föstudagur, júní 13, 2003
...fyrsta vaktin gekk bara vel en verða að viðurkenna að ég kvíði fyrir að vera ein á næturvakt. Ok, verð nú ekki alveg ein því það er alltaf einhver bara hinumegin við hurðina á hinni deildinni en samt!! Þetta reddast samt ég veit það! :) Ég kom heim klukkan að verða 8 í morgunn og var ekkert smá hress, var svo heppin að Gummi vaknaði svo við spjölluðum í smá stund. Ég ætlaði aldrei að sofna, var sennilega bara orðin yfirspennt af þreytu því ég sjálfur nátthrafinn ákvað að eiga mjög erfitt með að vaka þessa nótt. Sofnaði klukkan að verða 9 í morgun og reif mig á fætur klukkan 16 eins og ég var búin að ákveða! :) Fer svo ekki aftur á vakt fyrrr en á mánudaginn og þá á dagvakt þannig að það er nægur tími til að jafna sig! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli