...langt um liðið frá síðasta bloggi og ýmislegt búið að gerast. Má þar nefna að það kveiknaði í íbúðinni á móti okkur, það var mikið stress og ekki gaman. Var byrjað á að dingla harkalega hjá okkur, mín til dyra en enginn svarar, dinglað aftur, Bogi fer til dyra en enginn vill koma upp. Þá er byrjað að berja á allar dyr í stigaganginum og þá höldum við að þetta sé fólk á sunnudagsfyllerí, hefur svo sem gerst áður að það séu læti hérna á Neshaganum. En nei nei þetta bara löggan og allir út. Þetta var mikið sjokk og mín búin að hugsa mikið um eldvarnir síðan. Reyndar grunaði þá íkveikju en ég veit ekki meir, eina sem ég veit er að fólkið sem býr þarna er erlendis svo þetta er allt saman voðalega dúbíus.
Meira sem hefur gerst er að mín er formlega orðin gömul þó ég sé ekki ennþá orðin fullorðin. Er byrjuð í öldungadeild við MH og líka bara vel. Ef allir áfangarnir hafa komist inn og þeir verða með skemmtilega (rétta) áfanga í vor þá ætti ég að geta náð stúdentsprófinu þá. *Krossa putta*
Hef líka djammað eins og brjáluð manneskja, yrði ekkert hissa á ef Hr.Þórarinn Tyrfingsson færi að hafa samband og bjóða mér pláss. Það var L.ung.A, svo pylsupartý hjá Fúsa, svo versló, svo Gay-Pride og svo loksins menningarnótt. Gamla konan er bara að verða þreytt á öllu djamminu enda ekki tvítug lengur og á erfitt með að þola 2 kvöld margar vikur í röð! *Fjúff* Var búin að lofa mér rólegri helgi og stend við það nema ég fái Sing-Star partý, þá dreg ég fram eitthvað gott hvítvín og syng þar til hjartað getur ekki meir, gleðin mun verða svo mikil. Annars ekkert planað.
Get ekki sofið núna sem útskýrir færslu á þessu ókristilega tíma. Ætla samt að rífa mig á lappir snemma því sólarhringurinn er búinn að vera út um allt hjá mér síðan ég kom að austan og núna ætla ég að koma mér í rútínu. Reyndar er eitthvað af svefnleysinu stress því ég er hálf stressuð yfir þessum flutningum sem eru framundan hjá okkur. Veit bara ekki hvað ég á að gera við sumt af dótinu mínu. Það er ekki mikið sem vantar geymslupláss bara svona ef ykkur langar að lána mér eitt horn af geymslunni ykkar í eitt ár. *Vink vink til allra sem eiga stór hús og/eða hálf tómar geymslur* Best að hætta þessu og halda áfram að gera slökunaræfingar *anda inn, aaaaanda úúúút* svo ég fái smá svefn áður en ég ætla að fara út að leika á morgun. Líka bannað að gleyma að kaupa kamillute *skrifa bak við eyrað*, það á víst að vera svo róandi fyrir svefninn...
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
laugardagur, ágúst 05, 2006
...jæja þá er konan komin heim eftir margra daga dvöl úti á landi. Það var svo yndislegt í firðinum fagra og þó að sólim léti ekki sjá sig og þokan hengi yfir okkur var samt það heitt að Gunnar fór bara þrisvar sinnum í jakkann sinn. Fyrsta skiptið var þegar ég lét hann sýna foreldrum mínum hve fallegur jakkinn væri, annað skiptið þegar hann var töffari og fór í honum út og þriðja skiptið var í kvöld þegar við flugum aftur suður og það var ekki pláss fyrir jakkann í töskunni!
Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.
Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...
Það voru tónleikar með Sigur Rós í fallega firðinum í gærkvöldi. Við Gunnar hlustuðum hugfangin inn um stofugluggann á ættaróðalinu en um leið og við ákváðum að stíga fæti út fyrir hússins dyr ákvað hljómsveitin að hætta að spila. Ég er samt glöð að hafa heyrt í Sigur Rós live því ég hef aldrei fílað hana í útvarpinu. Það er alltaf fréttir, íþróttir, veður, dánaféttir og svo Sigur Rós og ég hef aldrei fílað vælið og volið. En að hafa þá svona live í stofunni var alveg yndislegt og ég mun reyna að heyra aftur í þeim live í framtíðinni.
Eftir að kerlan mætti aftur í borgina vonast hún til að sjá sem flest af ykkur á djamminu næstu kvöld. Hef heyrt af einhverju grillpartýi annað kvöld en hef ekki fengið neitt staðfest, vonast samt til að sem flestir úr hópnum góða ætli að hittast um helgina. Við sjáust!!! Vonandi...