miðvikudagur, júlí 09, 2003
...ég er nörd!! Sit hérna í eldgömlum í þróttabuxum og formúlubol, ógreidd og örugglega andfúl! Er búin að hanga í tölvunni mestan part dags, var að prófa nýja tölvuleikinn minn Rayman 3 og hann er mjög skemmtilegur. En þar sem þetta er fyrsti þrívíddar tölvuleikurinn sem ég legg mig fram við að spila getiði reynt að gera ykkur í hugarlund hvernig gengur! Já mikið rétt það gengur ekkert alltof vel en þetta kemur. Ég er sem sagt búin að sitja hérna við tölvuna og blóta og arga og pirrast endalaust mikið yfir því hvað allt snýst í mikla hringi og allt í einu veit ég bara varla hvar kallinn minn er staddur!! :( En þetta er allt að koma og ég ætla að klára þennan leik þó það verði mitt síðasta verk!!! Ætli ég hvíli mig samt ekki á 3víddinni það sem eftir er kvölds og annað hvort spila tölvuleiki í 2vídd á GameBoy Advance tölvuna mína eða æfi mig í sænskunni með að lesa Ríki ljóssins. Þar sem ég er mikill aðdáandi Margit Sandemo sem skrifaði meðal annars Ísfólkið fræga hef ég ákveðið að byrja að safna Ísfólkinu, Galdrameistaranum og Ríki Ljóssins á sænsku og ef ég finn fleira eftir hana þá kíkji ég líka á það. Ekkert jafn gaman og að eiga fullt af mis góðum og mis gáfulegum bókum sem hægt er að lesa aftur og aftur, því eitt er víst að skemmtanagildið er 100% amk fyrir mig! :) Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvort ég eigi einhver áhugamál og held því oft fram að ég sé áhugalausasta manneskja sem fyrir finnst á þessari jörð en það er greinilega ekki rétt ég á fullt af áhugamálum, þurfti bara að finna þau og ekkert að því og svo er ekki verra að þessar bækur eru mjög ódýrar (50 sek stk), amk finnst mér það! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli