fimmtudagur, júlí 31, 2003

...jæja þá erum við flutt! :) Loksins, loksins laus við sóðana og mömmu börnin á korridornum! :) Er að fara að sofa eftir 30 klst vöku, er alveg dauðþreytt! Meira um sólbaðsferðina að Simsjön og fluttningana á morgun eða um helgina! Góða nótt! :* Ps. mamma þú getur alveg hringt ef þú vilt því síminn flyst á morgun! :)

fimmtudagur, júlí 24, 2003

...þá er annar í klippingu liðinn! :) Fór í klippingu á þriðjudaginn og var svona allt í lagi ánægð þegar ég fór þaðan út en þegar heim var komið og ég fór að skoða þá var ég alls ekki ánægð lengur og varð hreint út sagt alveg miður mín. Ég fór aftur á klippistofuna og sagði þeim frá þessu, skammaðist mín nú hálf partinn fyrir að vera svona erfið en ég borgaði alveg formúgu fyrir þetta og keypti hárvörur líka! Ég átti svo að koma í gær og láta laga hárið, ég vaknaði alveg á síðustu stundu og var að fara út um dyrnar þegar Heiður (einn eigandi stofunnar) hringdi og spurði hvort ég gæti frekar komið í dag. Ég var mjög ánægð með það og deif mig beina leið aftur undir sængurverið og kúrði mig það sem eftir lifði dags! :) Var nefnilega með svo illt í maganum nóttina áður að ég gat ekki sofið! :( Jæja er amk komið heim eftir klippinguna og er ánægð núna, Heiður virðist vera skemmtileg kona og næst ætla ég að reyna að fá tíma hjá henni strax, á þriðjudaginn var nefnielga einhver sænsk skvísa að klippa mig! Verð nú að viðurkenna að mér fannst frekar vandræðalegt að koma í dag og láta laga það sem skvísan gerði, hún heislaði voðalega vinalega og ég á móti en ég var fegin að hún var með annan kúnna alveg hinu megin í stofunni! :) Ætla svo að drífa mig í ræktina eftir smá stund, hef ekki farið í 2 daga því ég gat ekki hugsað mér að vera meira úti en ég þurfti með hina klippinguna!!

sunnudagur, júlí 20, 2003

...sofnaði í nótt án þess að bursta tennurnar, þvo mér í framan eða að hátta mig!! Var sem betur fer búin að klæða mig úr brjóstahaldaranum og buxunum og lá undir teppi og var að lesa og hafa það næs þegar svefninn sótti svona rosalega að mér! Það er ekkert eins óþæginlegt og að sofa í brjóstahaldara, allt í lagi að leggja sig í honum en ekki sofa í marga klukkutíma í honum, hann verður allur snúinn og þessi stóru júgur sem ég hef flæða upp úr honum! :) Það var heldur ekki þæginlegt að vakna í dag kófsveitt með loðnar tennur og svo ætlaði ég aldrei að byrja að sjá skýrt aftur, ætli það hafi ekki verið sviti í augunum á mé reins og annars staðar!! Annars er ferðinni heitið í ræktina á eftir, hún opnar ekki fyrr en klukkan 16 og þá mætum við galvösk til leiks. Ætla samt að fara í sturtu áður en ég fer að hamast, get bara ekki hugsað mér að fara út úr húsi svona sveitt og illa lyktandi eins og ég er núna þó ég sé að fara að svitna ennþá meira rétt strax!! Úff bara hvað mér er heitt, köld sturta bíður, svo ræktin og kjúlli og svo kannski bíó að sjá Bruce Allmighty. Það er hellings dagskrá framundan og það þýðir ekkert að slóra lengur!

föstudagur, júlí 18, 2003

...jæja þá érum við búin að kaupa sandala og sundskýlu á Gumma, ég ætlaði líka að kaupa mér bikíní en fann ekkert sem ég féll fyrir. Það voru auðvitað nokkur flott en þá var ekki til í minni stærð eða það var bara til annar hlutinn! :( Fann flotta haldara og ætlaði bara að kaupa svarta brók en þá voru bara til svartar brækur í nr 40 og 42 og það er nokkrum númerum of stórt á mig og svart var eini liturinn sem passaði vel við haldarana sem mér fundust flottir! :( Jæja þá er bara smá pása frá bikíníkaupum og svo reyni ég aftur eftir helgi, þá hlýtur eitthvað flott að vera til ég verða bara að vera bjartsýn! :) Það var aftur heitt og klístrað veður í dag, það var svo heitt að ég klæddi mig ekki fyrr en klukkan hálf 5 í dag, var bara ekki að meika að vera í meiri fötum en nærbuxum og nærbol. Rosafín að taka til á nærfötunum, tók einmitt eftir því að stelpan sem býr í íbúpinni sem við flytjum í glápti hérna yfir þegar ég var að þurka af gluggakistunnu, iss hún hefur örugglega bara aldrei séð svona flotta brók áður, Hagkaup rúlar! :) Á leiðinni heim úr bænum áðan byrjaði að draga fyrir sólina og svo þegar við vorum komin að Kanslihuset (sykurmolanum) heyrðist svona skrúfa frá krana hljóð og við vissum að það kæmi demba. Stuttu síðar stóðum við rennandi blaut í þeirri mestu rigningu sem ég hef séð, var meira að segja meiri en rigning sem var þegar við löbbuðum heim frá Södra Ryd síðasta föstudagskvöld og þá vorum við svo blaut að meira að segja nærbuxurnar voru holdvotar!! Sem betur fer var þetta bara skýfall og rigninginn var að mestu hætt þegar við vorum komin að húsinu sem bókabúðin og kaffistofan eru í, það rigndi í innan við 5 mínútur en samt var flóð úr þakrennunum!! En þetta var mjög hressandi og skemmtilegt og við hlógum mikið! :)

fimmtudagur, júlí 17, 2003

...pirrr hvað það var kalt á leiðinni heim úr ræktinni, það voru ekki nema 20° og ég var á stuttbuxum, bol og sandölum!!! :S Það voru þvílíku þrumurnar og eldingarnar hérna rétt hjá í dag. Þetta byrjaði þegar við vorum á leiðinni í Willy's og á meðan við vorum í ræktinni var allt að verða vitlaust úti, ljósin blikkuðu og rúðurnar skulfu en sem betur fer var það mesta gengið yfir þegar við löbbuðum heim. Ótrúlega skrítin þessi þrumuveður, áður en þau byrja er loftið allt öðruvísi og maður verður allur sveitt klístraður, svo varð geðveikt dimmt úti þó klukkan væri ekki orðin 16 og skýin voru ekkert voðalega dökk svo krass búmm bang og allt byrjaði að skjálfa og titra og þvílíku lætin!!

Annars er ferðinni heitið í Maxi að kaupa sveppahakk og blettahreinsi, ömurlegt þegar allt er ekki til þegar maður fer að versla!! Á morgun ætla ég nefnilega í þykjustuleikinn Sirrý þrifasjúka og þá er nauðsynlegt að eiga blettahreinsi fyrir hvítubuxurnar mínar!! :)

miðvikudagur, júlí 16, 2003

...vá hvað ég er að fíla góða veðrið. Það var ekki leiðinlegt að skella sér í sund í gær og sleikja sólina, ég fékk meira að segja lit! :) Ekkert að því, núna þarf ég bara að kaupa mér nýtt bikíní því mitt er svona íþrótta og alltof stórt fyrir sólböð þó það sé fínt til að synda í! :) Það er semsagt markmiðið að skella sér í sundfataleiðangur á föstudaginn, ég fæ bikíní og Gumma vantar sundskýlu eða buxur eða hvað þetta heitir nú til dags. Í dag er ekkert sérstakt planað annað en að skella sér í ræktina eins og vanalega. Gummi var eitthvað að gæla við það að leggja sig í smá stund eftir vinnu í dag en hann verður örugglega ekki þreyttur lengur eftir vinnu enda er mjög gott badminton veður og ekkert skemmtilegra en að leika sér í sólinni! :)

mánudagur, júlí 14, 2003

...aaahhhh hvað það er yndislegt veður, sólin skín eins og hún fái borgað fyrir það og hitinn er mikill. Klukkan átta í kvöld var 32°c hiti niðri í bæ og létt gola, alveg himneskt! :) Á morgun erum við að hugsa um að skella okkur í sund og sleikja sólina áður en við förum í ræktina. Hver veit nema við högum okkur eins og túristar á tjaldstæðum og drögum fram badmintonspaðana okkar og leikum okkur hérna úti í garði líka. Ég er ekki mikið fyrir að liggja í sólbaði, miklu skemmtilegra að vera að gera eitthvað og verða svolítið útitekinn í leiðinni! :) Svo er ég farin að hlakka voðalega mikið til að flytja þó svo ég sjái fram á að fyrstu dagarnir í nýju íbúðinni verði frekar húsgagnalitlir en það reddast, það reddast allt, maður getur ekki verið annað ern bjartsýnn þegar sólin leikur við sálina á manni! :)

miðvikudagur, júlí 09, 2003

...ég er nörd!! Sit hérna í eldgömlum í þróttabuxum og formúlubol, ógreidd og örugglega andfúl! Er búin að hanga í tölvunni mestan part dags, var að prófa nýja tölvuleikinn minn Rayman 3 og hann er mjög skemmtilegur. En þar sem þetta er fyrsti þrívíddar tölvuleikurinn sem ég legg mig fram við að spila getiði reynt að gera ykkur í hugarlund hvernig gengur! Já mikið rétt það gengur ekkert alltof vel en þetta kemur. Ég er sem sagt búin að sitja hérna við tölvuna og blóta og arga og pirrast endalaust mikið yfir því hvað allt snýst í mikla hringi og allt í einu veit ég bara varla hvar kallinn minn er staddur!! :( En þetta er allt að koma og ég ætla að klára þennan leik þó það verði mitt síðasta verk!!! Ætli ég hvíli mig samt ekki á 3víddinni það sem eftir er kvölds og annað hvort spila tölvuleiki í 2vídd á GameBoy Advance tölvuna mína eða æfi mig í sænskunni með að lesa Ríki ljóssins. Þar sem ég er mikill aðdáandi Margit Sandemo sem skrifaði meðal annars Ísfólkið fræga hef ég ákveðið að byrja að safna Ísfólkinu, Galdrameistaranum og Ríki Ljóssins á sænsku og ef ég finn fleira eftir hana þá kíkji ég líka á það. Ekkert jafn gaman og að eiga fullt af mis góðum og mis gáfulegum bókum sem hægt er að lesa aftur og aftur, því eitt er víst að skemmtanagildið er 100% amk fyrir mig! :) Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi einhver áhugamál og held því oft fram að ég sé áhugalausasta manneskja sem fyrir finnst á þessari jörð en það er greinilega ekki rétt ég á fullt af áhugamálum, þurfti bara að finna þau og ekkert að því og svo er ekki verra að þessar bækur eru mjög ódýrar (50 sek stk), amk finnst mér það! :)

þriðjudagur, júlí 08, 2003

...humm hverju á ég að ljúga í ykkur í dag??? Toni bróðir hans Gumma og fjölskyldan hans voru hérna um helgina, það var rosalega gaman og mikil tilbreyting. Þau voru á tjaldstæði uppi á Billingen með fellihýsið sitt og þar sá ég mesta magn af flugum á einum stað sem ég hef á ævi minn séð enda vorum við öll útbitin eftir mýflugurnar og svo fengum við nokkur moskítóbit. Ég sem var svo ánægð að hafa aldrei verið bitin af moskítóflugum varð að bíta í það súra epli að vera friðlaus af kláða og með amk. 10 rauð og þrútin bit á fótleggjunum! :( Eigum við ekki að vera jákvæð og segja að þetta hafi verið góð lífsreynsla sem var langt í frá að vera skemmtileg!! Skelltum okkur líka í sund og þar prófaði ég að synda smá og komst að því að ég kann ennþá að synda en samt svona alveg á mörkunum. Nældi mér samt í smá lit meðan á svamlinu stóð og hélt áfram að brúnka meðan við spiluðum krokket og badminton. Kom sjálfri mér á óvart með að vera bara skítsæmileg í badminton, ég sem gat aldrei hitt fokkuna hérna í denn þegar við vinkonurnar vorum að spila í garðinum heima. Batnadi badmintonspilurum er best að lifa! :)

...ekkert af þessu er lygi...

föstudagur, júlí 04, 2003

...jæja vaknaði snemma í dag og gaf Sögu (kanínunni þeirra Heiðu og Jóhanns) að éta, fórum svo í ræktina og núna er ég að borða mjög ógirnilegt en ágætlega gott haframjöl og allbran með mjólk -mmmm- gott gott gott! :Þ Þegar átið er yfirstaðið þá liggur leiðinn í bæinn því við þufum að heimsækja bankann og pósthúsið og barnafatabúðir. Það á nefnilega að kíkja á sængurgjöf handa nýjasta íslendingnum í Skövde, ætlum að reyna að skoða gripinn um helgina, þe ef það henntar foreldrum hans! :)

fimmtudagur, júlí 03, 2003

...það rignir mönnum ó já það rignir mönnum jejejeje!!! Eða ekki frekar klakatorfum og kýrhausum eða einhverju enn verra!! :( Ok vera bjartsýn þetta er gott fyrir gróðurinn en það er líka gott fyrir mig að hafa sól og mér er annt um mig!!! Ætla að fara að versla um klukkan 9 með gamla fólkinu í Willy's, vonandi verður ekki löng röð af konum að spurja mig hvar síldin er eða hvaða tannkrem sé best! Ég hlýt að vera með svona gott karma eða hvað þetta nú heitir því ég er alltaf að lenda í því að gamalt fólk sé að spurja mig að einhverju, td hvernig eigi að elda einhverjar frosnar súpur!! :S Ég elda ekki frosnar súpur heldur pakkasúpur og þess vegna veit ég ekki svona hluti. Ætti kannski að eyða þessum klukkutíma þanngað til klukkan verður 9 í að ath hvort það séu upplýsingar um þetta á netinu. Hmmm en hvar skildu þær vera?? Feelinggreat.com eða....?!?!

miðvikudagur, júlí 02, 2003

...hmmm er ekki alveg nógu dugleg í skrifunum þessa dagana, ástæðan gæti verið fjarvera og svefnleysi og loks maraþon svefn! Við Gummi skelltum okkur sem sagt til Gautaborgar á mánudaginn og það var mjög gaman. Ætluðum að hitta Gyðu og Hrefnu þar en þær eru svo mikir sauðir að þær voru ekki búnar að panta miða og þessvegna var aldrei þessu vant allar lestir fullar, semmilega vegna þess að Hróarkeldu var að ljúka þarna! :(

Við Gummi vorum sem sagt búin að kaupa miðana þegar við fréttum að þær kæmust kannski ekki og næstum komin til Gautaborgar þegar við vissum að þær kæmumst ekki. En við gerðum góðan dag úr þessu þó ég verði að viðurkenna að það hefði verið ágætt að hafa sofið eitthvað nóttina á undan en við skemmtum okkur mjög vel en vorum alveg búin á því þegar við fórum heim. Við löbbuðum um alla Gautaborg, tja eða svona næstum og þvílíkt og annað eins af tröppum sem við lögðum leið okkar um. Ég er tröpputeljari og við löbbuðum um samtals svona 1000 tröppur sem var góð rassaæfing! :) Það voru bara 196 tröppur upp að Skansen sem er hermynjasafn núna en var áður fangelsi. Þar vorum við eitthvað að blaðra eins og okkar er von og vísa þegar allt í einu heyrðist "eruði íslendingar" eins og það væri ekki augljóst því við töluðum jú okkar ástkæra og ylhýra tungumál!! Mér tókst að svara "greinilega" (veit ekki alveg hvaðan það kom) og þá varð greyið strákurinn bara skírtinn á svipinn og svo var ekkert meira sagt! Ætlaði ekki að vera dónaleg þetta datt bara út úr mér! Svo væri svo týpískt að hann kæmi í skólann hérna í haust hehehe. Við eyddum mjög litlu í þessari ferð enda var þetta engin verslunarferð, keypti mér eyrnalokka og svo drasl í Body Shop sem mig vantaði og svo auðvitað helling að éta eins og er von og vísa í svona ferð! :)

Í lestinni á leiðinni heim sat svo á móti okkur maður sem var að borða Daimtopp og vá há ég hef aldei heyrt fullorðinn óheilabilaðann mann smjatta og kjammsa jafn mikið á neinu og svo bruddi hann svo hátt, hef bara aldrei heyrt annað eins og ath þetta var ekki gamall maður bara svona venjulegur fjölskyldumaður á milli fertugs og fimmtugs. Sem betur fer var þetta ekki stór ís og við Gummi gátum sofið alla leiðina heim eða hér um bil. Gummi svaf eins og steinn en ég var alltaf að vakna til að ath hvað við værum og í eitt skiptið brá mér mjög mikið og vissi ekker thvar við vorum en þá vorum við í Falköping sem er 20 mín frá Skövde! :)


Þrátt fyrir mikla þreytu var auðvitað alls ekki hægt að fara að sofa strax og við komum heim heldur var kíkt á imbann og sötraður bjór til að ná sér niður eftir 28 klst vöku! :) Svo átti auðvitað að vakna á sómasamlegum tíma í gær en það tókst ekki betur en svo að við sváfum alla nóttina og allan daginn og auðvitað er ég þar að leiðandi búin að vaka í alla nótt! En það er bara gaman því ég hitti Helgu á msn-inu og það þurfti að tala um margt og mikið við hana! :)