég skil hvort eð er ekki karlmenn svo hvaða máli skiptir þá að hann sé með hormottu og tali óskiljanlegt tungumál??? Hef líka frétt að það sé nóg af 50-60 ára körlum á einkamál.is svo kannski ég kíkji á það ef þessir rúsnesku bregðast mér hahahaha ;) Annars er konan ekkert voðalega desperat ennþá, þetta er meira svona í kjaftinum á henni en alltaf gaman að kíkja eftir myndarlegum mönnum.

Fæ vonandi netið inn til mín á morgun svo ég þurfi ekki að hýrast hérna frami á gangi í skítakulda allar nætur, miklu meira kósí að vera uppi í rúmi undir sæng með litla eplastrákinn minn!! :) En það fyrsta sem ég þarf að gera til að fá netið er að reyna að rekast á einhvern sem ræður einhverju hérna og það hefur mér ekki tekist á marga daga og finnst það orðið frekar vafasamt eða er ástæðan sú að ég þoli illa dagsbirtuna þessa dagana???

...leitin heldur áfram...

fimmtudagur, október 28, 2004

...kerlan mætt á borgarbókasafniðí Kringlunni til að þvælast aðeins um á netinu og ná sér í eitthvað spennandi að lesa í nótt svo það verði alveg örugglega ekki sofið neitt. Sólarhringurinn er frekar skakkur þessa dagana en þetta er allt að koma. Það er reyndar allt frekar skakkt hjá mér þessa dagana en allt er að komast á rétt ról. Var næstum búin að klúðra skólanum einu sinni enn en tókst að redda því sem betur fer. Er ekki viss um að ég hefði meikað eitt klúður í viðbót!!

Smá sjokk í morgun, var að pæla í hvort það væri alveg hellings rigning úti ekki spurja mig afhverju samt. Leit út um gluggann og allt var hvítt og friðsælt en ég fékk hroll í beinmerginn og kúrði mig svo langt undir sæng að ég ætlaði aldrei að geta vakanð aftur. En snjórinn var amk farinn þegar ég vaknaði sem vekur upp spurningar eins og "ætli konan geti laggst í dvala í vetur??"

Sjitt hvað ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég hlakka til að fá netið, er komin meðþað mikil fráhvarfseinkenni að ég beið og beið í nótt eftir að komast í almenningstölvuna þar sem ég bý. Var einhver í henni sem ætlaði aldrei að hætta, en sú ósvífni!!

Annars ætla ég að auglýsa eftir upplýsingum, hvar finna konur menn sem eru myndarlegir, skemmtilegir, góðir og barnlausir??? Gústi segir að það gerist bara í skáldsögum og kvikmyndum og hjá Krossinum vona að það sé ekki satt...

...leitin hefur formlega byrjað...
...þá er konan flutt á Grensásveg og hefur það bara helvíti fínt í lítilli stúdíóíbúð á hálfgerðum nemendagörðum. Sit frami á gangi og nota almenningstölvuna en fæ internetið inn til mín um mánaðarmótin og sjitt hvað ég hlakka mikið til. Svo sem alveg hellingur að frétta en veit ekki hvort ég nenni að vera að segja frá því öllu. En eitt get ég sagt ykkur og þa er að það er alveg hellings vesen að flytja á milli landa og vera ekki einu sinni staddur í landinu sem flutt er frá þegar flutt er!! Meikar þetta einhvern sens hjá mér?? Þetta er búið að vera alveg helvítis bras og leiðindi og ekki alveg búið ennþá sko en það gerist samt vonandi fljótlega. Annars er jafn kalt í Reykjavík og það var í minningunni enda neyddist konan til að fara og kaupa sér úlpu sökum þess að hennar úlpur höfðu það bara næs í Sverige. Þetta var besta afsökun sem ég hef haft til að kaupa mér föt og þar af leiðandi er ég að hugsa um að senda reglulega helminginn af fötunum mínum í ferðalög og þá meina ég fötin sem eru nothæf!! ;)

Ætti kannski að koma mér í bólið svo ég snúi sólarhringnum ekki alveg við. Hef reyndar afsökun fyrir þessum viðsnúningi núna því ég er búin að vera með einhverja helvítis flensu en reyndar ekki hugsað neitt voðalega vel um mig á meðan. Þurfti að flytja og mæta í kökuboð og mæta í slátur, versla nauðsynjar og ég veit ekki hvað og hvað.

Hefði aldrei trúað því hvað msn leysi hefur mikil áhrif á mig. Ég sakna þess alveg hrikalega og varð fyrir miklu áfalli þegar ég uppgötvaði að msn-ið í þessari tölvu er svo úrelt að það e rónothæft og ekki hægt að uppfæra það nema vera sá sem öllu ræður hérna. Að sjálfsögðu ætti það að vera ég en því miður fær konan næstum ekkert þessa dagana af því sem hún vill!! :( En þið öll verðið að fara að liðka puttana því daman kemst á msn fljótlega og þá vill hún fá að frétta allan skítinn og sorann og tja kannski smá af ykkar persónulegu málum! ;)

Þangað til seinna...

föstudagur, september 24, 2004

...oj er að prenta út glósur fyrir sálfræði og djöfull er það leiðinlegt!!! Ákvað að það væri best að hafa þetta í höndunum þar sem ég á enga tölvu í augnablikinu. Alltof mikið að gera í dag, þarf að labba alla leið út á bæjarskrifstofu út af einhverjum lögheimilispappírum, þarf að hitta ömmu og hringja út um allar trissur og pakka niður og... og... og... og koma mér til Reykjavíkur. Skellti mér í afmæli til Ástu í gær, þriðji dagurinn í röð sem ég fæ afmæliskökur og ég verð víst að viðurkenna fyrir sjálfri mér að þó að kökur séu góðar þá er alveg kominn tími á létt morgunkorn, skyr og ávexti að ógleymdri ab-mjólkinni.

Ahhh partý um helgina og verð að viðurkenna að ég hlakka bara skrambi mikið til...

fimmtudagur, september 23, 2004

...fréttaskot...

Við Gummi erum hætt saman eftir tæplega 4 ára samband. Þetta var sameiginleg ákvörðun sem var tekin í mesta bróðerni og erum við bestu vinir ennþá. Er í þessum skrifuðu orðum einmitt að spjalla við hann á msn-inu. Konan mun leggja leið sína til Reykjavíkur á laugardaginn og reyna að sníkja sér gistingu einhverstaðar þar til húsnæðismál verða komin á hreint. Daman á enga tölvu eftir skilnaðinn en á leikjatölvur í öllum stærðum og gerðum en það er víst frekar erfitt að komast á netið á þeim svo ég verð að reyna að blikka vini, kunningja og frændfólk til að hleypa mér í tölvurnar sínar annað slagið til að uppfæra bloggið og tékka á lærdómnum.

Well, verð að fara að pakka draslinu mínu. Við heyrumst síðar, góðar stundir...

þriðjudagur, september 21, 2004

...hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á afmæli í dag. Hann á rosa stórt stórafmæli í dag, hann á rosastórt stórafmæli í dag, hann á rosatórt stórafmæli hann bestasti besti pabbi í öllum heiminum, hann á rosa stórt stórafmæli í dag... Pabbi minn er sextugur í dag og fær skrilljón þúsund kossa og knús frá mér og þakkir fyrir að vera akkúrat eins og hann er, það er besti pabbinn í öllum heiminum!!! Takk fyrir mig elsku pabbi!! :*

Var að koma úr stórborginni Reykjavík þar sem ég stoppaði í rúma viku. Það var bara gaman og bara stuð allan tímann og það er langt síðan ég hef fíflast og hlegið jafn mikið. Fór á amk 3 djömm, var + 1 með frænku minni á Papa-ball, rölti um alla borgina og blikkaði fólk til að skutla mér. Keypti ekkert nema nauðsynjar og þá er ég a meina alvöru nauðsynjar eins og verkjatöflur (fékk flensu), pensím (er með exem), snyrtibuddu (mín var rifin) og eitthvað að borða sem var auðvitað nauðsynlegt en kannski ekki svo nauðsynlegt að fá sér feita sóða hammara og pizzur löðrandi í pepperóní og gráðosti öll kvöld en so what...

Hoppaði austur í gær og er með hrikalegar harðsperrur í kálfunum. Er ekki alveg sjúr á hvort þær stafa af hoppinu á ballinu eða hoppunu austur! ;) En well nóg í bili þarf að fara að gera mig elegant og flotta fyrir veisluna hans pabba sem byrjar...tja...um leið og allir mæta og ef ég þekki fjölskylduna mína rétt er ekkert voðalega langt í það...

þriðjudagur, september 07, 2004

...hvers á ég að gjalda??? Er neydd eldsnemma á fætur til að þvo glugga og ljós og hengja upp gardínur. Þegar átti að fara að þrífa bakaraofninn fór ég í verkfall og fékk mér brauðsneið með feitu salati. Feitt salat lagar allt nema samviskuna yfir linku sumarsins en bráðum fer ég að heilsa upp á Pernillu í BodyBalance og verð hrikalega flott og fim!

Kannski ekkert skrítið að mamma hafi notað tækifærið til að vekja mig eldsnemma svona fyrst ég var sofandi í pabbabóli. Hef nefnilega verið hrikalega dugleg svona ca síðustu 3 vikur að sofa fyrir framan tívíið en um daginn hugsaði ég að núna væri kominn tími til að sofa útteygð og fín og vakna án bakverkja. Ég skunda af stað inn í herbergi eftir að hafa slökkt á imbanum og öll ljós og lokað þeim hurðum sem venjan er að hafa lokaðar á nóttunni. Tek svo gömlu lélegu sængina sem ég er svo "heppin" að hafa afnot af í sumar og hristi hana. Lít svo í rúmið mitt og sé það er allt í dauðum flugum, læt sængina detta aftur í rúmið, tek bókina mína og rölti inn í hjónaherbergi. Þá var búið að vera svo mikið rok að öll líkin fuku úr glugganum og beinustu leið í rúmið mitt *jömmers*. Hef ekki ennþá nennt að skipta um rúmföt og ryksuga líkin en verð víst að gera það á morgun því þá kemur pabbi í land, nema ég vilji halda áfram að sofa í tívísófanum. En mér er spurn...hvaðan koma allar þessar flugur?? Húsið er þakið fjallaköngulóm sem er góð ástæða fyrir mig að sleppa allri garðvinnu. En þar sem ég hef ekki grenjað þar til pabbi hefur kallað á eitrara þá gætu þær nú gert mér þann greiða að veiða þessar flugudruslur...

mánudagur, september 06, 2004

...skrapp í klippingu á föstudaginn og kom út með mega töff rock punk chick klippingu sem ég er mjög sátt við. Ásu fannst ekki leiðinlegt að meiga gera eitthvað svona aðeins öðruvísi, hún spurði hvað ég vildi gera við hárið og ég sagði alltaf bara eitthvað skemmtilegt og skemmtilegt varð það! :)

Föstudagskvöldið var fyrsta rólega helgarkvöld sem ég tek í allt sumar, fór ekki út úr húsi einu sinni. Hlíf Ösp kom í heimsókn og við sátum og spjölluðum og fífluðumst til kl 4:00. Skruppum svo í héraðið á laugardaginn og ég hélt að ég væri að vera lasin en bjórinn um kvöldið lagaði það eins og allt annað. Bjór er kraftaverkalyf!!! Heilsan var reyndar eitthvað vafasöm í dag, uppköst og læti en það Skjár 1 reddaði þessu með því að hafa einhverja bíómynd á dagskrá sem ég gat kúrt mig yfir. Leið betur um leið og ég fann stellingu í sófanum sem mér varð ekki óglatt í!! :S

Hej Jóna það er eitt gott við sundboli, þeir teygjast og svo eru bikiní ennþá betri því þá fær bumban að vera frjáls og "anda"vel og minni bumbulínu finnst það nú ekki leiðinlegt... ;)

fimmtudagur, september 02, 2004

...Jóna ég skal koma með þér í sund þegar ég kem út, ætla að halda áfram þar sem frá var horfið í sundinu í vor. Ég er með hausverk og búin að sofa í allan dag kannski sem betur fer því mamma er búin að vera að baka helling og ég fæ ekkert af því *grenj og svekkelsi*!! Sjitt það er svo dimmt úti að maður þorir varla út, gætu einhverjir stórhættulegir sjóarar komið og barið mann í klessu. Jebbs Seyðisfjörður varð að glæpabæli síðasta mánudag þegar tveir utanbæjarmenn fóru að slást á Lárunni að ég held um unga dömu. Konan var sem betur fer ekki á staðnum enda eru slagsmál ekki hennar sterkasta hlið en ég get bitið mjög fast ef það er ráðist á mig og það er til ung stúlka sem veit af því!!! Hahahahahaha

Já ég er kerling og bara skrambi stollt af því...
...því miður eða tja kannski sem betur fer rignir ekki karlmönnum hérna heldur er bara venjuleg rigning og það ekki lítið af henni. Væri samt fyndið að sjá óteljandi karlmenn detta af himnum og *splass* lenda á malbikinu!! Hahahahaha

Mér er illt í augunum, hvað er eiginlega í gangi?? Já maður spyr sig...

miðvikudagur, september 01, 2004

...ekki svo slæmur dagur tja eða morgunn og kvöld því ég svaf frá rétt fyrri hádegi og fram að kvöldmat!! Svaf ekkert síðustu nótt og kúrði mig svo yfir tívíinu í dag. Uppgötvaði að þeir sem hafa M12 hjá stöð 2 hafa ókeypis bíórás þegar sýn er ekki og síðan hef ég haft nóg að gera allar nætur við að hanga yfir misgóðum bíómyndum. Sit núna sveitt á náttfötunum, sem ég hef ekki farið úr síðan einhverntímann í gær,með Kiefer Sutherland í Lost Boys hárgreiðslu og vonast til að verða syfjuð fljótlega svo ég geti brotið mig saman í sófann gamla og góða, mér er nefnilega ekki alveg nógu illt í bakinu þessa dagana!!!

Fannst vera komin sól áðan en þá var það bara ljósið á ganginum sem speglaðist svona vel í rúðunni...

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

...best að reyna að blogga amk einu sinni í mánuði! :) Var að setja inn commentakerfið sem fylgir með blogginu, nenni ekki að finna neitt annað eða betra. Var líka að reyna að láta mynd af mér og það hálf tókst, mér tókst sem sagt að fá upp kassann sem sýnir hvar myndin ætti að koma. Mér finnst það nú ágætt hjá mér þar sem Sirrý tölvunörd er ennþá með stírurnar í augunum eftir langan svefn í sumar þar sem alter egóið hennar Sirrý rokk pönk djamm tjikk tók af henni öll völd! ;)

Það hefur alltof mikið gerst síðan síðast þannig að ég nenni nú ekki að vera að pikka það allt inn enda er það flest óbirtingarhæft sökum ölvunar viðstaddra...jebbs það hefur verið djammað mikið í sumar. Sumir segja að djammið hafi verið of mikið en aðrir segja að þetta sé eitthvað sem þurfi að gera annað slagið, þ.e. að djamma allar helgar í nokkra mánuði!!! :S Tja fyrir utan fylleríissögur hef ég nú lítið að segja nema ég get auðvitað alltaf talað um veðrið en það geta nú allir sem geta kallað sig íslendinga. Jebbs, frábært veður flest alla daga í sumar á Seyðisfirði enda konan komin með brúnku sem engin sér nema hún sjálf. Hálf leiðinlegt að þurfa alltaf að fletta upp um sig bolnum þegar farið er að tala um brúnku en þar sem konan er glenna að eðlisfari reddast þetta hahahahaha!! :D

Annars á ég pantað far suður þann 12. sept og út til Svíþjóðar þann 14. en það getur verið að ég muni seinka því útaf sextugs afmælinu hjá pabba besta. Karlinn er víst loksins búinn að ákveða að halda veislu og þar sem eru kökur á boðstólnum er ég alltaf til í að vera!! Samt ekkert ákveðið en hver veit nema ég ákveði að láta ykkur vita þegar ákvörðun hefur verið tekin, tja ef einhverjir eru að lesa ennþá...

Held ég hafi staðið mig ágætlega í að miðla smá fréttum til ykkar í fyrsta blogginu í tæpa tvo mánuði, sellurnar búnar að vera í smá pásu í sumar en hljóta að fara að vakna úr svala hvað úr hverju...amk þegar bjórinn verður farinn alveg úr kerfinu hvenær sem það verður svo sem, þeir þykjast nú ætla að fara að lækka skatta á áfengi í Svíþjóð...

laugardagur, júlí 10, 2004

...hitinn síðustu daga hefur verið æðislegur. Fjörðurinn fagri virðist ekki ætla að svíkja mig í sumar of sólin glennir sig á hverjum degi. Svitinn dropar af enninu og nefið glansar en hverjum er ekki sama??? Ég sá nokkrar freknur gægjast fram á kinnunum á mér og er bara komin með smá lit. Það er búið að vera algjört logn og mér er svo heitt að ég er að pæla í hvort að það sé þess virði að fara í sturtu því ég á pottþétt eftir að svitna við að þurrka mér!!!

Dreif mig úr náttfötunum í gærkvöldi og skellti mér á Láruna og drakk fullt af öli. Svo sátum við nokkur úti við lón og spjölluðum, drukkum og sungum og höfðum það gott. Ég drattaðist heim klukkan sjö í morgunn og horfði á Erilbæ og Kolla káta meðan ég borðaði troðfullann disk af súkkulaðiís með súkkulaðisósu. Jömmers!!!

Annars er ég að springa úr seddu eftir þriggja klukkustunda heimsókn hjá ömmu og svo kvöldmat strax á eftir. Er að reyna að berjast við að melta þetta sem fyrst svo ég komi bjórnum niður á eftir en maginn er jafn latur og eigandinn...

...ætla engir Skövde-búar að kíkja á mig næstu helgi og tékka á Lunga og fara á ball með Í svörtum fötum???? Ég get reddað gistingu og góðu veðri...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

...kannski kominn tími á smá öppdeit. Hef verið á frekar miklu flakki upp á síðkastið þannig að ef þið hafið átt leið á milli Seyðisfjarðar og Akureyrar þá er ekki ólíklegt að þið hafið séð mig á ferðinni með einhverjum af fjölmörgum einkabílstjórum mínum. Kom aftur í fjörðinn fagra í gær eftir rúma viku í góðu yfirlæti á Akureyri, mér veitt ekki af fríinu því villta djammið á Seyðó tekur aldeilis á, enda er ég ekki í góðu formi eftir veruna í Svíþjóð þar sem allt lokar klukkan 02:00. En núna er stelpan bara mætt aftur og kominn djamm hugur í hana. Eins gott að það verði stuð um helgina og svo er það bara Lunga-ball laugardaginn 17. júlí, mmmm grill, bjór og gott veður, það gerist ekki betra.

Hvað á annars að gera um Versló??? Mæta ekki allir Skövde-búar á Akureyri og kíkja í glas með mér???

Bjakk þarf að fara að læra en tími því varla því það er svo got veður...ætli mamma verði nokkuð ósátt ef ég draslast með tölvuna og allt heila gillið út á pall...

miðvikudagur, júní 02, 2004

...þá er ég mætt á klakann hress og kát og get varla beðið eftir djamminu um helgina.

Ferðalagið var...tja...ekkert svo slæmt fyrir utan að lestinni seinkaði um hátt í klukkutíma allt í allt vegna þess að hún átti að tengjast annari lest í Helsingborg en sú lest lenti "óvart" á vitlausu spori og þurfti að bakka og vesenast eitthvað til að komast til okkar. Svo var aftur töf fyrir utan Lund því þá þurftum við að leyfa annari lest að fara fram úr okkur og svo var okkur tilkynnt að við þyrftum að skipta um lest í Malmö því sú sem við vorum í var orðin það sein að hún var tekin úr umferð!!! En við komumst amk á endanum alla leið á Kastrup og komumst beint í tékk-inn hjá hrikalega dónalegu dönsku kellingunni sem vildi fá að sjá vegabréfin okkar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum!!!

Næst var haldið á Pizza Hut til aðk aupða pizzu en það var hætt við það á nóinu vegna þess að þar voru ekki til neinar pizzur og afgreiðslumaðurinn var svo dónalegur að við vildum ekki gera það honum til geðs að bíða. Ekta dönsk risa-pylsa varð því fyrir valinu og var henni skolað niður með sænsku eðal bubbluvatni. Flugið var svo ágætt en var alltof lengi að líða og voru fluffurnar greinilega orðnar frekar þreyttar og pirraðar en það bitnaði ekkert á mér því að mér vantaði ekkert fráþeim! :)

Svo var bara brunað á Skagann um leið og dekkinn snertru Keflavíkurflugvöll því ekki höfðum við áhuga á að stoppa lengi á nesinu sem Guð gleymdi, alltaf rigning og þoka þar (ólíkt sumum stöðum sem ég þekki...*hóst hóst*. Á Skaganum var þambað kaffi, þveginn af sér útlenski skíturinn og reynt að sofna sem gekk sem betur fer á endanum. Fyrir hádegi í morgunn var svo brunað af stað aftur til Rvk og kíkt í kaffi til Klemensar á meðan verið var að bíða eftir að mæta þyrfti í flugið sem bar okkur til Akureyrar. Hérna hefur svo verið stjanað við okkur á alla enda og kanta sem er ágætt því auðvitað verða uppáhaldsbörnin aðeins að hvíla sig áður en ferðaleginu verður haldið áfram til Seyðisfjarðar. Ég bíst við að þar verði stjanað meira við okkur og reynt verði að troða meiri mat í okkur en við höfum nokkurntímann gott af. Er strax farin að finna hvernig sumarið á eftir að vera, kaka í kaffinu og læri í kvöldmatinn í dag og svo hryggur og eitthvað meira gúmmelaði annað kvöld.

Læt þetta gott heita í bili, verð að fara að hvíla mig hef nefnilega verið dauðþreytt síðan ég vaknaði. Ég efast ekki um að þeir sem þekkja mig eru alveg standandi hissa á þessari yfirlýsingu minni og hugsa "Sirrý...þreytt?!?!?! Nei aldrei, hún er alltaf á útopnu eins og hún sé með rakettu í rassgatinu..."

mánudagur, maí 31, 2004

...Skövde - Göteborg - Köbenhavn - Keflavík - Akranes - Reykjavík - Akureyri - og síðast en alls ekki síst fjörðurinn fagri aka Seyðisfjörður. Þetta er ferðalega næstu daga, leggjum í hann klukkan 12:12 á morgunn og eigum að vera komin á ættaróðalið á Seyðisfirði stundvíslega klukkan 19:00 á fimmtudaginn til að borða hrygg og brúnaðarkartöflur ala mamma!! :D Það er allt að verða komið ofan í töskur og ekkert stress nema þá kannski að vakna til að fara í bæinn í fyrramálið til að heimilistryggja, fara í apótekið, bankann og svo í búðir!! :P Var nefnilega að vinna í gær við að þjóna í fermingarveislu og fékk heilar 500 sek fyrir og er að hugsa um að skella mér á skó sem mér finnast æði en tímdi ekki að kaupa fyrir "venjulegu" peningana mína.

Ætli það sé ekki best að halda áfram að reyna að koma öllu draslinu mínu fyrir, heyrumst næst á Íslandinu góða...

miðvikudagur, maí 19, 2004

...ég veit ekki hvernig ég fer að þessu!!! Ég sný sólarhringnum fram og til baka eins og hann væri skopparakringla og ég er orðin dauðþreytt á þessu en ég ræð ekki við þetta. Um daginn gat ég ekki sofið heila nótt vegna magaverkja, sofnaði undir morgunn og ákvað að reyna að sofa eins lengi og ég gæti til að snúa sólarhringnums trax aftur á réttan kjöl. Ég náði að sofa til klukkan 21:30 og ákvað að halda me´r vakandi alla nóttina og allan næsta dag. Það tókst alveg súper vel og ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 01:00 næstu nótt. Ætlaði svo að vakna á skykkanlegum tíma en tókst ekki betur til en svo að ég vaknaði ekki fyrr en um kvöldmat!! :S Er svo ósofin núna eftir annansama nótt við að skoða imdb.com og horfa á sjónvarpið þar sem Beverly Hills 90210 og Buffy the Vampireslayer voru efst á lista.

Þá er það stóra spurningin á ég að leggja mig eða halda mér vakandi áfram??? Hallast að því að leggja mig því ég er alveg hrikalega þreytt en það væri auðvitað líka magnað að kúra hjá Gumma í nótt. Verst að ég rotast þá örugglega um klukkan 19:00 en hann vakir til svona klukkan 02:00

Úff erfið ákvörðun framundan svo það er best að kíkja á hrikalega leiðinlega sápuóperu á TV3, sá seinast þátt fyrir nokkrum mánuðum og ég er samt nokkurnveginn inni í því hvað er að gerast og þetta er vinsælt sjónvarpsefni....

mánudagur, maí 17, 2004

...jæja skellti inn myndum frá afmælinu hans Grétar sem var haldið þann 8. maí. Þetta eru 80 og eitthvað myndir en samt eru þetta ekki allar myndirnar sem Gummi myndaóði tók þetta kvöld!! Myndirnar frá afmælinu mínu ættu að koma fljótlega, þarf bara að stela nokkrum myndum fyrst svo þetta sýni nú sem mest af gjöfunum og kökunum og þessu öllu. :)

Njótið vel...
...ákvað að breyta lúkkinu á blogginu mínu fyrst ég fann loksins eitthvað sem mér líkar. Endilega segið hvað ykkur finnst, gestabókin er þarna einhverstaðar og svo ætla ég að setja inn commentakerfi við tækifæri! :)

Ps.. fara alveg að koma myndir...
...hmmm kannski kominn tími á smá öppdeit. Ég hélt upp á afmælið mitt þann 30. apríl síðastliðinn, fyrst var grillað úti, spjallað og spilað kubb. Þegar fór að kólna var drifið sig upp til okkar og haldið þrusu partý. Krakkarnir hérna slógu saman í rosa gjöf handa mér, ég fékk 2 peysur, spariskó, bikiní, tösku, veski og flippflopps og svo kom Dana með 3 afmælisskúffukökur með nammi ofan á. Þetta gat bara ekki klikkað. Gummi gaf mér tölvuleik í GameBoy Advance tölvuna mína og svo fórum við á þriðjudeginum á eftir og keyptum hlaupaskó handa mér (ég var búin að panta að fá þá í afmælisgjöf en Gummi vildi líka kaupa eitthvað sem ég vissi ekki hvað væri:D), Hildur Jóna kom mér líka á óvart með því að senda mér bókina Höfundur Íslands efitr Hallgrím Helgason og svo fékk ég líka peninga og er búin að kaupa mér FULLT!!!! Svo var auðvitað farið á Kåren en þar var mega biðröð því að það var valborgarmessa og allir vildu djamma. Sumir íslendingarnir ákváðu að skella sér frekar í bæinn því að við munduma ldrei komast inn en um leið og þau fóru gekk þetta svona líka hratt fyrir sig að við vorum komin inn á nó tæm. Þar tók við meiri drykkja og hælsæri svo ég sat bara og kjaftaði alla í kaf! :) Afhverju lærir maður aldrei af reyndslunni ---> nýjir skór gefa manni hælsæri þessvegna á að muna eftir að setja plástur en nei það gerist aldrei!! Þegar við komum heim fengum við okkur í gogginn og sofnuðum svo yfir Futurama og sváfum 2 í sófanum alla nóttina. Ég vakanði oft til aðkoma mér betur fyrir en datt ekki í hug að það gæti hugsanlega eftilvill kannski farið betur um okkur í rúminu heldur í mjóum sófa!! :S

Takk öll saman fyrir að gera þetta að frábærum afmælisdegi!! :D

Helgina eftir hélt Grétar svo upp á afmælið sitt, jú jú íslendingar eignast víst mikið af börnum á þessum tíma enda verslunarmannahelgin ca 9 mánuðum á undan! ;) Það var mega geim hjá honum og flestir vel í glasi. Við íslendingarnir gáfum honum usb-minni og inneing í hlaupaskó. Við fengum aftur köku þessa helgi og hún var það góð að ég kom aftur eftir að Gummi skrölti heim til okkar Möddu þar sem við vorum að húsmæðrast við að þvo þvott blindfullar og skemmtilegar en það er svona að vera að sulla sig, að fá mér meira. Þá var ég svo heppin að Elís kom færandi hendi og gaf mér afganginn af páskaegginu sínu og mér sem fannst ég vera sparsöm að byrja ekki á mínu fyrr en rétt fyrir miðnætti á páskadag!! Sum okkar vildum djamma meira og fórum við Guðni og Grétar heim með Gunna að drekka meira, spila og fara í gufubað. Ég rölti svo heim klukkan 7 og dreif mig í sturtu! :)

Þessi helgi ver sem betur fer róleg. Við gamla fólkið ákáðum að vera bara tvö heima að horfa á júróvísíon og borða búðarpizzur og nammi og svo bara snemma í rúmið. Við þurftum reyndar að loka báðum gluggunum okkar því að svíarnir hérna í kring voru í voðalega miklu stuði eftir úrslitin í júró og spiluðu lagið á ensku og sænsku til skiptis og alveg í botni líka!! :S Frétti líka að það hefði verið voða fjör á Kåren, brotnar rúður (er það fjör?!?!) og margir eitthvað hálf slappir í dag. Jæja ég gat amk ekki sofnað fyrr en klukkan 8 í morgunn því ég var með svo illt þar sem botnalanginn (sami staður og ég þurfti að liggja á spítala útaf í desember) er en það er hætt núna. Þannig að ég kúrði mig í allan dag og fram á kvöld og nú er bara að halda sér vakandi þangað til einhverntímann eftir hádegi á morgunn. Þarf nefnilega að skella mér til tannsa með Gumma (ég á sko að borga:S) og svo ætla ég að gerast húsmóðir aftur og elda eitthvað handa karlinum mínum. Hmmmm sjáum til hvernig það gengur hehehe.
jæja öppdeitið búið í bili, stei tjúnd...

fimmtudagur, apríl 29, 2004

...jæja smá blogg eftir vorfríið. Var að setja inn myndir frá árshátíðinni okkar sem haldinn var laugardaginn 24. apríl. Það var svakalega skemmtilegt og vel heppnað. Allir mættu í aðeins betri fötum og svo var borðaður dýrindismatur ala Drengur og Finnur. Skemmtiatriðin voru svo í boði Stebba og fengu allir smá skot á sig þar. Drengur hélt svo ræðu um okkur og lífið síðasta vetur og þar voru auðvitað fleiri skot. Það var auðvitað mikið helgið og talað og svo var drukkið smá. Mér þótti bollan mjög góð og drakk örfá glös af henni. Var meira að segja svo dönnuð að vera bara með tvö glös!! :S Við fórum ekkert út á lífið heldur vorum bara þarna að dansa og spjalla og guð má vita hvað annað. Við Gummi komum amk seint heim og ég heimtaði að við mundum sofa í sófanum þannig að við tók heilmikið brölt við að færa til hluti og draga út svefnsófann. Of mikið bras að rölta þessa 20 cm sem eru á milli rúmsins og sófans. Hefðum meira að segja getað verið frekar villt og stigið upp í sófann og hennt okkur yfir í rúmið. En nei konan vildi horfa á video og vildi líka hafa karlinn hjá sér og aldrei þessu vant fékk hún sínu framgengt!!! :)

fimmtudagur, mars 18, 2004

...var að henda inn þessum fáu myndum sem við tókum í afmælinu hennar Möddu síðastliðinn laugardag...enjoy...

mánudagur, mars 15, 2004

...smá leiðrétting, litli stubburinn þeirra Ástu og Símons fæddist víst 8. mars en ekki þann 9. Maður má ruglast pínu þegar barnið fæðist rétt rúmun hálftíma fyrir miðnætti! :) Annars var ég að skoða myndir af honum og hann er svo sætur að mig langar næstum því í barn en það verður víst að bíða eitthvað aðeins lengur...

Annars var afmæli hjá Möddu á laugardaginn. Fyrst var stelpu-partý-saumó og síðan máttu strákarnir koma. Það var boðið upp á þvílíkt góðar veitingar, beikonrúllur, brauðstangir, nachos og niðurskorðið grænmeti og dífur mmmm mmmm mmmm mmmm og ekki má gleyma hvít- og rauðvíninu! :) Við slóum öll saman í skó handa Möddu og hún varð mjög ánægð með þá, amk ef ég miða við viðbrögðin þegar hún opnaði pakkann. Ef hún varð ekki ánægð er hún MJÖG góð leikkona. Svo var bara skroppið aðeins á Kåren en ég fékk svo mikinn hausverk að ég dró Gumma og Dönu með mér á McDonalds. Þar jókst bara hausverkurinn þannig að ég fór heim og kúrði mig í sófanum á meðan Gummi blaðraði í símann um miðja nótt!

Jæja verð að drífa mig, á að hitta Gumma á bókasafninu rétt fyrir kl 15 og ég sem á eftir að klára að taka mig til!!! Hejdå...

miðvikudagur, mars 10, 2004

...gleðifréttir í dag, Ásta og Símon áttu strák í gær, held að hann hafi verið 13 merkur og 51 cm. Hehehe samt eins gott að foreldrar mínir halda ekkert misjafn um hvort annað. Pabbi fékk sms í gær og þar sem hann kann ekki mikið á gemsann sinn lét hann mömmu opna þetta fyrir sig. Skilaboðin voru "það er kominn strákur, 13 merkur og 51 cm" (minnir að þetta hafa verið skilaboðin). Svo var ekkert meira og þau vissu ekki frá hverjum þetta var. En þar sem þetta er gamla númeri mitt og þau vissu á Ásta og Símon áttu von á erfingja þá var hringt í mig og mér tilkynnt þetta! :)

Annars kíkti ég tvisvar sinnum á kaffihús í gær. Fyrst klukkan 13 og hitti Jónu, Lovísu og Hönnu þar og svo fórum við aftur á kaffishús eftir kvöldmat. Fékk reyndar versta kaffi sem ég hef á æfi minn smakkað á Pims, hefði átt að kvarta og skil ekki afhverju ég gerð það ekki. Í staðinn svolgraði ég þessu í mig og fékk mér svo sítrónu íste og kladdkaka í eftirrétt til að ná ógeðiskaffibragðinu úr kjaftinum á mér!! Jakkidíjakk...

mánudagur, mars 08, 2004

...oj ég er bara búin að borða óhollt síðustu tvo daga. Í dag fór Gummi og keypti meira af flensumeðali handa mér. Það er ekkert sem lagar vanlíðan betur en jógúrthúðaður ananas, plopp með lakísbragði, daim og pommes pinnar ásamt ca líter af Fanta!! :S Get þó huggað mig við að þetta var ekki borðað allt í einu. Hann keypti líka sterka mola og Billy's pizzur handa okkur þannig að núna hlýtur bara flensan að fara að gefast upp! :)

Annars kom í því í verk í dag að kaupa mér álfabikarinn. Hef ætlað að gera það í rúmt ár svo það var ekki seinna vænna. Samkvæmt gríðarlegri reikniskunnáttu minni sem samanstendur af Casio fx-570s vasareikninum mínum og vísifingri hægri handar komst ég að því að hver túr næstu 10 árin mun kosta mig tæplega 42 kr íslenskar. Það finnst mér langt í frá að vera dýrt enda óþarfi að borga stórfé fyrir að missa blóð!!

sunnudagur, mars 07, 2004

...hef loksins frá einhverju að segja. Ég er orðin veik og held ég sé að fara að deyja þvílík er vanlíðanin. Þetta byrjaði aðfara nótt laugardags þegar ég var að fara að sofa. Ég hélt fyrst að þetta væu viðbrögð líkamans við of mikilli koffeinintöku minni fyrr um kvöldið en því miður var það ekki tilfellið! Við Binna og Ingibjörg ætluðum á kaffihús á föstudagskvöldið. Þær komu og vöktu mig af misheppnaða bjútíblundinum, ég lagaði lubbann og svo var haldið í bæinn. Það varð stutt stopp í bænum því það þarf víst nafnskirteini til að kaupa sér kaffi og tveir þriðju af hópnum voru ekki með plastið með sér. Þá var komið við í Q8 og keypt bubbluvatn og kex og svo fórum við til Binnu og hún lagaði þetta fína latte handa okkur og svo var kjaftað fram á rauða nótt eða þar til Villi álpaðist heim og eiðilagði stemmninguna sem hafði skapast á milli okkar stelpnanna við að tala um túr, blöðrur á eggjastokkum, kynlíf og sambönd. Vá hvað strákarnir hefðu viljað liggja á hleri eða hvað...??

Annars eru Jóna og Lovísa komnar í heimsókn til Skövde og maður sér þeim vonandi bregða fyrir. Hitti þær amk pottþétt í partý-saumó hjá Möddu næsta laugardag. Frétti að þær hefðu verið í partý á Peach Pit (man einhver eftir þessu nafni úr Beverly Hills??) og vona ég að þær hafi ekki verið hluti af liðinu sem kjaftaði sem hæst hérna fyrir neðan gluggann minn þegar ég var að reyna að einbeyta mér að vanlíðan minn! :)

Farin aftur að kúra mig í sófanum og horfa á Disney stöðina sem er opin núna um helgina vegna árs afmæli hennar. Ekki amarlegt svona á meðan á flensunni stendur! :) Það er að byrja teiknimynd um Jungle Babys, ekki leiðinlegt það, og svo verður víst afmæliveisla í dag hjá þeim með röð af klassískum Disney myndum. Mér amk ekki eftir að leiðast, þá er bara að bíða eftir að Gummi vakni svo ég geti fengið meira flensumeðal aka nammi og annar ófögnuður!

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

...er að setja inn myndir frá afmælinu hans Ella í janúar, frá partýinu hjá Hönnu og Óla í febrúar og frá afmælinu hennar Binnu um síðustu helgi! :) Bara alveg heil þrjú ný albúm, dugleg ekki satt?? :D

Þetta eru ekki allar myndirnar sem voru teknar því sumar þeirra bera þess vott að ljósmyndarinn hafi verið búinn að hella í sig aðeins of mörgum bjórum! :) Hehehe
...þetta var svaka afmælispartý hjá Binnu og ekkert hægt að kvarta yfir neinu þar, skemmtilegt fólk og fullt af góðum veitingum. Haldiði ekki að konan hafi ekki bara hent í kanelsnúða með súkkulaðikremi, skúffuköku, eplaköku og einhverja geðveitk góða krydd/ananasköku mmm mmm mmm mmmmmmm. Við Madda vorum samt ekki eins heppnar á leiðinni á Kåren í hálkunni á hælaháum skóm að labba niður brekkur!! Hvað haldiði að hafi gerst??? Jú jú við duttum! :( En ég held því statt og stöðugt fram að Madda hafi dottið og dregið mig með sér en þeir sem voru komnir niður og fylgdust með sögðu að þetta hafi verið nokkuð jafn hjá okkur en iss þau voru öll full og vita ekkert...!!! Ég uppskar rifnar sokkabuxur, rispur og mar undir bæði hnéin og bólgna og marna mjöðm eftir þessa byltu okkar, reyndar er mér líka illt í eyranu eftir þetta kvöld en hausinn skall ekki í jörðina svo það er eitthvað annað. Örugglega einvher bólutussa sem er að gera mér lífið leitt, samt skárra að hafa hana í eyranu en í andlitinu svo við reynum að líta aðeins á björtuhliðarnar! :D Hef ekkert heyrt í Möddu síðan við löbbuðum heim af Modegrillet þar sem hún lét svindla á sér og borgaði 40 sek meira en við fyrir matinn þeirra Drengs en keypti samt minna!! Á leiðinni heim kvartaði hún um ofþornun eftir að hafa smakkað eina frösnku hjá mér svo það væri gaman að vita hvort hún sé búin að liggja undir vatnsbununni síðan á sunnudaginn eða hvort að hún sé stór slösuð eftir fallið mikla. Annars gerðum við og stór mikil plön um að fara til Finnlands í sumar til að vinna og ákváðum að skilja strákana bara eftir ef þeir ætluðu að vera með einhver leiðindi, alltaf svo gaman að plana á fylleríum því þá verður maður alltaf svo bjartsýnn og allt svo auðvelt hehehehe...

föstudagur, febrúar 20, 2004

...það eru bara alltaf helgar hérna í Svíþjóðinni. Ekki leiðinlegt það! :) Hef svo sem ekki mikið að segja, hef bara verið dugleg að vakna snemma og fara snemma að sofa undanfarið. Reynt að halda mér vakandi yfir daginn og það hefur rétt svi tekist og ekki mikið meira en það. Hef sitið í sófanum með hálf lokuð augun og horft á svæfandi sápuóperur og gamanþætti eins og ég fái borgað fyrir það og versta er að þessir þættir eru flestir svo leiðinlegir að ég man ekki einu sinni hvað gerðist í þeim! :S

Annars er afmæli á morgun og stuð, stuð, stuð. Það verður voðalega gaman að setja upp besta andlitið og fara í glansgallann og sjá svo til hvort að það verði djammað eða farið snemma að sofa! Annars hafði ég hugsað mér að mæta í ræktina á morgun svona til að vera hæfilega þreytt í afmælinu, helst líka með harðsperrur, hlaupasting og hælsæri!! Veit ekki hvort að Gummi kemur með mér í ræktina því að hann er að fara að skjóta með bekkjarbróður sínum sem er byssumeiníak, búin að vera í hernum, er í heimavarnaliðinu og búin að vinna fjöldan allan af verðlaunum fyrir skotfimi. Mér er nú alls ekki vel við þetta en mér finnst það nú skárra að hann fari með þessum strák sem kann algjörlega að fara með skotvopn heldur en einhverjum vitleysingum sem þykjast kunna allt og geta allt.

Æ er hætt og farin að bursta, það á að fara að snemma að sofa í kvöld, tja svona miðað við að það er föstudagur...

laugardagur, febrúar 14, 2004

...þá er kominn laugardagur einu sinni enn og ekki kvarta ég yfir því! :) Það er reyndar ekkert á planinu í dag nema fara í ræktina og kaupa nammi - vei vei vei!!! Það hefur ekkert gerst í mínu lífi síðan síðast því að sólarhringurinn er búinn að snúa alveg kolöfugt hjá mér, hef verið að vakan seint á kvöldin og sofanð aftur um það leiti sem Gummi fer í skólann. Gummi sagði að þetta væri eins og að eiga konu sem vinnur á næturvöktum! :) En mér tókst að halda mér vakandi frá klukkan 23 á fimmtudagskvöldið og þar til klukkan 19 í gærkvöldi og núna snýr sólarhringurinn rétt aftur og best að reyna að halda honum þannig. Mér tekst alltaf að halda honum réttum í smá stund og svo allt í einu búbbs og hann snýr vitlaust aftur, skil ekki hvernig ég fer að þessu.

Jæja allbranið bíður eftir að vera étið...

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

...þá er ég búin að finna nýjan stað fyrir myndnirnar okkar og búin að gera eitt albúm með nokkrum myndum af jólunum og áramótunum. Þið klikkið bara á myndirnar okkar hérrna til vinstri!! :) Vona að ég verði dugleg að setja inn fleiri myndir...
...fórum í partý á laugardaginn til Hönnu og Óla. Þar var mikið stuð og enduðu flestir á Kåren blindfullir og vitlausir. Gummi ætlaði nú ekkert á djammið en ég var alveg að deyja mig langaði svo. Ég var svo búin að ákveða að ég ætlaði að drekka en Gummi ætlaði bara að mæta smá og fara svo snemma heim. Það plan breyttist aldeilis þegar ég var að blanda mér í fyrsta TiaMaria glasið mitt því þá langaði stráksa að fá sér líka. Við redduðum okkur áfengi í einum grænum og djömmuð fram á nótt og enduðum að sjálfsögðu kvöldið á hinum margrómaða veitingastað McDonalds! Þar vann leiðinda belja sem vildi ekki selja mér annan McFlurry og ég sem var með peninginn tilbúinn og allt!!! Hún tilkynnti mér að það væri lokað klukkan 3 og þá ættu allir að drulla sér út og það væri ástæðan fyrir að við hefðum fengið matinn okkar í poka en ekki á bakka. Ég var nú ekki ánægð með þetta svar sérstkalega þar sem við fengum okkar mat á bakka. Ok ég skil að það sé lokað klukkan 3 og ég skil að það sé ekki hægt að leyfa fólki að komast upp með allt en það er líka alveg ok að leyfa fólki að klára að kyngja áður en því er hent út. Okkur var svo tilkynnt að ef við vildum meira að borða gætum við komið klukkan 7 morguninn eftir - einmitt...

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

...ég er greinilega ekki sú duglegasta við að blogga þessa dagana, málið er að það er bara ekkert sérstakt að gerast. Gummi fer í skólann, ég læri heima í þeim áföngums em ég hef bækur í (hinar eru á leiðinni), við skellum okkur í ræktina og slöppum af. Ekkert merkilegt tja nema það að borða teljist merkilegt?!?!?!

Að merkilegri fréttum, ég skrapp til tannlæknis í dag. Hafði ekki farið í skoðun síðan sumarið 1999, bara tvisvar sinnum skroppið og látið rífa úr endajaxla en þá var ekkert kíkt á hionar tennurnar sökum verkja. Ég var ekki með neinar skemmdir, tannholdið var í fínummálum og ég fékk hrós fyrir fallegar tennur sem, án þess að vilja monta mig, fæ alltaf þegar ég fer til einhverra sem hafa vit á tönnum! :) Eina sem ég þarf að passa er að bursta ekki alveg svona vel (fast) því að tannholdið hefur færst á nokkrums töðum en þannig hefur það verið í nokkur ár án þess að breytast til hins verra. Tannsinn sagði að fyrst þetta hefði ekkert breyst lengi þyrfti engar áhyggjur að hafa en passa samt upp á þetta og það geri ég alltaf! :)

Skrapp svo í bókabúð og keypti skáldsöguna sem á að lesa í sænsku. Þessi bók var ekki til á Íslandi þó að það eigi að kenna hana!! Ég á líka að lesa leikrit í ensku sem er ekki til á Íslandi en ég fékk það að láni hjá Lilju vinkonu mömmu! :) Heppna ég!! :D Fáránlegt að bækur sem á að kenna séu ekki pantaðar, að kennarar hafi ekki samband við bókabúðir og láti vita að það muni koma X margir nemendur til að fjárfesta í þessum bókum. En nei gott að hafa bækur í fjarnámi sem aðeins er hægt að fá að láni á bókasafni VMA, þetta er nú fjarnám og þar af leiðandi hægt að gera ráð fyrir að nemendur búi í öðrum byggðarlögum eða jafnvel öðrum löndum, eða hvað??? Ég held mig amk. sem lengst í burtu frá skólanum og bókasafninu þar og stefni ekki á að koma þangað fyrr en kannski í prófatörninnni fyrir næstu jól, það er ef ég næ að útskrifast þá...

fimmtudagur, janúar 29, 2004

...kannski kominn tími á smá blogg. Veit svo sem ekki um hvað það á að vera þar sem ekkert hefur gerst. Finn fyrir brennandi löngun til að fara á djammið en fimmtudagur er kannski ekki góður dagur til þess! Þar sem ég var á djamminu síðust helgi finnst mér eþtta bara ekkert sniðug löngun en ef eitthvað verður um að vera næstu helgi þá getur vel verið að ég klæði mig í tjútt fötin og sturti í mig áfengum veigum! :) Er ekki einhver að fara að halda innfluttningspartý eða afmælispartý eða bara kasjúal partý???

Þessi löngun í áfengi getur aðeins veirð sigruð ef ég get keypt mér föt á útsölum!! Þannig að ef einhver nennir ekki að hafa mig fulla leitandi eftir partýum allstaðar, bankandi upp á um miðjar nætur með myndavél...hmmmm nei það voru Elli, Guðni og Villi...jæja þá getur amk sá hinn sami lagt fram frjáls framlög (bara koma við hjá okkur með seðlana í umslagi, ég er oftast heima) og ég lofa að kaupa eitthvað flott! ;) Enga nísku núna...

sunnudagur, janúar 25, 2004

...gærkvöldið var mjög skemmtilegt. Borðuðum taco og notuðum alvöru kjöt aldrei þessu vant. Notum venjulega sveppahakk sem er mjög gott en núna var tilboð á blandhakki. Svo var fengið sér TiaMaria kaffi og fötin valin. Svo skunduðum við niður 32 tröppur og inn ganginn til vinstri og beint í afmælispartý hjá Ella. Þar var mikið drukkið og spjallað og hitt fólk sem maður hafði ekki séð síðan fyrir jól. Við vorum nokkur saman sem gáfum Ella örbylgjuofn ía fmælisgjöf og held ég að hann hafi verið alveg sáttur við það. Um klukkan hálf 2 vorum við komin aftur upp til okkar og fylgdu nokkrir með okkur meðan aðrir ákváðu að fara á Kåren sem lokar alltaf klukkan 2!!! :S Okkur fannst það ekki alveg þess virði að labba þangað til að labba heim aftur. Mér grunar nú samt að einhverjum hafi bara langað í McDonalds þó ég hafi engar sannanir fyrir því. Við áttum afgangs taco sem kom nú ekkert á óvart þar sem ég ákvað að elda extra mikið svo við gætum borðað það þegar heim kæmi í staðinn fyrir að fá okkur hamborgara. Svo var bara slappað af yfir sjónvarpinu og þar steinsofnaði ég og svaf í alla nótt eða morgun! :)

Við vorum svo ofboðslega dugleg og vöknuðum um hálf 14 í dag og eftir svona ca 3 mínútur hringdi síminn og var þða hún tengdamamma mín sem vildi bara heyra í okkur óhljóðin. Í dag hef ég svo ekkert gert nema... hmmm hef svo sem alveg gert helling miðað við það að sunnudagur er löglegur letidagur. Verð mjög trúuð þegar mér hentar hehehe!! ;) Ég er búin að þvo alveg hellings þvott og fara í sturtu og svona hitt og þetta smálegt. Planið er svo að fara fekar snemma í bólið í kvöld svo ég geti haldið áfram að vakna snemma og sofa á nóttunni. Morgundagurinn fer svo í að skipuleggja námið mitt og byrja á einhverjum verkefnum og svo ætla ég að drífa mig í ræktina líka.

Verð að fara að bjarga þvottinum okkar, hef bara þvottahúsið í 3 mínútur í viðbót...

laugardagur, janúar 24, 2004

...harðsperrur, harðsperrur og ennþá meiri harðsperrur!!! Ég get varla hreyft hendurnar fyrir harðsperrum eftir lyftingarna í gær en þetta eru góðar kvalir. Er sem sagt byrjuð aftur í ræktinni og er búin að fara þrisvar sinnum í röð. En það er frí á morgun svo ég næ að jafna mig aðeins í höndunum. Annars er stefnan sett á spinning tíma á mánudaginn og þá fær maður sko að púla. Ekkert slæmt við það.

Annars er partý í kvöld því að hann Elli varð 23ja ára þann 20. jan. Við erum nú ekki búin að ákveða hvort við förum á djammið eða ekki, það fer bara eftir því hvort maður verður í stuði í kvöld eða ekki en við fáum okkur nú örugglega einn eða tvo bjóra bara svona til að sýna afmælisbarninu smá virðingu! ;)

Núna er skólinn minn að byrja, búin að fá fyrsta kennslubréf frá næstum því öllum kennurunum. En ég get nú ekki byrjað að læra í öllum áföngunum strax vegna bókaskorts en get nú samt dundað mér eitthvað smá. Verður gott að hafa eitthvað sem verður að gera, maður verður svo latur þegar ekkert er við að vera nema þrif og tilhugsunin um þrif gerir mig nú ennþá latari en hollt getur talist. Við skötuhjúin drusluðumst samt til að þrífa í gær og það vár eins gott því að um kvöldið fengum við gesti sem vildu ólmir spila Viltu vinna milljón.

Hmmm ætli pabbi fari ekki að hringja...

miðvikudagur, janúar 21, 2004

...hafa bara verið rólegheit hjá okkur síðustu daga. Vorum búin að plana að djamma síðustu helgi en svo varð Gummi bara lasinn þannig að djamminu var bara frestað þangað til næstu helgi. Helgin fór semsagt í óhollustu af verstu gerð, billy's pizzur, nammi, snakk og gos mmmm mmmm mmmm Er reyndar komin með leið á svona fæði amk í bili og er ræktarferð plönuð í dag til að halda áfram að hrista sig. Hefði farið í spinning með Dönu og Möddu í morgun ef ég hefði ekki átt stefnumót með Ceceliu klukkan 10 og þó að ég þurfi að hreyfa min nennti ég bara ekki í bæinn tvisvar sinnum fyrir hádegi *roðn*. Var samt vöknuð klukkan 7 þannig að ég hefði alveg getað farið. Það er heldur ekkert erfitt að vakna klukkan 7 þegar maður fer að sofa klukkan rétt rúmlega 20!! En núna snýr sólarhringurinn rétt amk í bili.

Svo er bara skólinn að byrja, hefði reyndar mátt byrja fyrir 2 vikum mín vegna hef ekkert annað að gera. Núna eru kennararnir víst alveg að fara að setja inn á WebCT hvaða bækur við þurfum. Ég hringdi nefnilega í fjarnámsstjórann um daginn til að athuga hvaða bækur ef einhverjar væru í ensku og sögu og þá ákváðum við að ég mundi bara panta bækurnar þegar kennararnir eru búnir að setja námsáætlunina inn. Það hefur víst komið fyrir að kennarar ákveða að breyta um bækur en breyta ekki strax bókalistanum. Ég vill ekki vera að kaupa vitlausar bækur og þurfa að vesenast í að skipta þeim ef það er hægt svo þetta er best svona. Fjarnámsstjórinn sagðist svo halda með mér ef það verður eitthvað vesen vegna verkefna sem þarf að skila áður en ég fæ bækurnar í hendurnar en é býst nú ekki við neinu veseni! :)

Jæja verð að fara að klæða mig og laga lubbann...

fimmtudagur, janúar 15, 2004

...jæja þá er fyrstu ræktarferð ársins lokið og gekk hún með afbrygðum vel. Það var spinning í 45 mínútur og það var alveg nóg amk svona fyrir fyrsta tímann! :) Stefnan er sett á ræktina aftur strax á morgun og svo á loksins að skella sér á Hringadróttinssögu part III. Heitir hún ekki Hilmir snýr heim á Íslensku??? Alltaf svo skemmtilega þýðingar!! :S Annars er þvílíkt okrað í þessu bíói, kostar heilar 100 sek einn miði, ég var næstum búin að hætta við en svo veðrur maður bara að sjá þessa mynd í bíó og líka gaman að skella sér út eins og eina kvöldstund og gera eitthvað annað en að hanga í sófanum góða með tvö teppi og glápa á tellíið. Þegar á að sleppa tellíinu er auðvitað nauðsynlegt að fara í bíó í staðinn hehehehe.

Myndir eru á leiðinni, þurfum bara að finna okkur nýtt ókeypis albúm á netinu. Webshot var ekki alveg að gera sig þar sem þeir þurrkuðu út þessi þrjú albúm sem við áttum. Algjör óþarfi að eyða þeim út þó að við séum ekki þau duglegustu að færa inn myndir!! ;) Ari þá veistu það -hehehe- en þessi eina mynd var sett inn bara til að prófa. :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

...vei vei vei pakkinn frá Lindu systur gumma er loksins kominn. Fengum þrjá svo sæta engla frá þeim, svona sem þurfa að sitja á brúninni á hillunni og svo fengum við 1 kg af appolló lakkrískonfekti! :) Ekki amarlegt það!!

Alveg hellingur búinn að gerast síðan ég lét heyra frá mér síðast. Áramótin þar sem ég eldaði Bayonneskinku, fengum fólk til okkar áður en haldið var áfram til Dönu og Sverris sem buðu upp á kampavín og flottheit. Það var mjög gaman, mikið talað, slatti drukkinn þó enginn væri á eyrnasneplunum. Ég sýndi á mér mínar bestu hliðar og var frekar róleg þetta kvöldi ðeins og síðustu tvö áramót á undan. Byrjaði með góðri drykkju á rauðvíni, Tia Maria kaffi og Bacardi Breezer en svo hægðist eitthvað á henni og ég endaði bara eiginlega ekkert full! :) Við hættum svo að bögga heimilisfólkið um 6 leytið svona svo þau gætu burstað tennurnar áður en strákurinn vaknaði hehehehehehe.

Síðan hefur mest verið slappað af og haft það gott. Gummi auðvitað að læra undir próf en ég er bara í átakinu "halda mér vakandi allan daginn, vakna snemma og fara að sofa frekar snemma". Enn sem komið er gengur það bara alveg ágætlega. Þetta átak varð til vegna þess að ég nenni ekki að byrja á þessu þegar skólinn byrjar og vera þá ennþá meira syfjuð við lesturinn en venja er og nauðsyn þykir! :)

Í gær var okkur svo boðið í kjúlla til Dönu og Sverris því snillingarnir þau keyptu tvo kjúlla en gleymdu að setja annan í frysti. Haldið endilega svona áfram krakkar mínir! ;) Maturinn var æði og ég borðaði á mig gat - ka búmm og saumasettið var dregið upp úr draslhrúgunni - hehehe fyndin núna já sko ehemmm... Svo skelltum við Dana okkur á hina margrómuðu og var hún alveg þrælskemmtileg. Eina sem truglaði mig var skemmdin á bíótjaldinu, finnat að það eigi að vera afsláttur í þennan sal út af henni. Kannski nenna þeir ekki að laga tjaldið því að það eru svo fáir sem nenna í bíó í sal 5.

Í dag var svo verslunar- og bankaferð og auðvitað voru Dana og Jóndi með í för eða réttara sagt ég var með þeim. Ég keypti mér íþróttabrjóstahaldara (loksins búin að vera á leiðinni að gera það í marga mánuði *roðn* og svo var auðvitað farið á kaffihús og fengið sér brauð og íste og KÖKU!!! :)

Mmmmmm....

fimmtudagur, janúar 01, 2004

...gleðilegt nýtt ár öll saman og takk fyrir þau gömlu!!!! :)