...aldeilis stuð í dag!! Gerði nokkuð sem ég legg ekki í vana minn að gera þrátt fyrir að ég sé íslendingur, eyddi peningum sem ég á ekki til! Tölvuskjárinn okkar ákvað sem sagt að yfirgefa þetta jarðlíf milli 13 og 14 í dag og þar sem við erum tölvunördar af stærstu og bestu gerð (hljómar eins og við séum geðveikt feit en erum það í alvörunni ekki!) fórum við upp í OnOff og keyptum annan. Held að gamli 19" Sampo skjárinn hafi móðgast við okkur því við (ég) erum nýbúin að ræða um það hvað það væri gott að eiga flatan skjá því hinn tók svo mikið pláss og svo tuðaði ég einhvern helling um þetta en ég var samt ekkert á leiðinni út í búð að kaupa nýjan, hafði hugsað mér að endurnýja eftir svona 2 ár en svona er þetta víst bara. Samt undarlegt hvað allt rafmagns dót er orðið mikið drasl, meina núna ef þú kaupir þér td brauðrist eða kaffivél þá ertu heppinn ef þetta dugir í 5 ár!! Við Gummi fengum gefins brauðrist og hraðsuðuketil þegar við fluttum á Kaplaskjólsvegin, þetta er svo gamalt dótarí að það er eldra en ég og eina ástæðan fyrir að mamma og pabbi keyptu nýtt var sú að þau þoldu ekki að horfa á þetta lengur!!
.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli