...því hann á afmæli í dag, tralla la, til hamingju með 25 árin Ari minn!
Pakkarnir frá Sey komu í gær og ekki hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt. Við fengum hangikjöt í jólapappír, rúllutertur ala amma Sigga, harðfisk, konfekt og nammi, krossgátublöðin sem ég gleymdi í haust og svo auðvitað JÓLAPAKKA og það heila 5, alveg 2 og hálfur á mann! :) Þá eigum við bara eftir að fá þrjár sendingar fyrir jól með fleiri pökkum og nammigotti! :)
Fleiri góðar fréttir, er búin að fá einkunnirnar fyrir prófin tvö sem ég er búin að taka og fékk 8 bæði í félagsfræði og sögu og er mjög sátt við það. Auðvitað hefði verið betra að fá 9 en hey þetta eru fyrstu prófin mín í laaangan tíma og svo var ég auðvitað líka búin að vera sárlasin. 8 er alveg fínasta einkunn og ég er bara stolt af mér, hef þetta greinilega ennþá í mér! :) Svo á ég bara eftir að taka sálfræði prófið og geri það vonandi á morgun og fæ auðvitað góða einkunn úr því líka, hef amk fengið góðar einkunnir fyrir verkefnin mín!! :)
Ekki má heldur gleyma að við vorum að kaupa okkur playstation 2 og leik. Keyptum auðvitað silfraða og erum þokkalega sátt og ánægð með hana, eða ekkert þokkalega heldur bara mjög ánægð! :) Kvíði fyrir ða þurfa að lesa glósur í kvöld á meðan Gummi brunar um í Gran turismo 3 leiknum. Ætlum að kaupa annan leik og frystikistu á morgun, kaupa, kaupa, kaupa!!!
Ekkert nema gleðifréttir og broskallar í dag...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli