sunnudagur, mars 30, 2003
...fréttatilkynning til Íslands: það er kominn sumartími hjá okkur í Svíþjóð svo núna munar 2 klukkustundum á okkur! :) Sumar, sumar, sumar! Sumar, sumar, sumar! :) Við Gummi þurftum nú ekkert að láta neina minna okkur á þessar klukkubreytingar, erum bara orðnir svo miklir Svíar að við bara vissum þetta!! ;) Þannig að við gerðum okkur ekki að neinum fíflum eins og ég hef verið að lesa um á bloggum saklausra Íslendinga sem eru fluttir út í hinn harða klukkubreytingaheim!! :) Hehehehehe P.s. það er ennþá sunnudagur svo ég er ekkert á vitlausum degi!! ;)
...var að klára að horfa á The Hurricane og sú mynd kom nú bara mjög á óvart. Ég bjóst eiginlega ekki við neinu og var heldur ekki alveg að nenna að horfa á hana en vá mér finnst hún þvílíkt góð og auðvitð grét ég alveg heilan helling!! ;) Enda ekki annað hægt þegar maður fær mannvonskuna svona beint í æð, að ein manneskja geti ákveðið að eiðileggja líf annarar manneskju bara vegna þess að hún fer í taugarnar á honum er bara ekki eðlilegt en þekkist því miður allt of vel!! :( Fyrir þá sem ekki vita er þetta sannsöguleg mynd! Nóg um það, ég fór í partý í gær og það var fínt! :) Drakk samt ekkert því mig langaði ekki til þess og fór svo bara snemma heim!! Það var partý á Regemented en þar býr einmitt Viktoria vinkona mín, ég hef bara varla hitt hana síðan fyrir jól þannig að það var frábært að fara og spjalla aðeins! :) Hitti líka Ninu og Lindu og fullt af ókunnugu fólki sem var mismunandi mikið drukkið, sumir voru svo drukknir að þeir héldu ekki áfenginu í glösunum!! Fyndna var samt þegar við 4 vorum inni hjá Viktoriu því hún var að laga hárið á Lindu, þá er allt í einu hurðin rifin upp og inn veður stelpa sem býr víst á ganginum. Hún verður pínulítið hissa á að sjá okkur en spyr svo hvort hún megi ekki fara á klósettið. Viktoria segir að það sé alveg sjálsagt en spyr afhverju hún noti ekki sitt eigið klósett. Svarið sem hún fékk var "það er alltof löng biðröð þar"!!! Enda var svo rosalega mikið af fólki þarna að maður komst ekki inn í lókalinn svo það voru mörg lítil partý út um allt sem maður gat bara vaðið inn í eins og manni sýndist! :) En þvílíka fýlan sem var þarna!!! Ég hélt að það hefði verið vond lykt hérna á ganginum þegar Malin var með stelpupartý inni hjá sér. Við Gummi vorum þá á leiðinni eitthvað út en þegar við opnuðum hurðina fram kom sambland af áfengis-, hárspreys- og ilmvatnslykt á móti okkur -ojbara þvílík fýla!!! Á Regemented var þessi sama fýla plús svita- og táfýla nema bara af rúmlega 100 manns í staðinn fyrir af 6 stelpum!! Nú skulið þið loka augunum og ímynda ykkur fnykinn!! Ég öfunda amk. ekki þá sem þurftu að þrífa þarna í dag og ég býst við að það séu allir þar sem nánast öllherbergi voru opinn fyrir alla!!!
þriðjudagur, mars 25, 2003
...þá er enn einn dagurinn liðinn í Skövde og það gerðist svo sem ekkert merkilegt! Jú ég keypti mé reina flík!! :) Svartan bol með japönsku eða kínversku sniði og munstri á bakinu, svakalega flottur finnst mér!! :) Ég er amk. mjög ánægð, var búin að hugsa um þennan bol í marga, marga daga! Næst á dagskránni er að kaupa bakpoka því minn er bilaður, dettur alltaf af mér því franski rennilásinn er ónýtur!! Ég get sagt ykkur að það að missa bakpokann af sér í tíma og ótíma er að gera mig þunggeðveika og um daginn varð é gsvo pirruð þegar ég var búin að missa hann 3svar af mér áður en ég var komin í skóna að ég sparkaði honum langar leiðir frammi á korridornum!! :) Annars er bara sól og sumarylur í dag! :) Þegar ég sat við tölvuna í dag og var að drekka vanilluheilsudrykk og sá sólina skína fór ég í alveg rosalegt sumarskap og leið eins og ég væri í Shell á Seyðisfirði að drekka sjeik, inni í felum fyrir góðaveðrinu í smá stund!! :) Bjóst nú samt við því að þetta væri bara gluggaveður þannig að ég fór í peysu, jakka og setti upp vettlinga að venju en það voru mjög stór mistök því ég var alveg að bráðna!! Jæja nóg í bili, þarf að fara að sofa því ég þjáist að síþreytu (fínt orð yfir leti!!)
mánudagur, mars 24, 2003
...jæja þá er ég búin að horfa á alla Óskarsverðlaunahátíðina, alveg svaka dugleg!! :) Man ekki eftir að hafa áður horft á allan pakkann en það hlýtur bara samt að vera! Kanski eru minningarnar sem ég á frá þessari hátíð bara allar frá samantektarþáttum sem voru sýndir á Stöð 2 í marga, marga daga á eftir?!?!?! Ég er líka alltof tilfinninganæm, ég grét og hló og snýtti mér alveg heilan helling yfir þessu! Það skipti ekki máli hvort ég "þekkti" fólkið eða ekki ég bara samgleðst þeim svo mikið og sérstaklega þeim sem sýna það alveg hvað þeir eru glaðir og ánægðir. Þegar Kata-Zeta fékk sín verðlaun fyrir besta leikkona í aukahlutverki grét ég meira en hún sjálf og samt ér hún með hormónana á fullu sökum þess að hún er komin að fæðingu!! Gummi sagðist einmitt ekki þora að eignast barn með mér því ég er svo rosalega tilfinningarík venjulega og hann þorir ekki að hugsa til þess hvernig ég verð þegar ég verð ólétt!! :)
Hehehe Lovísa, ég benti bara á þetta svona til öryggis. Þannig að ef vinir og ættingjar kíkja á bloggið þitt þá vita þeir að ég var ekki full bara magalasin!! :) Allur er varinn góður eða er það ekki annars?!?! ;)
Hehehe Lovísa, ég benti bara á þetta svona til öryggis. Þannig að ef vinir og ættingjar kíkja á bloggið þitt þá vita þeir að ég var ekki full bara magalasin!! :) Allur er varinn góður eða er það ekki annars?!?! ;)
sunnudagur, mars 23, 2003
...á blogginu hennar kemur fram að ég hafi verið "vant við látin´" í dag og þess vegna hafi ég ekki komist í Power Strike. Þetta finnst mér hljóma eins og ég hafi verið dauðadrukkin í gær sem ég var alls ekki. Við Gummi fórum reyndar í partý til Finns og Rúnu en það eina sem ég drakk var einn kaffibolli með mjólk og þrjú glös af vatni. Skilst reyndar að byttan hann Gummi hafi drukkið einn sopa af viskí og varð ég alveg brjáluð yfir því, hann var búinn að segja að hann ætlaði ekki að drekka neitt!!!! ;) Það var mjög gaman í þessu partýi og óvenjulegt að sjá svona marga íslendinga saman komna með jafn lítið af áfengi í fórum sínum, óvenju margir voru edrú og svo nokkrir sem fengu sé bara svona smá!! :)
Alltaf jafn yndislegir þessir sunnudagar, sérstaklega þegar maður vaknar of seint í ræktina og hendist út um allt herbergi í hæfilega pirruðu skapi. Er svo kominn í íþróttagallann og skóna og búinn að setja í töskuna þegar magaverkirnir fara að herja á litla mallanum mínum!! :( Ég held að Írak sé inni í maganum á mér amk eru sprengingarnar og læti þarna inni örugglega álíka og þessar hjá Persaflóa!!! Ég sem sagt snéri við frammi á gangi, fór inn í herbergi, háttaði mig og lagðist upp í rúm og hafði það slæmt!! :( Góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að fara til læknis svo þetta fer vonandi allt að lagast!! :)
Fréttaskot til mömmu og pabba: Gummi er búinn að senda ykkur það sem við lofuðum að senda fyrir rúmri viku!!! Hitt sem við lofuðum að senda er tilbúið en ég ætla að senda lítið bréf með svo það kemur kanski á morgun en ég lofa samt engu um það!! Þetta mikilvæga er amk.komið til ykkar!! :)
Alltaf jafn yndislegir þessir sunnudagar, sérstaklega þegar maður vaknar of seint í ræktina og hendist út um allt herbergi í hæfilega pirruðu skapi. Er svo kominn í íþróttagallann og skóna og búinn að setja í töskuna þegar magaverkirnir fara að herja á litla mallanum mínum!! :( Ég held að Írak sé inni í maganum á mér amk eru sprengingarnar og læti þarna inni örugglega álíka og þessar hjá Persaflóa!!! Ég sem sagt snéri við frammi á gangi, fór inn í herbergi, háttaði mig og lagðist upp í rúm og hafði það slæmt!! :( Góðu fréttirnar eru þær að ég er búin að fara til læknis svo þetta fer vonandi allt að lagast!! :)
Fréttaskot til mömmu og pabba: Gummi er búinn að senda ykkur það sem við lofuðum að senda fyrir rúmri viku!!! Hitt sem við lofuðum að senda er tilbúið en ég ætla að senda lítið bréf með svo það kemur kanski á morgun en ég lofa samt engu um það!! Þetta mikilvæga er amk.komið til ykkar!! :)
föstudagur, mars 21, 2003
...sjitt hvað klukkan er orðin margt!!! :S Festist í að skoða austfirðingablogg og verð ég nú bara að segja að það var mjög áhugavert og skemmtilegt!! :) Annar í austfirðingablogglestri á morgun því klukkan er að verða fimm hérna í Svíaríki. Það er sagt að ef svíi er óvart á ferli seint um kvöld og sjá ljós í glugga þá segji hann "þarna búa greinilega íslendingar". Málið er að seint hjá svíum er frekar snemmt hjá okkur!! Td. sáum við Gummi aldrei neina elda kvöldmat hérna á korridornum og vorum við mikið að pæla í hvort þessi eftirlætisbörn sem búa með okkur borðuðu bara yfirleitt ekki neitt! Svo komumst við að því að þau borða "kvöldmat" um klukkan 1700!! :S Hvað er það?? Þá á maður að vera að fá sér smá stillituggu svo maður deyji ekki úr hungri fram að kvöldmatnum sem er borin á borð á kvöldmatartíma!!!! Talandi um svefntímann þá fara svíar (amk. þeir sem ég kannast við) mjög snemma að sofa. Ok, fyrir mína parta þá er snemmt að vera sofnaður löngu fyrir miðnætti þó það sé skóli klukkan 0800 morguninn eftir! Svo er hin hliðin á þessu máli, væru íslendingar kanski minna fúllyndir og ekki eins feitir ef þeir tæku upp á þessum sænsku lifnaðarháttum??? Þetta er spurning sem erfitt er að svara en eitt er víst og það er það að eitthvað hafa svíarnir gert til að verða fittasta þjóð í heimi!! Kanski var það pylsuát???
Farin að bursta, verð að vera sofnuð áður en Gummi vaknar klukkan 0730 og þar sem ég get nú ekki sofnað nema fá mér annað hvort línu (í bók sko!!) eða glápa/hlusta á eitthvað í imbanum er víst best að fara að koma sér í bælið. Tæmerinn á tívíinu verður að vera búinn að slökkva á því áður en Gummi vaknar því þá er öllum sönnunargögnunum um sjónvarpsgláp mitt eytt!! Tja fyrir utan þetta blogg en það skiptir ekki máli því Gummi kann ekkert að lesa því ég bannaði honum það!!! ;)
Farin að bursta, verð að vera sofnuð áður en Gummi vaknar klukkan 0730 og þar sem ég get nú ekki sofnað nema fá mér annað hvort línu (í bók sko!!) eða glápa/hlusta á eitthvað í imbanum er víst best að fara að koma sér í bælið. Tæmerinn á tívíinu verður að vera búinn að slökkva á því áður en Gummi vaknar því þá er öllum sönnunargögnunum um sjónvarpsgláp mitt eytt!! Tja fyrir utan þetta blogg en það skiptir ekki máli því Gummi kann ekkert að lesa því ég bannaði honum það!!! ;)
...Hæ hæ ég er loksins komin aftur!! :) Ætla samt að reyna að hafa þetta stutt því seinast þegar ég bloggaði, að sjálfsögðu langt og skemmtielgt blogg amk. að mínu mati, þá kom einhver villa og bloggið birtist ekki heldur bara hvarf!! :'( Gerði grín að heilbrigðiskerfinu í Svíþjóð og ég veit ekki hvað og hvað og bara búmm það hvarf eins og dögg fyrir sólu!! :( Hef svo sem ekki gert mikið, búin að vera að drepast í maganum og er loksins búin að fara til læknis og Ísland ég er ekki í bráðri lífshættu!! :) Fór í Body Pump í gær og Box í dag og það var mjög gaman! Heyrði í foreldrum mínum í kvöld eins og venjan er á fimmtudagsköldum og það var mjög gaman!! Hvað hef ég gert meira?? Júbb hringdi í ömmu mína á laugardaginn og hún var geðveikt glöð svona eins og allir aðrir mundu verða ef ÉG mundi láta mér detta í hug að hringja í þau!! ;) Ó takk Sirrý, við erum ekki þess virði!! Hehehehehe Júbb eitt skemmtilegt gerðist og það var að hún Inga Hrefna ætlar að senda mér pakka! :) Ákvað bara ap nefna það hér svo hún fari ekkert að svíkjast um!! :)
Eitt sem ég verð að benda ykkur á og það er þessi síða . Inga Hrefna benti mér á hana og bara svo þið vitið það þá er hún ákveðin í að þetta sé tilvonandi eiginmaður hennar svo stelpur ekki reyna það einu sinni, Inga er bæði stór og sterk!!! Alla vegana skoðiði þetta í alvörunni, þessi síða bjargar alveg deginum hjá ykkur!! :)
Eitt sem ég verð að benda ykkur á og það er þessi síða . Inga Hrefna benti mér á hana og bara svo þið vitið það þá er hún ákveðin í að þetta sé tilvonandi eiginmaður hennar svo stelpur ekki reyna það einu sinni, Inga er bæði stór og sterk!!! Alla vegana skoðiði þetta í alvörunni, þessi síða bjargar alveg deginum hjá ykkur!! :)
laugardagur, mars 15, 2003
...takk Grétar fyrir að staðfesta að ég er engin subba, mér hlýnaði um hjartaræturnar við að heyra þetta og sjálfsálitið hækkaði!! :) Ég gleymdi ekki að blogga í gær ég bara meikaði það ekki því ég fékk svo illt í magan!! :( Núna hugsa kanski sumir "bíddu þú sagðir illt í magan en ekki í hendurnar" en þá svara ég bara "ykku rhefur greinilega aldrei verið illt í maganum því ég gat bara varla hreyft mig fyrir verkjum!! Er farin að fá oft illt í magan stuttu eftir að ég borða og ætla þess vegna að panta mé rtíma hjá lækni á mánudaginn - ég er svo dugleg!! :)
Annars á hún amma Sigga afmæli í dag og ég held að ég ljúgi ekki þegar ég held því fram að hún sé 86 ára kerlingin. Hún lítur nú samt alls ekki út fyrir að vera meira en svona 70 ára hún er alltaf svo hress og alltaf að gera eitthvað, baka, elda, passa, handavinnast eða föndra, spila eða í líkamsrækt. Ég ætla að vona að ég verði svona hress þegar ég verð komin á hennar aldur!! :) Ég er búin að senda henni afmæliskort og svo ætla ég að hringja í hana í dag, er svo rosalega obboslega góð sonardóttir!!! :) Ég reyndar sendi 3 kort á fimmtudaginn, eitt til ömmu, eitt til Önnu vinkonu minnar sem á 90 ára afmæli í dag og svo sendi ég loksins heillaóskabrúðkaupskort með smá glaðningi til Sirrýjar frænku og Hrafnkels (mátti ekki seinna vera, giftu sig fyrir nokkrum vikum!!!). Þetta er kanski ekki frásögu færandi, varð bara að láta fólkið mitt heima vita að ég hugsa alveg um það!! Næst á dagskrá er svo að senda ömmu Gústu (þá verð ég búin að senda öllum ömmunum mínum kort) og Lillu frænku kort (kanski bréf líka ef ég verð í stuði). Var nefnilega´búin að lofa að senda Lillu póstkort frá Skövde því hún safnar póstkortum sem hafa póststimpil og frímerki. Það er nú svo lítið mál að senda eitt póstkort að ég skil ekki afhverju ég er ekki búin að því!?!?!?!?! Svo ef ég finn fingurbjargir merktar Skövde þá kaupi ég svona 2 stk. og sendi Siggu systur hennar mömmu því hún safnar svoleiðis (og á ekkert smá stórt og flott safn!!!). Ég þarf endilega að fara að safna einhverju svo fólk muni eftir mér og ég fái kanski stundum pakka!! ;)
Jæja nóg af pikki, það er þvotta og þrifa dagur í dag hjá mér og svo er skyndibiti í kvöldmatinn (mmmm mmmm mmmm McDonalds - furðulegt hvað þeir eru betri hér en á Fróni, það eru allir sammála um það!!!)). Ég er ekkert að svindla með þessum skyndibita það stendur á tveggja vikna matseðlinum okkar: Laugardagur 15. mars 2003 - skyndibiti!! Það stendur líka næsta laugardag *slurp* !!!! :)
Annars á hún amma Sigga afmæli í dag og ég held að ég ljúgi ekki þegar ég held því fram að hún sé 86 ára kerlingin. Hún lítur nú samt alls ekki út fyrir að vera meira en svona 70 ára hún er alltaf svo hress og alltaf að gera eitthvað, baka, elda, passa, handavinnast eða föndra, spila eða í líkamsrækt. Ég ætla að vona að ég verði svona hress þegar ég verð komin á hennar aldur!! :) Ég er búin að senda henni afmæliskort og svo ætla ég að hringja í hana í dag, er svo rosalega obboslega góð sonardóttir!!! :) Ég reyndar sendi 3 kort á fimmtudaginn, eitt til ömmu, eitt til Önnu vinkonu minnar sem á 90 ára afmæli í dag og svo sendi ég loksins heillaóskabrúðkaupskort með smá glaðningi til Sirrýjar frænku og Hrafnkels (mátti ekki seinna vera, giftu sig fyrir nokkrum vikum!!!). Þetta er kanski ekki frásögu færandi, varð bara að láta fólkið mitt heima vita að ég hugsa alveg um það!! Næst á dagskrá er svo að senda ömmu Gústu (þá verð ég búin að senda öllum ömmunum mínum kort) og Lillu frænku kort (kanski bréf líka ef ég verð í stuði). Var nefnilega´búin að lofa að senda Lillu póstkort frá Skövde því hún safnar póstkortum sem hafa póststimpil og frímerki. Það er nú svo lítið mál að senda eitt póstkort að ég skil ekki afhverju ég er ekki búin að því!?!?!?!?! Svo ef ég finn fingurbjargir merktar Skövde þá kaupi ég svona 2 stk. og sendi Siggu systur hennar mömmu því hún safnar svoleiðis (og á ekkert smá stórt og flott safn!!!). Ég þarf endilega að fara að safna einhverju svo fólk muni eftir mér og ég fái kanski stundum pakka!! ;)
Jæja nóg af pikki, það er þvotta og þrifa dagur í dag hjá mér og svo er skyndibiti í kvöldmatinn (mmmm mmmm mmmm McDonalds - furðulegt hvað þeir eru betri hér en á Fróni, það eru allir sammála um það!!!)). Ég er ekkert að svindla með þessum skyndibita það stendur á tveggja vikna matseðlinum okkar: Laugardagur 15. mars 2003 - skyndibiti!! Það stendur líka næsta laugardag *slurp* !!!! :)
fimmtudagur, mars 13, 2003
...já ég er bölvaður letingi og ég veit það!! :P Nei í alvöru talað ég bara gleymdi að blogga í gær og fyrradag og það er svo sem skiljanlegt þegar maður lifir svona rosalega hröðu og skemmtilegu lífi eins og við Gummi gerum!! :) Hehehehe Annars komst ég loksins í boxið í dag og það var alveg frábært hreint út sagt en erfitt líka og tók þokkalega á svuntunni sem var að hamast við að myndast á maganum á mér en er á hraðri leið í burtu aftur!! :) Það sem stóð upp úr í boxinu var þegar ég átti að kýla í púða sem Kristín hélt á og sparka svo í hann því þá rifnuðu buxurnar mínar í klofinu og ég hef aldrei á ævi minni heyrt efni rifna með svona háu hljóði!!!! Kristín hafði meira að segja orða á því hvað þetta var hátt rifnihljóð!! En það var ekki nóg að buxurnar hefðu rifnað þegar helmingurinn af tímanum var ennþá eftir heldur þurfti ég endilega að vera í alveg skjannahvítri brók, það hreinlega lýsti af henni út um gatið í klofinu!!! :S Frábært ekki satt??? Sumir hefðu nú bara hætt en ég var nú ekki á þeim buxunum (enda varla í buxum lengur heldur bara í einhverjum tægjum!!!) og kláraði tímann með öllum þeim spörkum og glenningum sem því fylgdi!! :D Hehehe ég er glennan ógurlega og fer ekkert leynt með það!!! :) Annars er bara kominn tími til að sturta sig því ég er ekki ennþá búin að því síðan ég kom heim klukkan hálf 22!! Ok, ég skil alveg að þegar þið eruð búin að lesa þetta blogg og það frá síðasta laugardegi að þið haldið að ég sé algjör skítalabbi og fari aldrei í bað og sé alltaf með svitalyktina í bandi á eftir mér en það er bara ekki satt!! Þegar ég kom heim þurfti ég aðeins að slappa af og skoða Moggan og Aftonbladet á netinu og svo gleymdi ég bara tímanum og þá hringdu mamma og pabbi!! Skiljanlega gat ég ekki farið í sturtu á meðan ég talaði í síman þó það sé nógu löng snúra en síminn sjálfur er bara því miður ekki vatnsheldur!! :( Svo þegar þessu langa, langa, langa símtali lauk ákvað ég að blogga svo ég mundi ekki gleyma því og þá vitiði það - ég er ekki skítalabbi!!! :) Hehehe er hætt þessu pikkæði og farin í sturtu og svo ætla ég að fá mér að borða, ég veit alveg að klukkan er orðin 00:45 og mé rer bara alveg sama ég bara verð að fá að borða núna!! Góða nótt eða góðan mat!! :)
þriðjudagur, mars 11, 2003
...oj hvað ég er þreytt, var svo dugleg að rífa mig upp á rassgatinu og planta mér fyrir framan tölvuna rétt rúmlega klukkan 1300 í dag, eftir erfiða vökunótt og lítinn svefn!! Hehehehe :) Sat sem föstust við tölvuna í svolítinn tíma en sá þá að ég hafði fengið emil frá Kristínu sem vildi ólm að ég kæmi með sér í Power Strike í FeelGood. Ég ákvað að það gæti orðið hin mesta skemmtun, skellti mér í tuskurnar og arkaði út á bókasafn til að tilkynna honum það að Willy's ferðin ógurlega sem var ætlunin að fara í klukkan 1700 hafði verið flýtt um tvo og hálfan tíma og ekkert múður með það!! :) Við drifum okkur þangað og keyptum heil ósköp inn en borguðum lítið fyrir það að venju, matvöruverðið hér er ekkert líkt þessu Íslenska þetta eru ekki einu sinni fjarskyldir frændur!! ;) Þegar komið var heim hljóp Gummi aftur á bókasafnið því hann þolir ekki nærveru mína svona lengi nema annað okkar sé sofandi!! Ég fór aftur á móti að kanna huldu heima internetsins eða símaskránna réttara sagt því ég ætlaði að finna númerið hjá Kristínu því hún var ekki online á msn-inu. Þá ákvað blessaða internetið að það væri komin óþekktartími og bara harðneitaði að leyfa mér að skoða nema rétt forsíðurnar öllum síðunum sem ég prófaði, þarna varð svo loksins lukka á vegi mínum því Kristín kom online og við valhoppuðum saman í Power Strike svita, spark, kýla, slá tíma!! Þetta var sem sagt hinn ágætasti dagur og skulum við vona að morgundagurinn verði það líka þó það verði sennilega ekki mætt í ræktina sökum harðsperra sem ég hef ekki ennþá gefið tækifæri á að koma sér í burtu af kálfunum, lærunum og rassinum á mér og yfir á einhvern annan!!
...það er ennþá mánudagur hjá mér svo ekkert vera að skamma mig!! :) Reyndar er eiginlega komin þriðjudagsmorgun því klukkan er 06:13 en þegar maður er ekkert búinn að sofa þá er ekki kominn nýr dagur!! Já eða sko náttúrulega kemur nýr dagur ef ég fer ekkert að sofa en þar sem ég er á leiðinni í rúmið þá er bara ennþá mánudagur hjá mér og ekkert kjaftæði!! Það er nefnilega frí í skólanum hjá mér á morgun því það er kennaradagur fyrir hádegi og venjulegur dagur byrjar eftir hádegi en þar sem ég á bara að vera í skólanum til 13:15 þá þarf ég ekkert að mæta!! :) Hann Jan sem kennir mér Svenska Tal nennir nefnilega ekki að kenna okkur í korter!! Bölvuð leti er þetta í manninum - hehehe!!! En þar sem það er frí í skólanum á morgun var alveg bráðnauðsynlegt að vaka í alla nótt bara svona til að snúa sólarhringnum við svo ég þurfi að snúa honum aftur við á miðvikudaginn!! Það er flókið að vera ég!! :) Ég dreif mig í Body Pump í dag og tók hana Möddu með mér. Það var þræl gaman en geðveikt púl og ég hélt að greyið kálfarnir mínir sem eru með hrottalegustu harðsperrur sem ég hef nokkurntímann fengið mundum bara ekki meik allar þessar hnébeygjur og hvað þetta nú heitir allt saman! Ég fór nefnilega í einhver rosa tíma með Krisínu á laugardagsmorguninn og ég fékk svo mikla harðsperruverki í kálfana eftir það að ég þurfti að ganga á tánum því ef hælarnir snerrtu gólfið gat ég ekki staðið bein!! Hvað leggur maður ekki á sig fyrir útlitið og geðheilsuna??? Já krakkar mínir það er margt skrýtið í kýrhausnum (ég er sko belja eða réttara sagt naut!!). Jæja þá er best að fara að bursta og pissa og drífa sig að sofna áður en klukkan hans Gumma hringir, það væri nú alveg hræðilegt að hitta hann áður en hann fer í skólann eða hvað...??? Er farin að horfa á Andy pandy og Walter Melon og kanski Digimon eða Sailor Moon ef ég get ekki sofnað alveg strax!! Hmmm svolítið gruggugt að ég kunni barnaefnisdagskránna utanbókar en hvað get ég sagt ég fýla bara barnaefni!!! :)
sunnudagur, mars 09, 2003
...ætla að byrja á því að koma því á framfæri að það er ennþá laugardagur hjá mér og því er ég ekki að sleppa úr degi í bloggátakinu!! :) Núna er klukkan 4:53 og Gummi og Ari eru að horfa á Formúlu 1 á nýju sjónvarpsstöðinni TV 4+ sem ég hafði mikið fyrir að stilla inn á tækið og endurraða stöðvunum og merkja hvað þær heita meðan Gummi var að leika sér í afþreyjingartölvunni okkar! :) Ég er svo mikil tæknikona að annað eins hefur ekki sést hérna megin við miðbaug! :) Annars var þessi laugardagur frábrugðin mörgum öðrum að því leyti að ég vaknaði löngu fyrir hádegi!!! Nú veit ég að þeir sem þekkja mig vel taka andköf, svo hissa eru þeir á þessu! :) Ástæðan fyrir því að ég vaknaði klukkan hálf 11 var sú að ég var komin með nóg af letibykkjunni sem var búin að bíta sig fasta við rassinn á mér og ákvað að hrissta hana rækilega af með því að skella mér í ræktina með Kristínu!! Við vorum svakalega duglegar og svitnuðum herfilega og fengum andarteppu og svimaköst og ég veit ekki hvað og hvað!! Ok, við erum ekki alveg í svona lélegu formi - hehehe - en betra á það að verða og þess vegna er stefnan sett á að mæta í þennan palla + lóða tíma á laugardagsmorgnum á næstunni! Þegar við vorum svo komnar heim rennsveittar og geðslegar, búnar að tala frá okkur vit o grænu hérna fyrir utan eins og kvenna er siður, fattaði ég að ég hafði gleymt lyklunum mínum!! :( Þá var um tvennt að velja, nr.1 var að sitja í ógeðslegu setustofunni okkar og bíða þar í 3 klukkustundir eða nr.2 að labba til baka, á bókasafnið, og trufla Gumma aðeins. Auðvitað valdi ég það síðarnefnda og truflaði hann vel og lengi, snýkti pening fyrir kakóbolla og 1 dós af sódavatni og sat svo og var að lesa Moggann! Hvað varðar svitalykt þá kvartaði enginn en á hinn bóginn voru engir á kaffistofunni og hver veit, kanski var það vegna svitalyktarinnar?!?!?! Ég ákvað semsagt að kíkja í smástund í Moggann og ætlaði svo að halda heim á leið og skola svitann niður um niðurfallið í sturtunni. Þessi pínusstund varð að 3 klukkutímum og var ég samferða Gumma heim klukkan 16!! Svitalyktin hvarf svo á meðan fiskurinn bakaðist í ofninum!! :)
föstudagur, mars 07, 2003
...jæja hérna kemur föstudagsbloggið - ta ta ta ra damm!! Hmmm ég gerði ekkert í dag nema hanga í tölvunni og þvo þvott. Jú annars ég eldaði geðveikt gott taco og notaði sveppahakk í staðinn fyri rvenjulegt *slurp* hvað það var gott!! :) Mér tókst nefnilega að sofa yfir mig í morgun, átti að mæta í 1 klst í skólann!!! Þannig að ég er "veik" heima í dag og langar út!! :( Planið í kvöld er að sitja heima og glápa á imbann og borða snakk!! Já og ætli planið fyrir annað kvöls sé ekki eitthvað svipað!! Bara að taka því rólega svo ég geti vaknað í skólann á mánudaginn, alveg ótrúlegt að sofa svona yfir sig!! Svo þegar Gummi kom heim í hádegismat spurði ég afhverju hann væri kominn svona snemma heim - ég er algjör vitleysingur!!
...jæja hérna kemur föstudagsbloggið - ta ta ta ra damm!! Hmmm ég gerði ekkert í dag nema hanga í tölvunni og þvo þvott. Jú annars ég eldaði geðveikt gott taco og notaði sveppahakk í staðinn fyri rvenjulegt *slurp* hvað það var gott!! :) Mér tókst nefnilega að sofa yfir mig í morgun, átti að mæta í 1 klst í skólann!!! Þannig að ég er "veik" heima í dag og langar út!! :( Planið í kvöld er að sitja heima og glápa á imbann og borða snakk!! Já og ætli planið fyrir annað kvöls sé ekki eitthvað svipað!! Bara að taka því rólega svo ég geti vaknað í skólann á mánudaginn, alveg ótrúlegt að sofa svona yfir sig!! Svo þegar Gummi kom heim í hádegismat spurði ég afhverju hann væri kominn svona snemma heim - ég er algjör vitleysingur!!
fimmtudagur, mars 06, 2003
...ég var að skoða mbl og sá þar auglýsingu frá Nammi.is um páskaegg. Já það eru alveg að koma páskar og ætla ég bara að minna ættingja og vini á Íslandi að það verður ekki sagt nei við páskaeggjasendingum af öllum stærðum og gerðum (hafið þær samt sem stærstar!!). Ég er algjör páskahæna og ELSKA páskaegg, ég borða 2 meðan Gummi borðar 1/4 og þá klára ég hans líka!!! Mmmmmmmm og slef páskaegg. Þeir sem ekki senda páskaegg þurfa ekki að búast við e-mailum frá mér í framtíðinni og veit ég að ykkur mundi finnast það miður svo drífið ykkur út í búð að kaupa Nóa nr. 7, stærsta Góu eggið og Mónu nr. 13 og hjónaegg svona 2stk og auðvitað fullt af körfum með litlum eggjum í!!! Oohhh ég er komin með vatn í munninn!! :)
...ég er ennþá lasin, en finnst ég vera að hressast svo ég ætla að drífa mig í skólann á morgun!! Ég þarf að labba í 25 mín til að vera í skólanum í 60 mín og labba svo aftur heim, sem tekur reyndar styttri tíma en að labba þangað - hmmm undarlegt en satt!! Ég sem sagt missti af því aðra vikuna í röð að fara í box!! :( En boxið er ekkert að fara neitt svo ég dríf mig í næstu viku en ætla að drífa mig í einhverja skemmtilega tíma eins og Body Pump einhverntímann í vikunni!! :) Harðsperrur, harðsperrur, harðsperrur, aahhh það er svo gott að geta ekki hreyft sig fyrir harðsperrum sérstaklega þar sem ég er ap taka aðeins lengra vetrarfrí en ég ætlaði mér, það er orðið 2 vikur!! :( En ég fékk engu ráðið um þessa flensu, hún gerði engin boð á undan sér bölvaður dóninn!! Ef hún hefði td. sent skeyti til að ath. hvort að þessi fyrirhugaða heimsókn hennar henntaði mér hefði ég verið fljót að senda annað til baka og segja alls ekki en má ég hafa samband við þig þegar mér finnst ég ekki vera búin að læra nóg undir eitthvað próf??!!!!
Hehehe Gummi er í eldgömlu Nintendo tölvunni minni núna því ég "stal" heimilisleikjatölvunni okkar frá honum!! :) Svo nú hljómar Maríó 1 lagið um allt herbergið en það er ekkert sem mér finnst leiðinlegt því ég er einlægur Nintendi aðdáandi sem á Nintendo Game Boy Advance og dreymir um að eignast Nintendo Game Cube (kanski mamma og pabbi vilji gefa mér svoleiðis í afmælisgjöf!!!) Hehehe maður má alltaf láta sig dreyma!! :) Jæja er hætt, ætla að fara að tala við Gyðu og Ástu (í fyrsta skipti) á msn-inu!
Hehehe Gummi er í eldgömlu Nintendo tölvunni minni núna því ég "stal" heimilisleikjatölvunni okkar frá honum!! :) Svo nú hljómar Maríó 1 lagið um allt herbergið en það er ekkert sem mér finnst leiðinlegt því ég er einlægur Nintendi aðdáandi sem á Nintendo Game Boy Advance og dreymir um að eignast Nintendo Game Cube (kanski mamma og pabbi vilji gefa mér svoleiðis í afmælisgjöf!!!) Hehehe maður má alltaf láta sig dreyma!! :) Jæja er hætt, ætla að fara að tala við Gyðu og Ástu (í fyrsta skipti) á msn-inu!
miðvikudagur, mars 05, 2003
...hérna kemur skipun til foreldra minna á Íslandi!!! Þið eigið að vorkenna mér því ég er lasin, er með hálsbólgu, hausverk, kjálkaverk og tannverk en sem betur fer engan tíðaverk þetta er nú alveg nóg af því góða eða slæma!!! Þannig að ég er bara búin að hanga heima í dag og kúra mig og var svo að pæjast á netinu (er hætt að nördast það er svo leiðinlegt!!) og talaði við Ingu Hrefnu og Hildi Jónu á msn-inu. Ótrúlegt en satt, við Hildur Jóna vorum að hittast í fyrsta skiptið á msn-inu síðan ég flutti hingað út í júlí!! Það var náttúrulega æðislegt að heyra í henni eftir svona langan tíma (Inga það var líka æði að heyra í þér :)!!). Svo voru líka 2 löng bréf frá Íslandi í inboxinu mínu þegar ég kíkti (aldrei leiðinlegt að fá bréf að heiman) og nú er bara að setjast niður einhvern næstu daga og byrja að pikka á fullu, ég skulda núna 3 bréf og eitt auka til mömmu!! :) Þannig að þó ég sé veik þá var þetta bara fínn dagur, vonandi kemst ég samt í skólann á morgun langar ekki að missa úr því það er hellingur að gera!! Ákvað að vera heima í dag svo ég verði ekki alveg veik því það var enginn fyrirlestur í dag bara svona handledning (stoðtími) sem er samt skilda, fannst bara betra að sleppa einum svoleiðis og geta mætt í málfræði fyrir nemendur með sænsku sem annað tungumál á morgun í staðinn og í venjulega málfræði á föstudaginn!! :) Ég gerði samt eitt nauðsynlegt í dag, ég fór í bað!! Nei, er að grínast fer nú ekki að eyða vatni í vitleysu!! ;) En ég fór til Ara og fékk að skanna inn bréfið sem við fengum frá Försäkringskassan um húsaleygubæturnar og sendi það svo til Möddu sem áframsendir þetta til mömmu sinnar á Íslandi sem er að skoða þetta mál fyrir okkur!! :) Gott að einhver er með sambönd því þetta virðist vera frekar snúið mál og mismunandi svör eftir hvert maður hringir!! :( En Möddumamma vinnur hjá Hallo Norden og kann á svona Svíafrekjur - hehehe - nei segji nú bara svona þeir eru ekkert verri en aðrir!! :) En ég sendi eilíft þakklæti til Möddumömmu fyrir að snúast svona fyrir okkur (veit að það er vinnan hennar en hún er samt góð!!).
þriðjudagur, mars 04, 2003
...mér er kalt, veit ekki afhverju því ég held að það sé ekkert kalt hérna inni held hreint út sagt að þetta sé þreytu kuldi o gþað er ekki vanalegt á þessum bæ - eða hvað??? Er að bögglast við að horfa á 10 things I Hate About You í skrilljónasta skipti. Sá áðan smá bút úr heimildarmyndinni um Michael Jackson, heitir hún ekki Living With Michael?? Skiptir engu máli, en hann er stórfurðulegur og kaupóður!! Fór inn í einhverja rosalega búð í Las Vegas og bara benti í allar áttir og sagði "kaupa, kaupa, kaupa, kaupa, kaupa!! Þar sem hann keypti allskonar risavasa (2 eins á yfir hálfa milljón dollara samanlagt!!!) og borð og drasl og karlinn sem gerði myndina giskaði á að hann hefði keypt 80% af dótinu í búðinni og að eigandi hennar gæti bara flutt til Bahamas og haft það gott það sem eftir væri ævinnar eftir að Mikki kom askvaðandi þangað inn og veifandi seðlunum!!! :) Ekki amarlegt það!! Nú er bara að muna eftir að horfa á seinni helminginn og reyna svo að sjá þáttinn þar sem Mikki varði sig en ef ég þekki sjálfa mig rétt man ég ekki eftir þessu!! :) Man bara eftir að horfa á CSI hinu gleymi ég bara sem er ágætt því þá er ég ekki bundin af sjónvarpinu á meðan. Samt er ekkert eins gott og að bara skella sér upp í rúm (að sjálfsögðu í öllum fötunum og undir rúmteppið) og bara glápa frá sér allt vit!! Reyndar aukum við yfirleytt alltaf við vitið hjá okkur því við horfum oft á Discovery eða fræðsluþætti á hinunm stöðvunum. Á næstu árshátíð verður ekki gert grín af okkur með því að segja að við höfum lesið eitthvað heldur að við höfum séð það í sjónvarpinu - hehehe vá í hvað ég er mikill húmoristi hehehe!!! ;) Ekki misskilja mig samt það kemur oft fyrir að það eru alveg sjónvarpslausir dagar hjá okkur og ekki kveikt á imbanum fyrr en við setjum Simpssons í svo við getum sofnað (maður þarf eitthvað heilafrumusvæfandi á kvöldin þegar maður er svona fróðleiksfús eins og við tvö :Þ)!!!!
Jæja, ætla að fara að hátta mig því ég er orðin alveg úrvinda eftir langan dag!! Ok, ég viðurkenni að það er ekki vanalegt að ég sé farin upp í rúm fyrir klukkan 22 en ég ætla bara að hátta núna og halda áfram með myndina (reyndar beið hún ekkert eftir mér meðan ég var að blogga - þeir eru svo óliðlegir þarna á treunni!!). Svo á auðvitað að vakna snemma og skella sér í ræktina fyrir skólann!! Þarf ekki að mæta fyrr en 11:05 svo þetta verður ekkert voðalega snemmt, læt klukkuna hringja kl. 7:30 - nú er sko heilsuátakið á fullu því afgangurinn af krumpubumbunni minni á að vera farin í sumarfrí á undan mér!!! ;) Hehehe *Nótt nótt* og vonandi verð ég vakandi þegar Gummi kemur rennsveittur heim úr körfuboltanum!! ;)
Jæja, ætla að fara að hátta mig því ég er orðin alveg úrvinda eftir langan dag!! Ok, ég viðurkenni að það er ekki vanalegt að ég sé farin upp í rúm fyrir klukkan 22 en ég ætla bara að hátta núna og halda áfram með myndina (reyndar beið hún ekkert eftir mér meðan ég var að blogga - þeir eru svo óliðlegir þarna á treunni!!). Svo á auðvitað að vakna snemma og skella sér í ræktina fyrir skólann!! Þarf ekki að mæta fyrr en 11:05 svo þetta verður ekkert voðalega snemmt, læt klukkuna hringja kl. 7:30 - nú er sko heilsuátakið á fullu því afgangurinn af krumpubumbunni minni á að vera farin í sumarfrí á undan mér!!! ;) Hehehe *Nótt nótt* og vonandi verð ég vakandi þegar Gummi kemur rennsveittur heim úr körfuboltanum!! ;)
...ARG mig langar líka að fara eitthvað!!! Það eru margir að blogga um það í dag að þeir séu að fara eitthvað en við erum ekki að fara neitt!! :'( En ég örvænti ekki sérstaklega þar sem við Gummi vorum einmitt að tala um það áðan (áður en ég las bloggið) að reyna að fara til Danmerkur um páskana!! :) Svo er náttúrulega draumurinn að fara til Þýskalands eða Finnlands í sumar!! Ef það eru ennþá einhverjir sem nenna að spurja mig afhverju Finnland?? þá er svarið "ég var au-pair í Helsinki í rúma 5 mánuði og þetta er frábær borg og ótrúlega falleg (finnst mér amk.!!)!! Svo nú vita allir það!! :) Ég get bara ekki beðið eftir að sýna Gumma allt þar og skreppa svo yfir til Eistlands í einn dag, ég hef nefnilega ekki komið þangað ennþá því það kom óveður þegar ég var í ferjunni þangað og henni var snúið!! :( Þannig að nú er stefnan bara sett á ferðalög á viðráðanlegu verði! :) Það er kanski hægt að fá Magga Villa á nýja bílnum til þess að koma á fleygji ferð til að sækja okkur!! ;) Nei, ég segji bara svona - hehehe!!
Hmmm, eitthvað annað??? Já, skólinn í dag var fínn og ég er að hugsa um að fara að undirbúa tvo fyrirlestra og eitt skriflegt verkefni þar sem ég rökstyð eitthvað rosalega vel!! Sumir hugsa núna HVAÐ það er ekkert mál, puhh rökstyðja smökstyðja!! En það er bara erfitt á sænsku eða það finnst mér amk. Ég veit samt að ég á eftir að standa mig vel í þessu því ég er búin að ákveða það og núna er bara harkan sex eða bara harkan og sex!! ;) Hehehe eru ekki allir í stuði?? Gummi er þokkalega í stuði, hamrar á gítarnum eins og hann hafi gert honum eitthvað!! Gummi yrði fljótur að skamma mig og bjarga dýrmætustu eigninni sinni ef það væri ég sem þjösnaðist svona á garminum!! Jæja er hætt þessu bölvaða bulli, njótið vel!!!
Konur hafa oft á tíðum... ...og það hef ég líka!!!
Hmmm, eitthvað annað??? Já, skólinn í dag var fínn og ég er að hugsa um að fara að undirbúa tvo fyrirlestra og eitt skriflegt verkefni þar sem ég rökstyð eitthvað rosalega vel!! Sumir hugsa núna HVAÐ það er ekkert mál, puhh rökstyðja smökstyðja!! En það er bara erfitt á sænsku eða það finnst mér amk. Ég veit samt að ég á eftir að standa mig vel í þessu því ég er búin að ákveða það og núna er bara harkan sex eða bara harkan og sex!! ;) Hehehe eru ekki allir í stuði?? Gummi er þokkalega í stuði, hamrar á gítarnum eins og hann hafi gert honum eitthvað!! Gummi yrði fljótur að skamma mig og bjarga dýrmætustu eigninni sinni ef það væri ég sem þjösnaðist svona á garminum!! Jæja er hætt þessu bölvaða bulli, njótið vel!!!
Konur hafa oft á tíðum... ...og það hef ég líka!!!
mánudagur, mars 03, 2003
...jæja best að blogga svolítið fyrir svefninn svona sérstaklega þar sem ég þykist vera í einhverju bloggátaki!! Það er svo sem ekkert merkilegt búið að gerast. Fór í skólann í dag og átti fund með kennaranum mínum sem Gummi kom með mér á!! Ástæðan fyrir fundinum var súy að ég ákvað að segja henni hversu mikill nöttari ég er og útskyra afhverju og gekk þetta allt saman bara mjög vel!! :) Svo er bara að rífa sig á lappir klukkan 7 í fyrramálið og drullast í skólann, langt síðan ég hef þurft að mæta svona snemma!! Vá ég er svo rosalega þreytt að ég ætla að fara að koma mér í bólið (svaf rosalega stutt í nótt pg hef ekki fengið mér bjútíblund í dag!!) Heyrðist Gummi vera að skella Simpsons í tækið og stilla það þannig að það slökkvi á sér eftir 90 mínútur þó við verðum bæði sofnuð eftir 10!! Er farin að bursta, skrifa meira á morgun, góða nótt! :*
sunnudagur, mars 02, 2003
...ætla bara að þakka Hönnu og Óla fyrir veittar veitingar í kvöld. Þið eruð eðal og alls engir nískupúkar!! Hehehe Annars komst ég að því að ég gleymdi að tala um helling af því sem ég hafði skrifað á miðan sem ég hafði í vasanum!! Hefði kanski átt að fara aftur á klóið að kíkja!! ;Þ Við lentum í hellings vandræðum þegar við vorum komin til Hönnu og Óla (eða svona næstum því) því dyrasíminn hjá þeim var bilaður og við ekki með neinn gsm-a frekar en vanalega (mínum var stolið og Gumma er fyrrverandi gemmsi, núverandi vekjaraklukka!!). Þannig að við fórum yfir til Johans bekkjarfélaga Gumma og ætluðum að fá að hringja en hann var ekki heima, aftur á móti hleypti annar Johan okkur inn í stigaganginn þeirra (hann svaraði þegar við hringdum bjöllunni hans Johans fyrri, við tvíkíktum og við hringdum ekki í vitlaust númer!!). Þegar við vorum búin að berja dyrnar hjá Johanni sundur og saman ákváðum við að drífa okkur út aftur og ath. hvort það væri ekki einhver að fara inn í stigaganginn hjá Hönnu og Óla eða koma út því það var allt löðrandi í partýum þarna eins og annrsstaðar. Ég opnaði hurðinna inn á stigaganginn, sá fullt af fólki og skildi bara ekkert hvað allt þetta fólk var að gera í stigaganginum og það svona allt í einu (meina það var þar ekki 2 mínútum áður þegar ég labbaði niður og það virtist fara eitthvað svo vel um það!!!!). Þá rann skyndilega upp fyrir mér ljós!!! Ég opnaði inn í einhverja íbúð og þar stóðu allir og störðu á mig gapandi hissa!! Ég baðst þrisvar sinnum afsökunar og hljóp svo skríkjandi og eldrauð upp stigann og dreif mig út úr þessu hræðilega húsi!!! Þegar út var komið og kinnarnar á mér búnar að ná nokkurnvegin eðlilegum lit aftur vorum við svo heppin að 2 strákar áttu einmitt leið inn í húsið hjá Hönnu og Óla og við smygluðum okkur með inn!! :) Allt er gott sem endar vel!!
Hmmm annars er allt fínt að frétta, Gummi fór í próf í morgun og gekk bara vel held ég. Ég tilkynnti honum í gær að það þúddi ekkert að leggja sig eftir prófið því fyrst þyrftum við að gera matseðil fyrir vikuna, innkaupalista og drífa okkur í Willy´s og bla bla bla tuð tuð tuð og nöldur!! Það er skemmst frá því að segja að ég svaf lengi, lengi, lengi í dag og greyið Gummi var svo hræddur við mig að hann lagði sig ekkert heldur hékk í tölvunni!! :) Ég hef sko góða stjórn á mínum manni!! Hehehehe :) Í dag var líka seinasti í óhollustu dagur (sko þangað til á næsta laugardag því þá er nammi/óhollustudagur) og héldum við skötuhjúin upp á það með að fá okkur hamborgara í kvöldmatinn - ég er að verða háð hamborgurum og öðrum óþverra, ég skil þetta bara ekki!! Hehehe Nei samt án gríns þá er ég búin að vera í svo miklu óhollustu stuði alla vikuna að ég fæ illt í magan og kúgast við tilhugsununina um eitthvað hollt eins og td. kjúkling og gras (nema kjúllinn sé djúpsteiktur og hellingur af kransæðakítti á grasinu!!). En núna ætla ég að hætta þessari vitleysu aftur og byrja að rækta mig (tók sko vetrarfrí í ræktinni í rúma viku ;) !!!) og borða hollt nema á laugardögum. Jæja er farin að sofa því klukkan er orðin hálf 5! Er orðin alveg sjúklega þreytt, eftir hvað veit ég samt ekki. Kanski eftir allan svefninn í dag (sofnaði líka í næstum 30 mín áður en við fórum í heimsóknina!!), það tekur á að gera ekkert eins og sést vel á því að letingjar og aumingjar séu alltaf þreyttir!! :)
Hmmm annars er allt fínt að frétta, Gummi fór í próf í morgun og gekk bara vel held ég. Ég tilkynnti honum í gær að það þúddi ekkert að leggja sig eftir prófið því fyrst þyrftum við að gera matseðil fyrir vikuna, innkaupalista og drífa okkur í Willy´s og bla bla bla tuð tuð tuð og nöldur!! Það er skemmst frá því að segja að ég svaf lengi, lengi, lengi í dag og greyið Gummi var svo hræddur við mig að hann lagði sig ekkert heldur hékk í tölvunni!! :) Ég hef sko góða stjórn á mínum manni!! Hehehehe :) Í dag var líka seinasti í óhollustu dagur (sko þangað til á næsta laugardag því þá er nammi/óhollustudagur) og héldum við skötuhjúin upp á það með að fá okkur hamborgara í kvöldmatinn - ég er að verða háð hamborgurum og öðrum óþverra, ég skil þetta bara ekki!! Hehehe Nei samt án gríns þá er ég búin að vera í svo miklu óhollustu stuði alla vikuna að ég fæ illt í magan og kúgast við tilhugsununina um eitthvað hollt eins og td. kjúkling og gras (nema kjúllinn sé djúpsteiktur og hellingur af kransæðakítti á grasinu!!). En núna ætla ég að hætta þessari vitleysu aftur og byrja að rækta mig (tók sko vetrarfrí í ræktinni í rúma viku ;) !!!) og borða hollt nema á laugardögum. Jæja er farin að sofa því klukkan er orðin hálf 5! Er orðin alveg sjúklega þreytt, eftir hvað veit ég samt ekki. Kanski eftir allan svefninn í dag (sofnaði líka í næstum 30 mín áður en við fórum í heimsóknina!!), það tekur á að gera ekkert eins og sést vel á því að letingjar og aumingjar séu alltaf þreyttir!! :)