fimmtudagur, september 29, 2005

...það hafa verið rólegir dagar hjá mér undanfarið, bara legið og lesið, spilað tölvuleiki og horft á teiknimyndir og sjónvarpsþætti. Ahhh þetta er lífið!! ;) Í gær var reyndar smá breyting á því okkur var boðið í mat út á Nes því Ásta Rún ofurskutla varð 17 ára, fengum dýrindis kjúklingabringur og með þeim og svo horfðum við á The Labyrinth með henni sem við gáfum henni reyndar í afmælisgjöf! :) Svo var kominn tími á að nýta miðana sem við áttum á Charlie and the Chocolatfactory og við brunuðum í Kringlubíó. Það voru örugglega ca 10 manns samtals á öllum myndum og við vorum bara tvö á Charlie. Mér fannst það frekar skrítin og svolítið óþæginleg tilfinning fyrst en svo var það bara kósý og þæginlegt!! :D Myndin var skemmtileg, amk leið tíminn nógu hratt en vá hvað hún var samt undarleg og hvað Willy Wonka er krípí *hrollur*.

Svo er það helgin, já helgin, helgin, helgin. Mig langar út á lífið enda fer ég ekkert svo rosalega oft undanfarið. Get farið í tvö partý og verð bara að sjá til í hvort ég fari eða hvort ég fari nokkuð nema upp í rúm! Sjáum til með þetta allt en ætla amk að þvo svona til öryggis...

mánudagur, september 26, 2005

...nóbbs ekki hætt að blogga, hef bara verið eitthvað andlaus upp á síðkastið. Samt gaman að einhver hafi spurt!! :D

Ok nú hef ég verið klukkuð tvisvar sinnum, þarf ég þá að segja 10 hluti um mig??? Móa og Binna eru svona ógurlega forvitnar um mig og mína hagi svo það er best að láta þetta eftir þeim! Ok hérna koma ógurlegheitin:

1. Ég bý í hálfgerðri kommúnu með 3 strákum, kærastanum og svo Boga og Bjössa.
2. Það býr vandræða dópistapakk fyrir neðan okkur svo við erum alltaf í hálfgerðri hassreyksvímu hérna uppi!
3. Ég er náttúrulega ljóshærð - allsstaðar!
4. Ég er háð sykri og borða oft fullt af nammi án þess að langa í það, er löngu komin með ógeð af öllu nammi!
5. Ég elska '80 teiknimyndir og ætla að kaupa Jem and the Holograms á dvd fljótlega og seinna Thundercats líka!
6. Sef alltaf með Rasmus bangsann minn hjá mér og tek hann í fangið ef mér líður illa. Pabbi keypti hann í Færeyjum þegar ég var ca 1.árs!
7. Ég sting rassinum undan sænginni þegar ég sef og prumpa fúlli lykt á Gunnar! :/ Er sennilega ómeðvitað að hefna mín þá!! :P
8. Fæ stundum fóbíu fyrir gsm-símum og get með engu móti svarað símtölum eða hringt, þá er ágætt að geta notað sms-tæknina!
9. Ég hata gúrku, það er vond lykt af henni og vont bragð og hún smitar bragðinu frá sér þannig að það er erfitt að týna hana í burtu og nei það er ekki bara vatnsbragð af henni - jakkidí jakk!
10. Á oft mjög erfitt með að taka ákvarðanir nema mér sé stillt upp við vegg, get verið heillengi úti í búð að reyna að velja skyrtegund!!!

Jæja þarna hafið þið það og ekkert meira klukk handa mér! Ætla að fara að koma mér vel fyrir og horfa á Thundercats sem Gunnar færði mér úr leigunni í Nexus...

laugardagur, september 10, 2005

...hérna sit ég og ét Willy Wonka súkkulaði og er að reyna að koma mér í bað. Er að fara í starfsmannapartý ca klukkan 19 og þá er víst best að vera búin að gella sig aldeilis upp. Þetta er kveðjupartý fyrir þá Ella og Véstein og ætlum við nokkur að hittast og fara svo út að borða á Fridays því við eigum öll 2000 kr gjafakort þar sem við fengum þegar við vorum besta stöðin í Júní. Svo er bara bjór og gaman og meiri bjór og meira gaman.

Fór að borða á Heitt og kalt í gær með Gyðu, Klemensi og Evert. Ég var ekkert voðalega heit fyrir þessum stað og hann gerði ekkert fyrir mig. Í fyrsta lagi er bara opið til klukkan 15 þarna, við komum samt klukkan 14 og þá var búið að loka heitu réttunum. Þau fengu sér þá súpubar og ég salatbar. Súpubarinn var hálf tómur, aðeins botnfylli eftir og salatbarinn var kaldur og ljótur, þá meina ég ísskápskaldur og ég var ekki alveg að fýla það. Æj veit ekki, er amk ekki spennt fyrir að fara þarna aftur en hver veit kannski gef ég þeim annan séns, hlýtur eitthvað að vera til ef maður kemur um leið og það opnar!!!

Var mjög fegin að Stebba stöðvarstjóri fann einhvern til að vinna í dag því annars væri ég að rölta heim úr vinnunni núna. Var ekki alveg að nenna að taka aukavakt en sagði að ég mundi gera það ef hún fyndi engan annan svo hún kæmist á Bifröst með honum Klemensi mínum. Guðjón er sem betur fer duglegur að vakna á morgnanna og skellti sér á eitt stykki vakt svo ég gat notið þess að vera í fríi! :)

En þetta gengur ekki, verð að fara að sjæna mig!! Það er komið að djammhelgi hjá mér og nú fær Gunnar að borga fyrir síðustu helgi íhíhíhíhíhíhí...

mánudagur, september 05, 2005

...auðvitað er margt og merkilegt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Fór yfir helgi til Akureyrar og skellti mér í brúðkaup með Gunnari, vinur hans sem býr í Kanada var að gifta sig. Það var rosalega flott, fallegt og skemmtilegt þar og allir hæst ánægðir með allt saman held ég og vona! Svo er ég flutt inn til Gunnars á Neshagann, þar búum við í kommúnu með þeim Boga og Bjössa og allt gengur vel amk ennþá. Við Bjössi erum nú bara rétt að koma okkur fyrir og skipta okkur af hvernig hlutirnir eru gerðir hérna hahahahahaha.

Var að komast inn á netið í tölvunni minni í fyrsta skiptið hérna á Neshaganum, reyndi einhverntímann í vetur en ekkert gekk, svo bara ákvað mín að prófa sig betur áfram og breytti einhverju, ekki spurja mig hverju, og tjítjíng mín bara að vafra á veraldarvefnum. Svona er að taka bara mállin í sínar eigin hendur og ekkert vera að hlusta á einhverja stráka!!! ;) Annars rak ég Gunnar í tiltekt með mér áðan og lét hann taka til í skápunum svo við gætum komið dótinu okkar sameiginlega fyrir. Erum búin að gera það mesta af því sem við getum gert þangað til ég næ í dótið mitt upp á Skaga en váví hvað það er mikil breyting til hins betra hérna inni!! :D Svo eru þvottavélakaup á dagskránni á morgun og ætlar Klemens að vera mín stoð og stytta í þeim málum og er ég mjög feigin enda allt gott að fá annarra manna álit.

Best að fara að gera sig reddí í að horfa á Buffy, ætlum að klára þáttaröð 1 fyrir svefninn, verst að mig langar í eitthvað óhollt að narta í eins og venjulega!! Sjálfstjórnin lætur fara eitthvað lítið fyrir sér þessa dagan en sjáum til hvort hún komi fram í kvöld eins og þruma úr heiðskýra lofti...